Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986
Fiskiþing verður
sett á mánudag
45. Fiskiþing hefst mánudaginn 17. nóvember 1986 kl. 14.00 í húsi
Fiskifélagsins með setningarræðu Þorsteins Gislasonar fiskimála-
stjóra. Þá mun Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, ávarpa
þingið og Jón Sigurðsson, forstjóri, formaður nefndar um endurskoð-
un sjóðakerfisins, mun fjalla um málefnið.
Síðar á þingingu mun dr. Grímur
Valdimarsson, forstjóri, flytjaerindi
um starfsemi Rannsóknastofnunar
fískiðnaðarins og dr. Jakob Magn-
ússon, fískifræðingur, um karfa og
nýtingarmöguleika á ýmsum djúp-
sjávarfískum.
Helstu málaflokkar verða:
Stjómun fískveiða, framsögu-
maður Bjöm Pétursson, Akranesi,
afkomumál í sjávarútvegi, Einar
K. Guðfínnsson, Bolungarvík, ríkis-
mat sjávarafurða, Ámi Benedikts-
son, Reykjavík, endumýjun
fískiskipa, Kristján Ásgeirsson,
Húsavík, öryggis- og hafnamál,
Guðjón A. Kristjánsson, ísafírði,
orkumál í sjávarútvegi, Hjörtur
Hermannsson, Vestmannaeyjum,
nýting og skipting veiðisvæða Jó-
hann K. Sigurðsson, Neskaupstað.
Auk þess mun fjallað um fræðslu
og tæknimál og fjölmörg önnur
málefni er snerta sjávarútveg lands-
manna.
37 fulltrúar, frá deildum Fiskifé-
lagsins, eiga setu á þinginu og þar
að auki munu sitja þingið, með
málfrelsi, fulltrúi frá Landssam-
bandi smábátaeigenda og Félagi
rækju- og hörpudisksframleiðenda.
Áætlað er að þingið standi í 5
daga.
(Frá gtjórn Fisldfélags íslands.)
Þeim Össuri Skarphéðinssyni og Davið Oddssyni er greinilega
skemmt við að rifja upp veiðisögur í bókinni.
„Stórlaxar“ segia frá
HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi
hefur gefið út bók sem heitir
Stórlaxar og er viðtalsbók, þar
sem fimm landskunnir stanga-
veiðimenn segja veiðisögur, en
Eggert Skúlason og Gunnar
Bender skráðu.
stórlöxunum fímm þar sem þeir
beijast við bráð af ýmsum stærðum
og gerðum í ám og vötnum."
Bókin er 126 blaðsíður. Setning,
fíimuvinna, prentun og bókband er
unnið af Prentsmiðjunni Odda.
Pallborðsumræður um hlutverk fjölmiðla. Frá vinstri: Ómar Ragnarsson fréttamaður á sjónvarpi, Her-
bert Guðmundsson blaðamaður á DV, Magnús Finnsson fréttastjóri á Morgunblaðinu, Kári Jónasson
varafréttastjóri á útvarpi, Einar Sigurðsson útvarpsstjóri Bylgjunnar og Jóhann E. Björnsson forstjóri
Ábyrgðar hf., tryggingafélags bindindismanna
• •
Okukennsluna inn í skólakerfið
segir Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna
KOSTNAÐUR heilbrigðisgeir-
ans vegna umferðaróhappa
nemur einum milljarði á ári og
kostnaður tryggingafélaganna
er hinn sami. Þetta kom m.a.
fram á ráðstefnu bifreiðatrygg-
ingafélaganna og Umferðarráðs,
sem haldin var að Hótel Lofteið-
um sl. miðvikudag.
Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri
ríkisspítalanna, sagði að hlutur
ríkisins vegna dauðaslysa og
umönnunar slasaðra og örkumlaðs
fólks eftir umferðarslys væri hinn
sami og ríkið greiddi fyrir rekstur
allra þeirra bygginga er stæðu á
Landsspítalalóðinni. Þjóðfélagið
tapar einni milljón á ári vegna slysa,
sagði Davíð. Eitt dauðaslys kostaði
ríkið fímm til sex milljónir króna,
en hinsvegar kostaði það þjóðfélag-
ið 15 til 20 milljónir króna ef
viðkomandi örkumlaðist.
Davíð sagði að fræðsla væri stór-
mál og ökukennslunni ætti eindreg-
ið að koma inn í skólakerfíð.
Jafnframt gætu tryggingafélögin
beitt iðgjöldum í meira lagi á öku-
menn þannig að réttir aðilar
lagana sl. miðvikudag
greiddu þau. Einnig þyrfti að auka
löggæslu til muna.
Fram kom í máli Jón Baldurs
Þorbjömssonar, verkfræðings, að
óeðlilega hátt hlutfall væri á meðal
ungra ökumanna á íslandi sem slas-
aðist í umferðinni miðað við önnur
Evrópulönd. Orsakimar væri tæp-
lega hægt að rekja til annars en
of lítillar kunnáttu í meðferð og
stjómun ökutækis í umferð. „Senni-
lega er kjama orsakarinnar að
flestum umferðaróhöppum, sem
rekja má til mannlega þáttarins,
að fínna í of snöggsoðnum undir-
búningi ökunema undir sjálfstæðan
akstur," sagði Jón Baldur.
í frétt frá Hörpuútgáfunni segir
m.a.: „Stórlaxamir era þeir Davíð
Oddsson borgarstjóri, Páll G. Jóns-
son forstjóri, Pálmi Gunnarsson
söngvari, Sigurður Siguijónsson
skemmtikraftur og leikari og Össur
Skarphéðinsson ritstjóri Þjóðvilj-
ans. Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra skrifar formála
bókarinnar.
Mynd frá grindhvaladrápi
í stað hvalveiða Islendinga
„Blóðug mynd og neikvæð,“ - seg
ir Sigrún Guðmundsdóttir Poteet,
sem búsett er í Bandaríkjunum
Stórlaxamir hafa hver sína sögu
að segja. Davíð Oddsson segir firá
því hvemig það er að veiða með
Pétur og Pál yfír sér í Elliðaánum.
Páll G. Jónsson hefur átt í verð-
stríði við Stangaveiðifélag
Reykjavíkur. Pálmi Gunnarsson er
ekki sáttur við „móralinn" f „lúxus-
ánum“. Sigurður Siguijónsson
kemur öllum í gott skap og kann
ekki sfður að skopast að sjálfum
sér en öðram. Össur Skarphéðins-
son týnir maðka sína sjálfur fyrir
veiðitúrinn.
Bókin er prýdd fjölda mynda af
„ÞEGAR viðtalinu við þennan
unga mann var lokið sýndi ABC-
stöðin mynd af grindhvaladrápi
við Færeyjar og þannig var gefið
i skyn að svona færu hvalveiðar
okkar íslendinga fram,“ sagði
Sigrún Guðmundsdóttir Poteet,
sem búsett er skammt frá San
Francisco í Bandaríkjunum.
í gærmorgun kl. 7 að fslenskum
tíma var ABC-sjónvarpsstöðin
bandaríska með frétt um skemmd-
arverkin á hvalbátunum og hval-
stöðinni. „Þessi ungi maður sem
granaður er um skemmdarverkin
talaði um það að nauðsynlegt væri
að stöðva þessar villimannslegu
veiðar íslendinga," sagði Sigrún.
Aftakaveður í Miklholtshreppi:
Ferðaþjónusta bænda
kom að góðum notum
Borg f Miklholtshreppi.
UNDANFARANDI daga hafa ve
Suma daga miklir stormar. Minni
heilsar með fastara handtaki en <
í gær var mikill stormur en frost-
laust. Um sexlejrtið í gærkveldi
gjörði aftakaveður með bleytuhríð
og mikilli úrkomu. Fólk sem var á
ferð hér á vegum lenti í vandræðum
vegna veðurofsans. Hjónin á Mið-
hrauni II, Anna Þórðardóttir og
Guðmundur Þórðarson era með
ur hér um slóðir verið válynd.
það okkur á að nú er vetur sem
reir undanfarandi vetur.
ferðaþjónustu bænda. Kom það sér
vel í gærkveldi. Hjá þeim hjónum
gistu sjö manns síðastliðna nótt,
sem ekki komust heim vegna veð-
urs. Nú hefur veður lægt, sunnan-
gola f dag og 4ra stiga hiti.
Síðastliðinn sunnudag var þess
minnst við messu í Fáskrúðár-
bakkakirkju að 50 ár era liðin sfðan
kirkjan var vígð. Miklar endurbætur
hafa verið framkvæmdar á kirkj-
unni á þessu ári. Kirlgan klædd
utan og einangrað, þak máiað,
kirkjubekkir endurbættir, settur
svampur í setur og bök og fínt
ákiæði þar yfír. Eftir messu var
öllum boðið til kaffidrykkju að fé-
lagsheimilinu í Breiðabliki.
Páll
„Hann lauk orðum sfnum á því að
segja að ef einhveijir hefðu unnið
skemmdarverk þá væra það íslend-
ingar. í beinu framhaldi af þessu
sýndi sjónvarpsstöðin þessa hræði-
legu mynd, án nokkurra útskýringa.
Sjórinn var litaður blóði og greini-
lega var um grindhvalaveiðar
Færeyinga að ræða. Engir bátar
vora sjáanlegir, heldur var myndin
tekin upp við land og fjöldi manna
óð þar um sjóinn og sveiflaði hnífum
og sveðjum.“
Sigrún sagði að fréttir af
skemmdarverkunum hefðu birst í
blöðum og sjónvarpi í Bandaríkjun-
um. „Ég hef verið að reyna að
útskýra fyrir kunningjum mínum
hvemig hvalveiðum íslendinga er
háttað, en eftir að þessi blóðuga
og neikvæða mynd kom á skjáinn
þá er samúð fólks með þessum
manni."
Eiginmaður Sigrúnar, Roy Pote-
et, hringdi til sjónvarpsstöðvarinnar
og kvartaði undan því að myndin
væri röng, en fátt varð um svör.
„Því miður þá vita Bandaríkjamenn
varla hvar Island er og þeir fáu sem
vita það halda að þar búi eskimóar
í snjóhúsum. Það er ekki við öðra
að búast en að fólk trúi fréttum
sjónvarpsins þegar það veit ekki
betur sjálft," sagði Ray. „Ég er
þess fullviss að þessi fréttaflutning-
ur hefur haft mjög neikvæð áhrif,
því myndin var blóðug og hryllileg."
Hörður Bjamason, sendiráðu-
nautur í Washington, sagði að Cable
Network News-stöðin hefði sýnt
þessar myndir áður en ABC tók upp
á því. „Þeir vora með myndir af
grindhvalaveiðum við Færeyjar og
sýndu þetta í fréttatímum heilan
dag. Við höfðum samband við þá
og sögðum að myndimar væra
rangar, en fyrst í stað þrættu þeir
fyrir það og sögðust hafa fengið
það staðfest að þær væra frá Is-
landi," sagði Hörður. „Það var helst
á þeim að skilja að Færeyjar væra
hluti af íslandi. Þessar myndir
fengu þeir frá Sea Shepherd sam-
tökunum. Þegar stórar stöðvar eins
og ABC era með þetta þá gengur
mjög illa að fá þá til að breyta
þessu, enda er mikið um æsifréttir
hér.“
Hörður sagði allan fréttaflutning
í Bandaríkjunum af þessu máli vera
mjög neikvæðan í garð íslendinga.
„Þegar CBS-stöðin skýrði frá mál-
inu þá sögðu þeir eingöngu frá
málstað Sea Shepherd-manna, en
höfðu ekki fyrir því að tala við einn
einasta fulltrúa íslands," sagði
hann. „Við í sendiráðinu getum lítið
annað gert en að hafa samband við
þessar fréttastofur og reyna að fá
þá til að hætta að sýna rangar
myndir og lýsa óánægju okkar með
það að ekki skuli vera skýrt frá
okkar sjónarmiði. Því miður virðist
vera mjög á brattann að sækja fýr-
ir okkur hér, það er erfitt að fást
við samtök sem ekki vfla fyrir sér
að fara með ósannindi,“ sagði Hörð-
ur Bjamason að lokum.