Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986
13
Bréf til sálfræðings
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Einleikara, Rut Ingólfsdóttur, hljómsveitarstjóra, Arthur Weisberg,
og Sinfóníuhljómsveitinni fagnað að flutningi loknum.
Sinf óníutónleikar
Békmenntir
Sigurjón Björnsson
Sigtryggur Jónsson: Kæri Sáli.
Sigtryggur Jónsson, sálfræðing-
•ur, svarar ungu fólki. Forlagið,
Reykjavík 1986. 144 blaðsiður.
Þessi bók byggist á bréfum frá
unglingum, sem höfundur svaraði
í útvarpsþættinum Frístund á rás 2
árið 1985 að því að mér skilst.
Hér virðist hafa verið valið úr
bréfum og svörum. Þeim er raðað
saman í efnisþætti. Inngangur er
ritaður að hverjum efnisþætti svo
og lokakafli.
Sú var tíðin (að vísu löngu liðin)
að íslenskir sálfræðingar voru mjög
skrifandi menn. Þeir tóku mikinn
þátt í uppeldis- og skólamálaum-
ræðu og jafnvel almennri menning-
arumræðu og rituðu margt bóka
bæði strangfræðileg rit og önnur
ætluð almenningi. Sumir þeirra
voru ritsnjallir menn, sem létu sér
annt um vandað mál og skýra fram-
setningu. Á þeim árum fylltu
sálfræðingar naumast tuginn, en
voru engu að síður áberandi og
umtalaðir menn. Nú fylla þeir
hundraðið, og er mér til efs að áhrif
þeirra séu öllu meiri en meðan þeir
voru tíu sinnum færri, amk. hvað
varðar ritað mál.
Sigtryggur Jónsson er einn þeirra
ungu sálfræðinga sem reyna að
létta af þessum drunga. Hann lætur
oft til sín heyra og nú kveður hann
sér hljóðs með þessari bók og talar
til unglinganna. Á því er vissulega
ekki vanþörf, ef það er vel gert.
Sú umgerð sem Sigtryggur fellir
fræðslu sína í er fjarri því að vera
auðveld. Unglingur, sem hann hefur
ekki séð, þekkir ekki, sendir honum
örstutt bréf um vandamál sitt og
biður um ráð. Dæmi: „Kæri sál-
fræðingur. Hér er aðeins ein örstutt
spuming: Hvað getur maður gert
til að öðlast sjálfsöryggi? „Einn
óöruggur."
Hvað er nú til ráða? Mörgum,
þar á meðal mér, myndu fallast
hendur og hugsa sem svo: „Ég get
engu svarað. Eg þarf að fá að vita
heilmikið um þig. Ég þarf að geta
áttað mig á hvers konar persóna
þú ert, í hvaða tilvikum skortur á
sjálfstrausti gerir mest vart við sig,
hvemig æviferill þinn hefur verið,
og síðast en ekki síst, hvað þú átt
í raun og veru við með spuming-
unni. Þá fyrst getum vð e.t.v. í
sameiningu skilið skort þinn á
sjálfstrausti og komist á sporið með
að vinna gegn honum." Er þá ekk-
ert hægt að gera, þegar þessar
aðstæður eru ekki fyrir hendi? Víst
er það hægt, enda þótt ég treysti
mér ekki til að beita þeirri aðferð.
Samt þykist ég sjá hvaða höfuðregl-
um svör við bréfum sem þessum
þurfí að hlíta. í fyrsta lagi hljóta
svörin að vera nokkuð almenns eðl-
is, en þó þannig að þau varpi nokkm
ljósj á það vandamál sem um ræð-
ir. í öðm iagi þurfa þau að byggja
á traustri og áreiðanlegri sálfræði-
legri þekkingu, án þess að verða
nokkum tíma tyrfín og sérfræðileg.
í þriðja lagi þurfa þau að fela í sér
dijúgan skammt af „heilbrigðri
skynsemi" eða lífsvisku, án þess að
verða siðferðislegar predikanir. Og
í §órða lagi, af því að um útgefna
bók ræðir, er nauðsynlegt að svörin
séu orðuð á eðlilegu en vönduðu
máli, án þess þó að það sé um of
ijarri tungutaki þeirra sem eiga að
njóta þess. í fímmta og síðasta lagi
þurfa svörin að endurspegla velvild
og hlýju, virðingu fyrir unglingun-
um og löngun til þess að verða að
liði.
Af þessu má augljóst vera, að
það er hreint ekki vandalaust að
rita bók af þessu tagi. Margar em
gryfjumar til að falla í. Mikil hætta
er á að svörin verði lítið annað en
útvatnað blaður, að persónulegar
skoðanir og fordómar blandist sam-
an við fræðileg viðhorf o.m.fl. Ekki
sé ég að Sigtryggur hafí fallið í
neina af þessum gryQum. Miðað
við framangreinda kvarða hefur
hann skilað góðu verki. Það er trúa
mín að margir unglingar, og for-
eldrar þeirra einnig, hafí gagn af
lestrinum. Auk þess hygg ég að hér
sé fengið gagnlegt lesefni t.a.m. í
kennslu fyrir unglinga og á fræðslu-
og ráðgjafamámskeiðum.
Eins og áður segir skiptist bókin
í nokkra efnisþætti: Fjölskyldan.
Vinir og vinátta. Feimni — sjálfs-
traust — minnimáttarkennd. „Ég
vildi ég væri dauður." Ástin. Kynlíf-
ið. Vímuefni — leiðin niður í svaðið.
Að þessu loknu ritar höfundur at-
hyglisverðan kafla, er nefnist
Unglingavandamál — vandamál
hverra? Bókinni lýkur svo með skrá
yfír „helstu staði, stofnanir og sam-
tök, sem unglingar geta leitað til
með erfíðleika sína og vandamál
eða einungis til þess að ræða málin
og fá upplýsingar". Er þetta mjög
gagnleg viðbót. Raunar hefði ég
kosið að höfundur hefði ggngið feti
framar og birt lista yfír lesefni sem
unglingum og foreldrum þeirra
væri aðgengilegt og gagnlegt.
Prýðilega er frá þessari bók
gengið bæði hvað varðar ritun
hennar, prófarkalestur, prentun og
ytri búnað.
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Efnisskrá:
Herbert H. Ágústsson
Tvær tónamyndir
Alfredo Casella
Fiðlukonsert í a-moll
Jean Sibelius
Sinfónía nr. 2
Einleikari:
Rut Ingólfsdóttir
Stjórnandi:
Arthur Weisberg
Tónleikamir hófust með nýju
verki eftir Herbert H. Ágústsson,
er hann nefnir Tvær tónamyndir.
Verkið er í tveimur þáttum og fyrir
stóra hljómsveit. í gerð er það eins
konar tónræn myndgerð stemmn-
inga og er fyrri þátturinn morgun-
stund vaknandi borgar og sá seinni
hljóðheimur mannlífs umhverfís
Tjömina. Stemmningamar em
mjög skýrar og vel mætti hugsa sér
tónlistina falla vel að kvikmynd eða
jafnvel ballett. Saman við stemmn-
ingar er svo ofíð margvísu lagefni
á mjög haganlegan máta og í heild
er þetta elskulegt og hlýlegt verk.
Stjómandinn hefur unnið vel að
flutningi þess, þó í heild sé stjóm
hans einum of gætin. Það sem
vinnst með svo gætinni stjóm er
góður og skýr samleikur hljómsveit-
arinnar en fyrir bragðið vantar
spennutök þau, sem fylgja því þeg-
ar einhveiju er hætt á tæpasta vað.
Þessi gætni og vinnuvöndun réði
stemmningu allri á tónleikunum og
var því næsta verk, fíðlukonsert
eftir Casella, of jafn í hraða, t.d. í
síðasta þættinum, sem á að vera
Allegro molto vivace e scherzoso.
Rut Ingólfsdóttir lék konsertinn
mjög fallega, sérstaklega í upp-
hafi verksins og síðasta þáttinn
mjög vel, sem þó hefði mátt vera
hraðari. Casella hafði á hendi sama
hlutverk og Carl Orff, nefnilega að
vera þjóðemissinnum heima fyrir
helsti málsvari í gagnrýni á nútíma-
tónlist. Casella mun hafa snúist
mjög harkalega gegn Schönberg
og sagt um tólftóna aðferð hans,
að hún væri einskonar listræn fang-
elsun og stefndi tónlist til „úrkynj-
unar“. Þessi afstaða Casella mun
hafa valdið því hversu áhugalitlir
tónlistarmenn hafa verið um verk
hans að stríðinu loknu.
Casella er helst kunnur fyrir íjög-
ur verk, sem em rapsódía (ítalia),
ballett (La Giara), píanókonsert
(Partita) og hljómsveitarverkið
Paganiniana. Síðasta verk tónleik-
anna var önnur sinfónían eftir
Síbelíus. Þetta hugljúfa verk er
einkum vinsælt fyrir síðasta þátt-
inn, þar sem heyra má stef er
kvikmyndatónlistarmenn vestan
hafs hafa sótt í og minnir einnig á
frægt dægurleg. Af sinfóníum
Síbelíusar er þetta verk þeirra að-
gengilegast og var það í heild vel
flutt, enda engu hætt í hraðavali.
Gætin stjóm Weisbergs skilar vel
leiknu verki en það vantaði meiri
spennu og átök í leikinn, eða með
öðrum orðum, listræn tilþrif vom
látin víkja fyrir faglegri hagsýni.
Unglingar
Daufar sljörnur
Békmenntir
Súsanna Svavarsdóttir
Með stjörnur i augum.
Höfundur: Andrés Indriðason.
Útgefandi: Mál og menning.
Með stjömur í augum er ungl-
ingasaga sem fjallar um Sif, 17
ára, og ástarsamband hennar við
Amar, 18 ára. Þau em í MR og
kynnast um haust þegar hann
hleypur hana um koll fyrir framan
skólann. Sif verður strax „sjúklega
ástfangin" og þau byija á föstu.
Samband þeirra er sveiflukennt. Sif
er eigingjöm og afbrýðisöm og vill
halda fast í Amar. Hann er aftur
á móti óttalegur gaur og veit ekk-
ert hvað hann vill.
Það er Sif sem segir söguna og
við sjáum hlutina frá hennar sjónar-
hóli og hún sér bara Amar. Amar
er hin ódauðlega rómantíska týpa
bókmenntanna; hann er fagur og
illur, allar vilja meyjamar eiga
hann, en Amar er eins og „blaut
sápa," hann smýgur úr hveijum
ungmeyjarfaðminum á eftir öðmm.
Sif er alger andstæða hans. Hún
er fyrirmyndarbam, mikill náms-
hestur, að því er virðist, vill hafa
sitt á þurrn, eiga sinn mann og
halda í hann þótt hún sjái að Arriar
er óttalegur gallagripur. Hún sér
bara hann, hugsar bara um hann,
talar bara um hann, vill bara hann.
Ég fæ ekki betur séð en hér sé
Andrés Indriðason
á ferðinni gömul tugga um konuna
sem vill fóma öllu fyrir þann unað
að eiga sinn mann, hvemig sem
hann er. Óöryggi hennar stafar
fyrst og fremst af því hvað hann
er sætur og hún hefur mikla minni-
máttarkennd gagnvart öðmm
stelpum. Óöryggi hans stafar af þvi
hvað hún er af ríku fólki, hann
fremur fátæku, einhverskonar ræf-
ilsheimili. Stéttamismunurinn birt-
ist þó ekki í afstöðu þeirra til lífsins
á neinn hátt, heldur virkar eins og
skýring höfundar á því hversu ólík
þau em.
Og það em fleiri gamlar tuggur.
Þegar þau fara saman í rúmið ber-
háttar hpn, en vill samt ekki. Amar
er svo vondur maður að hann hlust-
ar ekki á hana, heldur hreinlega
nauðgar henni. Hefur sjálfsagt
heyrt einhvers staðar að konur vilji,
þótt þær látist ekki vilja.
Það gengur á ýmsu í sambandi
þeirra. Sif er alltaf að æsa sig,
rífast og hætta að tala við Amar.
Hún bráðnar þó alltaf um leið og
hún heyrir hann eða sér. Hann er
jú svo sætur.
Þegar svo Sif skellir bílhurð á
Amar í lok bókar og úthellir reiði
sinni, tekur maður ekkert mark á
þvi. Eiginlega er manni líka sama
hvort bókin endar í góðu eða illu.
Reiði Siflar virkar ekki á mann sem
styrkur hennar. Til þess hefur hún
gefíð of oft eftir.
Úthald Amars er lítið á flestum
sviðum. Hann hættir í skólanum
og með því undirstrikar höfundur
ómennsku hans og ístöðuleysi.
Hann stendur uppi sem berstrípað-
ur karlmaður í staðinn fyrir það
ómótaða unglingsgrey sem maður
hélt að hann væri, þrátt fyrir feg-
urðina, sem höfundur leggur
kannski heldur mikla áherslu á.
Með þessari bók fínnst mér eins
og farið sé að gæta heidur mikilla
áhrifa frá metsöluhöfundinum Bar-
böru Cartland á íslenskar bók-
menntir og fínnst þau áhrif koma
úr undarlegri átt.
Komnaráallar .n
betrimyndbanda- HEITIR POTTAR
LnJLr u UDlJuSH™ leigur. £ u^| * WIAIAAA
Laugarásbíó, ® HOLLYYfOOD
sími38150.