Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 FORTÍÐIN, SPEGLASTI NÚTÍÐINNl Rœtt viÖ Ingu Bjarnason leikstjóra um sýninguAlþýðuleikhússins á leikþáttum eftir Strindberg og Þorgeir Þorgeirsson Inga Bjarnason leikstjóri: „Texti Strindbergs er svo djúp- ur að það er eiginlega enginn botn á honum.“ rithöfundur pappírslaus. Við höf- um gert ýmislegt gott og okkur er hvað eftir annað hælt upp í hástert en við lifum ekki á því til lengdar. Menn verða að athuga það að meðan við höfum ekkert húsnæði verðum við alltaf homrek- ur, því leikhús passar eiginlega ekki við neina aðra starfsemi svo vel sé.“ Sérðu einhveijar horfur á að úr muni rætast? „Ég trúi varla öðru en ef ekkert gerist þá gefst ég upp. Ég fer ekki út í aðra sýningu af þessu tagi — sýningu sem er eiginlega eins og þegnskylduvinna. Sorgleg- ast finnst mér ef allt það starf sem fólkið mitt hefur lagt á sig í fjögur ár verður unnið fyrir gýg, því hæfileikana vantar ekki þó allt annað sé af skomum skammti. Það hlýtur að vera rík þjóð sem hefur efni á því að fara svona með sína listamenn...“ Ef þu hefðir nú frjálsar hendur, hvað myndirðu þá glíma við næst? „Eins og ég sagði áðan: klassík- VIÐTAL: ILLUGIJÖKULSSON „Ég held stundum ég sé geð- biluð manneskja. Það er náttúr- lega tóm vitleysa að vera alltaf að reyna að setja upp sýningar við þær aðstæður sem Alþýðu- leikhúsið býr við. Og að fara þess á leit við islenskt skáld að það yrki í kapp við Strind- berg____Já, ég hallast að því að ég sé snargeggjuð." Sé Inga Bjaraason leikstjóri klepptæk er líkast til réttast að óska eftir fleiri slíkum vitfirring- um. Síðastliðin flögur ár hefur hún verið einn helsti máttarstólpi Al- þýðuleikhússins marghijáða og sett upp á þess vegum ýmsar af eftirminnilegri sýningum síðari ára. Nægir þá að minna á leikritið Tom og Viv eftir Michael Hastings sem sýnt var á Kjarvalsstöðum í fyrravetur og hlaut bæði afbragðs dóma og góða aðsókn. Nú i sumar setti Inga svo upp frægan einþátt- ung eftir Ágúst Strindberg sem heitir í þýðingu Einars Braga skálds Hin sterkari. Sá leikþáttur er um þessar mundir sýndur í kvennahúsinu Hlaðvarpanum en aftan við hann hefur Þorgeir Þor- geirsson pijónað eins konar framhald sem nefnist Sú veikari. Inga var spurð hvemig þessi giska óvenjulega sýningin væri til orðin. „Mig hafði lengi langað til þess að setja upp Hina sterkari; ástæð- an er einfaldlega sú að hann er svo bijálæðislega gott skáld, þessi Strindberg. Ég er eiginlega komin á þá skoðun að það sé tímaeyðsla að fást við nokkuð annað en klassíkina — og svo einstaka verk eftir góð íslensk skáld. Þetta er svo mikið basl að það er ekki þess virði ef maður er að fást við eitt- hvað annað en virkilega frábæran texta. Texti Strindbergs er svo djúpur að það má segja að það sé enginn botn á honum; ég hef að minnsta kosti ekki fundið hann ennþá. Það hefur iðulega komið fyrir að ég hef verið að vaska upp eða skúra gólf eða eitthvað álíka og þá hefur allt í einu runnið upp fyrir mér ljós, og ég hef skilið — eða alla vega skilið betur en áður — einhvem hluta textans. Það seg- ir sig sjálft að það er fjarskalega þroskandi fyrir listamann að glíma við verk af þessu tagi. Svo þegar æfingar voru nýhafnar fékk ég þá flugu í höfuðið hvort ekki væri upplagt að búa til seinni hluta við þennan þátt Strindbergs — athuga hvemig fortíðin speglast í nútíð- inni. Þar er náttúmlega heldur en ekki teflt á tæpasta vað því það getur ekki hver sem er tekið upp þráðinn þar sem Strindberg sleppti honum, en ég treysti Þorgeiri Þor- geirssyni fylíilega til þess. Hann hélt fyrst að ég væri vitlaus þegar ég bað hann um þetta — og vísast er ég það — en að lokum féllst hann á að reyna.“ Um hvað snúast þessir þættir? „Söguþráðurinn er í sjálfu sér ekki flókinn, þetta er aðallega svo mikill og djúpur skáldskapur. f þætti Strindbergs hittast tvær kon- ur sem báðar elska sama manninn. Önnur þeirra, eiginkona hans, talar svo til látlaust en hin, ástkonan, segir kannski því meira með þögn- inni. í Þorgeirsþætti fáum við að kynnast leikkonunum sem léku í fyrri þættinum og þá tekur sú til máls sem áður þagði. Mér finnst þessir þættir spila listavel saman; það er engu minni tilfinning í þætti Þorgeirs en Hinni sterkari, án þess að ég vilji að öðru leyti bera þessa tvo höfunda saman. Málnotkun Þorgeirs er náttúrulega bæði opnari og opinskárri en Strindbergs — það er í stíl við okkar tíma því nú segjum við beint út þá hluti sem áður voru látnir liggja í þagnargildi. Það má kannski segja að Þorgeir þori þar sem Strindberg þegi, svo vitnað sé í danskt auglýsingaslagorð. Sárs- aukinn er aftur á móti jafn mikill í báðum þáttunum, sem og af- brýðisemin og ástin. Þessir tveir þættir sýna okkur kannski fyrst og fremst hversu lítið manneskjan breytist þrátt fyrir umrót og hverf- ulleika nútímans." Hvemig leist þér á dómana sem sýningin fékk í blöðunum? Þeir vora ærið misjafnir. „Já, tveir gagnrýnendur söguðu okkur að fara í rass og rófu, ef svo má að orði komast, en fjórir vora hins vegar mjög jákvæðir. Ég er mjög ánægð með þetta. Það vora notuð stór orð á bága bóga og það sýnir að þama hafa átt sér stað skoðanaskipti sem era einmitt það sem leikhúsið hlýtur alltaf að sækjast eftir. Sumir verða glaðir, aðrir örvilnaðir og þannig á það að vera. Ég virði hvort tveggja og vil miklu heldur fá svona sterk viðbrögð en einhveija loðmullu um að sýningin sé smekkleg og vel við hæfi og svo framvegis. Reynd- ar hef ég persónulega aldrei fengið jafn góða dóma fyrir mína leik- stjóm, svo ég er ljómandi sátt við þetta allt saman. Það má minna á það að á sínum tíma var ekki nema ein sýning á Hinni sterkari — þátt- urinn var gersamlega rifínn niður af gagnrýnendum en nú er talað um sterkt myndmál, knappan texta, demant leikbókmennt- anna...“ Sem fyrr var sagt era einþátt- ungamir um Hina sterkari og þá veikari sýndir í Hlaðvarpanum við Vesturgötu. Það er leikið í kjallar- anum og aðstæður era framstæðar — en það þarf síður en syo að eyðileggja stemmninguna. í leik- skránni er grein eftir Þorgeir Þorgeirsson þar sem hann segir frá „kjallaraleikhúsum" í Vínar- borg þar sem hann var við nám ásamt fleiri íslenskum stúdentum ekki löngu eftir lok síðari heims- styijaldar. „Neðanundir þessum brana- rústum hinnar glæstu borgar vora alstaðar kjallarar. Og þessi árin var það svo merkilegt, að varla fannst sú gata í borginni að þar Úr sýningu Alþýðuleikhússins á leikþáttum Strindbergs og Þorgeirs Þorgeirssonar. Þorgeir Þorgeirsson, höfundur þeirrar veikari: „Þorgeir þorir þar sem Strindberg þegir!“ seg- ir Inga Bjarnason. væri ekki „kjallaraleikhús". Og mörg þeirra urðu mín sálarleikhús og verða það áfram í minning- unni. Margt af þessu var óhijálegt, framstætt húsnæði og þessvegna kannski einmitt handa mér. I þá sali gat vinnukonusonur norðanaf Siglufirði gengið einsog hann var klæddur. Svo að segja vaðið þar inn á skítugum skónum. Marga nótt sátum við Jökull Jakobsson og ræddum þetta fyrir- bæri. Og mér er einkar minnisstæð setning sem hann einhvemtímann sagði við mig í dimmri krá eftir kjallaraleikhúsferð. Hann sagði þetta einsog hann væri nýbúinn að uppgötva sannindi. Sagði: — Þorgeir, sagði hann. Veistu? Öll góð leikrit gerast í mannssálinni. Leiktjöldin þvælast oft bara fyrir. Löngu seinna er ég að botna þessa hugsun á meðan ég rifja upp hráa steinveggina og bera loft- bitana sumstaðar í þessum kjöllur- um. Það var eitthvað hreinlega undirmeðvitundarlegt við þessi húsakynni, fólkið sem lék þama var berskjaldað og blankt einsog sálir fordæmdra gagnvart hreins- unareldinum. Átti naumast annað en meininguna í replikkunum sínum. Þannig var mitt sálarleikhús — eða kannski er það bara þannig í huganum...“ Alþýðuleikhúsið hefur svo til alla sína ævi verið eins og Þorgeir lýsir kjallaraleikuranum í Vín: ber- skjaldað og blankt. Það á hvergi inni og peningaskortur háir allri starfsemi. Inga Bjamason var spurð hvort hún og hennar fólk létu það ekkert á sig fá. „Jú, auðvitað; satt að segja er ég alveg að gefast upp. Eg er búin að vera að puða þetta í fjögur ár með sama fólkinu og eiginlega skil ég hvorki upp né niður í því af hveiju það fæst með mér út í þetta ár eftir ár. Ætli launin okkar fyrir þessa töm séu ekki svona tuttugu krónur á tímann, varla meira, og þá er aðstöðuleysið eft- ir. Ef við eigum að lifa áfram verður eitthvað að gerast í okkar málum því við getum ekki unnið svona endalaust. Við eram að verða gömul og miðaldra og verð- um að fara að hugsa um að hafa í okkur og á! Ef fjárveitingavaldið vill styrkja fijálsa leikhópa — sem auðvitað er í sjálfu sér öfugmæli — þá verður að skaffa okkur ein- hveija aðstöðu. Það fer enginn fram á að málari sé án striga né in er mér efst í huga núna. Mig langar til þess að sinna texta sem skiptir máli og ég hugsa að fyrst myndi ég velja leikritið Kona og haf eftir Ibsen og fara síðan kannski út í Tsékov. Ég myndi líka halda áfram að nauða í skáldunum okkar sem svo undarlega oft setja saman furðulega góð verk. Ég vona bara að ég geti haldið áfram að vinna með föstum leikhópi, eins og ég hef gert undanfarin ár. í slíkum hópi þroskast fólk saman og það er þroski jistamannsins sem ræður ferðinni. Ég á við að leikar- ar kalla þá á tiltekin verk en ekki öfugt? maður hugsar kannski með sér að nú sé komið að tiltekinni leikkonu að leika þetta eða hitt hlutverkið og þá er valið leikrit samkvæmt því. Svona geta menn ekki hugsað í stóra leikhúsunum, því miður, enda fara stundum mikl- ir hæfileikar forgörðum þar innan veggja. Lítil þjóð hefur ekki efni á slíku." Leikendur í þáttunum tveimur sem Alþýðuleikhúsið sýnir nú era fjórir: Margrét Ákadóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir, Elfa Gísla- dóttir og Harald G. Haralds. Aðstoðarleikstjóri er Ólöf Sverris- dóttir, þau Vilhjálmur Vilhjálms- son og Nína Njálsdóttir sáu um leikmynd og búninga og aðstoð við lýsingu veitti Árni Baldvinsson. Inga Bjamason tók fram að sýn- ingar yrðu varla ýkja margar. „Þetta er dýr sýning og vegna brauðstritsins þá getum við ekki leyft okkur að hafa mjög margar sýningar. Þess vegna er ráðlegt fýrir fólk að drífa sig hið fyrsta að sjá þessa merkilegu þætti — þeir eiga svo sannarlega erindi til allra og þó ég segi sjálf frá þá er þetta afskaplega falleg sýning, enda mikið hæfileika fólk sem með mér vann ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.