Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986
• Guðmundur Guðmundsson verður f eldlínunni með Vfkingum gegn
St. Otmar f Evrópuleiknum f Laugardalshöll á sunnudagskvöld.
íþróttir helgarinnar:
Norðurlandamót í
badminton og Evrópu-
leikur í handbolta
— eru aðalviðburðirnir um þessa helgi
ÞAÐ er nóg um að vera í fþróttun-
um um þessa helgi þó ekkert
verði leikið í 1. deild f handknatt-
leik fyrr en á þriðjudagskvöldið
þegar toppliö Fram og Breiða-
bliks eigast við í Höllinni.
Badminton
Stærstí badmintonmót sem
haldið er hér á íslandi, Norður-
Q* landamótið sjálft, hefst núna
klukkan 12 á hádegi í dag laugar-
dag. Undanrásir hefjast reyndar
klukkan 10. Síðan verður leikið
fram eftir deg; . dag og haldið
áfram í. morgun. Mótinu lýkur um
klukkan 16.30 á sunnudag. Meðal
keppenda veröa margir af bestu
badmintonleikurum heim.
Handboltí
Á sunnudagskvöldið klukkan
20.16 leika íslandsmeistarar
Víkings við svissneska liðiö St.
Othmar í Evrópukeppni meistara-
liða. Þessi leikur ætti að geta oröið
æsispennandi og skemmtilegur.
Víkingar eru óútreiknanlegir um
þessar mundir - geta leikið mjög
vel, en einnig illa. Svipað ástand
mun ríkja hjá svissneska liðinu en
gengi þess hefur verið misjafnt í
vetur. Þetta ætti því að geta oröið
skemmtilegasti leikur.
Annað
/
Einn Jeikur verður í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik. Valur og Fram
eigast viö á sunnudagskvöldið
klukkan 20.00 í Seljaskóla. í
kvennaflokki keppa KR og UMFN
á sunnudag klukkan 14.00 í Haga-
skóla. í fyrstu deild verður einn
leikur á milli Þórs og Breiðabliks.
Sá fer fram á Akureyri í dag laugar-
dag klukkan 14.00.
Sundmeistaramót íslands, í
annarri deild, er haldið í Hafnar-
firði. Mótið hófst í gærkvöldi og
lýkur á sunnudagskvöldið
Tveir leikir verða í 1. deild í blaki
um helgina, báðir í Hagaskóla. Sá
fyrri, leikur Þróttar Reykjavík og
HK, hefst klukkan 15.15 og sá
síðari, leikur Fram og Þróttar frá
Neskaupstað, hefst klukkan 16.30.
Um helgina er haldið Reykja-
víkurmót fatlaðra íþróttamanna.
Þar er keppt í sundi, boccia, lyft-
ingum, borðtennis og bogfimi.
Keppnin fer fram á ýmsum stöðum
í borginni.
Karate:
Breiðablik hnekkti
einokun Störnunnar
FJÖGURRA ára einokun Stjöm-
unnar í Garðabæ var hnekkt af
karatemönnum úr Breiðabllki á
UMSK-mótinu sem fram fór fyrir
skömmu. Blikarnir hlutu alls 18
stig en Stjarnan fékk 13 stig f
öðm sæti og Gerpla 11 í það
þriðja.
Gerpla stóð sig vel í Kata í þessu
móti og hlaut öll sín stig í þeirri
keppni og höfðu forystu eftir að
Kötunni lauk.
Blikar unnu síðan Kumite karla
og var þar á ferðinni Ævar Þor-
steinsson og í sveitakeppninni
vann UBK einnig og þar með mó-
tið.
Keppt var í Kumite kvenna og
unglinga en þessar greinar gáfu
ekki stig að þessu sinni. Stúlkurnar
úr Gerplu urðu í fyrstu þremur
sætunum í kvennaflokki og hefðu
fengið mörg stig fyrir það ef grein-
in hefði gefið stig. Stjarnan vann
ungingaflokkinn þannig að hart
verður barist á næsta UMSK-móti.
Matthías Friðrekssen úr Breiða-
bliki vakti mikla athygli í Kumite
karla og stóð þar í ótrúlegustu
mönnum. Sannarlega mikið efni
þar á ferðinni. Hjá stúlkunum vakti
Kolbrún Róbertsdóttir athygli fyrir
að ná þriðja sæti í Kata á sínu
fyrsta móti. Ævar Þorsteinsson
keppti að þessu sinni einnig í Kata
og náði þar 3. sæti en Ævar er • Krístjana Sigurðardóttlr úr Gerplunni var f 2. sæti í „katau.
þekktari fyrir Kumite. Einbeitingin skýn úr andlitl hennar.
McEnroe er ekki
hættur að skammast
ÞAÐ virðist ætla að verða erfitt
fyrir tennisleikarann snjalla John
McEnroe að standa við það sem
hann sagði eftir að hann hóf að
keppa f tennis á nýjan leik eftir
sjö mánaða hvíid. Þá sagðist
hann ætla að hætta að rffast og
skammast og einbeita sór þess
í stað að leiknum. Sfðan þá hefur
hann verið sektaður oft og á nú
yfir höfði sár keppnisbann þar
sem hann er kominn yfir það
hámark sem leyfilegt er að sekta
menn án þess að setja þá f bann.
Síðasta rimma McEnroe var nú
fyrir stuttu er hann skammaði
dómara á leik hans og Sergio Cas-
al frá Spáni á opna franska
meistaramótinu í tennis. McEnroe
tapaði leiknum mjög óvænt því
Casal þessi er númer 100 á lista
atvinnumanna.
„Þú ert lélegasti dómari sem ég
• McEnroe er ekki hættur að
rffast f dómurunum. Um helgina
var hann sektaður fyrir ósætti við
dómara og hár má sjá McEnroe
segja dómaranum til sindanna.
Glíma:
Framkvæmdastjóri
ráðinn tit reynsiu
GLÍMUSAMBAND fslands hefur
ráðiö Sigurð Jónssor fram-
kvæmdastjóra sambandsine og
hefur hann þegar tekið til starfa.
Sigurður mun vera é skrifstofu
I sambandsine á miðvikudögum
frá 10-12.30 og 13.30-18.30. Sig-
urður er ráðinn til reynslu f þrjá
mánuði og er þetta í fyrsta sinn
sem Glímusambandið ræður
framkvæmdastjóre og vænta
menn mikils af starfi hans.
Þegar er hafin þjálfun sýningar-
hóps í glímu sem verður tilbúinn
að sýna þjóðaríþróttina hvar og
hvenær sem er. Sigurður sagði aö
glímumenn reiknuðu með að hafa
nóg að gera viö að sýna glímuna
því þegar þessi sýningarflokkur
yrði tilbúinn að sýna þá gætu þeir
sýnt með mjög stuttum fyrirvara,
á árshátíðum, íþróttahátíðum, f
skólum og hvar sem vera vildi.
Nýlokið er kennaranámskeið .
glímu og þar hlutu 10 menn rétt-
indi tii aö leiöbeina i íþróttinni en
það hefur helst staðið íþróttinni
fyrir þrifum að leiöbeinendur hefur
skort. Nú eru þeir komnir og fram-
kvæmdastjóri að auki sem hugsar
sér að feröast á milli skóla í landinu
og leiðbeina mönnum í þessari
skemmtilegu fangbragðaíþrótt.
i
hef séð á æfinni og þú færð aldrei
að dæma leiki hjá mér aftur," sagði
McEnroe er hann gekk af velli og
klukkustund síðar hafði hann verið
sektaður um 3.000 dollara og á
yfir höfði sér keppnisbann í 42
daga.
Úrslit á mótinu urðu þau að
Boris Becker sigraði af miklu ör-
yggi í úrslitaleiknum á sunnudag-
inn.
Uppskeru-
hátíð Vals
KNATTSPYRNUDEILD Vals held-
ur uppskeruhátfð sfna á Broad-
way á morgun, sunnudag kl.
15.00.
Verðlaun verða veitt fyrir góðan
árangur á síðasta keppnistímabili.
Einnig verða kaffiveitingar og
Magnús Ólafsson mun skemmta.
Allir leikmenn og velunnar fé-
lagsins eru velkomnir.
Getrauna-
seðillinn
eftirfarand; leikir eru á qet-
RAUNASEÐLINUM LAUQARDAQINN
16. NÓV. 1986:
Hamburger SV — 1. FC Köln
Aston Villa — Chelsea
Leicester — Everton
Liverpooi — Sheff. Wed. (sunnud.)
Luton — Notth. Forest
Man. City — Charlton
Newcastle — Watford
Norwich — Man. United
QPR - Oxford
Southampton — Arsenal
Tottenham — Coventry
Wimbledon — West Ham