Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Hjálparstofnun kirkjunnar: Starfsmennimir segja upp starfi Stjómarformaður segir af sér og framkvæmdanefndin hættir um áramót FRAMKVÆMDASTJÓRI Hjálp- arstofnunar kirkjunnar, Guð- mundur Einarsson, og annað starfslið stofnunarinnar ákvað í gær að segja upp störfum sínum. Erling Aspeiund, stjórnarform- aður, hefur ákveðið að segja af sér, og framkvæmdanefnd stofn- unarinnar mun ekki gefa kost á endurkjöri á aðalfundi sem hald- inn verður skömmu eftir áramót. „Ég tek þessa ákvörðun í þeirri ' Óvenjulegt folald Blönduósi. ÞAÐ SANNAÐIST á þessu folaldi sem er frá Jóni Hann- essyni á Blönduósi að fjöl- breytnin í lífríkinu er mikil. Þetta skjótta folald sem beið slátrunar í stórgripasláturhús- inu á Blönduósi virtist alveg ■heilbrigt og þroski þess eðlilegur en líkamsbygging þess var óvenjuleg. Það virtist sem það vantaði alveg miðhlutan í folald- ið. Einum bónda úr Engihlíðar- hreppi varð á orði að þetta folald myndi aldrei nýtast Enghlíðing- um sem reiðhross vegna þess hversu stutt það væri, það yrði ekkert pláss fyrir hnakktösk- una. Jón Síg. Morgunblaðið/Jón Sig. von að nýir menn megni að end- urheimta traust almennings á Hjálparstofnuninni," sagði Guð- mundur í samtali við Morgun- blaðið. Blaðamaður spurði Guðmund hvort afstaða manna á Kirkjuþingi ætti þátt í því að forstöðumenn stofnunarinnar tækju þessa ákvörð- un. „Vissulega var hún ekki til þess fallin að uppörva fólk," sagði Guð- mundur. „Eg hef áður ítrekað farið fram á það að fá að láta af störf- um, en stjóm stofnunarinnar og framkvæmdanefnd hafa hafnað því. Eftir atburði þessarar viku höfum við komist að þessari niður- stöðu og hún er endanleg." Hann sagðist hafa óskað eftir því að fá að láta af störfum eins fljótt og auðið er, og varð það að samkomu- lagi. Aðrir starfsmenn hafa fallist á að vinna út uppsagnarfrest sinn. Hjá Hjálparstofnun starfa fjórir menn, Guðmundur Einarsson, Gunnlaugur Stefánsson, Siguijón Heiðarsson og Jenný Ásmunds- dóttir. í framkvæmdanefnd sitja þrír menn, auk varamanna. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Skipshöfn Fylkis hittist eftir 30 ár 14. nóvember 1956 var togarinn Fylkir að veiðum í Þverál norður af Horni. Þegar hift var kom í ljós að tundurdufl var í vörpunni og sprakk það á siðunni. 32 menn voru um borð og komust þeir allir i annan björgunarbátinn, sem tókst að koma á flot á þeim 20 mínútum sem gáfust áður en skipið sökk. Klukkutima síðar kom Hafliði frá Siglufirði til móts við skipbrotsmennina og tók þá um borð. 25 af skipshöfninni eru ennþá á lífi og hittust þeir i Lækjarbrekku í gær til þess að minnast þess að 30 ár eru liðin frá þessari giftusamlegu björgun. * Framtíð Utvegsbankans: Ríkisstj órnin verður þeg- ar í stað að taka af skarið -sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á flokksráðsfundi í gær ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu á flokksráðsfundi sjálf- stæðismanna í gær, að ríkis- stjórnin yrði þegar í stað að taka af skarið um framtíð Útvegs- bankans. í þessu efni þýddi ekki að velta vöngum lengur. Það væri fullkomlega ábyrgðarlaust, að láta endurskipulagningu bankakerfisins velkjast áfram án ákvörðunar. Hann kvaðst vænta þess, að flokksráðsfundurinn styddi með ótvíræðum hætti þá tillögu, sem nú liggur fyrir um stofnun nýs og öflugs einka- banka, og að flokkurinn hvikaði hvergi frá þeirri stefnumörkun. „Við vitum um og viðurkennum ágalla núverandi kerfis og við viljum og ætlum okkur að breyta því. Þær aðstæður sem nú hafa skapast gera það að verkum, að lengur verður ekki undan því vikist að taka ákvarðanir," sagði formaður Sjálf- stæðisflokksins. Þorsteinn Pálsson sagði, að engin þjóð á Vesturlöndum hefði búið við hlutfallslega jafn öflugt og mikið ríkisbankakerfi og íslendingar. „Þessu höfum við viljað breyta," sagði hann. „Þegar menn nú ræða pólitíska spillingu í bankakerfinu Útkoma Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnun Félags vísindastofnunar: -Fylgistap í Reykja- vík og á Reykjanesi Framsókn styrkist á Reykjanesi og Kvennalisti í Reykjavík FYLGI Sjálfstæðisflokksins hefur minnkað mun meira í Reykjavík og á Reykjanesi en í öðrum kjördæmum landsins. Þetta kemur fram, þegar niðurstöður hinnar nýju skoðanakönnunar Félagsvísindastofn- unar um fylgi stjórnmálaflokkanna eru sundurliðaðar og bomar saman við úrstit síðustu aiþingiskosninga. í Reykjavík numar 7,2% á fylgi Sjálfstæðisflokksms í köturaniani og í kosningum 1983. Á Reykjanest er munurinn 6,9%, en í öðram kjördæmum er munurinn í heild aðeins 2%. í.könnuninni var fylgi Alþýðu- flokksins í Reykjavík 23,2% en 10,8% í kosningunum 1983; á Reykjanesi 31,4% en 14,8% í kosn- ingunum og í öðrum kjördæmum var fylgið 19,5% en 10,8% árið 1983. Fylgi Framsóknarflokksins hefur minnkað í Reykjavík og í öðrum kjördæmum en Reykjanesi. Þar ætla 14,8% að greiða flokknum at- kvæði samkvæmt könnuninni en flokkurinn fékk 11,9% í síðustu al- þingiskosningunum. Stuðningur við Alþýðubandalag- ið hefur minnkað um tæp tvö prósentustig í Reykjavík og um tæp þrjú prósentustig á Reykjanesi. Tapið úti á landi er hins vegar inn- an við eitt prósentustig. Fylgi Kvennalistans hefur aukist verulega í Reykjavík, úr 8,4% í 14,0%, en á Reykjanesi tapar listinn fylgi, fer úr 7,2% í 5,1%. Sjá nánar á bls. 4. skyldu menn minnast þess að Sjálf- stæðisflokkurinn er eini stjómmála- flokkurinn í landinu, sem einarðlega hefur barist fyrir því að draga úr þátttöku ríkisvaldsins á þessu sviði." Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði ennfremur, að taka þyrfti til- lit til þeirrar gagnrýni, sem fram kæmi í skýrslu þeirrar nefndar, sem sérstaklega var falið að kanna við- skipti Útvegsbankans og Hafskips. Hann sagði, að nú myndi reyna á það, hvort menn ætluðu einungis að fjasa um áföll og ágalla ríkis- bankakerfisins eða hvort menn væru reiðubúnir til þess að breyta keÆnu. í ræðunni vék Þorsteinn Pálsson að niðurstöðum nýrrar skoðana- könnunar um fylgi stjómmálaflokk- anna. Hann kvað engum vafa undirorpið, að kosningaúrslit í sam- ræmi við þær myndu opna dyr fyrir nýja vinstri stjóm. „Ef Sjálfstæðis- flokkurinn tapar atkvæðum yfír miðjuna til vinstri, verður ekki séð hvemig vinstri flokkamir eiga að komast hjá því, að mynda nýja stjóm, jafnvel þótt þeir sjálfir hræð- ist ekkert meir, en að taka þannig höndum saman." „Alþýðuflokkurinn gefur komm- únistum að vísu langt nef í daglegri stjómmálaumræðu," sagði Þor- steinn. „Það gerði Hannibal einnig, þegar hann vann kosningasigurinn mikla 1971, en kjörstöðum hafði ekki fyrr verið lokað, en hann hljóp beint í fang þeirra og myndaði með þeim nýja vinstri stjóm." Sjá ræðu formanns Sjálfstæðis- flokksins í heild á bls. 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.