Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 Sú fegursta Það var vel til fundið hjá SÍS að styrkja beinu útsendinguna hjá Stöð tvö frá keppninni um titilinn Ungfrú heimur sem fram fór í Albert Hall í London síðastliðið fimmtudags- kveld. Það er háttur stórfyrirtækja til dæmis í Bandaríkjunum að styrkja ýmsa stórviðburði bæði á íþrótta- og menningarsviðinu, en með nokkrum rétti má segja að fegurðarsamkeppn- in sé á mörkum þess að teljast íþrótta- og „menningarviðburður" þótt þar fari nú meira fyrir íþróttamennskunni og á ég þá við hina miklu áherslu sem nú er lögð á líkamsþjálfun stúlknanna, en fegurðin svo afstæð sem hún er í eðli sinu er náttúrulega menningarauki. Annars var ég per- sónulega ekki allskostar ánægður með keppnina að þessu sinni. í fyrsta lagi fannst mér óþarflega mikil auglýsingamennska í kringum keppnina og á ég þá ekki við stórfyr- irtækjastæl SÍS, sem áður var vikið að, heldur þá miklu áherslu er „eig- endur“ keppninnar lögðu á að auglýsa „ferðamannaparadísina" Macau, en stúlkumar voru ekki aðeins myndað- ar í bak og fyrir í Macau, heldur var svipmyndin í Albert Hall ættuð frá Macau. Ekki vantaði svo sem að sviðsbúnaðurínn væri afar glæsilegur og i fullu samræmi vð glæsileik stúlknanna, en ég tel persónulega að svona áberandi auglýsingamennska geti, er fram líða stundir, fælt fólk frá keppninni og kannski ekki sist fegurstu stúlkumar er treysta sér ekki til að ganga í gegnum þolraun sölumennskunnar. Og þá er komið að sjálfum stúlkunum. Persónulega er ég afar ósáttur við þessa aðskomu sundboli er stækka svo læri stúlknanna að þær lfkjast helst gazellum til fótanna, blessaðar, þar sem þær tipla skjálfandi á beinun- um á sýningarpallinum. Er ekki hægt að finna skárri sundboli handa stúlk- unum; og alla eins þvi þessir marglitu sundbolir rugla dómarana f ríminu og svo er náttúrulega stór spuming hvort á tímum hreinlífis og AIDS sé rétt að leggja áherslu á hina líkam- legu fegurð. Er ekki við hæfi að leggja af sundbolasýninguna og taka þess í stað upp rómantfska kjólasýn- ingu og gefa þá jafnvel súlkunum færi á að mæta í kjólum frá ýmsum skeiðum sögunnar og með hina Qöl- þættustu hárgreiðslu og farða. Ég hef kennt mörgum fegurðardrottn- ingum á menntaskólastigi, bæði stimpluðum og óstimpluðum, og get borið vitni um að það er ótrúlega mikill munur á stúlkunum hvort þær mæta til dæmis ótilhafðar beint úr strætó klukkan átta að morgni eða eru á ieiðinni á ball úr seinasta tíma á föstudegi. Finnst mér að dómaram- ir mættu fylgjast betur með stúlkun- um í þeirra lífsstríði, til dæmis af myndböndum. Nú og ekki má gleyma ungfrú Nýja Sjálandi, hvemig stend- ur á því að þessi undurfagra stúlka komst ekki á verðlaunapall, andlitið líkt og mótað í keramikofni hellensks meistara, nei, þeir vildu frekar þýð- versku beljuna, vesalings mennimir. Hófi Þá er árið hennar Hófí liðið f ald- anna skaut og við tekur hversdag- samstrið á bamaheimilinu í Vífils- staðahrauni. Hófi hefir að mínu viti staðið sig frábærlega í því erfiða hlutverki að safna fé handa bágstöddum bömum og ekki síður við að kynna gamla góða ísland. Er nánast kraftaverk hversu þessi komunga stúlka hefir áorkað með hjálp Baldvins Jónssonar og fleiri góðra manna. Ættu íslend- ingar að hafa manndóm til að meta að verðleikum landkynningarstarf Hólmfríðar Karlsdóttur, en hér á vom kalda landi tfðkast venjulega að yppta öxlum þá menn lyfta grettistaki, enda gælir fámennið við meðalmennskuna og þeir sem skara fram úr á ein- hverju sviði em oftast nær gerðir höfðinu styttri, nema þeir gisti réttu klíkuna. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Rás 2; 65. Tón- listar- kross- gátan ■■■■ Á Rás 2 á -| fTOO morgun verður A ”” tónlistarkross- gáta Jóns Gröndal að venju. Er þetta hin 65. í röðinni. Jón leikur lög og spyr misléttra spuminga um lögin, efni þeirra, höfunda Rás 1: Mannamót og flytjendur. Lausnir skal senda til Rásarinnar og utanáskrift- in er. Tónlistarkrossgátan, Rfldsútvarpinu Rás 2, Efstaleiti 1, 108 Reylgavík. !■ Á dagskrá Rás- 20 ar eitt í kvöld er þáttur Leifs Haukssonar, Mannamót. Þættimir em þannig upp byggðir að Leifur kynnir tónlist úr ýmsum áttum í beinni útsendingu til klukkan 23:00, en þá hefet útvarp frá einhverri sam- komu, gjaman í beinni útsendingu. Af þessu dreg- ur þátturinn nafn sitt og er leitast við að kynna eins ijölbreytilegt efni og kostur er. í kvöld verður útvarpað frá afmælisfagnaði Leik- félagsins á Egilstöðum, sem fór fram í gærkvöldi. Fá hlustendur að njóta dagskrárinnar í söng, leik og lesnu máli. Verður með- al annars á ferðinni gamalt og staðfært kabarett- og revíuefni frá ámm áður. Tekið skal þó fram að efn- ið er ritskoðað af flytjend- um. ÚTVARP LAUGARDAGUR 15. nóvember 6.46 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur" Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir eru sagöar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veður- tregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.00 FréUir. Tilkynningar. 9.30Í morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tón- um. Umsjón: Heiödis Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir 10.25 Morguntónleikar 11.00 Vísindaþátturinn. Umsjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá Stiklað á stóru í dagskrá útvarps og sjónvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti ÞórSverris- son. 12.00 Hér og nú Fréttir og fréttaþáttur í viku- lokin i umsjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veöurfregnir. 12.48 Hér og nú, framhald. 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill Þáttur um tónlist og tón- menntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Olafur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Barnaleikrit: „Júlíus sterki" eftir Stefán Jónsson. Sjöundi þáttur: „Vígslan." Leikstjóri: Klemenz Jóns- son. Leikendur: Borgar Garðarson, Þorsteinn Ö. Stephensen, Inga Þórðar- dóttir, Róbert Arnfinnsson, Jón Júlíusson, Ámi Tryggva- son, Bessi Bjamason, Margrét Guömundsdóttir, Jónína Jónsdóttir, Sigurður Skúlason og Flosi Ólafsson. Sögumaður: Gísli Halldórs- son. 17.00 Að hlusta á tónlist. Fimmti þáttur: Um hómó- fónískan stíl. Umsjón: Atli Heimir Sveinsson. 18.00 íslenskt mál Jón Aðalsteinn Jónsson sér um þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.46 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar 19.35 „Hundamúllinn", gam- ansaga eftirHeinrich Spoerl Guömundur Ólafsson les þýðingu Ingibjargar Berg- þórsdóttur. 20.00 Harmonikuþáttur Umsjón: Einar Guðmunds- son og Jóhann Sigurðsson. (Frá Akureyri.) 20.30 „Að kveöja er að deyja agnarögn." Þáttur um Ijóð- skáldið Rúnar H. Halldórs- son í umsjá Símonar Jóns Jóhannssonar. (Áður út- varpað í júlí 1985.) 21.00 (slensk einsöngslög Guömunda Eliasdóttir syng- SJÓNVARP LAUGARDAGUR 15. nóvember 14.20 Þýska knattspyrnan — Bein útsending. Hamborg — Köln. 16.20 Hildur Sjötti þáttur. Dönskunámskeið í tíu þátt- um. 16.45 (þróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 18.25 Fréttaágrip á táknmáli. 18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum (Storybook International) Átjándi þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaður Helga Jóns- dóttir. 18.56 Auglýsingar og dag- skrá. 19.00 Smellir Tina Turner Umsjón: Pétur Steinn Guð- mundsson. 19.30 Fréttir og veður 19.55 Auglýsingar 20.05 Kvöldstund með Diddú Kristín Á. Ólafsdóttir spjallar við Sigrúnu Hjálmtýsdóttur söngkonu sem einnig syng- ur nokkur lög í þættinum. Stjórn upptöku: Elín Þóra Friöfinnsdóttir. 21.06 Klerkur f klípu (All in Good Faith) Annar þáttur. Breskur gamanmyndaflokk-* ur í sex þáttum. Aöalhlutverk Richard Briars og Barbara Ferris. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.30 Rebekka Bandarísk verðlaunamynd frá 1940. s/h Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk: Laurence Olivier, Joan Fontaine, Ge- orge Sanders og Judith Anderson. Myndin er gerð eftir sögu Daphne du Maurier. Bresk- ur óðalseigandi gengur að eiga unga og óreynda konu sem hann kynnist í leyfis- ferð. Unga húsmóðirin kemst óþyrmilega að raun um að hún á skæðan keppi- naut sem er Rebekka, fyrri kona óöalseigandans. Margt er á huldu um afdrif hennar en upp komast svik um síöir. Þýðandi Sonja Diego. 23.36 Miönæturstund meö Lou Reed Þáttur frá tónleikum banda- ríska söngvarans og gítar- leikarans Lou Reeds í New York. 00.35 Dagskrárlok fm STÖD7VÖ LAUGARDAGUR 15. nóvember 16.30 Hitchcock. Eiginkona Davids kemst á snoöir um aö hann er stel- sjúkur og ákveöur aö hjálpa honum á rétta braut. 17.30 Myndrokk. 18.00 Undrabörnin. Bandarískur unglingaþáttur. 19.00 Allt í grænum sjó (Love Boat). Bandarískur skemmtiþáttur sem fjallar um líf og fjör um borö í skemmtiferöaskipi. 20.00 Fréttir 20.30 Ættarveldið (Dynasty). Bandarisk sápuópera. 21.15 Venjulegt fólk (Ordinary People). Bandarísk fjölskyldumynd með Donald Sutherfand og Mary Tyler Moore í aðal- hlutverkum. Mynd þessi fjallar um þá breytingu og sálfræðilegu röskun er verö- ur innan fjölskyldunnar þegar einn meölimur henn- ar fellur frá. Leikstjóri: Robert Redford. Endursýnd. 23.30 Gróft handbragö (Rough Cut). Bandarisk gamanmynd meö Burt Reynolds, David Niven og Lesley-Anne Down í aöalhlutverkum. Myndin fjallar um vel klædd- an þjóf (Burt Reynolds) sem hyggur á demantarán meö hjálp hinnar fögru Lesley- Anne Down. Þetta gengur ekki átakalaust því leynilög- reglumaðurinn (David Niven) kemst á snoöir um ráðabrugg þeirra. 1.10 Myndrokk 5.00 Dagskrárlok. ur lög eftir Jórunni Viðar, Karl O. Runólfsson, Magnús Blöndal Jóhannsson, Ing- unni Bjamadóttur og Jón Þórarinsson. Jórunn Viðar og Magnús Blöndal Jó- hannsson leika á píanó. 21.20 Um íslenska náttúru Viötalsþáttur í umsjá Ara Trausta Guðmundssonar. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. LAUGARDAGUR 15. nóvember 9.00 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Morgunþáttur í umsjá Ástu R. Jóhannes- dóttur. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Listapopp " i umsjá Gunnars Salvars- sonar. 15.00 Við rásmarkiö Þáttur um tónlist, íþróttir og sitthvaö fleira. Umsjón: Sig- uröur Sverrisson ásamt 22.15 Veöurfregnir 22.20 Mannamót Leikiö á grammófón og litið inn á samkomur. Kynnir: Leifur Hauksson. 24.00 Fréttir 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Öm Marinós- son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. iþróttafréttamönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Emi Erlingssyni. 17.00 Tveir gítarar, bassi og tromma. Svavar Gests rekur sögu íslenskra popphljómsveita í tali og tónum. 18.00 Hlé 20.00 Kvöldvaktin — Gunnlaugur Sigfússon. 23.00 Á næturvakt með Ásgeiri Tómassyni. 03.00 Dagskrárlok SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Um að gera Þáttur fyrir unglinga og skólafólk um hvaðeina sem ungt fólk hefur gaman af. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. 15. nóvember 08.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á þaö sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 8.00, 9.00 og 10.00. 12.00—15.00 Jón Axel á Ijúf- um laugardegi. Jón Axel I góðu stuði enda með öll uppáhaldslögin ykkar. Aldr- ei dauöur punktur. Fróttir kl. 14.00. 15.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson leikur 40 vinsæl- ustu lög vikunnar. Fróttir kl. 16.00. 17.00-18.30 Vilborg Hall- dórsdóttir á laugardegi. Vilborg leikur notalega helg- artónlist og les kveðjur frá hlustendum. Fréttir kl. 18.00. 18.30—19.00 ( fréttum var þetta ekki helst. Edda Björg- vinsdóttir og Randver Þorláksson bregða á leik. 18.00-21.00 Rósa Guö- bjartsdóttir Iftur á atburði siöustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. 21.00-23.00 Anna Þorláks- dóttir í laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir kvöld- ið meö tónlist sem engan ætti aö svíkja. 23.00—04.00 Þorsteinn Ás- geirsson og Gunnar Gunnarsson. Nátthrafnar Bylgjunnar halda uppi stanslausu fjöri. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gfsla- son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.