Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 59 Morgunblaðið/Ámi Sæberg • Broddi Kristjánsson tapaði í einliðaleik karla í landsleiknum gegn Norðmönnum í gœrkvöldi. Hér sóst hann steygja sig eftir boltanum f fyrstu lotunni og í dag mun hann þurfa að taka á öllu sínu til að ná langt á Norðurlandamótinu. Norðmenn lagðir að velli „ÞAÐ er góður möguleiki á að við vinnum þennan landsleik þó svo ég hafi tapað þessum fyrsta leik,“ sagði Broddi Kristjánsson eftir að hann hafði tapað fyrsta leikn- um í landskeppni Islands og Noregs f badminton í Laugardals- höllinni í gœrkvöldi. Broddi reyndist sannspár því ísland vann leikinn þó svo keppninni hafi ekki verið lokið seint í gœrkvöldi er Morgunblaðið fór f prentun. Fyrsti leikurinn var í einliðaleik karla og þar áttust þeir við Broddi og Öyvind Berntsen. Norðmaður- inn byrjaði mun betur og vann fyrstu lotuna 13:15 eftir að hafa verið 6:14 yfir. Aðra lotu vann hann 9:15. Broddi virtist eitthvað stífur í þessum leik og þó svo hann hafi átt góða kafla og ágætis sóknir þá var leikur hans ekki nógu jafn því á milli góðu kaflana gekk bók- staflega ekkert hjá honum. í einliðaleik kvenna hafði Þórdís Edwald mikla yfirburði gegn Ellen Berg og vann 11:2 og 11:7. Tvíliöaleikur karla var æsispenn- andi og skemmtilegur. Broddi og Þorsteinn Hængsson töpuðu fyrir Öyvind og Erik Lia í fyrstu lotunni 15:10 en í þeirri næstu unnu þeir 8:15 og því þurfti oddalotu. Hún var æsispennandi og skemmtileg en vannst að lokum 17:18. í tvíliðaleik kvenna léku þær Þórdís og Elísbet Þóröardóttir gegn Ellen og Mariaönnu Wikdal. Norskar unnu fyrtu lotu 15:10 en við þá næstu 9:15. Odddalotuna unnu þær síðan 7:15 og þar með landsleikinn því fyrir síðasta leikinn hafði ísland 3 vinninga en Norð- menn einn. Nágrannarnir skildu jafnir ÞRÍR leikir voru f 2. deild karla í handknattleik f gærkvöldi. Ná- grannarnir á Suðurnesjum, Reynir frá Sandgerði og ÍBK gerðu jafntefli f hörku leik þar sem hvoru liði tókst að skora 23 mörk. Þór heimsótti Gróttu á Seltjarn- arnesið og þar unnu Akureyringar 22:24 þrátt fyrir að Halldór Ingólfs- son skoraði 12 mörk fyrir Gróttu. Markahæstur hjá Þór var Sig- urður Pálsson með 7 mörk og Sigurpáll Á. Aðalsteinsson skoraði 6 en markvörður Þórs, Axel Stef- ánsson, varði hreint ótrúlega og hefur trúlega frammistaða hans átt mikinn þátt í sigri þeirra. [ Vestmannaeyjum unnu heima- menn Fylki auðveldlega 26:19. Stórleikurfrá Þýskalandi Frá Jóhanni Inga Qunnaruyni, fróttarltara ÞAÐ má með sanni segja að leik- ur sá er íslendingar fá að sjá f beinni útsendingu í dag sé stór- leikur. HSV og Köln leiða þá saman hesta sfna og verður eflaust um skemmtilegan og spennandi leik að ræða. Allir bestu menn liðanna verða með í dag nema hvað Ule Stein markvörður HSV leikur ekki með en í hans stað leikur Uwe Hain í markinu en hann hefur verið vara- markvörður HSV í nokkurn tíma. Kölnarbúara byrjuðu keppn- istímabilið afleitlega en hafa sótt mjög í sig veörið að undanförnu og þar eru þeir Morten Olsen og MorgunblaAsins f V-Þýskalandi. Allofs bræður í broddi fylkingar. . Klaus Allofs spáir í leiki helgar- innar fyrir Bild og hann spáir 2:2 jafntefli í Hamborg. Morten Olsen hefur leikið mjög vel að undanf- örnu, en ekki í þeirri stöðu sem við höfum oftast sóð hann leika því nú er hann kominn á miðjuna og stjórnar þar eins og sannur hershöfðingi. HSV hefur unnið alla sex leiki sína á heimavelli til þessa í deild- inni og af þeim 23 leikjum sem liðin hafa leikið hefur HSV unnið 14, sjö sinnum hefur orðið jafntefli og Köln aðeins unnið tvívegis, síðast fyrir 17 árum. Liðin sem leika í dag eru þannig skipuð: HSV: Hain, Jakobs, Plessers, Jusufi, Kaltz, von Heesen, Kroth, Hinz, Grundel, Schmöller, Okonski. Varamenn eru: Wessel, Balzis, Diettmer og Kastl. Köln: Schumacher, Steiner, Prestin, Wollitz, Lehnhoff, Geiis, Olsen, Janssen, Engels, Thomas Allofs og Klaus Allofs. Varamenn eru: lllgner, Hassler, Kirchen og Tony Woodcock. Aðrir leikir í Þýskalandi i dag eru Bremen og Schalke og mun Rudi Völler leika með Bremen þó svo hann hafi meiðst í leiknum gegn Stuttgart á dögunum. Frankfurt og Uerdingen mætast og telur Vollack markvörður Uerd- ingen aö þeir nái stigi þar og Klaus Allofs spáir 1:1. Annars eiga leik- menn Uerdingen geysilega erfiða viku framundan því 19. nóvember leika þeir við Köln í bikarnum, 22. við Bayern í deildinni og 26. við Barcelona i UEFA-keppninni. Allofs spári 3:0 sigri Bayern gegn nýliðum Homburg og hafa blöðin lítið gert annað en vorkenna hinum unga markverði Homburg að þurfa að vera í markinu og segja að hann veröi eini maöurinn í liðinu sem hafi eitthvað að gera í leiknum -tína tuðruna úr netinu hjá sér. Bochum og Stuttgart mætast og verður það ábyggilega erfitt hjá Stuttgart því Ásgeir verður akki með og telja menn vonlaust aö fylla skarð hans með einum manni en meira fá þeir ekki að nota. 1:2 fyrir Stuttgart spáir Allofs. Gullknötturinn til Maradona DIEGO ARMANDO Maradona hlaut í gær gullknöttinn en hann er veittur þeim knattspyrnumanni sem blaðamenn kjósa besta leik- mann heimsmeistarakeppninnar. Maradona hafði mikla yfirburði f athvæðagreiðslu þeirra 920 blaðamanna sem um lokakeppn- ina skrifuðu, og atkvæðarétt hföðu. Hann hlaut 2,664 stlg. Harald Schumacher varð i öðru sæti með 344 stig og Preben Elkj- ær í því þriðja með 236 stig þannig að yfirburðir Maradona voru geysi- legir og þarf víst fáum að koma á óvart. í gær fékk Marco van Basten frá Ajax gullskóinn fyrir að skora flest mörk í knattspyrnunni í Evr- ópu á síðasta keppnistímabili en þá gerði hann 37 mörk í 34 leikj- um. Þá hlaut Gary Lineker gullskó heimsmeistarakeppninnar en hann varð þar markahæstur með sex mörk. Essen vann Göppingen ESSEN er enn í efsta sæti 1. deildarinnar f þýska handknatt- leiknum en nfunda umferðin hófst á miðvikudaginn. Essen vann þá Göppingen á heimavelli þeirrar sfðarnefndu með 29 mörkum gegn 18 og skoraði Alfreð Gísla- son fimm marka Essen. Fæstir höfðu búist við sigri Ess- en því Göppingen var í þriðja sæti fyrir þennan leik og ákveðnir í að vinna. Reyndin varð önnur Essen vann og setti þar með nýtt met í 1. deildinni því þeir hafa ekki tapað leik í níu fyrstu umferðunum. Gamla metið átti Gummersbach, átta sigurleikir í röð. Til gamans má geta þess að höllin í Göppingen er ein af uppá- halds höllum Jóhanns Inga Gunnarssonar þjáfara Essen því hann hefur stjórnað fimm leikjum þar og unnið fjóra. Kiel hafði til dæmis aldrei unnið leik þar fyrr en Jóhann tók við félaginu og í fyrra tapaði Essen með þremur mörkum þar. í fyrra vann Kiel í Göppingen með sömu markatölu og Essen á miðvikudaginn. Níunda umferðin heldur áfram í dag og þá ieika meðal annars Páll Ólafsson og félagar hans hjá Dusseldorf gegn Sigurði Sveins- syni í Lemgo og verðurþað án efa skemmtilegur leikur. Á miðviku- daginn leika síðan Dusseldorf og. Essen í deildinni. í gærkvöldi voru tveir leikir í deildinni. Kristján Arason og félag- ar töpuðu í Kiel 18:15 eftir að staðan hafði verið 7:4 i leikhléi. Gummersbach komst í 1:3 en Kiel síðan t 7:3 og eftir það var aldrei spurning um hvort liðið væri betra. Kristján átti slakan dag, skoraði ekkert merk þrátt fyrir að leika all- an leikinn. Markahæstur var Neitzel með 6 og hjá Kiel skoraði Schvenker 7 mörk. Andespil — Bingó Dannebrog halda sitt árlega makabingó sunnudaginn 16. nóvember kl. 20.30 í Risinu, Hverfisgötu 105. Húsið opnað kl. 20.00. Stiómia. Tek að mér alhliða málningarvinnu, ut- anhúss sem innan. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. Hallvaröur S. Óskarsson, málarameistari, sími 686658. Állt í veisluna hjá okkur Kjörorð okkar er: Góða veislu gjöra skal YEISIAJ-ELDHUSIÐ Álfheimum 74, Glæsibæ. Sími: 686220 kl. 13—17. KALT BORÐ HEITT BORÐ KÖKUBORÐ Á veisluborðið: Roast beef Hambogarhryggur Grísasteik Lambasteik Hangikjöt Nýr lax Graflax Reyktur lax Sildarréttir Salöt Sósur Brauð, smjör, smurt brauð, snittur, pinnamatur, kjöt, fiskur, ostar. Rjómatertur, marsípantertur, kransakökur. Sendum mat í fýrirtæki og leigjum út sali VEISLUELDHÚSIÐ Glæsibæ, sími 686220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.