Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986
BMW 325ÍX er vel heima í þessu umhverfi, fjórhjóladrif með
átaksjöfnun á milli öxla og hjóla sér til þess ásamt ABS-hemlum.
Þessi búnaður veitir honum afgerandi forskot í aksturseiginleik-
um, en hann kostar líka tæpum 200 þús. kr. meira en einsdrifs-
bfllinn.
Morgunblaðið/Þorkell
Morgunblaðið/Þorkell
Svona er stjórnklefinn, einfalt og virkt mælaborð, öll tæki að-
gengileg- og mælar vel sýnilegir.
Þar sem ekkert vantar
BÍLAR
Þórhallur Jósepsson
Þegar við tölum um bíla kemur
yfirleitt að því að farið er að vega
einn á móti öðrum og sýnist sitt
hverjum. Gjaman er tíundað hvað
mest prýðir hvem og einn, síðan
hvers er vant svo kalla megi bílinn
góðan, jafnvel fullkominn. Fáir
geta sæst á að einhver kerran sé
gallalaus og kemur þá til mat
manna á útliti og „karakter"
bflanna. Verður varla fundinn
stórisannleikur um þann þátt öku-
tækja. Aftur á móti er auðveldara
að meta og dæma áþreifanleg
tækniatriði, tína til kosti og galla,
hvað er til staðar og hvað vantar.
BMW325ÍX
BMW er einn þeirra bfla sem
um langan aldur hefur þótt vera
í betri kantinum hvað tæknilega
fullkomnun varðar og nú er hleypt
af stalli raunvemlegum alhliða
gæðingi þar á bæ. I viðbót við
aðra tæknitöfra sem BMW er
þekktur fyrir kemur nú drif á öll-
um hjólum! Það er ekkert jeppa-
drif sem þar er á ferð, öðru nær.
Það er varla sjáanlegt að sá al-
drifni sé á nokkum máta frá-
bmgðinn hinum bræðmm sínum
í 3-línunni, ef frá er talið X-ið sem
hnýtt er aftan við nafnið. Ekki
aðeins að útlitið sé líkt, afl, hæfni
og aksturseiginleikar em þeir
sömu eða meiri og betri!
Ef við skoðum hvaða tækni-
brögð BMW 325ÍX hefur að
geyma, má fyrst nefna fjórhjóla-
drifíð. Það þjónar þeim tilgangi
að gera bílinn ömggari og stöð-
ugri við slæmar aðstæður, hálku
og bleytu. 63% aflsins fara á aft-
urhjólin og 37% á framhjólin.
Þessi skipting er til þess að auka
rásfestu í beygjum og upp brekk-
ur. Það er nefnilega svo að með
jöfnu átakshlutfalli minnkar grip
framhjólanna í beygju og aftur-
hjólanna upp í móti. Seigjukúpl-
ingar em á öllum mismunadrifun-
um (líka á milli öxla) og læsa
aflfærslunni þegar þörf er, jafna
einnig átakinu hæfílega á milli
hjólanna, t.d. í beygjum. Þetta er
aldrifskerfí, þ.e. ekki er hægt að
kúpla öðmm öxlinum frá, aflið
er sítengt í öll hjól.
Nú, menn verða svosem ekkert
uppveðraðir yfír snyrtilegu fjór-
hjóladrifí. Hvað er nýtt við það?
Jú, ABS! Einmitt! Það hefur verið
stóri höfuðverkur hönnuða §ór-
hjóladrifsbíla að ná góðum
samhljómi í þessum tveimur kerf-
um. Hvort um sig er ofur einfalt
mál, eitt og sér, en til að geta
boðið ABS-læsingarvöm fyrir
hemlana í aldrifsbflum, hefur
þurft að búa svo um hnútana, að
annað hvort aftengdist ABS-
kerfíð þegar fjórhjóladrifíð er
tengt, eða þá að annar öxullinn
kúplast frá þegar stigið er á heml-
ana. Ekki hér! BMW getur haft
full not af aldrifí og ABS samtím-
is og fær stórt prik fyrir það!
Hveiju er kaupandinn þá bætt-
ari með þessu? Hann þarf vissu-
lega að borga sínar krónur fyrir
svo háþróaða tækni. Það sem
hann fær fyrir krónumar sínar
er bíll sem heldur aksturseigin-
leikum sfnum við aðstæður sem
aðrir ráða ekki við. Hann getur
komist allra sinna ferða með lág-
marksáhættu, upp og niður
brekkur, í hálku og léttum snjó,
hann getur hemlað, já, nauð-
hemlað hvar sem er og hvenær
sem er án þess að hætta sé á að
hann geti ekki stýrt bflnum. Þetta
þýðir f raun, að búið er að bæta
vetrinum við þann tíma sem eigin-
leikar bflsins nýtast til fulls! Þá
er öiyggið ekki undanskilið. Þess
má geta að ABS-hemlakerfíð er
ekki aukabúnaður í þessum bfl.
Það er í þeim öllum.
Að sjálfsögðu er margt annað
athyglisvert að fínna í BMW
325ÍX, en þar sem það er ekki
sérstaklega einkennandi fyrir
hann verður aðeins stiklað á stóru
hér. Hann er f grundvallaratriðum
búinn út með sama veganesti og
325i. Aflstöðin er sú sama, sex
strokka línuvél, 171 hestafl og
skilar bflnum í 212 km hámarks-
hraða. Hundraðinu nær hann á
8,8 sekúndum. Boddýið er það
sama og klæðning er eingöngu
sú vandaðasta sem í boði er í
þessum 3-bflum frá BMW.
Til íslands
Og nú er hann kominn til ís-
lands í hálkuna og slabbið! Hvar
á hann betur heima? Nú geta
þeir brugðið við, sem vilja öflugan
og sportlegan bíl og eiga u.þ.b.
l. 120.000 krónur í handraðanum!
Hvort það er dýrt, veltur á ýmsu,
m. a. samanburði við aðra bfla og
vissulega efnahag hvers og eins.
En fyrir þessa peninga fæst bfll
sem á sér fáa, ef nokkra, jafn-
ingja ennþá. Von er á hættulegum
keppinaut innan tíðar. Er sá einn-
ig germanskur að uppruna og
heitir Mercedez Benz. Það er á
þessu sviði eins og á öðrum svið-
um í bflaframleiðslunni, nýjung-
amar og hin tæknilega fullkomn-
un líta fyrst dagsins ljós hjá
aðlinum, síðan flyst þetta smátt
og smátt til okkar sem á ökrunum
vinnum!
AC Ace. Takið eftir hvar pústrðrin opnast neðan við stuðarann,
útblástursloftið fyllir í lágþrýstinginn sem myndast aftan við
hílinn í akstri um leið og hinn lági þrýstingur sogar pústið út
úr rörunum og hjálpar vélinni þannig að koma því frá sér. Afleið-
ingin er aukið vélarafl og minni loftmótstaða!
Með ás uppi
í erminni
Bretar eru um þessar mundir
að springa út á ný eftir langan
vetrardvala í hönnun og smíði bfla.
Mest ber á nýjungunum hjá Rov-
er, en aðrir eru famir að teygja
sig upp í sólskinið og þar á meðal
er AC, sem einna þekktast er fyr-
ir að hafa á árum áður smíðað
Cobruna, einn vinsælasta sportbfl
eftirstríðsáranna.
AC Ace
Nú hafa þeir AC-menn slegið
út háspili, ásnum sjálfum, í rimm-
unni um hylli kaupendanna. AC
Ace er nafnið og var gripurinn
sýndur í fyrsta sinn á alþjóðlegu
bflasýningunni í Englandi í lok
októbers sfðastliðins. Hann á að
ráðast á garðinn, þar sem hann
Nýir tímar í breskrí bflasmíði: AC Ace, úr áli og stáli, fjórhjóladrifinn og laglegur. 225 km hám-
arkshraði ætti að tryggja honum sess meðal vegháka vestur í USA, þar verður honum fyrst plantað
út. Þessi bíll er einskonar afkvæmi Ford Scorpio, þaðan kemur aUur vél- og stjómbúnaður.
er hæstur, ekkert minna; í sjálfri
Ameríku. Þangað mun hann vera
tilbúinn að fara í lok næsta árs og
í athugun er að selja hann einnig
í Evrópu.
Scorpio-kram
Allur drifbúnaður er frá Ford
Scorpio kominn og einnig allur
stýrisbúnaður og stjómtæki. Val
er um tvennskonar vélar, annað-
hvort Ford V6 með beinni innspýt-
ingu eða 4 strokka, tveggja lítra,
16 ventla turbovélina úr Ford Si-
erra RS Cosworth.
Hönnun var í samvinnu við fyr-
irtækið Autokraft og útkoman er
þessi: Fjórhjóladrifinn sportbfll,
grindin heil úr stáli, ytra byrði
úr þrykktu áli sem síðan er
fínpússað í handavinnu, 2 + 2
sætaskipan og hámarkshraði 225
km/klst!
Fjórhjóladrifíð frá Scorpio er
með 66% afisins á afturhjólin, 34%
á framhjólin. ABS-kerfí er á
bremsum, einnig frá Scorpio, og
þaðan kemur loks upphituð fram-
rúðan líka. Vélin er höfð aftarlega
(hún er þó frammí) til að jafna
þyngdardreifíngu.
Svokallað Targa-lag er á toppn-
um, þ.e. veltibogi og losanlegt þak
sem um leið er gegnsætt, úr plasti.
Sannarlega skruggukerra, nú
er bara að bfða og sjá: Hvaða
áttagata tröllamótor setja Kanar
í Ásinn?!