Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 Verslunarskóli íslands: 5. bekkur V rekinn heim vegna lélegrar mætingar ÞEGAR kennsla átti að hefjast í gærmorgun hjá 5. bekk V í Versl- unarskóla Islands, kom í ljós að aðeins sjö nemendur af 25 voru mættir. Skólastjórinn, Þorvarður Elíasson, brá þá á það ráð að fella kennslu niður hjá bekknum um ótiltekinn tíma. „Ég sagði þeim að kennsla yrði felld niður hjá þeim fyrst um sinn, en ég yrði til viðtals á mánudaginn ef þau hefðu áhuga á áframhaldandi kennslu í skólanum." Þorvarður sagði að kennsla hjá þessum nem- endum hafi ekki verið felld niður áður vegna slæmrar mætingar. Máni Svavarsson var eini strákur- inn í V-inu, sem mætti í skólann í gærmorgun. „Þetta var eins og vatnsgusa í andlitið. Mér dauðbrá auðvitað þegar mér og hinum sem þarna sátu var allt í einu vikið úr námi um óákveðinn tíma. Við höfð- um ekkert gert af okkur, búin að borga skólagjöldin, allt í góðu lagi og við höfum ekki staðið okkur iila,“ sagði Máni. Hann sagði að haldinn hefði verið nemendadansleikur kvöldið áður sem væntanlega hefði að einhveiju leyti haft áhrif á mæt- ingu, en þó hefði verið gefið fri í tvo fyrstu tímana. „Rétt er að mæting hefur verið slæm í bekknum, en það eru alltaf sömu manneskjurnar sem mæta illa og nú erum við hin látin gjalda þess“. Máni sagði að bekkurinn ætlaði að hittast í dag með umsjónarkenn- ara sínum og ráða ráðum sínum. Ríkisstjórnin: Morgunblaðið/J.T. Tunnuskortur hefur verið hjá síldarsaltendum á Eskifirði undanfama daga, söltun því legið niðri, en unnið m.a. við að pækla. Sjötíu þúsund tunnur til landsins SÍLDARSÖLTUN hefur gengið vel að undan- fömu, en skortur á tunnum hefur sett strik í reikninginn, og er tunnuskortur nú orðinn nær alger á landinu öllu. Um 70 þúsund tunnur koma til landsins í dag og er búist við að söltun geti hafist að nýju um helgina. Mikið af síldinni hef- ur farið til Vestmannaeyja og á hafnir á Reykja- nesi, þar sem bæði hefur verið til meira af tunnum og afkastageta í frystingu meiri. Talsvert hefur verið saltað á Austfjörðum, og lætur nærri að saltað hafí verið í fjórðu hveija tunnu á landinu á Eskifírði. Arnarflug hf. fær 2,5 mill- jón dollara ríkisábyrgð Bankaeftirlitið kannaði viðskipti Lands- banka og Búnaðarhanka fyrr á árinu: Engar athugasemd- ir voru gerðar FYRR á árinu framkvæmdi bankaeftirlit Seðlabankans athugun á við- skiptum Landsbanka og Búnaðarbanka við stærstu skuldunauta þeirra, og að sögn þeirra Jónasar Haralz bankastjóra Landsbankans og Jóns Adolfs Guðjónssonar bankastjóra Búnaðarbankans voru engar athuga- semdir gerðar við þau viðskipti. Þórður Ólafsson forstöðumaður bankaeftirlitsins sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að það væri náttúrlega í verkahring banka- ! eftirlitsins að skoða stærstu lánþega bankanna og fylgjast með yfirliti yfir stöðu bankanna. Hann vildi ekki tjá sig um niðurstöðu þessarar at- hugunar að öðru leyti. Jón Adolf Guðjónsson sagðist vera ánægður með það hvemig Búnaðar- bankinn kom út úr þessari könnun, og hann hefði engar athugasemdir fengið, vegna skulda stærstu skuld- aranna. „Við fengum ágætis útkomu í þessari athugun," sagði Jón Adolf, og benti jafnframt á, að hér hefði verið um reglulega skoðun eftirlits- ins að ræða, sem framkvæmdi hana alltaf á nokkurra ára fresti. Sömu sögu hafði Jónas Haralz að segja, því hann sagði að ekki hefði komið fram nokkrar athugasemdir frá bankaeftirlitinu, vegna viðskipta bankans við stærstu skuldunauta sína. „Að því er ég best veit, þá hafa engar athugasemdir komið fram af hálfu bankaeftirlitsins," sagði Jónas. að bíða eftir svona afgreiðslu," legan drátt að ræða á afgreiðslu ábyrgðina afgreidda eigi síðar en sagði Hörður, er hann var spurður ríkisábyrgðarinnar. Hann kvaðst um næstu mánaðamót. hvort honum fyndist vera um óeðli- reikna með að Amarflug fengi ríkis- Hraðfrystihús Keflavíkur hf.: 100 manns sagt upp störfum í desember Jón Sigurðsson fram í 1. sætið JÓN Sigurðsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar ákvað í gær að bjóða sig fram i prófkjöri Al- þýðuflokksins i Reykjavik, og býður hann sig fram i fyrsta sæti listans. „Ég hef sent kjörstjóminni í próf- kjörinu bréf, þar sem ég segi frá því að ég hafi ákveðið að gefa kost á mér til þess að vera í fyrsta sæti á listanum," sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að með bréfi þessu hefði hann sent lista 50 alþýðuflokksmanna í Reykjavík, sem væru meðmælendur þessa framboðs, eins og tilskilið væri. RÍKISSTJÓRNIN gekk í fyrra- dag á fundi sinum frá þvi að Amarflug fengi 2,5 milljón doll- ara ríkisábyrgð, samkvæmt heimild Alþingis. Það verður Útvegsbankinn sem hefur milli- göngu um útvegun láns erlendis frá til handa Amarflugi. Amarflug hefur að undanfömu safnað nýju hlutafé, sem var skil- yrði þess að ríkisábyrgð þessi yrði veitt. Hörður Einarsson stjómar- formaður Amarflugs sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að nú væri nokkuð brýnt að fyrirtækið fengi ríkisábyrgðina, þar sem bið væri talsvert kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið. „Ég tel nú að afgreiðsla þessa máls verði með eðlilegum og hefðbundnum hætti, en vissulega er talsverður kostnaður þvi samfara UM 100 manns hefur verið sagt upp störfum í Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf. Uppsagnimar taka gUdi 1. desember nk. Fiskvinnslu- fólkið var aUt fastráðið með fjögurra vikna uppsagnarfresti. Því var sagt upp störfum þann 3. nóvember sl., en verður endur- ráðið i byrjun janúar. Helgi Jónatansson, framkvæmda- stjóri fiystihússins, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða 70 heilsdagsstörf og legðist öll starfsemi fiystihússins af í des- ember utan skrifstofureksturs, auk þess sem nokkrir starfsmenn yrðu starfandi til að undirbúa vinnslu á ný í janúar. „Þetta stopp hjá okkur má heita árviss viðburður. Við erum með bæði skipin okkar, Aðalvík og Bergvík, á sóknarmarki og eiga þau eftir að stoppa í 20 daga þannig að útséð er með að þau verða frá veið- um mest allan desember. Bergvík er jafnframt að fara í slipp og þar af leiðandi höfum við ekki físk til að vinna.“ Helgi sagði að fólki hefði einnig verið sagt upp störfum í desember í fyrra. Þá voru skip frystihússins reyndar á aflamarki, en allur kvóti þá búinn. „Við stefnum á að byija aftur í janúar og geri ég ráð fyrir að allt starfsfólkið verði þá endur- ráðið. Mitt mat er að sársaukaminnst sé að stöðva reksturinn í desember þar sem stærstur hluti vinnuaflsins eru húsmæður og gefur stoppið þeim þá tækifæri á að sinna sínum heimil- um betur nú fyrir jólin heldur en þær annars hefðu getað," sagði Helgi. Torvelda gamlir samningar við Dani framsal skemmdarvarganna? fslendingar hafa enn ekki óskað framsals frá Bandaríkjunum Frá Jóni Ásg-eiri Sigurðssyni, fréttaritara HUGSANLEGT er að gamlir samningar milli Bandaríkjanna og Danmerkur torveldi framsal á þeim Bandarikjamönnum sem kunna að vera eftirlýstir vegna skemmdarverka í Hvalfirði og Reykjavík síðastliðinn sunnu- dag. Samningar sem Banda- ríkin hafa á síðari árum gert um framsal afbrotamanna, miða einfaldlega við að af- brotið geti haft árs fangelsi eða meira í för með sér. Framsalssamningur Danmerk- Morgunblaðains i BandaríVjunum ur og Bandaríkjanna var undirrit- aður árið 1902 og viðbótarsamn- ingur sem tekur til íslands var undirritaður 1905. Þar eru til- greind þau afbrot sem geta verið ástæður þess að óska eftir fram- sali. Embættismönnum í bandaríska dómsmálaráðuneytinu þykir óljóst hvaða ákvæði gætu átt við um skemmdarverkin frá síðustu helgi. Bentu þeir á að þessi gamli fram- salssamningur geti orðið til trafala, þar eð framsalsbeiðni verður að byggja á ákvæðum hans. í framsalssamningnum geta skemmdir á húseignum verið ástæða fyrir framsali, ef sýnt þykir að verknaðurinn hafi stofn- að mannslífum í hættu. Þá getur innbrot verið ástæða fyrir fram- sali. Loks getur sá sem í heimild- arleysi sökkvir skipi á rúmsjó eða skemmir það, eða gerir tilraun til þess, átt á hættu að verða fram- seldur. Á hinn bóginn er ákvæði í samningnum frá 1902 um það að hvorugum aðila sé skylt að framselja eigin þegna. Bandaríkin hafa þó yfírleitt ekki skirrst við að framselja Bandaríkjamenn. ísland hefur enn ekki óskað eftir framsali Rodney Coronado, sem sagður er hafa átt aðild að áðumefndum skemmdarverkum, en ef það væri gert, þarf að finna hann, handtaka og draga fyrir dómara sem úrskurðar hvort framsal skuli fara fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.