Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 31
MORfiUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR l5.,N.QVfiMg£R 1986 Fj árlagafrumvarp- ið o g þensluhættan Athugasemd við grein Þorvalds Gylfasonar eftir Markús K. Möller í Morgunblaðinu birtist 7. nóv- ember grein eftir Þorvald Gylfason um þensluáhrif af ríkis- búskapnum. Greinin hefur greinilega vakið næga athygli til þess að verða tilefni leiðara- skrifa í einu dagblaðanna. Þeim mun frekar er ástæða til að fara nokkrum orðum um efni hennar. Sum atriði sem hér er fjallað um hafa aðrir bent mér á. Ég ber þó einn ábyrgð á meðferð þeirra. í greininni fjallar Þorvaldur um hvemig meta megi þá eftirspum umfram framboð sem hið opinbera getur valdið með hallarekstri. Meg- inhugmyndir greinarinnar em allrar athygli verðar og em einar og sér þarft innlegg í umræður um opin- ber fjármál. Við yfirlestur sýnist mér þó koma í ljós a.m.k. tveir vemlegir gallar á útfærslunni. Þessir gallar verða til þess að niður- staða Þorvalds um þensluáhrif ríkisbúskaparins samkvæmt frum- vörpum til fjár- og lánsfjárlaga er að ég best fæ séð alröng. Meg-inhugrnyndir Meginhugmyndir greinarinnar sýnast mér vera tvær. Fyrri hug- myndin er að til þess að meta áhrif opinberra umsvifa á efnahagslífíð þurfí að kanna alla starfsemi og afskipti hins opinbera, en ekki ein- ungis það sem fært er í A-hluta ríkisreiknings. Þess vegna reynir Þorvaldur að meta heildarumsvif A-hluta (ríkissjóðs og ríkisstofnan- ir), B-hluta (ýmis ríkisfyrirtæki) og það sem hann kallar C-hluta ríkis- ins, en það em önnur fyrirtæki þar sem ríkið hefur úrslitaáhrif á alla ákvarðanatöku. Einkum em þetta fjárfestingarlánasjóðir ríkisins. Sú seinni er að heildarlántökur hins opinbera séu mælikvarði á hallarekstur þess, það er eyðslu umfram tekjur. Þau rök em fyrir þessari skoðun, að óhjákvæmilegt er að greiða fyrír það sem eytt er um efni fram. Það verður ekki gert með öðm móti en að stofna til skulda innan lands eða utan. Það lánsfé sem hægt er að veija til að kaupa fyrir vömr og þjónustu um- fram það sem tekjur hrökkva fyrir, er þó einungis það sem ekki fer jafnharðan til að endurgreiða lán. Einnig orkar það tvtmælis að með þessari aðferð em allar lánveitingar og fjárfestingar taldar jafngilda útgjöldum. Þorvaldur einskorðar umfjöllun sína um C-hlutann nær algerlega við fjárfestingarlánasjóði ríkisins. Hann reiknar út þensluhalla opin- bers búskapar, sem hann skilgreinir sem heildarlántökur opinberra aðila og C-hluta ríkisins að ffádregnum lánaafborgunum og vaxtagreiðslum til útlanda og Seðlabankans. Þessi tala er 3,5 milljarðar króna sam- kvæmt fmmvörpum til fjár- og lánsfjárlaga fyrir 1987. Hann dreg- ur hins vegar ekki frá afborganir af innlendum lánum. Hann gerir heldur enga tilraun til að meta hvað af starfsemi C-hlutans yrði eftir ef ríkið hætti þar öllum afskiptum, heldur telur allan rekstur og lán- veitingar C-hlutans jafngilda ríkisútgjöldum. Tvö síðasttöldu at- riðin tel ég að leiði hann að rangri niðurstöðu. Afborganir af innlendum lánum Engin sérstök ástæða er gefin upp fyrir þvf að litið er framhjá afborgunum af innlendum lánum. Það er hins vegar fráleitt að hugsa sér að það séu vergar (brúttó) lán- tökur ríkisins, sem skipta máli. Meginhugmyndin er að nota upplýs- ingar um lántökur til að meta kaup hins opinbera á vömm og þjónustu umfram það sem tekjur leyfa og svo sem fyrr segir er afborgunarfé ekki til ráðstöfunar. Þetta skýrist best með dæmi. Gert er ráð fyrir að selja spariskírteini á næsta ári fyrir 1,5 milljarða króna, en endur- greiða á móti gömul skírteini fyrir 1 milljarð. Ríkissjóður fær klárlega ekki nema 500 milljónir út úr býtun- um til að fjármagna hallarekstur sinn. í mörgum tilfellum er fólk einfaldlega að skipta á útmnnum skírteinum fyrir ný og jafnvel þegar eigendaskipti verða getur það ekki skipt sköpum hvort einn kaupir nýtt bréf og annar innleysir gam- alt, ellegar einn kaupir gamalt bréf af öðmm. í öðm tilfellinu er þó um verga lántöku ríkissjóðs að ræða en ekki í hinu. Af þessu sýnist mér ljóst að Þorvaldur á að draga heild- arafborganir en ekki einungis erlendar afborganir frá heildarlán- tökum, til þess að finna hveiju ríkið eyðir umfram tekjur. Heildaraf- borganir opinberra aðila og lána- sjóða C-hlutans af erlendum lánum er áætlaðar um 3,6 milljarðar króna. Innlausn spariskírteina er áætluð um 1 milljarður, og aðrar afborganir A-hlutans em um einn milljarður. Enn fremur get ég mér þess til að innlendar afborganir ijár- festingarlánasjóðanna á næsta ári verði 0,7 milljarðar, eða nær því eins mikið og innlend lántaka þeirra er í ár, en hún er 0,8 milljarðar. Þá geri ég ráð fyrir að þriðjungur af íjármagnsgreiðslum byggingar- sjóðanna séu afborganir, eða 0,4 milljarðar. Eftir því verða heildaraf- borganir opinberra aðila og C-hluta fyrirtækja um það bil 6,8 milljarðar króna á næsta ári. Ég ég sammála Þorvaldi um að það veldur tæplega þenslu innan- lands þótt ríkið taki erlent lán fyrir erlendum vaxtagreiðslum. Út úr þeim lánum fæst ekkert fé til kaupa á innlendri vöm og þjónustu og það em einmitt slík kaup hins opinbera og lánþega þess umfram það sem skattlagning dregur úr kaupum al- mennings sem þenslunni valda. Hinu má ekki gleyma að þessir skuldabaggar em jaftiþungir og aðrir og bera sömu vexti. Erlendar vaxtagreiðslur opin- berra aðila og lánastofnana em áætlaðar um það bil 5 milljarðar króna á næsta ári. Sama eðlis em vaxtagreiðslur og afborganir ríkis- ins til Seðlabankans, en þær em áætlaðar 0,3 milljarðar. Ef við drög- um þessar greiðslur ásamt afborg- unum upp á 6,8 milljarða frá lántökum upp á 12,3 milljarða króna, er þensluhallinn kominn nið- ur í 0,2 milljarða. En ekki em öil kurl komin til grafar. Umsvif ríkisins og lánastarfsemi Eins og áður er getið, bendir Þorvaldur á að umsvif ríkisins em meiri en ætla mætti af því sem kallað er A-hluti ríkisreiknings. Meðal annars rekur ríkið um- fangsmikla miðlun lánsljár til fjárfestingar í íbúðarhúsnæði og atvinnufyrirtælqum. Ef hallarekst- ur ríkisins er metinn jafn lántökum umfram afborganir felur það í sér að allar lánveitingar flárfestingar- lánasjóðanna em lagðar að jöfnu við beina eyðslu ríkisins. Hið sama gildir um allan hallarekstur og flár- festingar ríkisfyrirtækja. Ég get hiklaust tekið undir það með Þor- valdi að ríkið hefur áhrif á þessa útlánastarfsemi og að undir vissum kringumstæðum geta lánveiting- amar jafngilt ríkisútgjöldum. Ríkið getur til dæmis veitt lán í stað fram- laga, þótt lítil eða engin von sé um að lánið fáist endurgreitt. Eins get- ur ríkið tryggt lánshæfum aðilum aðgang að fé sem þeir annars ekki fengju vegna markaðsbresta og skömmtunar. Þá ýtir ríkið í staðinn öðmm lánshæfum mönnum út á almennan lánamarkað og eykur þar með virka eftirspum eftir lánsfé. Einhveijum hluta þessa er mætt með vaxtahækkunum og auknum spamaði innanlands og dregur það úr kaupum almennings á innlendum gæðum, en hluti leiðir til aukinnar erlendrar lántöku einkaaðila. Þess- ar lýsingar eiga þó einungis við um lítinn hluta af lánastarfsemi ríkisins og mér sýnist að sá hluti sem skrifa má sem þenslu á ábyrgð ríkisins, sé einungis það sem ekki væri lán- að nema fyrir atbeina ríkisins. Svipaða sögu má segja um veitingu ríkisábyrgða og starfsemi ríkis- bankanna, eins og Þorvaldur tekur reyndar fram. Rétt meðferð virðist mér vera að telja til þensluhalla einungis þau viðbótarútlán og þann hallaauka sem viðgengst í þessum rekstri vegna aðildar og afskipta ríkisvaldsins. Hér em engin tök á því að greina hallaþátt ríkisins frá eðlilegri lána- starfsemi svo óyggjandi sé. Þó má benda á tvö atriði sem nægja til að færa matið á þensluhalla ríkisins niður fyrir núll, hver svo sem endan- leg niðurstaða yrði með ríkisbanka- kerfí, ríkisábyrgðum og öðrum misvel dulbúnum ríkisafskiptum. Ef mér hefur tekist að áætla rétt afborganir íbúðabyggingasjóða ríkisins verða hreinar lántökur þeirra á næsta ári um 3 milljarðar króna og kemur féð mest eða allt frá iífeyrissjóðunum, obbinn af þessu fé myndi fara til útlána jafn- vel þótt ríkisvaldið skipti sér ekkert af miðlun þess, og myndi í veruleg- um mæli renna til sömu aðila og fá nú lán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Því ætti ekki að vera of- rausn að ætla að 2,4 milljarðar eða 80% af hreinni lántöku byggingar- sjóðanna fari til útlanda sem yrðu veitt þótt ríkið kæmi hvergi nærri miðluninni. Þessi hluti lánastarf- seminnar leiðir því tæplega til þenslu. Þar kemur spamaður á móti. Þess ber líka að geta, að í kjarasamningunum í febrúar síðast- liðnum var samið um hækkun á iðgjöldum til lífeyrissjóðanna. Þessi hækkun mun að líkindum auka heildarspamað nokkuð, og ef lána- starfsemin er talin með ríkisútgjöld- um, má allt eins segja að iðgjalda- aukinn sé skattahækkun, þótt ég reki það ekki frekar hér. Annað dæmi má nefna af lfkum toga. Hreinar lántökur flárfesting- arlánasjóðanna vaxa verulega á árinu og hluti þeirra gengur vafa- laust á móti þeirri lækkun sem áætluð er á erlendum lántökum einkaaðila. Hreinar lántökur sjóð- anna hækka um 1 milljarð, úr 0,6 í 1,6, en hreinar erlendar lántökur einkaaðila lækka um 1,2 milljarða. Lántökur einkaaðila em flestar með beinni ríkisábyrgð eða ríkisbanka- ábyrgð, sem er annað nafn á sama fyrirbæri. Það liggur því nærri að taka þennan hluta lánsfjáráætlunar sem yfirlýsingu um að nú eigi að stimpla fleiri lán hjá flárfestingar- lánasjóðum ríkisins en færri hjá viðskiptabönkum ríkisins. Ef þessi túlkun er rétt, og ef staðið er við þennan ásetning, þá ber að líta al- gerlega framhjá aukningunni á hreinum lántökum Qárfestingar- „Það eru aukin innlend umsvif fremur en mikil umsvif sem skapa þenslu og þegar allt er talið virðist mér hallinn minnka verulega milli ára.“ lánasjóðanna og þensluhallinn 1987 verður neikvæður um 3,2 milljarða. Talan sem Þorvaldur fékk út var 3,5 milljarðar jákvættí Samanburður milli ára Það orkar í rauninni tvímælis hvort hægt er að fínna eina tölu til að lýsa þensluáhrifum vegna opinbers búskapar. Raungengis- hækkun getur nefnilega eytt innanlandsþenslu og breytt henni í viðskiptahalla, enda er raungengi lítið annað en kaupmáttur iauna gagnvart erlendum vörum. Ef ríkið eykur kaup sín á innlendum vörum hækkar smám saman verð þeirra og launin um leið. Verð erlendrar vöru hækkar ekki að sama skapi og menn kaupa meira erlent og minna innlent. Jafnvægi næst á innanlandsmarkaði. Það er því aukning á ríkisumsvifum en ekki stöðug ríkisumsvif sem valda þenslu, þótt stöðugum ríkishalla geti fylgt stöðugur viðskiptahalli. Til þess að kanna hvort ríkisumsvif séu líkleg til að valda þenslu á næsta ári þarf því að kanna hvort þau eru að aukast með minnka. Eftirfarandi tafla lýsir tilraun til slíks samanburðar. Ég hef giskað á tölur um innlendar afborganir fj árfesti ngaláníisj (>ða og bygging- arsjóða. Það sem máli skiptir er að ær breytast ekki mikið milli ára. töflunni er ennfremur gert ráð fyrir að erlendar lántökur ríkisins fari 0,6 milljarða fram úr áætlun í ár vegna jafn mikils halla umfram áætlun þá sem gerð var eftir febrú- arsamningana. Lántökur opinberra aðila og sjóða og þensluhalli í milljörðum króna Lántökur alls 1986 14,0 1987 12,3 innlendar 6,0 7,6 erlendar 8,0 4,8 Erlendar afborganir 3,4 3,7 Innlendar afborganin 3,8 3,1 spariskírteinainnlausn 1,7 1,0 fjárfestingarlánasjóðir 0,6 0,7 byggingarsjóðir 0,3 0,4 aðrar afb. ríkissjóðs ÍT 31 Skuldaaukning Frádregst: 6,8 5,5 vaxtagr. til útl. 5,1 5,0 vaxtagr.o.fl. til Seðlab. Skuldaaukning að frádr. 0,6 0,3 óvirkum vaxtagr. Frádregst: 80% nettólántöku 1,2 0,2 byggingarsjóða Tilfærsla frá einkalánum 1,2 2,4 til fíárfestingarlánasjóða Þensluhalli 1,0 (- þýðir afgangur) 0 -3,2 Samdráttur milli ára 3,2 Einhver kann að hrökkva við þegar fullyrt er að ríkisvaldið reki magnaða samdráttarstefnu og hafí neikvæðan þensluhaila upp á 3 milljarða króna. Þetta á sér þó eðli- lega skýringu. Vaxtagreiðslur til útlanda minnka það fé sem til ráð- stöfunar er og vegna þeirra getur þjóðin flutt inn minna af vörum og þjónustu en ella. Breytingin milli ára er líklegri til að hafa meiningu heldur en stærð hallans. Samkvæmt henni dregur ríkið verulega úr um- svifum sínum á næsta ári. Hluti af samdrættinum veltur þó á því að menn fallist á að ríkisbankaábyrgð- ir jafngildi lánveitingum fjárfest- ingarlánasjóða og að endurlán byggingarsjóðanna á lífeyrissjóðafé jafngildi að verulegu leyti beinum lánum frá lífeyrissjóðunum. Ég sé engan meginmun þar á. Rekstrarliallinn og nið- urgreiðsla skulda Ég hef þegar bent á að þenslu- hallinn er í fyrsta lagi erfiður í útreikningi og auk þess loðið hug- tak í eðli sínu, því hagkerfið aðlagar sig þenslu og eyðir henni. Rekstrar- halli ríkissjóðs er mun skiljanlegra fyrirbrigði. Hann samsvarar hækk- un skulda ríkisins. Áætlaður halii A-hlutans er 2,2 milljarður á þessu ári og 1,6 á því næsta. Frá því ætti raunar að draga þá rýrnun sem verður á erlendum skuldum vegna erlendrar verðbólgu. Hið opinbera skuldar nú 50 milljarða króna er- lendis, þar af A-hlutinn 28 millj- arða. Verðbólga er um 2% í helstu viðskiptalöndum okkar, svo að skuldir hins opinbera rýma um 1 milljarð á ári, og skuldir A-hlutans um 0,6 milljarða. Þannig mældur er A-hluta hallinn 1,6 milljarðar í ár og 1 milljarður f fjárlagafrum- varpi næsta árs. Þannig er stigið spor í rétta átt, en betur má ef duga skal. Skuldabyrði ríkissjóðs er orðin svo þung að afleitt er að reka hann með halla. Þess vegna þarf raunverulegur rekstrarhalli að minnka en ekki aukast í meðförum Alþingis. Reyndar er full ástæða til að skoða hvort ekki er þjóðarvilji fyrir því að hækka skatta duggun- arlítið og nota góðærið til að greiða niður erlendar skuldir. Ég er nefni- iega hreint ekki viss um að til séu fjárfestingar innanlands sem skila tafarlausri og öruggri 5% raun- ávöxtun. Það gerir uppgreiðsla erlendra skulda með því að létta vaxtabyrðina. Lokaorð Mér þykir því miður ekki ólíklegt að einhveijir lesendur afgreiði þessa grein sem enn eina sönnun þess að hvenær sem einn hagfrseðingur stingi niður penna megi draga fram annan sem kemst að öndverðri nið- urstöðu. Því er mikilvægt að menn átti sig á að grunnupplýsingar mínar eru þær sömu og Þorvaldur Gylfason notar. Mismunur á niður- stöðum stafar af því að ég tel að Þorvaldur hefði átt að draga inn- lendar afborganir frá ráðstöfunarfé rfkisins, að verulegur hluti af lán- veitingum byggingarsjóðanna hefði farið eins þótt lífeyrissjóðir hefðu annast hann og að einu gildi hvort veitt er ríkisbankaábyrgð fyrir er- lendu iáni eða það er tekið með aðstoð Qárfestingarlánasjóðs. Þess utan tel ég þensluhaliann gallað hugtak: Það eru aukin innlend umsvif fremur en mikil umsvif sem skapa þenslu og þegar allt er talið virðist mér hallinn minnka verulega milli ára. Fleira hefði má nefna, en mál er að linni. Höfundur starfar sem hagfræð- ingur í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.