Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR' 15. NÓVEMBER 1986 57 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 17-18 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS 'VJL Svar til Elínborgar Jóns- dóttur frá dagmóður Svo má brýna að bíti segir mál- tækið. Eins er með mig. Ég tel mig vera með þolinmóðari mann- eskjum, en fyrir kemur þó að þolinmæðina þrýtur og svo er nú. Ekki veit ég hvað veldur þessum skrifum hjá Elínborgu um dag- mæður, hvort hún sjálf hefur lent í höndum þessara ógnvalda dag- vistunar eða hvort hún er að taka upp hanskann fýrir einhveija aðra. Einu svörin sem berast gegn þessum niðurrifsskrifum, eru svör sem dagmæður eða samtök þeirra veita. Aldrei heyrist neitt frá for- eldrum sem eru ánægð með vistina hjá dagmæðrum, þeir eru kannski ekki til. Mér þætti gaman að vita það. Dagmæður eru sífellt í vöm, ekki einungis gegn neikvæðum skrifum heldur einnig gegn þjóð- félagsálitinu. Þjóðfélagið lítur því miður á dagmæður sem annars flokks starfskrafta. Þó eiga þessar konur að taka við þar sem borgin bregst. Og það sem meira er, að borgin er í raun versti óvinur dag- mæðra. Þar á ég við hinar miklu niðurgreiðslur sem borgin greiðir á dagvistunarstofnunum, og með það fýrir augum eru greiðslur til dagmæðra hreinasta rán í augum foreldra. Dagmæður eru neyðarúrræði foreldra sem ekki fá inni í leikskól- um eða dagheimilum vegna forgangshópa eða vegna þess að vinnutími þeirra aðlagast ekki gæslutímanum. Ekki þýðir heldur að hringja á þessa staði og spyija hvort bamið megi vera lengur { dag vegna persónulegra erinda foreldranna eftir vinnutíma. Nei, þetta fólk verður að notast við hin- ar óæskilegu dagmæður, sem rýja fólk inn að skinni með ósanngjöm- um kaupkröfum. Elínborg minnist á að margar konur fari úr starfi á hveiju ári og nýjar taki við og sé þetta slæmt Athugasemd vegna Lauga- lækjarskóla Vegna bréfs frá „þremur stall- systrum" í Velvakanda miðvikudag- inn 12. nóvember, um brottvísun nemenda úr Laugalækjarskóla, hef- ur Velvakanda verið bent á að þaðan hafi engum nemanda verið vísað frá til frambúðar. Dylgjur um skóla- stjóra, fyrrverandi og núverandi, séu úr lausu lofti gripnar og það sé ósæmilegt fyrir blað eins og Morg- unblaðið að birta slíkt á síðum sínum. Velvakandi harmar að hafa orðið vettvangur deilna af þessu tagi og biður hlutaðeigandi velvirðingar. Arnfríður Gísladóttir skrifar: Ég vil taka undir orð Elínborgar Jónsdóttur sem skrifaði grein um ástandið í dagvistarmálum í Mbl. þriðjudaginn 28. október sl. Eg tel að þar séu orð í tíma töluð og satt að segja furða ég mig á að ekki hafi verið tekið á þessum mál- um sem skyldi. Ég hef sjálf átt nokkur samskipti við dagmæður og lent í útistöðum við þær vegna fyrir börnin að þeytast milli dag- mæðra. Því miður er þetta þannig, en ég held að þetta sé líka vanda- mál á þessum blessuðum dagvist- arstofnunum. Heyrt hef ég mæður tala um að á hveijum morgni verði þær að sannfæra bamið um að það sé sama konan sem passi það í dag og var í gær. Svo tíð eru mannaskipti á þess- um stöðum að dagblöðin eru alla daga með eina eða fleiri auglýsing- ar um að fólk vanti á gæslustaðina. Og hver er þá að hugsa um vel- ferð barnanna, það eru sko hvorki starfsfólk né foreldrar. Nei, það eru launin sem eru of lág, það fæst ekki fólk. Elínborg talar um foreldrasam- tök þeirra bama sem eru á dagvist- arheimilum. Hvað ætli þau hafi á sinni stefnuskrá? Aldrei hef ég heyrt um að foreldrar hafi boðist til þess að borga meira til dag- heimila svo sama manneskjan hugsi um bömin þeirra til lengri tíma. Ætli foreldramir láti nokkuð í sér heyra nema þegar gjaldskráin hækkar, eins og hjá okkur dag- mæðrum? Og ég spyr, af hveiju stofna foreldrar með böm hjá dagmæð- rum ekki með sér samtök? Ég er ekki viss um að fólk al- mennt skilji hvað liggur að baki því að vera dagmóðir. Þetta fram- haldsleyfi sem Elínborg talar um, kemur ekki af sjálfu sér. Til þess að fá þetta leyfi verða dagmæður að fara á námskeið sem Dagvistun bama hjá Reykjavíkurborg stendur fyrir. Þetta voru upphaflega 60 tímar í 6 vikur en eru nú orðnir 110 tímar. Þessi námskeið eru haldin á kvöldin eða að loknum löngum vinnudegi dagmæðra því þeirra vinnutími er frá 7—7.30 á morgnana til 5.30—6.30 á kvöldin, ekki er þetta samt algildur tími, en mjög algengur. Kostnaðurinn af námskeiðunum verða þær að borga sjálfar að mestu. Hvað að veikindagreiðslum til dagmæðra lýtur, þá eru það 3,5% sem þær fá á mánuði en ekki á dag, og með þessari greiðsluaðferð verða þær að endurgreiða hvem einasta dag sem þær eru veikar. Nú, þrátt fyrir ofríki dagmæðra gegn foreldrum í greiðslumálum er það nú samt svo að tekjutrygg- ing þeirra er ákaflega lítil. Oft er það svo að nýtt foreldri biður um greiðslufrest og fær hann en eftir nokkra daga hættir bamið að koma (skýringarlaust) og aldrei er borgað neitt. Einnig eru dagmæður nógu góð- ar til þess að taka bam í gæslu frá 3—4 mánaða aldri, aia það upp til leikskólaaldurs, en þá er bamið tekið og sett eingöngu á leikskóla eða hálfan daginn á leikskólanum og hálfan daginn hjá dagmóður- inni. Það flokkast ekki undir óskiljanlegra forsendna sem þær leggja til grundvallar gjaldskrá sinni og ég veit um fjölmörg önnur dæmi um slíka árekstra. Ég skora á fólk að láta í sér heyra og vona að hægt verði að greiða úr þessum málum svo for- eldrar og dagmæður megi vel við una. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. flæking er það? Nei, auðvitað er það fjárhagslega hagkvæmara. Nú, um eftirlitið er það að segja, að umsjónarfóstrumar koma reglulega í eftirlit en auðvitað em það foreldramir sem eiga að hafa eftirlit með dagmóðurinni en ekki launaðar konur úti í bæ. Ef eitt- hvað er að, eiga foreldrar að ræða það við umsjónarfóstrumar til þess eru þær. Það er þeirra hagur að vel fari um barnið, ekki satt? Gjaldskrána tekur Elínborg til ítarlegrar umfjöllunnar. Ekki er þar nú allt rétt með farið, eða kannski bara misskilið. Hún tók það fram að ekki væm allar dag- mæður þar á sama bás. Og ég vil taka það fram að ég þekki ekki til þess persónulega að tekið sé eftirvinnukaup fyrir tímann, eftir 5 og til 8, sé bamið ekki komið fram yfír umsamin tíma. En því miður hef ég heyrt þetta áður. En sé bamið í 9 tíma gæslu þá er uppsett ákveðið mánaðargjald all- an tímann á sama kaupi. Og ef bamið er í 5 tíma gæslu eftir há- degi, gildir það sama. Að breyta gæslutíma mjög þétt eða í upphafí hvers mánaðar, þýðir það að ekki geti verið um fasta vinnu að ræða hjá foreldri. Ef það væri hins veg- ar um svo mjög óreglulegan tímafjölda að ræða, þá fínnst mér mjög sanngjamt að láta dagmóður vita í upphafí gæslu, þannig að hægt sé að semja um laun. Það er í raun verið að koma aftan að dagmæðrum ef beðið er um fastan tíma í gæslu og hún telur sig vera komna með fullt hús, og ætlar ekki að taka fleiri böm, þá hættir kannski eitt foreldrið við sinn tíma og ætlar að minnka hann um helm- ing. Við þurfum jú einhveija tekjutryggingu. Ég er ekki að tala um ef veikindi em eða slíkt. Um endurgreiðslu á fæði ef bam hefur verið veikt í langan tíma (ef það er þá tilkynnt) þá var það komið inn löngu fyrir 1. sept. 1986. Þetta um greiðslur á tíma skóla- bama fínnst mér harla ósennilegt og mjög óraunhæft að segja að dagmæður hafí komið sér saman um þessi laun. En ef þetta er svona af hveiju er ekki kvartað við sam- tökin eða umsjónarfóstrur? Þetta flutningsdæmi sem þú Elínborg setur upp, skil ég ekki, ég trúi ekki að þú sért svo grunn- hygginn, að þú myndir ekki segja upp plássinu með mánaðar fyrir- vara og leita þér að nýrri dagmóður á meðan, og borga síðan tímakaup ef ekki stæðust upp á dag skiptin. Um rauntekjur dagmæðra, þá tel ég að ekki sé hægt að fá nein- ar tölur þar að lútandi því tekjumar em svo óstöðugar. Éinn mánuð geta þær verið 24.016 til 25.496 og næsta mánuð hafa þær jafnvel minnkað um helming. Því ekki trúi ég því að þú teljir fæðispeningana sem laun. Þessar tekjur miða ég við að hafa fullt hús þ.e.a.s. 4 böm í gæslu 9 tíma á dag. Og að lokum þá hefur þessi hópur dagmæðra sem gekk úr samtökunum á sínum tíma, aldrei gefíð raunhæfa ástæðu fyrir brott- förinni. Og eftir hvaða gjaldskrá skyldu þær starfa, þar sem gjald- skrá samtakanna fer alltaf fyrir verðlagseftirlit og er samþykkt þaðan, og enginn hefur leyfí til þess að nota hana nema meðlimir samtakanna? Kannski getur Elínborg frætt okkur um, eftir hvaða gjaldskrá þessar brottgengu dagmæður starfa? Guðbjörg Ellertsdóttir dagmóðir Um dagmæður Menntaðu þig í LANDMÆLiNGUM Kennsla hefst 6. janúar 1987. Innritun á sama tíma. Hringið og fáið sendan upplýsingabækling í síma 05 62 50 88 eða sendið úrklippuna til: HORSENS TEKNISKE SKOLE Slotsgade 11 — 8700 Horsens Vinsamlegast sendið mér upplýsingabækl- inginn í landmælingum Natn: ---------------l------------------- Heimiliafang: --------------------------- Póatnr. ------------------------- Borg _______________ J Nor lon er samsteypa 11 norskra fyrírtækja. Veltan á þessu árí mun að líkindum nema 32 milljónum n.kr. Nor lon-fyrirtækin selja sér- hannaðan útbúnað, sem bætir andrúmsloftið jafnt innan veggja heimilisins sem á vinnustaðn- um. Með útbúnaði þessum má draga stórlega skaðlegum áhrifum staðbundins rafmagns, igeislunar frá skermum, reyks, ryks o fí. óskum eftir: UMBOÐSMANNI Á ÍSLANDI sem getur annast og skipulagt söluna á íslandi. Viðkomandi þarf að vera afkasta- mikill og góður sölumaður og þess er jafnframt krafist, að hann geti lagt fram skjöl því til staðfestingar. Nor lon býður góð kjör og til greina kemur að stofna sérstakt fyrirtæki um reksturinn á íslandi, verði þess krafisjk^ Nanari upplysingar veita forstjórarnir Jan Erik Larsen eða Knut Arne MartinsðPí ^ símum: (03) 891140/891144. Skriflegar umsóknir skal senda fyrír 25. nóvember til: ^ Granveien 8, N 3000 Drammen, Norge.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.