Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
Þrjú skip búin
með kvótann
523.000 lestir af loðnu eru nú komn-
ar á land frá upphafi vertíðar i
sumar. Þrjú skip hafa lokið kvóta
sinum; Jón Kjartansson SU, 21.700
lestir, Gísli Ámi RE, 17.800, og
Svanur RE, 18.600 lestir.
Á þriðjudag voru eftirtalin skip með
afla: Guðrún Þorkelsdóttir SU 640,
Keflvíkingur KE 370, Húnaröst ÁR
620, Víkurberg GK 560, Gígja VE
630, Bergur VE 50, Júpíter RE 1.300,
Pétur Jónsson RE 840, Dagfari ÞH
500, Grindvíkingur GK 1.050, Bjami
Ólafsson AK 1.050 og Helga II RE
520 lestir.
Síðdegis á miðvikudag höfðu eftir-
talin skip tilkynnt um afla: Harpa RE
530, Svanur RE 500, Rauðsey AK
620, Magnús NK 530, Guðmundur
Ólafur ÓF 580, Fífill GK 650, Gull-
berg VE 620, Þórður Jónasson EA
680, Öm KE 580, Gísli Ámi RE 650,
Hilmir II SU 550 Sigurður RE 1.400,
Erling KE 600, lsleifur VE 700, Há-
kon ÞH 800, Jón Kjartansson SU
500, Albert GK 540 og Börkur NK
800 lestir.
Pólýfónkórinn og Sinfóníuhljómsveitin á æfingu í Hallgrímskirkju
MorgunblaðiÖ/Bjarni
Jólaóratorían Messías í Hallgrímskirkju
PÓLÝFÓNKÓRINN og Sinfóníuhljómsveit íslands flytja Óratorí- andi hljómsveitar og kórs er Ingólfur Guðbrandsson. Einsöngvarar á
una Messías, eftir Georg Friedrich Handel í kvöld. þessum tónleikur verða Maureen Brathwaite, Sigríður Ella Magnús-
Tónleikamir verða í Hallgrímskirkju og hefjast klukkan 20. Stjóm- dóttir, Ian Partridge og Peter Coleman—Wright. Sjá nánar bls. 14
Friðrik Sophusson;
Skoðanakannanir við
vörun á réttum tíma
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Jón Kjartansson með fullfermi á leið til hafnar
„Stöðug bræla og
eilífur skakstur“
„ÞETTA hefur verið hálfleiðin-
leg vertíð. Nánast stöðug bræla
síðan í byijun október og eilífur
skakstur. Það hafa verið nokkrir
klukkutímar á milli lægða, sem
hafa nægt okkur til að kroppa
smám saman upp í kvótann. Ann-
ars erum við núna að berjast í
vitlausu veðri fyrir Langanesið
á leið heim til Eskifjarðar í lang-
þráð jólafrí,“ sagði Þorsteinn
Kristjánsson, skipstjóri á Jóni
Kjartanssyni SU 111 frá Eski-
firði.
Þorsteinn sagði, að vertíðin hefði
að öðm leyti verið þokkaleg og
veiði góð þegar gefið hefði. Hins
vegar hefði ekki verið mjög mikið
af loðnu að sjá fyrr en nú, en þar
sem fá skip hefðu verið við veiðam-
ar framan af, hefði reynzt nóg
handa öllum.
Þorsteinn sagði, að loðnan væri
svipuð og í fyrra, en lágt markaðs-
verð á afurðunum og þar af leiðandi
lágt verð fyrir loðnuna upp úr sjó,
gerði sjómönnum erfitt fyrir.
Síðustu túra hefði verðið reyndar
verið orðið viðunandi, um 2.200
krónur á tonnið, þar sem hráefnis-
skortur stæði mörgum verksmiðjum
fyrir þrifum.
FRIÐRIK Sophusson, vara-
formaður Sjálfstæðisfloksins,
sagði á aðalfundi fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykja-
vik í gærkvöldi að skoðana-
kannanirnar að undanförnu,
sem sýna fylgistap flokksins,
væru viðvörun á réttum tíma.
Málefnastaða flokksins væri
góð og hann hefði alla mögu-
leika á að bæta stöðu sína.
Friðrik taldi upp fjögur atriði
sem hann sagði að skýrðu fylgistap
flokksins í skoðanakönnununum. í
fyrsta lagi umræðuna um málefni
Hafskips og Útvegsbankans, en í
báðum fyrirtækjunum hefðu
þekktir sjálfstæðismenn verið í for-
svari. í öðru lagi að fyrirhugaðar
skattkerfisbreytingar sem væru
umdeildar hefðu ekki verið nægi-
lega vel kynntar. í þriðja lagi
nefndi hann kvótakerfið í sjávarút-
vegp og landbúnaði sem gengi gegn
markaðstefnu flokksins. í fjórða
lagi hefðu úrslit prófkjara í
Reykjavík og víða úti á landi stund-
um leitt til óánægju og sárinda.
Hann taldi rétt að leggja áherslu
á það í komandi kosningabaráttu
að afhjúpa málflutning Alþýðu-
flokksins og fullyrti að stefna
flokksins væri mótsagnakennd og
breytileg frá degi til dags. Enn-
fremur taldi Friðrik nauðsynlegt
að vekja skilmerkilega athygli á
sterkri málefnastöðu Sjálfstæðis-
flokksins og mjög góðum árangri
núverandi ríkisstjómar.
Beitingamenn
aí'tur til starfa
Keflavik.
ALLT var með ró og spekt og
unnið af fullum krafti við beit-
ingu eftir hádegi í gær. Þá höfðu
beitingamenn gengið að tilboði
útvegsmanna. Þar var fallist á
meginkröfu þeirra um slysa- og
veikindarétti til samræmis við
annað landverkafólk.
Verkfall beitingamanna hafði
staðið síðan á laugardag og í odda
skarst sl. þriðjudagskvöld þegar
Nígería:
Reyndu að svíkja 35.000 pakka
af skreið út úr íslendingum
UPPVÍST hefur orðið um tilraun tveggja nigerískra fjármála-
manna til að svíkja um 35.000 pakka af skreið að verðmæti um
280 milljónir króna út úr íslendingum. Það er blaðið Sunday
Concord í Lagos í Nígeríu, sem greinir frá þessu þann 30. nóvem-
ber síðastliðinn. Skreiðin, sem um ræðir, var flutt héðan síðari
hluta sumars með skipinu Horsham á vegum íslenzku umboðssöl-
unnar, Bjarna V. Magnússonar, og Sameinaðra framleiðenda. Af
þessum sökum var skipið kyrrsett í Lagos og allar tilraunir til
að selja skreiðina stöðvaðar.
Morgunblaðið reyndi vegna
þessa að ná sambandi við Bjama
V. Magnússon, sem staddur er í
Lagos í Nígeríu, en símasamband
milli landanna náðist ekki. Árni
Bjamason, starfsmaður íslenzku
umboðssölunnar, staðfesti þessar
fréttir í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði, að vonir stæðu til að
svikamálið leystist endanlega fyr-
ir daginn í dag. Að því loknu
væri ekkert því til fyrirstöðu að
selja skreiðina, þar sem samning-
ar hefðu náðst.
Hér fer á eftir hluti fréttarinnar
í Sunday Concord: „í Nígeríu hef-
ur komist upp um tilraun til
stórkostlegra fjársvika, sem hefðu
getað orðið landi og þjóð til vem-
legs álitshnekkis erlendis. Vom
það starfsmenn rannsóknarlög-
reglunnar í Lagos, sem heyra
aftur undir ráðuneyti lögreglu-
og leyniþjónustumála, sem komu
upp um svikin en þau snúast sam-
tals um 30 milljónir næara.
Haft er eftir heimildum innan
lögreglunnar, að nú sé verið að
yfirheyra tvo menn, M. Kanu,
ættarhöfðingja og umsvifamikinn
kaupsýslumann í Aba í Imo-fylki,
og lögregluforingja í borginni,
vegpia ásakana um „samsæri, til-
raunar til fjársvika, falsana,
valdníðslu og fjárkúgunar".
Hermt er, að þeir hafí lagt á ráð-
in um og soðið saman falskar
ákæmr á hendur íslenskum
manni, B. V. Magnússyni, „með
það fyrir augum að hafa af honum
með ólöglegum hætti 35.334
skreiðarpakka".
Skreiðarsendingin, sem var á
vegum B. V. Magnússonar, kom
til Nígeríu 29. júní sl. og var
farmskírteinið með númerinu 01.
Kom hún til landsins með skipinu
M.V. Horsham, sem þá var í leigu-
flutningum fyrir skipafélagið
African Ocean Lines Limited.
Sakborningamir em taldir hafa
beitt blekkingum og valdið því,
að 31. október sl. var B. V. Magn-
ússyni vísað frá Nígeríu. Var
þetta liður í ráðabmggi þeirra og
tilgangurinn sá að auðvelda þeim
svikin."
verkfallsverðir tóku 47 bjóð af vöm-
bíl fyrir framan heimili Garðars
Magnússonar, útgerðarmanns, í
Njarðvíkum. Áður höfðu verkfalls-
verðir hindrað Garðar í að koma
bjóðunum um borð í bátinn Boða
GK, þar sem þeir töldu hann hafa
fengið þau beitt á fölskum forsend-
um. „Þetta er töluvert tjón fyrir
mig og báturinn kemst ekki á sjó
í kvöld því beitan eyðilagðist þegar
á hana rigndi við hús verkalýðs-
félagsins í nótt,“ sagði Garðar
Magnússon í samtaii við fréttaritara
Morgunblaðsins í gær. Garðar sagði
að hann teldi aðgerðir beitinga-
manna ólöglegar. Garðar kærði
málið á þriðjudagskvöid.
Nú fá beitingamenn greiddar 420
krónur fyrir bjóðið með því að vinna
við afgreiðslu bátsins, en höfðu
áður 376 krónur. Þessar tölur eru
án orlofs.
- BB
Systumar Sigríður og Ásta
Gunnarsdætur unnu af kappi við
beitingu í gær.