Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 3

Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 3 Snjógöngin aÖ dyrum bamaheimilsins minna á bæjargöng frá 1 gamla daga. í dyrunum stendur Christine Brown en hún var að fara með dóttur sina i „siýóhúsið11. Moryunblaðið/EFG Baraaheimilið á Flateyri hefur nánast fennt í ltaf en börain voru ekki sérstaklega óánægð þegar þau uppgötvuðu að barnaheimilið var orðið að tilbúnu snjóhúsi. Fólk aftur flutt úr húsum vegna krapahlaupshættu FUteyri. VEGNA krapahlaupshættu úr Eyrarfjalli fyrir ofan Flateyri við Önundarfjörð var íbúum 9 húsa efst í bænum gert að fara úr húsum sínum í gærmorgun. Þessar fjölskyldur, sem i eru um 30 manns, vora einnig fluttar burtu á mánudag vegna snjóflóðahættu en hættuástandi var aflýst á þriðjudag. Síðan hefur ekki snjóað en í fyrri- nótt var rigning og krap og því var fólkið aftur flutt burtu. Snjóflóð hafa aldrei svo vitað sé fallið á staðinn sem þessi 9 hús eru á, en þau hafa fallið utan og innan við þann stað. Erfitt hefur verið að meta snjóa- lögin í EyrarQalli vegna myrkviðris, en undanfarið hafa fallið spýjur úr giljum utan við eyrina, og al- mannavamamefnd bæjarins vildi því ekki taka áhættuna af að hafa fólkið í húsunum. Þessi hús eru öll nýlega byggð og vom ekki talin á snjóflóðasvæði og fyrir ofan þau em snjóflóðakeilur í fjallinu til vamar. Mikill snjór er nú í öllu þorpinu, og mun meiri í efri byggðunum, þó hann sé ekki eins mikill og í ársbyijun 1982. Miklu hefur verið mtt af götum þorpsins, og fór svo að lokum að bæði snjómðnings- tæki bæjarins biluðu. Síðan hefur verið notast við snjómðningsbíl frá vegagerðinni. En þó snjórinn valdi fullorðna fólkinu erfiðleikum er mikið um dýrð- ir hjá bömunum, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. EFG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.