Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
Ný reyrhúsgögn í fjölbreyttu úrvali. T.d. sófa-
sett, stakir stólar, hillur, borð, blaðagrindur,
ruggustólar, tevagnar o.fl.
Mjög hagstætt verð
BÚSTOFN
Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544.
Jólaglaðningur
frá B.B.
Borvél
Barnastóll
kr. 1.150,-
Verkfærakassar
"7\
* Frá kr. 745,-
TopplyJklas^tí
Hlutlr sem gera gagn
B.B.
BYGGINGAVÖRUR HEj
SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.
Enga stæla
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Höfundur: Andrés Indriðason.
Kápa: Brian Pilkington.
Prentverk: Oddi hf.
Útgefandi: Mál og menning.
Mér fínnst alltaf undurgaman að
fá bók úr hendi Andrésar, svo margt
sem piýðir þennan, einn okkar allra
beztu höfunda, er skrifa fyrir ungt
fólk.
Jón Agnar Pétursson, söguhetjan
okkar, er enn á mörkum bemsku
og manns. Það er óttinn, óttinn við
allt og alla, sem setur svip á líf
hans. Hann er hræddur við sjálfan
sig:
„Var ekki Sylvester Stallone ein-
mitt smá stubbur þegar hann var
lftill? Það stóð að minnsta kosti f
einhveiju blaði að hann hefði varla
staðið fram úr hnefa. Það hefur
heldur betur ræst úr þeim manni!
Hann haliar höfðinu upp að
veggnum og hugsar út í þetta.
Hann er ekki frá því að það sé
einmitt byijað að rætast heilmikið
úr honum. Það hefur tognað úr
honum síðan hann kom í skólann
um áramótin og röddin hefur líka
lagast, hún er orðin dýpri og karl-
mannlegri. Og dúkkufésið er að
hverfa. Hann er ekki nærri því eins
hvítur og sléttur og Barbílegur og
hann var þegar hann kom frá Eyj-
um.
Bara verst hvað hann er ferlega
góðlegur. Og sakleysislegur.
Stundum hefur hann verið að
pæla í því hvað hann gæti gert til
að virka töff.
Hann gæti til dæmis tekið hárið
í gegn, hann gæti litað þetta fagur-
ljósa strý kolbikasvart.
Eða fjólublátt sem væri auðvitað
miklu áhrifaríkara.
líða bara kýlt á skalla!
Nei, hann yrði svo ferlega ljótur
með hausinn eins og glansandi egg.
Hann gæti búið til gatasigti úr
eyrunum og raðað í þau dóti. Og
sett hring í nefið.
Hann gæti, ef hann vildi, gert
sig svo ógeðslega töff að Lilli yrði
beinlínis hallærislegur við hiiðina á
honum, alger lúði.“ Og hann er
hræddur við þessa svola, sem líkam-
lega hafa náð vexti, en eru enn
með bamssálir, svo að það eru orð
úr sandkassa og hnefaréttur leik-
vallarins sem setja svip á athafnir
þeirra allar. Jón Agnar á draum
um að verða stór og stæltur, karl
f krapinu, Sylvester Stallone, —
geta sýnt Ragnhildi Sveinbjöms-
dóttur hver hann í raun og vem
er. Andrés, höfundur, sér til þess
að það tekst. Þau skötuhjúin lenda
ekki aðeins saman í sumarvinnu,
heldur líka í hinum æsilegustu æv-
intýmm, — koma upp um innbrot
í skóla, og gömlum glæparokkum
undir lás og slá á ný.
Það er gaman að lesa svona sögu,
sögu þar sem verið er að fást við
mannlegar kenndir. Snáðann
þekkja allir karlar úr bijósti sér,
og slíkt gerir bókina góða.
Stíll höfundar er leikandi léttur,
en sorglegt er, að slfkan stíl sjáum
við helzt hjá þeim sem em um miðj-
an aldur eða þar yfir. Annað virðist
undantekning, og hlýtur að vekja
spumir. Andrés líkir eftir tali ungl-
inga. Stundum finnst mér hann
ganga of langt i þeirri eftiröpun:
Hveiju er eiginlega hægt að
stela héma?
— Það er alltaf eitthvað, blessuð
góða. Kannski vídeótæki. Eða græj-
ur. Eitthvað sem er auðvelt að koma
í verð. Svo hafa sumir ekki áhuga
á neinu. Hafa bara gaman af að
bijóta og bramla. Fá víst rosalegt
kikk út úr því.
Hún dæsir. Veit ekki sitt ijúk-
andi ráð. Reynir að bræða með sér
hvort hún eigi að skrúfa sig út úr
Borgarar fá
vatn í munninn
Bökmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Jónas E. Svafár:
SJÖSTJARNAN í
ME YJ ARMERKINU.
Myndljóð.
Vaka/Helgafell 1986.
Sjöstjaman í meyjarmerkinu er
eins konar sýnisbók ljóða Jónasar
E. Svafár. í henni eru gömul ljóð
og ný, breytt ljóð og endurskoðuð.
Jónas er sérkennilegt skáld og
ekki spilla myndskreytingar hans
við ljóð sín. Þessar myndir eru
strangar í formi, oft í anda geó-
metrískar afstraktlistar, en fyrst
og fremst sálarspeglamir, túlkun
innri heima.
Það em nú bráðum fjörutíu ár
sfðan þetta síunga atómskáld
kvaddi sér hljóðs. Fyrsta bókin hét
því einkennandi nafni Það blæðir
úr morgunsárinu (1952). Svo komu
Geislavirk tungl (1957) og heildar-
útgáfan Klettabelti fjallkonunnar
(1968). Manni finnst stundum að
Jónas hafi alltaf verið að yrkja sama
ljóðið og teikna sömu myndimar.
Við þá iðju hefur Jónas vandað sig
og glatt marga lesendur, suma
kannski hneykslað í fyrstu.
Ýmislegt í ljóðum Jónasar E.
Svafár er orðið klassísk og það er
ekki óalgengt að hitta fólk sem
kann heil ljóð eða hendingar úr ljóð-
um hans. Hvað til dæmis um
Landfestar þar sem þetta erindi
gleymist ekki: „minn draumur er í
dósum/ dísin mín/ við hamingjunni
hrósum/ sem höfum notið þín/ en
aðrir reyna allt sitt líf/ að eignast
dósahníf". Og hvað segja lesendur
Jónasar um línur eins og þessar,
dæmigerðar fyrir skáldið: „vinna
vélbyssur að vélritun/ á sögu
mannsins". Eða ástarjátningu til
íslands sem felst í tveimur línum:
„mold minnar/ hjartarótar“. Þannig
mætti halda áfram að tína upp
gullkom Jónasar.
Svo geta menn farið að spyija
hvað geri. Jónas að atómskáldi af
því að stundum rímar hann og
stundum fær hann sér ljóðstafi til
hjálpar. Nýstárleiki Jónasar er ekki
síst fólginn í því að hann er fullkom-
lega einlægur. Auk þess hefur hann
gaman af að sýna hlutina í nýju
og óvæntu samhengi, koma á óvart.
Hann hefur endaskipti á því við-
tekna sýnist honum svo. Og hann
hefur gaman af orðaleikjum og
hverskyns glímu við málið eins og
skáld yngri kynslóðar.
Þegar Jónas er að yrkja ný til-
brigði við eldri ljóð sín tekst honum
ekki alltaf jafn vel. Ég vil líta svo
á að ljóðin séu bara til í mörgum
útgáfum og ekki sé nauðsynlegt að
fara alltaf eftir nýjustu útgáfu.
Gömlu útgáfumar geta verið betri,
samanber Eva hrópar og fleiri ljóð.
í ljóðunum f Sjösljömunni í meyjar-
merkinu sem ekki hafa birst áður
í bók (t.d. Vertíðar-Faðirvor, Stræt-
isvagnar Reykjavfkur og Rannveig)
er Jónas skemmtilegur að vanda
og leyfir sér mikið frjálsræði í ljóð-
rænni túlkun. Þessi ljóð eru ekki
betri en gömlu ljóðin, en gott fram-