Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 Bankastræti 10, sími 13122 Garðakaupum, Garðabæ, sími 651812. á, Góð bók Leiðtogafundurinn í Reykjavík eftir Guð- mund Magnússon. Umbúðir um fundinn, fréttamenn, fundurinn sjálfurog þau mál, sem tekin voru fyrir og deilt var um. Fjöldi mynda með íslenskum og enskum textum. Útdráttur í bókarlok á ensku. filSl WHíTEHOUg pflESS * í.<><h'»<v'®* iitM,* terWf ........ ,Or.t.AMO OCTOB*"- ' ja Innlegg í um- ræðu dagsins eftir Valdimar Kristinsson Loksins. Loksins á að fara að reisa Miðbæinn úr öskustónni eftir meira en hálfrar aldar stöðnun. Unnið hefur verið vel að málinu af færustu mönnum og samræmd sjónarmið nýs og gamals tíma. Flestir eru ánægðir og láta lítið í sér heyra. Þeir óánægðu raða heil- síðugreinum í Morgunblaðið þessa dagana. Þegar ekið er um Vestur-, Mið- og Norður-Evrópu og komið inn í borgir taka við skilti, sem vísa á miðbæina og helstu verslunargötur. Þangað fara flestir og litast um. Hér er líka vísað á miðbæinn, en hvað blasir við? Hefur nokkur séð, í stæðilegri borg í nágrannalöndum, jafn lágkúrulega ósamstæða byggð eins og í Kvosinni og inn eftir Laugaveginum? Að bera okkar miðbæ saman við t.d. miðbæi Bergen og Lúxemborg- ar er sorglegra en tárum taki, svo mikil hefur fátæktin verið hér og síðan skipulagsleysið. En þótt við hefðum aldrei náð glæsileik þessara borga hefði það verið í lagi, ef að- eins hefði verið hægt að halda áfram byggingum í anda þeirra, sem vísuðu veginn, eins og t.d. Pósthússins, Landsbankans, Reykjavíkur Apóteks, Hótel Borgar og Eimskipafélagshússins á fyrstu tugum aldarinnar, en þá tók stöðn- unin við. Nokkur hús hafa verið reist í miðbænum síðan, en flest þeirra sviplítil og hafa ásamt stefnuleysi í þessum málum staðið í vegi fyrir farsælli uppbyggingu. vandaðaðar vörur Verkfæra- kassar Fyrirliggandi BENSÍNSTÖÐVAR SKEUUNGS Skeljungsbúðin Síöumúla 33 símar 681722 og 38125 LITGREINING MEÐ CROSFIELD 6451E LASER LYKILLINN AD VANDADRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF. Nú er þeim tíma loks að ljúka. Að sjálfsögðu er ekkert við lág- reist timburhús að athuga, ef þeim er vel við haldið, en þau eiga ekki heima við aðalgötu nema í undan- tekningartilfellum. (Hafnarstræti 16 og 18 gætu verið slíkar undan- tekningar.) Hins vegar geta þau sómt sér vel í næsta nágrenni. Þannig færi vel á því að sem flest af þeim húsum, sem nú eiga að víkja úr miðbænum, yrði komið fyr- ir í endurreistu Grjótaþorpi og í Þingholtunum, og önnur óásjálegri vikju þar í staðinn. Snyrtileg öng- stræti í næsta nágrenni miðbæja geta verið mjög skemmtileg. Vemd- unarsinnar fengju þá að mestu haldið sínu, ef þeir vildu aðeins hliðra svolítið til, enda er búið að hliðra talsvert til fyrir þá. Ein gagniýnisröddin gengur út á það, að nýju húsin, sem talað er um, muni líkjast einhveijum ein- hvers staðar í útlöndum. Ef reisa á hér hús sem engu líkjast í þúsunda ára byggingarsögu mannkyns, þá er fátt til ráða. Annars er það með blessaða íhaldssemina að hún getur auðveldlega færst frá einu yfír á annað. Ýmsir þeirra, sem börðust á móti Hallgrímskirkju á sínum tíma myndu nú ekki vilja af henni sjá. Eins er með aðalbyggingu há- skólans, sem þótti mest líkjast útvarpskassa. Hversu margir myndu viija missa hana nú? Þótt ólíku sé saman að jafna, má nefna Parísarborg til saman- burðar. Hún þykir einna fegurst borga og það er talið sérstakt hrós ef aðrar borgir líkjast henni að ein- hveiju leyti. Þar var byggt upp af fegurðarskyni, samræmi og reisn á öldinni sem leið. Myndi einhver vilja skipta á París nú og borginni eins og hún leit út fyrir daga Hauss- manns? Bráðum vex úr grasi ný kynslóð, sem vonandi á eftir að njóta fal- Iegri, heilsteyptari og notadrýgri miðbæjar, en landsmenn hafa van- ist til þessa. Eftir stendur svo vandinn, hvað gera á fyrir Lauga- veginn. Hann hefur breyst mjög til batnaðar í annan endann, en hann er áfram ósamstæður og lágkúru- legur og of langur, miðað við fjölda vegfarenda, og of beinn til að ná þokka Striksins í Kaupmannahöfn. Vonandi finnast þó einhver góð ráð til úrbóta. Loksins á að fara að reisa Miðbæinn úr öskustónni eftir meira en hálfrar aldar stöðnun. Unnið hefur verið vel að málinu af færustu mönnum og samræmd sjónarmið nýs og gamals tima. Varaflugvöllur á Austurlandi Enn er farið að ræða um vara- flugvöll fyrir millilandaflugið, sem hefði þurft að vera fullbúinn fyrir áratugum. Lengi hefur verið talað um Aðaldal og Egilsstaði í þessu sambandi, sem mestu veðurfarslegu andstæðu við Keflavíkurflugvöll, en síðustu ár hefur umræðan einkum snúist um Sauðárkrók. Nú blandast inn í umræðuna not eftirlits- og herflugvéla af slíkum velli og husanleg kostnaðarþátttaka mannvirkjasjóðs NATO. Þar með er pólitíkin hlaupin í málið. Þeir, sem mest tala um frið, segj- ast ekki vilja hemaðarflugvöll, en virðast jafnframt hafa þá tröllatrú á hershöfðingjum, að þeir myndu fyrst athuga hver hefði greitt mannvirkin, áður en þeir ákvæðu í stríði á hvaða flugvelli skyldi ráðist og hveijir notaðir. Sjálfsagt er að koma upp vara- flugvelli sem fyrst með aðstoð mannvirkjasjóðsins, enda myndu NATO-flugvélar nota hann í neyð- artilfellum jafnt hvort sem banda- lagið hefði borgað eitthvað í honum eða ekki. Hvað flugvöllurinn yrði kallaður mætti ræða um við mann-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.