Morgunblaðið - 11.12.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
29
Bók um Laxness
og þjóðlífið
„Flest virðist því mæla
með að Egilsstaðir
verði valdir sem vara-
flugvöllur millilanda-
flugsins og mikilsverðu
hagsmunamáli Austur-
lands bjargað um leið.
Efnahagslega skyn-
samleg byggðastefna
mætti einhvern tíma
ráða ferðinni á landi
hér.“
virkjasjóðinn, enda yrði samninga-
mönnunum í Rainbow Navigation-
málinu ekki skotaskuld úr að koma
því í það horf, sem báðir aðilar
gætu við unað.
Flugvöllurinn yrði fyrst og fremst
til aukins öryggis og lækkunar
kostnaðar fyrir íslenska millilanda-
flugið. En hann gæti orðið annað
og meira, nefnilega lyftistöng fyrir
viðkomandi landshluta. Er þá kom-
ið að spumingunni hvar byggja
skuli mannvirkið.
Akureyri kemur fyrst í hugann.
Þar er umferð langmest og flest
fyrir hendi af því sem til þarf. En
stutt er á milli fjalla og stundum
misvindasamt yfir svæðinu. Sá
kostur er því varla nógu góður.
Hins vegar er sjálfsagt að lengja
flugbraut Akureyrarflugvallar um
nokkur hundruð metra til suðurs,
til að auka þar öryggi og ýta undir
millilandaflug frá Eyjafirði. Verði
einhveijum hugarhægra við að setja
þar upp skilti er segði, að flugvöllur-
inn væri að fullu greiddur af
íslendingum og því ekki hemaðar-
mannvirki, þá væri það útlátalaust.
Aðstæður við flugvöllinn á Sauð-
árkróki þarf efalaust að bæta, en
sé borið saman við Egilsstaði getur
þörfin á úrbótum ekki talist jafn
brýn. A Sauðárkróki er um að ræða
hagsmuni eins kaupstaðar og hér-
aðs, sem alla jafna er í góðu i
vegasambandi bæði við Akureyri j
og Reykjavík, enda munu aðeins j
um 11 þúsund manns fara um hann
á ári.
Á Egilsstöðum er hins vegar um
að ræða hagsmuni heils landshluta,
sem sannarlega þarf á auknum
umsvifum að halda. Þar mun núver-
andi flugbraut oft vera í hörmulegu
ástandi vegna aurbleytu, en þó er
þörfin fyrir flugsamgöngur svo
mikil, að árlegur farþegafjöldi mun
vera allt að 50 þúsund.
Þá má enn nefna að meginhluti
farþega til og frá Keflavíkurflug-
velli flýgur á Evrópuleiðum og þar
er líklegra að notaðar verði tveggja
hreyfla vélar heldur en til Ameríku.
En Egilsstaðir eru einmitt nær þess-
um leiðum en Sauðárkrókur þótt
Homafjörður sé þó enn nær, ef
hugsað yrði til flugvallargerðar þar.
Flest virðist því mæla með að
Egilsstaðir verði valdir sem vara-
flugvöllur millilandaflugsins og
mikilsverðu hagsmunamáli Austur-
lands bjargað um leið. Efnahags-
lega skynsamleg byggðasteftia
mætti einhvem tíma ráða ferðinni
á landi hér.
Höfundur er viðskipta- og land-
fræðingur, búsettur í Reykjavik.
ÚT ER komin hjá bókaútgáfunni
Vöku-Helgafell bók Arna Sigur-
jónssonar bókmenntaf ræðings
„Laxness og þjóðlífið“ bók-
menntir og bókmenntakenningar
á árunum á milli stríða. Þar sem
hann fjallar um þetta tímabil með
sérstakri hliðsjón af verkum
Halldórs Laxness frá þeim tíma.
í fréttatilkynningu frá útgefanda
segir m.a.: „Tveir meginkaflar bók-
arinnar em byggðir á doktorsrit-
gerð Árna sem kom út á sænsku
árið 1984 og nefndist „Den politiske
Laxness. Den ideologiska och estet-
iska bakgrunden till Salka Valka
och Fria man“. Annað efni bókar-
innar er hrein nýsmíði.
Ámi tekur fyrir stjómmál, bók-
menntaskoðanir og bókmenntir á
þriðja og fjórða áratug aldarinnar
og koma margir þjóðkunnir bók-
menntamenn og þjóðmálaleiðtogar
viðsögu.
Ámi Siguijónsson segir í inn-
gangsorðum sínum: „Árin milli
stríða voru stórkostlegt umbrota-
tímabil. Á þeim tíma vom íslenskir
höfundar hvergi smeykir við að
glíma við grundvallarspumingar
mannlegs samfélags og tilvem.
Sumum þeirra vom ljós aldahvörfin
og hlutdeild þeirra sjálfra í þeim;
menn kappræddu 'tilgang og rétt-
lætineru lista oer listumfiöllunar með
opnum huga, og með sama bein-
skeytta stílnum var fjallað um
Arni Sigurjónsson.
þjóðfélagsgerðina, um það hvað
hver hlýtur í sinn hlut. íslensk þjóð-
menning var í mótun. Ég geri ráð
fyrir að þeim sem vilja skilja nútíð
íslendinga sé það mikil nauðsyn að
átta sig á málflutningi höfundanna
sem hér er sagt frá. í því efni gild-
ir líklega sú regla sem Halldór
Laxness setti eitt sinn fram í sam-
bandi við skáldskap: „Maður sem
ekki hefur lært margföldunartöfl-
una getur átt á hættu að eyða ævi
sinni í það að finna upp margföldun-
artöfluna."
Bókin er þannig byggð upp að
fyrst er fjallað um stjómmálaþróun
og stjómmáladeilur tímabilsins, því
næst rætt um skoðanir á sviði lista
og bókmennta og loks er vikið að
sagnagerðinni. í öllum þáttum bók-
arinnar er tekið mið af verkum
Halldórs Laxness og þá einkum
Sölku Völku og Sjálfstæðu fólki en
einnig t.d. Vefaranum mikla frá
Kasmír."
Bókin er 148 bls. og í henni em
íjölmargar myndir frá þessu tíma-
bili og af þeim persónum sem fyrir
koma í skrifum Áma. ítarleg heim-
ilda- og naftiaskrá fylgir. Bókin er
sett og prentuð í Prentstofu G.
Benediktssonar, Kópavogi, og
bundin hjá Bókfelli hf.
Semjólagjöf er
Toyotasaumavélin spori á
undan samtímanum
(Að sjálfsö
-
uEurokjör)
1 1
" ‘ *' K /V !V r' rWÍ-
S-í"’■ X ,
Látið Toyotasaumavélina beizla hugarflug ykkar
og sköpunargleði og árangurinn verðtu* glæsilegur
SÖLUUMBOÐ
VIÐ ERUM EINU SPORI Á UNDAN TÍMANUM:
■VARAHLUTAUMBOÐIÐ
Bkotic
ARMULA 23 SIMAR 685870-681733
KLAPPARSTÍG 31 SÍMI 14974