Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
31
Jennifer Partridge Ian Partridge
Fágaður einsöngur
Tönlist
Jón Ásgeirsson
Systkinin Jennifer og Ian
Partridge héldu tónleika á vegum
Tónlistarfélagsins í Austurbæjar-
bíói sl. laugardag og fluttu ljóðatón-
list eftir Schubert, Faure og Duparc
en seinni hluti tónleikanna saman-
stóð af enskri söngtónlist. Ian
Partridge er feikna góður söngvari
og sérkennilega aðlaðandi, því leng-
ur sem á hann er hlýtt. Túlkun
hans er öll á mjúku nótunum og
það sem vantar á í styrkleikaátök-
um, bætir hann upp með feiknalegri
ögun og fínni tækni. Systir hans,
Jennifer Partridge, kann fullkom-
lega þá list að leggja söngvaranum
til mjúklega sleginn tóninn í undir-
leiknum, sem var sérlega fallegur
í lögum Faure, fimm lögum eftir
Berkeley, og reyndar öllum ensku
lögunum. Það má vera, að nokkuð
gæti þess hjá undirrituðum, að
þykja Schubert ekki alls kostar eiga
vera of fínlega fluttur, heldur megi
syngja hann „út“. Söngur Partridge
hefði mátt vera kraftmeiri og ork-
aði einum og daufur í flestum
Schubert-lögunum, nema þá helst
í því síðasta, Bei der Allein. í lögum
Faure var söngurinn mjög fallega
útfærður, einkum í Nell og Aprés
un reve. Það var í ensku lögunum
sem Partridge náði sérstakri ball-
öðustemmningu. Lögin þijú eftir
Arne og þá sérstaklega Come Away
Death voru frábærlega fallega
sungin. Seinni hluti tónleikanna á
eftir lögum Tómasar Ame, telst til
nútímasönglistar Englendinga og
var mest nýnæmi í að heyra fimm
lög eftir Lennox Berkeley, við texta
eftir A.E. Housman. Berkeley hóf
seint að nema tónlistarfræði og
rejmdar ekki fyrr en hann hafði
lokið prófi frá Oxford árið 1926.
Þá hélt hann til Parísar og stund-
aði nám hjá Nadiu Boulanger. Eftir
hann liggja óperur, ballettar, óra-
toríur, þtjár sinfóníur ogýmis konar
kammertónverk. Þessi lög við
kvæði Housman eru fallega unnin
og voru sérlega hlýlega flutt. Við
frægan texta eftir Yeats er nefnist
Sally Gardens og Benjamin Britten
hefur gert frægt, hefur annar
Breti, Ivor Gumey, samið lag við
og var það mjög fallega flutt af
Partridge. Gumey var einn af þeim
er átti um sárt að binda eftir þátt-
töku í fyrri heimsstyijöldinni. Eftir
Armstrong Gibbs, sem var prófess-
or við Royal College of Music í
London, fluttu systkinin eitt lag og
tvö eftir Roger Quilter, er var einn-
ig aldamótamaður. Síðastur Eng-
lendinganna var Peter Warlock,
sem einnig notaði nafnið Philip
Heseltine. Hann var mikill áhuga-
maður um gamla tónlist og ritaði
nokkuð um það efni en sem tón-
skáld er hann þekktur undir fýrra
nafninu. Lögin þijú eftir Warlock
eru mjög skemmtilega unnin, sér-
staklega In an Arbour Green og
síðasta lagið Pretty Ring Time.
Eins og fyrr sagði er tónmyndun
og tónmótun hjá Pertridge mjög
finleg og auk þess var samspil
systkinanna í allri túlkun sérlega
samstæð. Trúlega á söngur hans
einkar vel við þá tækni sem nú er
í hljóðritun, þar sem yfírburðakunn-
átta hans og fáguð tónmyndun
nýtist betur en mikill tónstyrkur.
Sófi og2 stólar, stgr. verðkr. 68.000.-
Einlitt pluss-áklæði, margir litir.
Ný sending af rokokkó-húsgögnum.
Borðstofuborð og stólar, stakir ro-
kokkó-stólar. Símabekkir, smáborð
allt í rokokkó-stíl.
Hagstætt verð.
SENDUM GEGN POSTKROFU
VALHÚSGÖGN
Ármúla 8, símar 685375 — 82275
Mömmur, pabbar, afar, ömmur, frænkur, frændur
GEFIÐ UNGU FRUMBÝLINGUNUM
FRÁBÆR GJÖF OG KÆRKOMIN
Þau eru að byggja eða lagfæra gamalt húsnæði og
næstum allt vantar í nýja heimilið - eins og útidyrahurð, flísar,
bað o.fl. o.fl. Hvað á að velja? Hvað gleður þau mest?
Auftvltaö er erfltt aö velja fyrlr aöra.
Ekki viltu gefa peninga, ekki viltu heldur spyrja hvað vanti.
Hvað skal þá gera?
Gjafabréflö frá Byko leyalr úr beaaum vanda.
Það gefur handhafa kost á að velja sjálfur byggingavörurnar í
Byko, en þar fæst því sem næst allt í húsið.
Upphseöln er þltt val.
Þú ákveður upphseo gjafabréfsins, sem er fallega teiknað og
áritað þeim er gjöfina fær. Tilefnið getur verið hvað sem er.
Það blrtlr yflr búskapnum
með GJAFABRÉRNU FRÁ BYKO
KÓPAVOGI
SÍMI 41000
HAFNARFIRÐI
SIMI 54411
AUK hf. 10.72/SlA