Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 32

Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 i- m Sjálfstæðisflokkurinn og heilbrigðissljórn Stóra bróður eftir Gunnar Þór Jónsson Stefnir Sjálfstæðisflokkurinn að því að koma á fót heilbrigðisstjórn að hætti Stóra bróður á Islandi? Ég hygg að flestir kjósendur trúi vart að svo sé, enda væri slíkt and- stætt grundvallarstefnu flokksins. Þá gerast þau undur og stór- merki í íslenzkum stjómmálum um þessar mundir, að sterkir áhrifaaðil- ar innan Sjálfstæðisflokksins — málsvara lýðræðis og valfrelsis — ætla að beita sér fyrir róttækum breytingum á íslenska heilbrigðis- kerfinu, sem leiða munu til mjög aukinnar miðstýringar nú þegar og munu seinna meir auðvelda stjóm- völdum að koma á „Heilbrigðis- stjóm Stóra bróður", ef vilji verður fyrir hendi á þeim bæ. Sú furðulega staðreynd blasir við, að nú, þegar Sjálfstæðisflokk- urinn fer með yfírstjórn heilbrigðis- mála og fjármála, em langt gengnar áætlanir komnar í gang með að setja flest allar sjúkrastofn- anir landsins á fjárlög, sem eitt út af fyrir sig leiðir til mjög aukinnar miðstýringar. Það sem verra er, bendir allt til að viðbrögð borgarstjómarmeiri- hluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verði til þess, að flytja alla stjóm stærsta daggjaldaspítala landsins (Borgarspítalans) úr hönd- um Reykjavíkurborgar yfir á ríkið. Sterkar líkur eru á, að ef svo fer sem horfir, muni aðrar sjúkrastofn- anir um allt land einnig komast í ríkisforsjá. Lákleg áhrif þessara miðstýring- aráforma verða rakin hér á eftir. Núverandi stjórnun og rekstrarform sjúkra- stofnana Rekstur á sjúkrastofnunum á íslandi er í grundvallaratriðum með þrenns konar hætti í dag. 1. Ríkisstofnunum, t.d. Landspít- ala, er stjórnað af þingkjörinni stjórnamefnd auk fulltrúa starfsmanna. 2. Sjúkrastofnunum sveitarfélaga (t.d. Borgarspítala), er stjómað af fulltrúum sveitarstjómar og starfsmönnum. 3. Sjálfseignarsjúkrastofnanir (t.d. Landakot). Stjóm í höndum rekstrarstofnunar og starfs- manna. Rekstrarkostnaður sjúkrahúsa er greiddur af almannatryggingafé, sem geymt er í ríkissjóði. Framlög em með tvennum hætti: 1. Framlög skv. áætlun í fjárlaga- fmmvarpi ár hvert, þannig að hver sjúkrastofnun fær til um- ráða vissa upphæð til rekstrarins á nk. ári. 2. Með daggjöldum, þannig að greidd er ákveðin upphæð fyrir nýtingu hvers rúms. Upphæð þessi er ákveðin af daggjalda- nefnd. Er ástæða til breytinga á stjórn og rekstrar- formi sjúkrahúsa? Þar sem vaxandi kostnaður hefur verið við rekstur heilbrigðisþjón- ustunnar á undanfömum ámm, er eðlilegt að stjómvöld leiti leiða til lækkunar, en hæpið er, að aukin miðstýring sé nokkur lausn. Stjómun sjúkrastofnana með þrennum hætti, sem að framan greinir, tryggir valddreifíngu og nokkum breytileika í rekstri sjúkra- stofnana og gefur áhugaaðilum, kjördæmum, sveitarfélögum og líknarstofnunum möguleika á að beita áhrifum sínum á rekstur og þróun sjúkrahúsa. Auk þess hvetur hún til hæfílegrar samkeppni, ýtir undir starfsmetnað fólks, sem vinn- ur við sitt sjúkrahús og leiðir þannig til góðrar þjónustu við sjúklinga — sem er kjami málsins. Hugsanlega má ná einhvetjum árangri með hagræðingu sjúkra- húsþjónustu á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, sem þó er mjög hæpið, þar sem sjálfkrafa hagræðing hefur þegar farið fram með skiptingu sérgreina milli sjúkrahúsa, með t.d. Fæðingar- og kvennadeild ásamt Lýtalækningadeild eingöngu á Landspítala, Slysadeild, Heila- og taugaskurðdeild og Háls-, nef- og eymadeild eingöngu á Landakots- spítala. Samvinna milli spítalanna verður að teljast mjög góð. Varðandi rekstraifyármögnun er viðurkennt, að bæði fjárlagakerfíð og daggjaldakerfíð séu meingölluð. T.d. er hagstætt fyrir sjúkrahús á fjárlagakerfí að loka rúmum og minnka kostnað með því móti. Fyr- ir sjúkrahús á daggjaldakerfi er hagstæðast að fylla rúmin með til- tölulega frísku fólki, sem þarf sem minnsta og ódýrasta þjónustu. Þannig em bæði kerfín augljóslega afkastaletjandi og stuðla að verri þjónustu og auknum biðlistum. Reynt hefur verið að sýna fram á galla daggjaldakerfisins og sérstak- lega slæma stjóm Borgarspítalans með frámunalega lélegri skýrslu- gerð um rekstur hans fyrr á þessu ári. Reyndin er hins vegar sú, að öll daggjaldarekin sjúkrahús em í dag rekin með 20% halla, vegna þess, að daggjöld hafa verið of lág og skortur hefur verið á hjúkmnar- fólki. Ekki er gmnlaust um, að ákvörðun lágra daggjalda sé vísvit- andi gerð til að þrýsta á um breytt rekstrarform, fjárlagakerfí, til auk- inna ríkisafskipta. Athyglisvert er, að ekki hefur verið gerð úttekt á rekstri Borg- arspítalans eða annarra daggjalda- sjúkrahúsa m.t.t. afkastagetu og gæða þjónustu né gerður saman- burður við sjúkrahús í fjárlaga- rekstri hvað þá heldur sjúkrahús með sambærilega þjónustu erlendis. Nauðsynlegt er að taka upp af- kastahvetjandi punktakerfi, sem leiðir til betri nýtingar á dýrari deildum stærstu sjúkrahúsanna og skilar arði í minni viðbótum en ella á þeim sviðum og sfðast en ekki Gunnar Þór Jónsson „Ætla má, að ef stjórn allra sjúkrahúsa lands- ins kemst á eina hendi, leiði það til af kasta- minnkunar, eins og dæmin sanna að gerist ætíð við slíkar aðstæð- ur, þegar báknið er annars vegar og sam- keppni skortir. Sú litla hagræðing, sem hugs- anlega vinnst, vegur engan veginn upp á móti ókostunum.“ sízt í bættri þjónustu og styttingu biðlista. Slík kerfí em notuð í stómm stíl erlendis, enda er þjónusta sjúkra- húsa víða seld tryggingarfélögum og samsteypum með þeim hætti og hafa þá báðir aðilar hagsmuna að gæta. Skynsamlegra virðist fyrir íslenzka heilbrigðisstjóm að beita sér fyrir menntun og bættum hag heilbrigðisstétta, sem ekki getur sinnt hlutverki sínu vegna mann- eklu, en að beita sér fyrir miðstýr- ingarkerfi að sænskri fyrirmynd, sem hæpið er að beri nokkum árangur. Af leiðingar miðstýring- ar á sjúkrahúsrekstur Ætla má, að ef stjóm allra sjúkrahúsa landsins kemst á eina hendi, leiði það til afkastaminnkun- ar, eins og dæmin sanna að gerist ætíð við slíkar aðstæður, þegar báknið er annars vegar og sam- keppni skortir. Sú litla hagræðing, sem hugsanlega vinnst, vegur eng- an veginn upp á móti ókostunum. Við þær aðstæður yrðu allir heil- brigðisstarfsmenn landsins orðnir ríkisstarfsmenn og þá stutt í næsta Eigum til allar tegundir af hinum þekktu Fiskarsskærum Stór sníöaskæri, heimilisskæri, hægri og vinstri handa, eldhússkæri, takkaskæri og saumaskæri, Fiskars-eldhúshnífar í miklu úr- vali. Einnig v-þýzk barnaskæri fyrir föndur og í skólann. Naglaskæri og hárskæri. stig miðstýringar, sem yrði aukin takmörkun eða bann á vinnu sér- fræðinga utan sjúkrahúsa og afnám þess greiðslufyrirkomulags, sem nú gildir fyrir heilsugæzlulækna, er aðeins fengju föst laun án tillits til vinnuframlags. Þar með hefur verið komið á heilbrigðisstjóm að hætti Stóra bróður. Hvernig er heilbrigðis- kerfi Stóra bróður? Undirritaður hefur lifað í og starfað við umrætt kerfí í hartnær áratug. Kerfíð er ekki alvont, en aðal ókostimir em að valfrelsi ein- staklingsins er nánast ekkert. Kerfíð er stirt, seinvirkt og óper- sónulegt. Einstaklingurinn er nú borgari, sem ekki hefur eigin heimilislækni. Hann tilheyrir heilsugæzlustöð skv. búsetu, þar sem 4—10 læknar og annað starfslið starfa. Borgarinn hittir lækni 1 í dag, lækni 2 á morgun og 3 hinn dag- inn, án tillits til eigin óska. Borgara er óheimilt að leita til annarra heilsugæzlustöðva á sama svæði, hvað þá í öðru héraði. Sérfræðing- um er óheimilt að starfa utan sjúkrahúsa. Borgari á ekki aðgang að sérfræðingum nema með tilvísun frá heilsugæzlulækni og þarf þá oftast að bíða þess í vikur eða mánuði. Borgari getur ekki valið til hvaða sérfræðings honum er vísað, þar sem tilvísunin gildir að- eins á deildir sjúkrahúsa, en ekki til einstakra persóna. Skurðaðgerð- ir og aðrar lækningar em gjaman framkvæmdar af læknum, sem sjúklingur hefur aldrei fyrr litið augum og veit engin deili á. Inn- lagnir á sjúkrahús annarra héraða eða landshluta em óheimilar, nema með sérstökum tilvísunum og geta konur t.d. ekki fætt böm nema á sjúkrahúsi, sem lögheimili þeirra heyrir undir. Bráðaþjónusta í þessu kerfí er þó svipuð og við eigum að venjast hér á landi. Lokaorð Við íslendingar búum við mjög góða heilbrigðisþjónustu á nær öll- um sviðum. Stærsti kosturinn við kerfí það, sem við nú búum við í dag, er valfrelsi einstaklingsins. Eg er sannfærður um að heil- brigðisstjóm Stóra bróður eigi ekki við landann, en róttækar miðstýr- ingarbreytingar á heilbrigðiskerf- inu geta auðveldlega leitt til að slík stjóm komist á fyrr en varir. Það rót, sem komizt hefur á hugi manna við þá tillögu, að Borgarspít- alinn verði seldur ríkinu, er afar eðlilegt, enda mundi það í einu vet- fangi breyta öllu heilbrigðiskerfínu til mikillar miðstýringar. Lausnin á vandanum liggur ekki í breyttri stjómun sjúkrastofnana og auknum ítökum ríkisvaldsins, heldur stórbreytingum á rekstrar- formi með afkastahvetjandi punkta- kerfí, sem leiðir til spamaðar fyrst og fremst á dýrustu deildum sjúkra- húsa og þar með bættrar þjónustu og styttingu biðlista. Einstrengingsleg ákvarðanataka sterkra stjómmálamanna í þessu máli gengur þvert á stefnu Sjálf- stæðisflokksins og hlýtur að vekja andúð ' og furðu stuðningsmanna flokksins. Höfundur er prófessor og yfir- lœknir slysadeUdar Borgarspítal- ans. Litton kf’ ÖRBVIGJUOFNAR CÆÐ/ / HVERJUM Þekking Reynsla Þjónusta falkinn SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.