Morgunblaðið - 11.12.1986, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.12.1986, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 33 Matur Bókmenntir Erlendur Jónsson Sigmar B. Hauksson: Á MATAR- SLÓÐUM. 91 bls. Vaka-Helgafell. 1986. Þetta er nær því að vera ferða- saga en matreiðslubók. Höfundur segist ekki vera matmaður yfir meðallag. En hann er áhugamaður um matargerð. Hann tekur fyrir nágrannalöndin, þau sem landinn heimsækir tíðast, og segir frá veit- ingahúsum þeim sem honum þykja markverðust á hverjum stað, svo og matnum sem þar er á boðstólum. Og líka reyndar matreiðslumönnun- um. Fyrir mörgum er það hluti af ferðagleðinni að líta inn á sem flesta matsölustaði. í þess háttar leit verð- ur oft að treysta á heppni því ekki er allt guil sem glóir. En maturinn telst nú einu sinni meðal sérkenna hvers lands. Og ferðahugurinn er oft forvitni blandinn. Sigmar kemur við í Kaupmanna- höfn. Og þar er að sjálfsögðu litið á smurða brauðið. Danir eru þekkt- ir fyrir matgleði sína. Enda matvælaframleiðendur miklir. Og Sigmar leiðir lesandann inn á stað þar sem úrvals smurbrauð er á borðum. Hann segir líka deili á veitingakonunni. í Evrópu er sam- hengi í lífinu. Þar gengur starfs- grein að erfðum frá kynslóð til kynslóðar. Svo er og um þá sem smyija brauð í Kaupmannahöfn. London komst eitt sinn nálægt því að verða höfuðborg heimsins. Sigmar telur að hún hafi nú tekið við af Kaupmannahöfn sem fyrsti og helsti viðkomustaður íslendinga erlendis. Allra þjóða fólk hefur sest að í London. Því er þar að fínna matsölustaði með ýmsum þjóðarein- kennum. Sama máli gegnir um Amsterdam, þangað sem íslending- ar leita einnig talsvert. Sigmar bendir meðal annars á kínversk matsöluhús í þessum borgum. Kínveijar þykja öðrum fremri sem matreiðslumeistarar. Enda byggja þeir á fjögur þúsund ára reynslu, segir Sigmar. En hann telur jafn- framt að á veitingastöðum þeim, sem Kínveijar reka í Evrópu, lagi þeir matinn að nokkru eftir smekk heimamanna. Því sé vænlegast — vilji maður fá raunverulega kínverskan mat — að leita uppi staði þá sem Kínveijar sæki sjálfír. Síðasta kafla bókarinnar nefnir Sigmar í Paris ertu Parísarbúi. »Skynjun okkar breytist,« segir hann, »verður næmari og dýpri. Heimsókn til Parísar er því sérstök lífsreynsla sem gerir hvem mann Manneld- ismál MANNELDISFÉLAG íslands heldur almennan fund um kaffein fimmtudaginn 11. desember kl. 20.30 í stofu 101 i Odda, hug- vísindahúsi Háskóla íslands. Á fundinum fjallar dr. Jack E. James um líkamleg og sálræn áhrif mikillar kaffeinneyslu. í fréttatilkynningu frá Manneld- isfélaginu segir að dr. James sé sálfræðingur og starfi við Flinders- háskóla í Ástralíu. Hann skrifar greinar í alþjóðleg tímarit um kaffein. Höföar til .fólksíölium starfsgreinum! og ferðalög að betri manni.« — Já, það skulum við vona! Að minnsta kosti er nógur matur í París. Enda eru Frakkar sjálfum sér nógir að því leyti sem nokkur getur verið, framleiða efni bæði til matar og drykkjar. Og París er þó alltaf tískuborgin. Þangað sæícir fólk með peninga; fólk sem gerir kröfúr. Sigmar minnist á málarann Henri Toulouse-Lautrec og upplýsir að hann hafi ekki aðeins verið góð- ur málari heldur líka prýðis mat- reiðslumaður, hafi meira að segja látið eftir sig matreiðslubók. Tekur Sigmar upp úr henni uppskrift eina — rækjurétt sem hlýtur að bragð- ast vel. Sigmar víkur að matseðlunum sem eru auðvitað á frönsku og »við fyrstu sýn torskildir.« En »það tek- ur hins vegar tiltölulega stuttan tíma að skilja „matseðla-frönsk- una“,« bætir hann við. Og til að auðvelda skilninginn lætur hann fylgja dálítinn orðalista. Sá er þetta ritar er á öðru máli. Matseðlamir í París hljóta að telj- ast erfiðar bókmenntir (nema fyrir áhugamann eins og höfund þessar- ar bókar), einkum vegna þess að nöfn réttanna gefa alls ekki alltaf Sigmar B. Hauksson vísbending um hvað í þeim er. Hins vegar er gagnlegt fyrir ferðamann að stúdera þessa matseðla-frönsku því hún gengur víðar en í Frakk- landi; eða meira og minna um heim allan. Og margur ferðamaðurinn hefur orðið fyrir þeirri kynlegu reynslu að sjá allt annað borið á borð en hann taldi sig hafa pantað. Þýskaland og Lúxemborg eru með í þessari bók. En lengra fer höfundur ekki. Mataránægja hans er smitandi. Sem fjölmiðlamaður kann hann líka að takmarka sig. Fátt er þama um óþarfa útúrdúra. Hygg ég að margur muni glugga í bók þessa áður en lagt er af stað til London eða Parísar, jafnvel þótt ekki sé ætlunin að leita uppi alla þá staði sem þama em nefndir né bragða á öllum þeim réttum sem Sigmar B. Hauksson mælir með. PHILIPS Philips VR-6462 er hið fullkomna mynd- bandstaeki framleitt af fagmönnum Philips í V-Evrópu. VR-64G2 er uppfullt af tækninýjungum úrvalstæki. Kreditkortaþjónusta sem 8, SÍMI 27500. PHILIP! iPNIUPSj jPHIllPS m \ ■ ■■ i r\ ■ I PNIUPS PMIUPS PHILIPS PHILIPS PHHI 'S [pHILII S P, 'f .IPi V*. PH UPS >H IPsl PH UPS I PMI PS djf \ é. 1Í w iÁ Ift
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.