Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 36

Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 Prófkjör Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi Karvel sigraði Sighvat með 174 atkvæða mun KARVEL Pálmason alþingis- maður sigraði Sighvat Björg- vinsson fyrrverandi alþingis- mann i prófkjöri Alþýðuflokks- ins í Vestfjarðakjördæmi. Karvel fékk 698 atkvæði (55,4%) í 1. sætið, 174 atkvæð- um fleira en Sighvatur sem fékk 524 atkvæði (41,6%) í það sæti. Próflgörið fór fram fyrir nokkru en niðurstöður lágu ekki fyrir fyrr en í gærmorgun. Tæplega 1.300 manns tóku þátt í prófkjörinu, en 30—40 at- kvæði voru ekki talin með þar sem þátttakendumir eru fluttur burtu úr kjördæminu eða höfðu greitt atkvæði of seint. 1.260 atkvæði komu því til talningar. Þar af vom 38 auð eða ógild, Karvel fékk 698 atkvæði í 1. sætið og Sighvatur 524. Kosið var í 1. og 2. sætið og hefur Sighvatur vænt- anlega fengið 698 atkvæði í það sæti og Karvel 524 því þeir vom einir í framboði en þátttakendur skyldugir til að raða í bæði sætin. Kjömefndin lét duga að gefa út tölur um úrslit keppninnar um fyrsta sætið í gærmorgun eftir erfíða „kosninganótt". Það tók lqomefndina hátt í sólarhring að undirbúa talning- una, úrskurða í deilumálum og telja atkvæðin. Byijað var um miðjan dag á þriðjudag og úrslit lágu ekki fyrir fyrr en undir há- degið í gær. Agreiningur var um hvort hluti greiddra atkvæða væri gildur og gengu trúnaðarmenn Sighvats af fundi kjömefndar í fyrrinótt þegar þeir urðu undir í kjömefndinni. Einn þeirra, Pétur Sigurðsson for- seti Alþýðusambands Vestijarða, sagði í gær að þeir teldu að ekki hafí verið rétt staðið að málum samkvæmt prófkjörsreglum. Þá hefði kjörstjómin neitað að kalla kjördæmisráðið saman til að úr- skurða um ágreiningsefni áður en talning hófst og }rfírkjörstjóm tek- ið sér það vald að eyðileggja kjörgögn með því að blanda þeim atkvæðum sem ágreiningur stóð um, saman við önnur. Hann nefndi sem dæmi um ágreinings- efni að skrítið væri að fá fjölda atkvæða frá Súðavík þar sem menn hefðu talið að varla væri til krati. Þama væri hópur sem tekið hefði þátt í prófkjörum hjá þremur stjómmálaflokkum á stuttum tíma. Þátttaka í prófkjöri þar virtist vera skemmtun eins og þátttaka í lottói eða öðru slíku. Öllum fyrir bestu að umskipti verði - segir Karvel Pálmason um skipan 2. sætis listans „ÉG FAGNA að sjálfsögðu þessum úrslitum. Ég átti ekki von á þetta miklum mun en gerði mér þó vonir um að sigra. Aðrir þátttakendur létu reynd- ar að því liggja að ég myndi ekki sigra en niðurstaðan ligg- ur nú fyrir og verða allir að taka henni,“ sagði Karvel Páimason alþingismaður um niðurstöður prófkjörsins. Aðspurður um afstöðu til skip- an annars sætis listans, það er hvort hann teldi rétt að Sighvatur Björgvinsson skipaði það, sagði Karvel: „Það er ekki komið að því að taka afstöðu til þess. Ég lýsti því yfír fyrir prófkjörið að mitt pólitíska framhaldslíf réðist af því hvort ég hlyti 1. sætið. Ég hygg að öllum sé fyrir bestu að um- skipti verði. Það er hlutverk kjördæmisráðs að taka við málinu, nú þegar niðurstöður liggja fyrir.“ „Það hafa engin hörð átök orð- ið á milli okkar Sighvats," sagði Karvel er hann var spurður um átökin í Alþýðuflokknum á Vest- flörðum vegna prófkjörsins. „Það hafa engar kvartanir komið frá okkur vegna prófkjörsins. Allar kvartanir hafa komið hinum meg- in frá. Ég hef ekki kannað öll þessi mál, en sumt af því sem ég hef heyrt um er fáránlegt og síst til þess fallið að styrkja stöðu Alþýðuflokksins. Þar á ég til dæmis við kröfur um ógildingu atkvæða manna sem fullan rétt áttu á að taka þátt í prófkjörinu." Karvel vildi koma á framfæri þakklæti til stuðningsmanna sinna, sigurinn væri ekki síst þeirra. Svona val á frambjóðend- um gengur ekki lengur - segir Sighvatur Björgvinsson „ÚRSLITIN eru ljós. Þau eru nokkuð afgerandi og óska ég Karvel til hamingu með niðurstöð- una,“ sagði Sighvatur Björgvins- son, fyrrverandi alþingismaður, um niðurstöðu próflgörsins. Sighvatur sagði að meiri munur hefðu orðið á þeim Karvel en hann hefði átt von á. Hann hefði hins vegar gert sér grein fyrir erfíð- leikum þess að ráða í úrslitin þegar þátttakan hefði orðið þetta mikil. Aðspurður um hvort hann tæki 2. sætið ef það stæði til boða sagði Sighvatur að kosið hefði verið í 1. og 2. sætið í prófkjörinu og lægju þar fyrir úrslit sem hann taldi að væru bindandi hvað varð- aði bæði sætin. „Hins vegar lít ég svo á að hvorki ég né kjördæ- misráðið sé bundið af niðurstöð- unum. Við veljum vonandi það besta," sagði hann. Spurður um þau deilumál sem risu við framkvæmd prófkjörsins sagði Sighvatur: „Mér fínnst það afskaplega slæmt þegar menn sem tapað hafa prófkjörum eru að gagnrýna þau. Þetta mál á sér hins vegar nokkum aðdraganda. Ifyrir Qorum árum tókumst við Karvel á í prófkjöri og sigraði hann með 24 atkvæða mun og komu þau úrslit ennþá meira á óvart en úrslitin nú. Eftir á kom í ljós að það var ekkert vafamál að úrslitin réðust af annarra flokka fólki sem þátt tók í próf- kjörinu. Öllum kjörgögnum var hins vegar eytt og ekki var hægt að sanna neitt í þessum efnum. Núna var reglunum breytt til að koma í veg fyrir þetta en það dugði þó ekki til að koma í veg fyrir að þetta gerðist aftur. Ég er auðvitað óánægður með að þessum nýju reglum skuli ekki hafa verið fylgt og réttur okkar til að skjóta ágreiningsmálum til kjördæmisráðs til úrskurðar hafi ekki verið virtur. Hvort að þetta hefur ráðið úrslitum get ég ekki dæmt, þar verður hver að dæma fyrir sig. Þá má einnig segja að flokksbundið fólk í öðrum flokkum sem kosið hefur í prófkjörum hjá tveimur öðrum flokkum skömmu áður, hefur ekki kosið í prófkjör- inu hjá okkur nema það hafi verið hvatt til þess. Ég veit líka um nokkur dæmi þess. Aimennt séð þá held ég að menn sjái að svona val á frambjóð- endum gengur ekki lengur. Maður veltir því reyndar fyrir sér hvern- ig það fólk hugsar sem teftur þátt í þremur prófkjörum hjá jafn mörgum flokkum á tíu dögum og undirritar stuðningsyfírlýsingar við þá alla. Út á hvaða braut eru prófkjörin komin þegar svona er komið? Hvað er að marka niður- stöðumar og það fólk sem þetta gerir?“ - Hvert er álit þitt á þeim af- skiptum sem formannshjón Alþýðuflokksins eru sögð hafa haft af prófkjörinu? „Mér finnst að hlutverk for- mannsins sé að varðveita einingu í flokknum en ekki að efha til ófriðar. Það eru ekki eðlileg vinnubrögð hjá þeim að hafa af- skipti af prófkjörum í öðrum kjördæmum en sínu eigin. Ég reikna með að þau telji sig bæði hafa nokkur áhrif, en hversu mik- il þau eru get ég ekki dæmt um.“ — Hver er pólitísk framtíð þín eftir þetta próflqor, ert þú hættur afskiptum af stjómmálum? „Um það get ég ekki dæmt á þessari stundu. Ég hef enga ákvörðun tekið enn. Ég er bara ánægður með að þessu prófkjöri skuli vera lokið," sagði Sighvatur. Tómas Þorvaldsson. sem nú heyrir fortíðinni til; tímum, sem eru liðnir og koma ekki aftur. Tómas gerist kom- ungur sjómaður, kynnist ára- skipum í bemsku og var sem unglingur á trillu, þegar vélar höfðu verið settar í opnu bát- ana. Hann tók þátt í verkalýðs- baráttu á tímum kreppu og allsleysis, en varð síðar útgerð- armaður og settist þá hinum megin við samningaborðið. Með þátttöku sinni í björgun- arstarfi og slysavömum vann hann ötullega að því að bæta aðstöðu og öryggi sjómanna, og hann hefur ferðast um heiminn þveran og endilangan til að selja fískafurðir okkar á sem hag- Ævidagar Tómasar Þor- valdssonar útgerðarmanns - Bók Gylfa Gröndal komin út BÓKAÚTGÁFAN Setberg hefur gefið út bókina Ævi- dagar Tómasar Þorvaldsson- ar útgerðarmanns eftir Gylfa Gröndal. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Ýtarlega er sagt frá mannlífí og menningu, stæðustu verði. „Leið mín hefur legið frá gamla íslandi til hins nýja“, segir Tómas á einum stað í bókinni, „frá kröppum kjörum til allsnægta, frá þrotlausu striti til þæginda og tækni nútím- ans.““ Bókin er piýdd yfír 100 ljós- myndum. Ævintýraheim- ur Armanns Bók eftir Ármann Kr. Einarsson V AKA-HELG AFELL hefur gefið út bók í bókaflokknum Ævin- týraheimur Ármanns. Hvalveiði- menn í bjarnarklóm heitir bókin og er endurskoðuð útgáfa sögu Armanns Kr. Einarssonar er út kom árið 1965 og hét þá Óli og ri á ísjaka. ' fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „Að þessu sinni gerast þeir Óli og Maggi hvalveiðimenn í norðurhöfum. Þeir félagar komast oft í hann krappann ásamt áhöfn- inni. Skipið lendir meðal annars í hafís og Óli, Maggi og áhöfnin þurfa að kljást við grimma ísbirni og er um tíma tvísýnt um hvemig sá hildarleikur endar. Þetta er hörkuspennandi saga fyrir alla krakka og ætti hún ekki síst að vekja athygli nú vegna þeirr- ar miklu umræðu sem verið hefur um hvalveiðar íslendinga." Armann Kr. Einarsson. Skotland: Norrænn sýnmgar salur í St. Andrews Guðmundi Heiðan Frímannssyni, Á mánudag var opnaður nýr sýningarsalur, Norræni list- sýningasalurinn, i St. Andrews í Skotlandi. Eigendur og stjórnendur salarins eru Derek Vaughan og kona hans, Elín Bjarnadóttir. Fyrsta sýningin er á myndum Hauks Halldórs- sonar. Að sögn Dereks vildu þau hjón- in efla tengslin við ísland og Norðurlöndin, samband, sem ætti sér langa sögu, og hefðu sendiráð ntara Morgunblaðsins í Skotlandi. þessara landa sýnt málinu mikinn áhuga og Flugleiðir styrkt sýn- ingu Hauks. Þau hafa leitað víða fanga, t.d. í Skotlandi, á Orkneyjum, Hjalt- landi, Suðureyjum, á íslandi og öðrum Norðurlöndum, en ekki stendur þó til að vera eingöngu með list frá þessum löndum. Nú þegar hefur verið ákveðið, að Ghanabúi, sem er við nám við háskólann í St. Andrews, muni sýna höggmyndir og tréskurðar- list. fMttgmilfttifrife Metsölublcid á hverjum degi!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.