Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
Vopnasölumálið er
ekki annað Watergate
- segir Shultz utanríkisráðherra
Washington, Briissel, AP, Reuter.
GEORGE SHULTZ, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði i
gær að hann hefði fullvissað
starfsbræður sína í Vestur-
Evrópu um að vopnasöluhneyks-
lið í Washington væri ekki annað
Watergate. Shultz lét þessi orð
falla i flugvél sinni á leið frá
London, þar sem hann ræddi við
Sir Geoffrey Howe frá Bret-
landi, Hans Dietrich Genscher
frá Vestur-Þýskalandi og Jean
Bernard Raimond frá Frakkl-
andi.
Shultz sagði við blaðamenn á
leiðinni til Brussel að hann hefði
rætt vopnasölumálið við starfs-
bræður sína: „Ég kvaðst halda að
þeir hefðu áhyggjur og því vildi ég
fullvissa þá um að það sem forset-
inn væri að gera væri í algerri
andstöðu við Watergate, þar sem
tregðu gætti við að greina frá stað-
reyndum málsins. Vilji forsetans í
þessu máli er að allt komi fram.“
Að sögn Shultz kváðust ráð-
herramir þrír vilja að Bandaríkja-
menn væru styrkir og hæfir til
forystu: „Og þeir glöddust yfir því
hversu föstum tökum forsetinn tæki
málið.“
í dag hefst árlegur ráðherrafund-
ur Atlantshafsbandalagsins í
Briissel. Carrington lávarður, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, hélt í gær blaðamannafund
í Briissel: „Evrópubúar munu vilja
fá tryggingu þess að Bandaríkja-
stjóm fylgi yfírlýstri stefnu sinni í
þeim málum, sem varða bandalag-
ið.“
Shultz sagði í London á mánudag
að Sovétmenn myndu ekki hagnast
á vanda Bandaríkjastjómar vegna
vopnasölunnar til Iran.
Shultz svaraði spumingum þing-
nefndar á mánudag. Hann sagði
þá William Casey, jrfírmann banda-
rísku leyniþjónustunnar, CIA, og
John Poindexter, fyrrum öryggis-
ráðgjafa Reagans forseta, hafa
fullvissað sig í desember á síðasta
ári að vopnasölunni hefði verið
hætt. Shultz sagði einnig að hann
hefði ekki vitað af tilraunum Reag-
ans forseta til að bæta samskiptin
við Iran.
Eftir að Shultz hafði svarað
spumingum nefndarinnar hélt hann
til London og svaraði spumingum
fréttamanna um borð í flugvél sinni.
Nokkrir leiðtogar ríkja Vestur-
Evrópu hafa látið í ljós áhyggjur
yfír því að vopnasalan til íran muni
veilq'a samningsstöðu Banda-
ríkjanna gagnvart Sovétríkjunum
og auka á óvissu í samskiptum risa-
veldanna. Shultz sagði fréttamönn-
um að samningsstaða Bandaríkja-
stjómar væri óbreytt þrátt fyrir
þann vanda sem skapast hefði
vegna vopnasölunnar.
Bandaríkin:
Reykingafólk á
í vök að verj ast
— yf irvöld reyna að draga úr reykingum almennings
Economist, AP.
ANDSTAÐA við tóbaks-
reykingar fer nú vaxandi í
Bandaríkjunum og 5. des. sl. lét
alríkisstjórnin þau boð út
ganga til stjórnenda ríkisstofn-
ana, að þeir yrðu að sjá til þess,
að vinnustaðir undir þeirra
stjórn yrðu svo til reyklausir.
Ekki er um algjört bann við
reykingum að ræða, heldur
stefnubreytingu er felur í sér
aukinn rétt þeirra er ekki
reykja.
Stofnanir þær er hér um ræðir,
hafa í þjónustu sinni um 2,3 millj-
ónir manna og mun þessi tilskipun
því varða fleira fólk en nokkur
önnur slík til þessa. Bandaríski
herinn hefur einnig leitast við að
takmarka reykingar sinna liðs-
manna og 39 fylki í Bandaríkjun-
um hafa sett einhvers konar
takmarkanir við reykingum.
Ákvörðun þessi,' varðandi
reykingar í ríkisstofnunum, var
tekin eftir að vísindaakademían
bandaríska, sendi frá sér skýrslu
í síðasta mánuði, þar sem komist
var að þeirri niðurstöðu, að
reykingar í heimahúsum virtust
tvöfalda líkur á öndunarsjúk-
dómum hjá börnum. Bent hefur
verið á það í mörgum skýrslum,
sem forráðamenn í tóbaksiðnaðin-
um hafa að vísu ekki viljað taka
góðar og gildar, að reykingar
geti valdið lungnakrabba hjá þeim
sem ekki reykja, ef þeir anda að
sér tóbaksreyk. Um 130.000
manns deyja árlega úr lungna-
krabba í Bandaríkjunum og er því
haldið fram, að um 100.000 þeirra
séu reykingamenn og um 5.000
hafí ekki reykt, en andað að sér
tóbaksreyk að staðaldri.
Áiitið er að um 30% starfs-
manna alríkisstjómarinnar reyki,
sem er svipað hlutfall og meðal
þjóðarinnar allrar. Hin nýja til-
skipun er svipuð tillögu er komið
hefur fram í New York fylki og
verður endanlega afgreidd þar af
heilbrigðisráði fylkisins í byijun
janúar. Þar er gert ráð fyrir því
að yfirmenn sjái til þess að þeir
starfsmenn er ekki vilja vinna í
reykmenguðu lofti þurfí ekki að
gera það og að bannað verði að
reykja á flestum stöðum sem ætl-
aðir eru almenningi. Tilskipunin
tekur gildi 8. febrúar nk. og á þá
að vera lokið skiptingu húsnæðis
í reyklaus og reykingar svæði og
skulu þau vera kirfílega merkt.
Yfírleitt verður ekki leyft að
reykja á stórum skrifstofum nema
hægt sé að tryggja það, að þeir
sem ekki reykja, verði ekki fyrir
óþægindum. Þetta þýðir að skrif-
stofunrýmið þarf að vera nægi-
lega stórt og loftræstingin í það
góðu lagi, að hægt sé að skipta
því milli reykingamanna og þeirra
sem ekki reykja. Bannað verður
að reykja í fyrirlestrasölum, skóla-
stofum, fundaherbergjum, lyftum,
stigum, göngum, salernum, bóka-
söfnum og heilsugæslustövum.
Nú er ætlast til að svæði þar sem
matast er, hafi frátekið lými fyrir
þá sem ekki reykja. Þessu verður
breytt þannig, að svæði þar sem
reykingar eru leyfðar verða merkt
sérstaklega.
Efnt var til fréttamannafundar
þar sem tilskipunin var kynnt.
Formaður samtaka starfsmanna
alríkisstjómarinna, Kenneth
Blalock, sem sagðist vera stór-
reykingamaður, lýsti yfír ánægju
sinni með hið nýja fýrirkomulag
og talsmenn yfírvalda sögðust
vona að það yrði til þess að draga
úr útgjöldum til heilbrigðismála,
þar sem fleiri hættu að reykja.
Talsmenn tóbaksiðnaðarins vora
sem vænta mátti ekkert sérdeilis
ánægðir.
Edward Koch, borgarstjóri í
New York, er hætti að reykja
árið 1952, hefur um árabil barist
fyrir því að draga úr reykingum
á almannafæri. Hann hefur farið
fram á það við eigendur veitinga-
húsa, að Qórðungur salarkynna
þeirra sé jafnan frátekin fyrir þá
sem ekki reykja. Ef heilbrigðisráð
New York fylkis samþykkir hertar
reglur í janúar eins og búist er
við, þá verða þessir sömu eigend-
ur að að taka 70% salarkynna frá
fyrir þá sem ekki reykja og ef
þeir gera það ekki, verða þeir
sektaðir um allt að 250 dollara
(rúmlega 10.000 ísl. kr.) og geta
hlotið 15 daga fangelsisdóm.
Mörgum finnst að yfírvöld
gætu gert meira til þess að draga
úr reykingum og hefur heilbrigð-
isráðherra Bandaríkjanna lagt til,
að þeir sem séu yngri en 18 ára
fái ekki að kaupa tóbak. Einnig
hefur verið rætt um að hækka
verð á tóbaki og hafa nokkur fylki
nú þegar hækkað skatt þann er
þau mega setja á tóbak.