Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 47

Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 • • Ollu starfsfólki Hraðfrystihúss Þórshafnar sagt upp frá 9. janúar: Sé ekki annað en við verð- um að fá að kaupa annað skip Ef fullvinna á allan afla um borð í Stakfellinu, segir Jóhann A. Jónsson ÖLLU starfsfólki Hraðfrystihúss næstkomandi. Á þcssum árstima Þórshafnar hefur verið sagt upp starfa 50-60 manns i fiskvinnsl- störfum frá og með 9. janúar unni en fleiri á öðrum árstimum Bók um byggingar- sögu Fjörunnar og Innbæjarins komin út NÝLEGA kom út bókin „Akureyri, Fjaran og Innbærinn. Byggingar- saga“ eftir Hjörleif Stefánsson arkitekt i Reykjavik og formann Torfusamtakanna. Samtökin gefa bókina út i samvinnu við Akur- eyrarbæ og Skipulagsstjórn rikisins. Bókin er 170 blaðsíður í stóru broti. Bókin er upphaflega samin til undirbúnings að gerð deiliskipulags Fjörunnar og Innbæjarins sem ný- lega var samþykkt. í fréttatilkynningu frá höfundi segir: „Á Akureyri er einna sam- felldust byggð timburhúsa frá gamalli tíð hér á landi. Vegna stað- bundinna aðstæðna hefur byggðin á Akureyri varðveist betur en víðast hvar á öðrum gömlum verslunar- stöðum. Að ýmsu leyti er gamli bærinn og gömlu húsin á Akureyri dæmigerð fyrir íslenska verslunar- staði fyrr á tímum, en þó með sínum sérkennum." í bókinni lýsir Hjörieifur í máli og fjölmörgum myndum og teikn- ingum hvemig bærinn byggðist og mótaðist smám saman. Sagt er frá helstu húsagerðum og þróun þeirra. í bókinni er einnig skrá yfir öll hús Nafn datt út NAFN frambjóðanda Sjálfstæð- isflokksins i Norðurlandskjör- dæmi eystra féll niður er greint var frá Iistanum i þriðjudags- blaðinu. Á listann vantaði nafn Magnúsar Stefánssonar i Fagraskógi. Hann skipar 10. sæti listans. Þeir sem þar eru fyrir aftan færast þvi niður um eitt sæti en alls eru 14 nöfn á listanum. Morgunblaðið berst vel- virðingar á þessu. í bæjarhlutanum, þeim lýst lauslega og saga þeirra rakin í stuttu máli. Gamlar og nýjar ljósmyndir eru af öllum húsunum og af sumum þeirra eru einnig teikningar, ýmist frum- teikningar eða mælingarteikningar. Bókin er gefin út bæði innbundin og óinnbundin. Verð á innbundinni bók er 2.250 krónur en 1.950 á óinnbundinni. Bókin verður seld á almennum markaði. Bókin um byggingarsögu Akur- eyrar er liður í ritröðinni Húsvernd- un sem Torfusamtökin gefa út til fræðslu um byggingararf okkar og varðveislu hans. Þegar hefur komið út ritið Húsvemdnum 1986 með erindum og greinum um húsvemd- unarmál frá ýmsum sjónarhomum. í undirbúningi er útgáfa bókar um byggingarsögu Kvosarinnar í Reykjavík og er hún væntanleg á næsta ári. Hjörleifur sagði í samtali við Morgunblaðið að tilgangurinn með útgáfustarfsemi þessari væri sá að glæða áhuga fyrir varveitingu þess- ara húsa. Bókin er prentuð í Prentverki Odds Bjömssonar á Akureyri. Hjör- leifur var staddur á Akureyri ( vikunni og afhenti þá forráðamönn- um bæjarfélagsins fyrstu eintök bókarinnar. Sigfús Jónsson bæjar- stjóri fékk fyrsta eintakið en Valgarður Baldvinsson bæjarritari, Rafn Hjaltalín bæjargjaldkeri og Finnur Birgisson skipulagsstjóri fengu einnig eintök af bókinni. að sögn Jóhanns A. Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrysti- hússins. Ástæðan fyrir uppsögn- inni er sú að borist hefur tilkynning frá Útgerðarfélagi Norður-Þingeyinga um að Stak- fellið, sem hefur aflað Hrað- frystihúsinu hráefnis, fari i slipp strax eftir áramót og verði þar breytt i frystiskip. Jóhann sagði i gær að hann væri svartsýnn á að nokkur vinna yrði í Hraðfrystihúsinu fyrr en um mánaðarmótin mars/aprfl. Þá fyrst færu smábátamir að fiska en fram að þeim tima hefði afli þeirra verið mjög takmarkaður undanfarin ár. Stakfellið, „Þórshafnartogarinn" margumtalaði, var keypt árið 1982 með samþykki rikisstjómarinnar. Nýverið keypti Kaupfélag Langnes- inga á Þórshöfn hlut Raufarhafnar i skipinu og á Kaupfélagið eftir það 52% í skipinu. Hraðfrystihúsið á Þórshöfn á 23% í togaranum og sveitarfélagið á sama hlutfall. Jó- hann sagði Hraðfrystihúsið hafa óskað eftir þvi við Kaupfélagið að kaupa stærri hlut í togaranum en ekki hafa fengið svar enn. „Við vilj- um eignast meira í honum til að geta tryggt atvinnu í bænum eins og tilgangurinn með kaupum skips- ins á sinum tima var. Stakfellið var keypt til að koma í veg fyrir at- vinnuleysi á sinum tima og atvinna hefur verið góð og stöðug síðan. En ef allt fer nú í sama farið á ný verða sömu rök og áður fyrir þvi að kaupa skip. Staðan verður mjög alvarleg ef hætta á varanlegu at- vinnuleysi verður aftur fyrir hendi. Hér er ekki aðeins verið að ræða um eignarhlutföll i skipinu heldur afkomu fólksins sem þennan stað byggir. Ef þeir sem eiga meirihluta í skipinu ætla sér að fullvinna allan afla um borð og fara þannig með skipið út úr atvinnulífinu í bænum sé ég ekki annað en að við verðum að fá samþykki rikisins fyrir kaup- um á öðru skipi.“ Hafið þið þá kannski ihugað að ræða strax við rikisvaldið um möguleg kaup á öðru skipi? „Við viljum fyrst sjá að mönnum sé virkilega alvara að láta sér detta í hug að breyta skipinu með full- vinnslu í huga,“ sagði Jóhann. Tveir mánuðir eru liðnir síðan forráðamenn Hraðfrystihússins fóru fram á það við Kaupfélagið að kaupa stærri hlut í skipinu. Við- ræðufundir hafa farið fram um málið en fyrir skömmu kom síðan tilkynning frá útgerðarfyrirtækinu um að Stakfellið færi í breytingar strax eftir áramót. „Við urðum þvi að segja fólkinu upp. Gátum ekkert annað gert,“ sagði Jóhann A. Jóns- son f gær. '47 Jónas Svafár Myndljóð eftir Jón- as Svafár Bókaforlagið Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Sjöstjarnan í meyjarmerkinu eftir Jónas Svafár og hefur hún að geyma ný ljóð skáldsins og úrval ljóða frá fyrri tfð, sum endurskoðuð. I frétt frá forlaginu segir að Jón- as Svafár hafí notið algerrar sérstöðu meðal íslenskra nútíma- skálda allt frá því að hann lagði út í ritstörf og teikningar árið 1948. Hugmyndaflug Jónasar er ótrúlegt og sömuleiðis hugkvæmni við að tvinna saman á sinn sérstæða hátt orðum ogþönkum. Kímnin skín víða í gegn og hann kemur lesandanum sífellt á óvart. En Jónas er ekki aðeins skáld orða, segir í forlagsfi-étt. Hann dregur upp ljóð með línum og skap- ar þannig margræðar myndir sem gefa skáldskap hans nýjar víddir. Sagt hefur verið að Jónas sé eini íslenski súrrealistinn og ýmsir eru þeirrar skoðunar að honum beri öllum öðrum fremur titillinn „atóm- skáld“. Sjöstjaman í meyjarmerkinu er fimmta bókin frá hendi skálds- ins. Ádeilutónninn hefur dofnað^ með árunum en þjóðlífið og náttúr- an orðið æ meira rílg'andi í mynd- ljóðum hans. Sjöstjaman í meyjarmerkinu birtir okkur ein- stakt skáld orða og mynda, segir í bókarkynningu. Bókin er sett, prentuð og bundin hjá ísafoldar- prentsmiðju hf. Jólasöngvar og helgi- leikur í Skálholtskirkiu Skálholti. ÞAÐ er margra ára hefði í Skál- holti að böra úr Skálholtspresta- 77 krónur fyrir þorsk VERÐ á þorski úr gámum á mark- aðnum i Hull oog Grimsby hefur hækkað verulega að undanfömu. Það fór í sfðustu viku niður undir 40 krónur á kíló, en fór I gær upp I 77 , krónur að meðaltali. Þessu veldur meðal annars minna fram- boð og aukin gæði fisksins. Á þriðjudag voru seldar 152,3 lestir af gámafiski í Hull og Grimsby. Heild- arverð var 10.620.900 krónur, meðal- verð 69,74. Meðalverð fyrir þorsk var 72,07 krónur, fyrir ýsu 72,35 og 64,23 fyrir kola. Á miðvikudag voru seldar 36 lestir. Heildarverð var 2.735.000 krónur, meðalverð 75,88. Fyrir þorsk- inn fengust nú 76,99, 84,45 fyrir ýsu og 72,82 fyrir kola. kalli flytji helgileik með aðventusöngvum í kirkjunni á jólaföstu. í ár verður þessi hátíð með meiri viðhöfn en tíðkast hefur. Samkoman verður haldin nk. sunnudag, 14. desember, sem er þriðji sunnudagur í aðventu og hefst kl. 16.00 f Skálholts- kirkju. Tónlistarflutning mun „Colleg- ium Musicum" í Skálholti annast með börnunum. Lítil hljómsveit leik- ur undir með söngvurum og flytur einnig þætti úr verkum eftir Bach og Handel. Helga Ingólfsdóttir stjómar hljómsveitinni og leikur einnig með henni á sembal. Ein- söngvarar og forsöngvarar verða Marta Guðrún Halldórsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir og Helga Sig- hvatsdóttir. Bömin sem flytja helgileikinn em nærri fimm tugir. Björa Skálholtsdómkirkja Katla hf. í framleiðslu fuglafóðurs Pökkunarverksmiðjan Katla hf. hefur nú í um tíu ár pakk- að fuglamat og dreifir hornun um landið á veturna, bæði i 50 kg sekkjum og eins í 800 gramma pakkningum. Það sem af er þessum vetri hef- ur Katla hf. pakkað yfir 20 tonnum af fuglamat og sagði Tryggvi Magnússon, framkvæmdastjóri, í samtaii við blaðamann að fugla- maturinn rynni glatt út. „Við höfum bæði verið með kurlaðan maís og brotinn rúg og ætlum eft- ir áramótin að fara að kurla maísinn sjálfir þar sem erfiðlega hefur gengið upp á síðkastið að fá maísinn annars staðar frá sem fullunnið fuglafóður. Hingað til höfum við hinsvegar keypt maísinn kurlaðan, aðeins til pökkunnar," sagði Tryggvi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.