Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
Neytendasamtökin
íhuga að kæra stjórn
Framleiðnisjóðs
NEYTENDASAMTÖKIN fagna
því að nú hefur tekist að stöðva
í bili hugmyndir um framleiðslu-
stjórnun á eggjum og kjúkling-
um. Jafnframt vilja samtökin
koma á framfæri mótmælum
vegna málflutnings Jóns Helga-
sonar, landbúnaðarráðherra, um
þetta mál, er hann svaraði fyrir-
spurn frá Karli Steinari Guðna-
syni á Alþingi 4. des. sl. Þá
mótmæla Neytendasamtökin
' vinnubrögðum Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins í þessu máli.
Eins og kunnugt er sóttu aðilar
innan Sambands eggjaframleiðenda
um 50 millj. kr. lánsíjárábyrgð til
Framleiðnisjóðs vegna áformaðra
kaupa á Holtabúinu á Rangárvöll-
um. Framleiðnisjóður mun hafa sett
skilyrði fyrir ábyrgð sinni sem fela
í sér meðal annars grófa tilraun til
að þvinga eggja- og kjúklingafram-
leiðendur til þess að óska eftir
framleiðslustjómun í þessum grein-
um og telur sjóðsstjómin sig
greinilega þess umkomna að geta
notað opinbert fé í þessu skyni,
segir í frétt frá Neytendasamtökun-
um. Neytendasamtökin mótmæla
því harðlega að Framieiðnisjóður'
hafi vald til að knýja á um að einok-
unarkerfi í þessum búgreinum verði
að veruleika og hafa samtökin nú
til athugunar að kæra stjóm Fram-
leiðnísjóðs fyrir að fara út fyrir
starfssvið sitt.
„I ummælum ráðherra kom fram
að hann er hlynntur framleiðslu-
stjómun á eggjum og kjúklingum.
Taldi hann framleiðsluna verða
liagkvæmari á þennan hátt og vitn-
aði til kvótakerfís í sjávarútvegi
máli sínu til stuðnings. Neytenda-
samtökin vísa málflutningi ráð-
herrans alfarið á bug. Augljós
tilgangur framleiðslustjómunarinn-
ar er að geta hækkað verð á þessum
afurðum og á þann hátt að gera
óhagkvæmari búum kleift að fram-
leiða áfram á kostnað hagkvæmari
búa og um leið á kostnað buddu
almennings. Vissulega hlýst Ijón
af því þegar óhagkvæm bú verða
að hætta framleiðslu, en aðlögun
allrar framleiðslu að markaðsað-
stæðum getur verið sársaukafull. í
stað þess að taka undir úreltan
málflutning einokunarsinna, væri
ráðherranum nær að gera athugun
á því tjóni sem ráðuneyti hans hef-
ur valdið íslenskum neytendum og
fuglabændum með álögum í formi
kjamfóðurgjalds og hótunum um
einhliða framleiðslustjómun af
hálfu svokallaðra vemdara hefð-
bundinna búgreina. Á sama tíma
hefur eðlilegur réttur neytenda ver-
ið í engu virtur. Ráðherrann lét
þess einnig getið að hann ætlaði
að fara að vilja framleiðenda, en
ekki minntist hann einu orði á hags-
muni og vilja neytenda. Augljóst
er að ráðherrann getur með valdi
sínu á kjamfóðurgjaldi fengið suma
framleiðendur til þess að fallast á
hvað sem er í örvæntingu sinni.
Samanburður á kvótakerfí í sjávar-
útvegi er út í hött, því þar er um
vemdun á viðkvæmum náttúruauð-
lindum að ræða. Hagkvæmnisum-
ræða í því sambandi er af allt öðrum
toga en hér um ræðir," segir í frétt
frá Neytendasamtökunum.
„Samtökin telja að síðustu at-
burðir staðfesti aðvaranir samtak-
anna, en þær vom kynntar
alþingismönnum án árangurs og
almenningi þegar búvömlögin vom
til umíjöllunar á Alþingi vorið 1985.
í markmiðum laganna er hvergi
getið um rétt neytenda til þess að
fá landbúnaðarafurðir á sem lægstu
verði. Markmiðin em miklu fremur
upptalning á atriðum sem lúta að
hagsmunum framleiðenda. Að öllu
samanlögðu verða lögin að teljast
tímaskekkja og skora Neytenda-
samtökin á alþingismenn að heQa
nú undirbúning að breytingum á
umræddum lögum í samráði við
samtök neytenda og launþega. Ef
áfram verður haldið á þeirri braut
sem nú er, má búast við því að til
aivarlegra árekstra komi, til tjóns
fyrir bæði framleiðendur og neyt-
endur.
Neytendasamtökin hafa til þessa
ekki krafist innflutnings á búvömm
í samkeppni við innlendar, en þau
áskilja sér rétt til að endurskoða
þá afstöðu ef einokunarsjónarmiðin
verða ofan á. Jafnframt kemur þá
til greina að gripa til þeirrar neyðar-
ráðstöfunar, að Neytendasamtökin
beiti sér fyrir því að neytendur og
kaupmenn beini viðskiptum sínum
til þeirra framleiðenda fuglaafurða
sem ekki treysta á forræði úrelts
framleiðslustjómunarkerfís."
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson.
Helgileikur bamanna skapaði hátiðarstemmningu.
Selfoss:
Vel sótt aðventu-
kvöld í Selfosskirkju
Selfossi.
SELFÖSSBÚAR fjölmenntu til
kirkju á aðventukvöld sunnudag-
inn 7. desember síðastliðinn. Á
dagskrá kvöldsins var hljóð-
færaleikur, kórsöngur, helgileik-
ur og hátíðarræða sem Svavar
Gestsson alþingismaður flutti.
Það vom kirkjukór Selfosskirkju
og kór Fjölbrautaskólans sem
sungu þetta kvöld og böm sem tek-
ið hafa þátt í æskulýðsstarfí kirkj-
unnar fluttu helgileik.
Svavar Gestsson minnti í ræðu
Endurútgáfa á bók
Snjólaugar Bragadóttur
BÓKAÚTGÁFAN Öm og Örlygur
hefur endurútgefíð fímmtu bók
Snjólaugar Bragadóttur frá Skáld-
læk sem nefnist Enginn veit hver
annars konu hlýtur. Þetta er
margslungið verk um ungt fólk,
ástir og afbrýði. Bókin varð á sínum
tíma metsölubók en hefur ekki
fengist um nokkurt skeið.
Það fer oft öðmvísi í mannlífínu
en ætlað er í upphafi, og eitt er
víst að þegar til kastanna kemur
veit enginn hver annars konu hlýt-
ur, segir í forlagskynningu.
Guðrún Guðbrandsdóttir með handsaumuðu myndina sem hún gaf
kirkjunni.
sinni á nauðsyn þess að gefa gaum
fátækari þjóðum heimsins og láta
sig það varða að þúsundir bama
látast á degi hveijum úr hungri á
meðan gríðarlegum fjárhæðum er
sóað í hemaðarumsvif.
Undir lok samkomunnar í kirkj-
unni skýrði sr. Sigurður Sigurðar-
son sóknarprestur frá gjöf sem
kirkjunni barst í tilefni 30 ára af-
mælis hennar á þessu ári. Það ve
handsaumuð mynd af síðustu kvölc
máltíðinni sem Guðrún Guðbrands
dóttir saumaði og færði kirkjum
að gjöf.
Að lokinni samkomu í kirkjum
bauð kvenfélag hennar gestum t
kaffídrykkju í safnaðarheimilinu.
Sig. Jóns.
Flugmódel af öllum stæröum og geröum fyrir fjarstýringar. Fjarstýrö bátamódel af öllum geröum.
Fjarstýrðir bílar bæði fyrir rafmótora og bullumótora. Fjarstýringar ásamt fylgihlutum: 2, 4, 5, 6, 7
og 8 rása. Bullumótorar og rafmótorar af öllum gerðum. Ennfremur allt efni og áhöld til módelsmiða.
Póstsendum um land allt — Góð aðkeyrsla, næg bílastæði.
TOmSTUnDfíHUSIÐ
Laugavegi 164-Reykjavík-S: 21901
—