Morgunblaðið - 11.12.1986, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 11.12.1986, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 Neytendasamtökin íhuga að kæra stjórn Framleiðnisjóðs NEYTENDASAMTÖKIN fagna því að nú hefur tekist að stöðva í bili hugmyndir um framleiðslu- stjórnun á eggjum og kjúkling- um. Jafnframt vilja samtökin koma á framfæri mótmælum vegna málflutnings Jóns Helga- sonar, landbúnaðarráðherra, um þetta mál, er hann svaraði fyrir- spurn frá Karli Steinari Guðna- syni á Alþingi 4. des. sl. Þá mótmæla Neytendasamtökin ' vinnubrögðum Framleiðnisjóðs landbúnaðarins í þessu máli. Eins og kunnugt er sóttu aðilar innan Sambands eggjaframleiðenda um 50 millj. kr. lánsíjárábyrgð til Framleiðnisjóðs vegna áformaðra kaupa á Holtabúinu á Rangárvöll- um. Framleiðnisjóður mun hafa sett skilyrði fyrir ábyrgð sinni sem fela í sér meðal annars grófa tilraun til að þvinga eggja- og kjúklingafram- leiðendur til þess að óska eftir framleiðslustjómun í þessum grein- um og telur sjóðsstjómin sig greinilega þess umkomna að geta notað opinbert fé í þessu skyni, segir í frétt frá Neytendasamtökun- um. Neytendasamtökin mótmæla því harðlega að Framieiðnisjóður' hafi vald til að knýja á um að einok- unarkerfi í þessum búgreinum verði að veruleika og hafa samtökin nú til athugunar að kæra stjóm Fram- leiðnísjóðs fyrir að fara út fyrir starfssvið sitt. „I ummælum ráðherra kom fram að hann er hlynntur framleiðslu- stjómun á eggjum og kjúklingum. Taldi hann framleiðsluna verða liagkvæmari á þennan hátt og vitn- aði til kvótakerfís í sjávarútvegi máli sínu til stuðnings. Neytenda- samtökin vísa málflutningi ráð- herrans alfarið á bug. Augljós tilgangur framleiðslustjómunarinn- ar er að geta hækkað verð á þessum afurðum og á þann hátt að gera óhagkvæmari búum kleift að fram- leiða áfram á kostnað hagkvæmari búa og um leið á kostnað buddu almennings. Vissulega hlýst Ijón af því þegar óhagkvæm bú verða að hætta framleiðslu, en aðlögun allrar framleiðslu að markaðsað- stæðum getur verið sársaukafull. í stað þess að taka undir úreltan málflutning einokunarsinna, væri ráðherranum nær að gera athugun á því tjóni sem ráðuneyti hans hef- ur valdið íslenskum neytendum og fuglabændum með álögum í formi kjamfóðurgjalds og hótunum um einhliða framleiðslustjómun af hálfu svokallaðra vemdara hefð- bundinna búgreina. Á sama tíma hefur eðlilegur réttur neytenda ver- ið í engu virtur. Ráðherrann lét þess einnig getið að hann ætlaði að fara að vilja framleiðenda, en ekki minntist hann einu orði á hags- muni og vilja neytenda. Augljóst er að ráðherrann getur með valdi sínu á kjamfóðurgjaldi fengið suma framleiðendur til þess að fallast á hvað sem er í örvæntingu sinni. Samanburður á kvótakerfí í sjávar- útvegi er út í hött, því þar er um vemdun á viðkvæmum náttúruauð- lindum að ræða. Hagkvæmnisum- ræða í því sambandi er af allt öðrum toga en hér um ræðir," segir í frétt frá Neytendasamtökunum. „Samtökin telja að síðustu at- burðir staðfesti aðvaranir samtak- anna, en þær vom kynntar alþingismönnum án árangurs og almenningi þegar búvömlögin vom til umíjöllunar á Alþingi vorið 1985. í markmiðum laganna er hvergi getið um rétt neytenda til þess að fá landbúnaðarafurðir á sem lægstu verði. Markmiðin em miklu fremur upptalning á atriðum sem lúta að hagsmunum framleiðenda. Að öllu samanlögðu verða lögin að teljast tímaskekkja og skora Neytenda- samtökin á alþingismenn að heQa nú undirbúning að breytingum á umræddum lögum í samráði við samtök neytenda og launþega. Ef áfram verður haldið á þeirri braut sem nú er, má búast við því að til aivarlegra árekstra komi, til tjóns fyrir bæði framleiðendur og neyt- endur. Neytendasamtökin hafa til þessa ekki krafist innflutnings á búvömm í samkeppni við innlendar, en þau áskilja sér rétt til að endurskoða þá afstöðu ef einokunarsjónarmiðin verða ofan á. Jafnframt kemur þá til greina að gripa til þeirrar neyðar- ráðstöfunar, að Neytendasamtökin beiti sér fyrir því að neytendur og kaupmenn beini viðskiptum sínum til þeirra framleiðenda fuglaafurða sem ekki treysta á forræði úrelts framleiðslustjómunarkerfís." Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Helgileikur bamanna skapaði hátiðarstemmningu. Selfoss: Vel sótt aðventu- kvöld í Selfosskirkju Selfossi. SELFÖSSBÚAR fjölmenntu til kirkju á aðventukvöld sunnudag- inn 7. desember síðastliðinn. Á dagskrá kvöldsins var hljóð- færaleikur, kórsöngur, helgileik- ur og hátíðarræða sem Svavar Gestsson alþingismaður flutti. Það vom kirkjukór Selfosskirkju og kór Fjölbrautaskólans sem sungu þetta kvöld og böm sem tek- ið hafa þátt í æskulýðsstarfí kirkj- unnar fluttu helgileik. Svavar Gestsson minnti í ræðu Endurútgáfa á bók Snjólaugar Bragadóttur BÓKAÚTGÁFAN Öm og Örlygur hefur endurútgefíð fímmtu bók Snjólaugar Bragadóttur frá Skáld- læk sem nefnist Enginn veit hver annars konu hlýtur. Þetta er margslungið verk um ungt fólk, ástir og afbrýði. Bókin varð á sínum tíma metsölubók en hefur ekki fengist um nokkurt skeið. Það fer oft öðmvísi í mannlífínu en ætlað er í upphafi, og eitt er víst að þegar til kastanna kemur veit enginn hver annars konu hlýt- ur, segir í forlagskynningu. Guðrún Guðbrandsdóttir með handsaumuðu myndina sem hún gaf kirkjunni. sinni á nauðsyn þess að gefa gaum fátækari þjóðum heimsins og láta sig það varða að þúsundir bama látast á degi hveijum úr hungri á meðan gríðarlegum fjárhæðum er sóað í hemaðarumsvif. Undir lok samkomunnar í kirkj- unni skýrði sr. Sigurður Sigurðar- son sóknarprestur frá gjöf sem kirkjunni barst í tilefni 30 ára af- mælis hennar á þessu ári. Það ve handsaumuð mynd af síðustu kvölc máltíðinni sem Guðrún Guðbrands dóttir saumaði og færði kirkjum að gjöf. Að lokinni samkomu í kirkjum bauð kvenfélag hennar gestum t kaffídrykkju í safnaðarheimilinu. Sig. Jóns. Flugmódel af öllum stæröum og geröum fyrir fjarstýringar. Fjarstýrö bátamódel af öllum geröum. Fjarstýrðir bílar bæði fyrir rafmótora og bullumótora. Fjarstýringar ásamt fylgihlutum: 2, 4, 5, 6, 7 og 8 rása. Bullumótorar og rafmótorar af öllum gerðum. Ennfremur allt efni og áhöld til módelsmiða. Póstsendum um land allt — Góð aðkeyrsla, næg bílastæði. TOmSTUnDfíHUSIÐ Laugavegi 164-Reykjavík-S: 21901 —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.