Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
Spumingar og þrautir
í bók frá Setberg
BÓKAÚTGÁFAN Setberg hefur
sent frá sér bókina „Égf spyr —
þú svarar“. Þessi bók er tekin
saman með það i huga að
skemmta jafnt og fræða og gefa
fólki kost á að spytja og svara
við öll möguleg tækifæri.
„Spumingakeppni af ýmsu tagi
hefur t.d. verið mjög vinsæl, ekki
hvað síst í útvarpi, þar sem alþjóð
gat hlustað á og spreytt sig á að
svara með keppendunum. En einnig
í heimahúsum og á skemmtunum
allskonar hefur fólk iðkað spum-
ingaleik og haft mikið gaman af.
Spumingamar hafa verið valdar úr
ýmsum áttum, sumar léttar aðrar
kannski dálítið erfiðar. Spuming-
amar era á annað þúsund," segir
í frétt frá forlaginu.
í bókinni era einnig fjölmargar
felumyndir, allskyns þrautir og yfír
sjötíu stórar teikningar sem gæða
bókina meira lífí. Aftast er svo að
fínna svör við öllum spumingunum
og svör og lausnir við gátunum.
Bókin er 144 blaðsíður. Ingimar
Óskarsson annaðist útgáfuna
arafrannsoknar-
^»oDl0e
iey°0 bíð
iMsaagi 6 ömm Uusaníg (k?<&n^G0aw
itm Á ofiViHi'n ÖgEsMÉSQíD(á^ [fSEEEDÖIM^eiÖOD
ANTHONY SUMMERS
TlMABÆR
starfi, koma
fram ymsar
nýjar og áður
óbirtar upp-
lýsingar sem
veita svör við
mörgum brennandi
spumingum af þessu
tagi-
yrf: jci.
1.494^
BÓKHLAÐAN
■
- ''ww
,
WssmmM.
Gregory Hines og Billy Crystal í Léttlyndum lögfgum.
Gamansamar löggur
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Léttlyndar löggur (Running
Scared). Sýnd í Bíóhöllinni.
Stjörnugjöf: ☆ ☆
Bandarísk. Leiksijóri: Peter
Hyams. Handrit: Gary Devore
og Jimmy Huston. Pramleiðend-
ur: David Foster og Lawrence
Turman. Tónlist: Rod Temper-
ton. Helstu hlutverk: Gregory
Hines, Billy Crystal, Steve Bauer.
Ef það væri ekki fyrir einhveija
eins og William Friedkin gæti mað-
ur haldið að ekki væra gerðar
löggumyndir í Bandaríkjunum án
þess að þær væra líka gaman-
myndir. Það era raunar ekki aðeins
löggumyndir, sem beinast að því
að kftla hláturtaugamar, heldur
hefur Hollywoodmaskínan dottið
niður á hagfræðilega séð mjög góða
formúlu fyrir aðsóknarmynd og hún
felst í því að blanda saman ofbeldi
og húmor. Og formúlan er því betri
ef Eddie Murphy sér um grínið.
Þannig era skemmtilegar gam-
anmyndir ekki lengur eins og þær
vora. Og spennandi löggumyndir
ekki heldur. Núna heita þær
skemmtilegar löggumyndir eða
spennandi gamanmyndir. Þið ráðið.
Léttlyndar löggur (Running
Scared), sem sýnd er í Bíóhöllinni,
er ein af þessum myndum sem
maður veit ekki hvort á að kalla.
En það er nú kannski líka af því
hún er eiginlega hvoragt. Hún er
ekkert sérlega spennandi en leggur
í það minnsta mikla áherslu á að
vera fyndin þótt það gangi misvel.
Islenska heitið á vel við efni hennar
því hún fjallar um tvær löggur sem
neita að taka nokkum hlut alvar-
lega og allra síst vinnuna.
Billy Crystal (Löður) og Gregory
Hines (Hvítar nætur) leika þessar
léttlyndu löggur, sem líta frekar
út eins og rónar. Á milli þess sem
þeir láta sig dreyma um að hætta
að eltast við glæpamenn og eignast
bar á sólarströnd í Flórfda eltast
þeir við alræmdan dópsala og kven-
fólk, eða a.m.k. Hines því Ciystal
er að ná sér eftir skilnað. Og eftir
mikið grín og gepilshátt félaganna
lenda þeir í velgerðum bflaeltinga-
leik (á jámbrautarteinum) og ansi
skemmtilegum skotbardaga við bóf-
ana í lokin. En við fáum ekkert
tækifæri til að hafa áhyggjur af
hvemig fer fyrir félögunum því það
er aldrei gefið til kynna að þeir
geti svo mikið sem særst í barátt-
unni við óþjóðalýðinn. Raunsæið er
skilyrðislaust látið vflq'a fyrir
gríninu.
En þótt kímnin sitji í fyrirrúmi í
Léttlyndum löggum er hún ekki
nógu sterk til að fá mann til að
hrífast með. Talsvert er gert af því
að grínast með velþekktar löggu-
myndaklisjur án þess þó að skopast
sérstaklega að löggumyndum. Það
er bara eins með myndina og vinina
tvo í henni að hún tekur ekkert
alvarlega.
Leikstjórinn, Peter Hyams
(Capricom One), hefur gert áhuga-
verðar spennumyndir um dagana
en þessi fyrsta grín/spennumynd
hans, þótt ekki sé við leikstjómina
að sakast í rauninni, gæti verið
betri. Hún á sínar góðu stundir eins
og aðferðir Hines við að fleka konu,
sem heldur framhjá með honum
(annaðhvort tekur hann hana fasta
eða lætur taka sambýlismanninn
hennar fastan svo þau geti stundað
ástarleikina í friði) og þeir Billy
Crystal með brosið út að eyram og
Gregory Hines með syfjuleg augu
og andlit sem er bókstaflega að
leka framan af honum, era hrein-
lega að springa af leikgleði.
En það vantar dýpt, alvöra og
spennu til að koma í veg fyrir að
myndin snúist ekki öll upp í vina-
lega skemmtidagskrá á milli félag-
anna tveggja. Meira að segja
vinátta þeirra, sem myndin snýst
öðram þræði um, ristir aldrei djúpt
frekar en annað.
Morgunblaðið/Júlíus
Sjálflýsandi umferðarskilti
SJÁLFLÝSANDI umferðarskilti hefur verið komið upp í Borgartúni
á móts við Skúlatún 2. Er þetta fyrsta merki sinnar tegundar sem
sett hefur verið upp f borginni og að sögn Óskars Ólasonar, yfirlög-
regluþjóns umferðardeildar, er það gert í tilraunaskyni. Það voru
starfsmenn umferðardeildar Reykjavíkurborgar sem settu skiltið
upp og í ráði er að setja upp fleiri slík merki, ef reynslan af þessu
merki verður góð.