Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 55

Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 55 Um alþingishús og ráðhús eftir Unu Margréti Jónsdóttur Sem kunnugt er á Reykjavíkur- borg 200 ára afmæli á þessu ári. í tilefni af því hafa verið glæsileg hátíðahöld og mikið verið um borg- ina skrifað og rætt. Það hefur komið skýrt fram í skáldskap, greinum og viðtölum hve borgin er íbúum sínum kær — og ekki aðeins þeim, heldur öllum landsmönnum. Einkum er það þó miðbærinn og byggðin í kvosinni sem er mönnum hugleikin; Austurstræti, Lækjar- torg, Austurvöllur og ekki síst Tjömin og umhverfi hennar. Það vekur undrun mína að á þessu afmælisári skuli koma fram hugmyndir um að rífa stóran hluta af þeim gömlu húsum sem setja svip á miðbæinn, og byggja stór- hýsi í staðinn. Svo virðist sem stórhýsaæði hafi gTÍP'ð menn. Alls staðar vilja menn koma upp stór- byggingum, og helst þar sem þær þrengja mest að og eiga síst heima. Nú stendurtil meðal annars að reisa höll eina mikla við Kirkjustræti, nýbyggingu fyrir Alþingi. Þar á að vera aðstaða fyrir ýmiss konar starfsemi sem tengist Alþingi, skrifstofur og fleira. Gert er ráð fyrir því að nær öll húsin sem nú standa við Kirkjustræti verði rifin. Fyrir nokkru var haldin sam- keppni meðal arkitekta um tillögur að þessari nýbyggingu, og tóku margir arkitektar þátt í henni. Ný- byggingin á að rísa rétt við Al- þingishúsið og því skiptir útlit hennar og stærð miklu máli. Dóm- kirkjan og Alþingishúsið eru falleg hús og stílhrein, og það er afar mikilvægt að nýbyggingin spilli ekki því jafnvægi sem nauðsynlegt er til þess að þau fái að njóta sín, enda sagði formaður dómnefndar, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, í viðtali að í vali sínu hefði dómnefnd lagt áherslu á aðlögun að umhverfí og tengsl við Alþingishúsið. En hver varð svo raunin? Sam- kvæmt tillögu þeirri sem dómnefnd- in veitti fýrstu verðlaun, á nú að reisa ógnarlegt bákn með glertumi og flennistórum gluggum. Bygg- ingarstíll þessa stórhýsis stingur algjörlega í stúf við stíl þann sem er á Alþingishúsinu gamla, og þar að auki er nýbyggingin stærri en kveðið var á um í skilmálum þeim sem þátttakendum í samkeppninni voru settir. Engu að síður virðist dómnefnd álíta að þessi bygging muni fara best við umhverfíð af þeim 25 tillögum sem í samkeppn- ina bárust. Þessi niðurstaða dómnefndar er vissulega í anda stórhýsadýrkunarinnar; því stærra sem húsið er, því betra. En að leyfa gömlu húsunum að standa og nýta þau kemur að sjálfsögðu ekki til greina hjá þeirri dómnefnd sem vill fyrir hvem mun reisa sálarlaust ferlíki við Austurvöll. En borgarfulltrúar vilja ekki vera eftirbátar alþingismanna, þeir vilja VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! líka fá sína höll, og hún á að rísa við Tjömina, á homi Vonarstrætis og Tjarnargötu. Ekki veit ég hvers vegna borgarstjóm er svo ákaflega mikið í mun að ráðhús verði reist við Tjörnina, en hitt er ekki síður undarlegt hve fáir hafa orðið til þess að mótmæla þessari furðulegu . hugmynd. Tjamargatan er ein feg- ursta gata borgarinnar og ef reist verður á homi Tjamagötu og Von- arstrætis stórhýsi í anda þeirrar stefnu sem hingað til hefur ráðið ferðinni, mun það raska stórlega því fagra samræmi sem nú ríkir við Tjömina, auk þess sem ráðhús hlýt- ur að draga að aukna bílaumferð. Gagnrýni sem fram hefur komið á ráðhúsdraum þennan hefur verið svarað þannig að enda þótt byggt verði snoturt lítið ráðhús við Tjöm- ina þurfí það ekki endilega að fara illa við umhverfið. En hvað er það sem menn kalla snoturt lítið ráð- hús? Hversu lítið á það ráðhús að vera? Nýlega var efnt til samkeppni um hönnun ráðhússins. f útboðs- gögnum er gert ráð fyrir 3375 fenhetra húsi auk þriggja hæða kjallara með 350 bílastæðum. Menn geta rétt ímyndað sér- hve gífurleg röskun og umrót hlýtur að verða þama á Tjamarbakkanum þegar grafíð verður fyrir þriggja hæða bílageymslukjallara, svo ekki sé minnst á þá umbreytingu sem litla snotra 3375 fermetra ráðhúsið hef- Una Margrét Jónsdóttir „Tjarnarbakkinn er ekki rétti staðurinn fyr- ir ráðhús. Nær væri að byg-gja ráðhúsið í Nýja miðbænum.“ ur í för með sér þegar það rís af grunni. Ef gert er ráð fyrir því að ráðhúsið verði ijórar haeðir hlýtur flatarmál hússins að verða a.m.k. 840 fermetrar. Ef húsið á að verða þijár hæðir (sem raunar er líklegra) verður flatarmálið að sjálfsögðu enn meira, eða rúmlega 1100 fermetrar. Ég efast um að svo stórt hús komist þama fyrir nema tekin verði sneið af Tjöminni sjálfri. Því hlýtur hver maður að sjá að ráðhúsið yrði yfírþyrmandi við Tjömina. Slík spjöll á úmhverfi Tjamarinn- ar verðum við að koma í veg fyrir. Tjamarbakkinn er ekki rétti staður- inn fyrir ráðhús. Nær væri að byggja ráðhúsið í Nýja miðbænum. Sú stefna að þrengja sem mest að fegurstu stöðum gamla miðbæjar- ins er síst af öllu til þess fallin að styrkja hann. Reykvíkingar hafa látið ýmislegt viðgangast á undanfömum áram. Mörg hús hafa verið rifín, bæði í miðbænum og annarsstaðar, og nú er í ráðagerð að rífa enn fleiri hús. Samt sem áður kom það fram í íjöl- mörgum viðtölum sem tekin vora við borgarbúa í tilefni af Reykjavík- urafmælinu að þeir era margir sem vilja láta varðveita gömlu húsin og leyfa Reykjavík að halda sínum sérkennum. En það era því miður of fáir sem láta til sín heyra og því hefur oft farið verr en skyldi. Nokkrar stórbyggingar í miðbæn- um hafa reynst vera ófyrirgefanleg mistök og byggingarsöguleg slys sem menn áttuðu sig ekki á fyrr en um seinan. Það era fáir sem ekki sjá það nú hve smekklausar byggingar Morgunblaðshúsið við Aðalstræti og hús Almennra trygg- inga við Austurvöll era, og hve hörmulega þau fara við umhverfíð. Því er einnig þannig farið um mörg fleiri hús að núna era augu manna loksins að opnast fyrir því hvílík reginmistök hafa verið gerð. En það er of seint séð þegar slysið er orð- ið, það verður ekki aftur tekið. Núna er kominn tími til þess að við hindram fleirí' stórslys. Höfundur stundar nám viðSöng- skólann í Reykja vik. \S SVð' Þekking Reynsla Þjónusta FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 EINSTOK B R Æ Ð U R N I R ORMSSON HF LAGMÚIA 9 SÍMI 38820 0 L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.