Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 56

Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 Úr leikhúsi sögnnnar Nokkur orð um sannleiksást Ragnars Arnalds eftir Pjetur Hafstein Lárusson Undanfarin ár hefur það orðið einskonar faraldur á íslandi að fólk viðri sig utaní listagyðjuna rétt eins og hún sé hver önnur lauslætisdrós sem hleypi hveijum sem er í sína dyngju. Einkum og sér í lagi hefur þessi plága lagst á það fólk sem einhverra hluta vegna hefur orðið “það sem kallað er „opinberar per- sónur" og er raunar lítt skiljanlegt hugtak hjá dvergþjóð. Af ástæðu sem þeir sem til fyrirbærisins þekkja, væntanlega skilja, kalla ég þetta „sigmörsku". Þannig atvikaðist það eitt sinn að Rithöfundasamband íslands stóð uppi með blaðamann sem formann og þar á eftir kennara sem langaði til að kunna að skrifa. Enda vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar þessi félagsskapur var allt í einu kominn með skáld í formanns- sæti. Eins gerðist það að útvarps- rembill og opinber sósusullari var hafínn upp í þá ábyrgðarstöðu að vera formaður framkvæmdastjóm- ar Listahátíðar. Og þá má ekki gleyma því að við seinustu úthlutun úr Launasjóði rithöfunda sá úthlut- unamefndin sérstaka ástæðu til að styrkja kokkabókahöfund í hinu mikla bókmenntalandi Snorra og séra Hallgríms og meistara Þór- bergs eða hváð þeir nú heita allir þessir sósuþeytarar sem hrist hafa upp í íslenskri menningu gegnum aldimar. Væntanlega er óþarft að geta þess sérstaklega að með að- stoð fáfengilegra fjölmiðla hafði sultudömunni tekist að gera sig að frægðarpersónu áður en hún fékk ritlaun úr ríkissjóði. Loks er svo komið að þingmaður einn og fyrmrn ráðherra hefur, í krafti setu sinnar í Leikhúsinu við Austurvöll, komið leikriti á fjalir Þjóðleikhússins og skal það gert að umræðuefni hér, enda er mér málið skylt. Hinn listræni þáttur Ekki hirði ég um að eyða mörg- um orðum á „hinn listræna þátt“ þessa leikrits sem höfundur, Ragn- ar Amalds, ‘kallar „Uppreisn á ísafírði“. Slíkt er enda óþarft því Bókaútgáfa Máls og menningar virðist álíta þetta slíkt snilldarverk að nauðsyn beri til að koma því á prent. Geta þá allir séð hvílíkt við- vaningspár hér er á ferðinni frá hendi höfundar, þótt mér sé tjáð að leikstjóranum hafí lánast að gera úr þessu þokkalegt „kassa- stykki". Öli persónusköpun í leikritinu eins og það er í handriti er svo gmnn að naumast er hægt að segja að hún sé nokkur. Þetta eitt út af fyrir sig nægir vitanlega til að sanna að leikritið hefði aldrei verið tekið til sýningar ef ekki hefði verið fyrir þá sök og þá sök eina að höf- undur þess er svokölluð „opinber persóna". Þó skal sá vamagli sleg- inn að vera má að leikritavalsnefnd Þjóðleikhússins hafí séð aura í efn- inu. En sé svo komið fyrir Þjóðleik- húsinu að auramir séu teknir fram yfír listina þá eiga forráðamenn þess að sjá sóma sinn í því að kaupa slagbrand en ekki leikrit. Sögufölsun Ég ieyfí mér að ganga frá því sem gefnu að lesendur þessarar greinar hafí séð leikrit Ragnars og læt því ógert að tíunda söguþráðinn en boðskapur hans er í stuttu máli þessi: 1. Skúli Thoroddsen var ofsótt gloríupersóna, að vísu svolítið þumbaralegur á köflum en til riddara sleginn, frelsishetja þrautpíndrar alþýðu volaðs lands. 2. Láms H. Bjamason var útsend- ari vondra manna og þar af leiðandi ákaflega illa innrættur og vitanlega hálfgerður föður- Kodak myndovélar á einstaklega hagstœðu (fyrir 35mmíilmur) fiá kr. 2.950.- 5ára ábyrgð Í£o?i HfiNS PETERSEN UMBOÐSMENN UM LAND ALIT! „í blaðaviðtali sagði Ragnar frá því að leik- rit þetta væri að stórum hluta skrifað á þing- mannsskrifstofu hans í „Voninni", þar sem forðum hefði verið svefnherbergi þeirra hjóna, Theodóru og Skúla Thoroddsen. Það er kaldhæðnislegt til þess að vita að einmitt þar skuli rökhugsun eða heiðarleiki Ragnars Arnalds hafa lagst til svo værs blundar varð- andi þetta mál allt.“ landssvikari að berjast svona á móti frelsishetjunni, aumingja Skúla, alsaklausum manninum. Þess utan var hann óttalegur flagari. Öðmm atriðum þessa máls skul- um við sleppa í bili, þau koma síðar. Hvað viðkemur gloríunni um Skúla sem frelsishetju, þá er hún á misskilningi byggð. Skúli Thorodd- sen var að vísu einn þeirra sem þátt tóku í endaspretti sjálfstæðis- baráttunnar gegn Dönum, en aðeins einn af mörgum og hlutur hans í þeirri baráttu er engu merkari en margra þeirra sem nú em flestum gleymdir. Hins vegar hefur sumum frændum hans og afkomendum, framagjömum í pólitík, þótt við hæfí að hefja minningu hans í hæð- ir sjálfum sér til framdráttar bæði til vinstri og hægri í pólitískri bar- áttu. Til þess hafa þeir notið dyggilegrar aðstoðar þeirra Jóns Guðnasonar sagnfræðings og Þor- steins Thorarensen rithöfundar og bókaútgefanda. Auk þess hefur stjómmálaflokkur einn sem kennir sig við alþýðuna en telur sig van- haga um tengsl við borgaralega frelsisbaráttu 19. aldar, tekið þátt í leiknum vegna einskonar pólitísks geðklofa. Varla getur það talist til- viljun að Ragnar Amalds er einn af forystumönnum þess flokks. Hugum nú aðeins að „ofsóknun- um“ gegn Skúla. Engum dylst að hann var beittur hörðu í því máli sem leikritið ijallar um. Og sjálfsagt hefði málarekstur aldrei hafíst ef ofmat hans á sjálfum sér hefði ekki verið búið að koma honum í ónáð hjá háyfirvöldum. Þar með er þó ekki sagt að hann hafi verið hvítþveginn engill í þessu máli. Burtséð frá sök eða sakleysi Sigurðar skurðs þá var meðferð Skúla á honum svo ruddaleg að jaðraði við hreina villimennsku. Eða hvað annað vilja menn kalla það að láta fanga hírast vikum saman um hávetur í meira og minna óupp- hituðum skúr með brotnum glugga, auk þess að setja hann tvívegis á vatn og brauð án undangenginnar læknisskoðunar, eins og lög mæltu þó fyrir um? Þess utan er það svo ekki fyrr en Skúli hefur sleppt Sig- urði lausum að sá fyrmefndi heldur því fram að hann hafi staðfastlega trúað á sekt hins síðamefnda. En þá var hún líka hafín, rannsóknin á atferli Skúla, og um leið sá hvítþvottur á honum sem enn stend- ur. (Það eitt að þvotturinn skuli hafa staðið með látum í hartnær heila öld vekur óneitanlega grun um að það hafi ekki verið nein smáskán sem skafa þurfti.) Áður en rannsókn Skúlamála hófst hélt hann því sjálfur fram í bréfí til Páls Briem amtmanns, að hann drægi sekt Sigurðar í efa en léti stjómast af almenningsálitinu. Hvílíkt yfírvald. Og þess skyldu menn gæta að sá sem skapaði al- menningsálitið vestur á ísafírði á þessum tíma var Skúli Thoroddsen sjálfur því hann var ekki aðeins sýslumaður heldur einnig ritstjóri eina blaðs Vestfirðinga, Þjóðviljans gamla. Er nema von að manni verði hugsað til Geirfínnsmálsins? En Ragnar Amalds má ekki vera að því, jafn önnum kafinn og hann er við þá iðju sína að hlaða stall undir „ofsótta hetju“. Af Lárusi H. Bjarnasyni Lárus H. Bjamason er sá stjóm- málamaður síðustu aldamóta sem hvað mest skítkast hefur mátt þola, lifandi og dauður. Þeir Þorsteinn Thorarensen og Jón Guðnason hafa verið ótrauðastir við þessa iðju hin síðari ár og nú hefur Ragnar Am- alds slegist í hópinn, enda hefur hann lýst því yfír í blöðum að hjá þeim hafí hann fengið efniviðinn í leikrit sitt. Greinilega hefur það ekki hvarflað að honum að kynna sér það sem Ámi prófastur Þórar- insson hefur af Lárasi að segja í ævisögu sinni, sem skráð var af meistara Þórbergi, hvem ég vona að Ragnar Amalds hafí heyrt nefndan. Ég vona líka einlæglega að þessi fyrrnrn menntamálaráð- herra íslands hafí heyrt minnst á Stephan G. Stephansson en í bréfa- safni hans sem út kom fyrir allmörgum ámm er dregin upp mynd af Lámsi og er hún ólíkt dýpri og fleiri dráttum dregin en krassið þeirra Þorsteins, Jóns og Ragnars. í upphafi bókar sinnar „Heiman ég fór“ lýsir Halldór Lax- ness Lámsi á skemmtilegan hátt og er í þeirri lýsingu, eins og raun- ar þeim sem fyrr em nefndar, að fínna andstæðu þess hroka sem Ragnari Amalds er svo umhugað að festa við minningu Lámsar H. Bjamasonar. Að öllu gamni slepptu þá hvarfl- ar ekki að mér að fara að núa Ragnari Amalds því um nasir að hann hafí ekki lesið verk þeirra Áma pófasts og meistara Þórbergs eða bækur Laxness og Stephans G. Slíkt væri dónaskapur í garð menntaðs íslendings. En þar með verð ég því miður að útiloka að níð Ragnars um Láms H. Bjamason stafí af vanþekkingu. Ég læt honum eftir að huga að eigin hvötum varð- andi þetta atriði. Þótt þeir Þorsteinn Thorarensen og Jón Guðnason séu svo sem ekk- ert að víla það fyrir sér í ritum sínum að sverta minningu Lámsar H. Bjamasonar, Skúla Thoroddsen til lofs og dýrðar, þá mega þeir þó eiga það að innstu og dýpstu tilfínn- ingar hans láta þeir í friði. Það er meira en sagt verður um Ragnar Arnalds. Þetta nýbakaða „skáld" andlegrar öreigastéttar opinbers menningarlífs á íslandi lætur sig hafa það að klína utan í Láms upp- diktaðri danskri gálu sem hann er á stöðugum flótta undan eins og hver annar ræfill sem ræður ekki eigin kynfæmm. Að vísu hefur Ragnar tekið það fram í blaðavið- tölum að kvensnift þessi, sem hann kallar nú bara Díönu, en ég kalla Díönu Amalds í samræmi við upp- mnann, sé hans hugarfóstur. Én það breytir ekki leikritinu né dregur úr slúðri sem slík persóna vekur þegar henni er skellt inn í leik- húsverk sem byggt er á sagnfræði- legum atburðum, jafn vel þó ljóst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.