Morgunblaðið - 11.12.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.12.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 Gleymið ekki boðskapnum eftir Susie Bachmann >ví er ekki að leyna að fréttir af nýafstöðnu kirkjuþingi vekja hroll í hugum margra hér á okkar landi er láta sig kristni og kirkjulíf einhveiju skipta. Það er þess vegna sem mér finnst rétt að þeir er kirkjuþing sátu fái kveðjur til baka svo það fari ekki á milii mála hvers við sóknarböm evangelísk lúth- erskrar kirkju væntum af kirkjunni. Eitt er víst að ég tala fyrir munn margra þegar ég segi: Við frábiðj- um okkur þess að kirkjan skipti sér 'af stjómmálum í hvaða mynd sem er, enda er það ekki hennar köllun- arhlutverk. Við höfum annað fólk til þess að taka að sér mál eins og húsnæðislán, skattamál, launamál, eyðni og ástandið í Nicaragua, svo eitthvað sé nefnt. Fólk sem er mörg- um sinnum betur til þess fallið en prestar og biskupar þessa lands. Þar á ég við t.d. stjómmálamenn og lækna. „Vor kirkja er byggð á bjargi og bjargið Kristur er.“ Sunnudag eftir sunnudag er þessi sálmur sunginn í kirkjum lands okkar. Ef fréttir frá kirkjuþingi hefðu verið um það hvemig kirkjan kæmi til skila boð- gkapnum um Krist til sóknarbama sinna, sætum við sóknarbömin ekki eftir með hroll og kvíða. Ég minnist þess þegar þorskastríðið stóð sem hæst, fómm við hjónin í kirkju sunnudag einn til þess að eiga þar helgistund. Ég man ekki hvort sálmurinn Vor kirkja er byggð á bjargi og bjargið Kristur er var sunginn við þá messu, en eitt er víst að presturinn talaði meir um þorskinn en Krist og við fómm sár- leið heim. Þetta er ekki einsdæmi, því miður. Alltof oft er ræða prests- ins um þjóðfélagsmál, sem við getum fræðst um í fjölmiðlunum og emm ekki komin í hús Drottins til að heyra. Ef ég man rétt segir í játningunni sem guðfræðingurinn játar við prestvígslu að hann sem þjónn kirkjunnar heitir að boða Guðs orð hreint og ómengað. Ómengað af mannasetningum. Þær fréttir sem ég hef af kirkju- þingi las ég í Morgunblaðinu 19. nóvember, bls. 31. Þar er vitnað í ummæli sr. Lámsar Þ. Guðmunds- sonar sem mælti fyrir íjölda þingsályktana um þjóðfélagsmál. (Það munar ekki um um það.) Þar segir hann meðal annars að kristn- ir menn þyrftu að hefja sig yfir öll flokksbönd og líta á málin út frá sjónarhóli trúarinnar. Af því sem ég hefi séð á prenti eftir sr. Láms Þ. Guðmundsson til þessa tel ég víst að hann sé ekki hafínn yfir þau flokksbönd sem hann er bundinn með, og ekki treysti ég honum til þess að líta á málin frá sjónarhóli trúarinnar. Það er að minnsta kosti ekki trúfræði hinnar evangelísku lúthersku kirkju sem sr. Láms þjón- ar, ef það er rétt sem eftir honum er haft að Jesús Kristur hefði ekki verið krossfestur ef hann hefði ekki verið pólitískur. (Samanber frétt frá kirkjuþinginu sem ég hef vitnað í hér að framan.) Á máli biblíunnar HREINT LOFT Blikksmiðjan Vík annast smíði einfaldra jafnt sem flókinna loftræsti- og lofthitakerfa. Blikksmiðjan Vík annast eftirlit og viðhald á loftræsti- og lofthitakerfum. Blikksmiðjan Vík annast alla almenna blikksmíði. Hjá okkur sjá fagmenn um verkið. Susie Bachmann „Það er rétt hjá síra Gunnari Kristjánssyni að kirkjan á að vera víðsýn. Hún er það að- eins ef hún boðar fagnaðarerindið. í fagnaðarerindinu er rúm fyrir alla.“ er þetta guðlast, ekkert minna. Jesús Kristur var krossfestur fyrir það eitt að hann sagðist vera Guðs eingetinn sonur. Að segja annað em ósannindi. Sr. Láms hlýt- ur að vita að margir hafa gegnum aldimar verið krossfestir, hengdir eða skotnir fyrir pólitískar skoðanir sínar. Það er ekkert einsdæmi. í bókinni Biblíunni, sem sr. Láms hefur á milli handa sér er boðskap- urinn sem hann er sendur með til sóknarbama sinna. í henni stendur um krossfestingu Krists: „En vorar þjáningar vom það sem hann bar, fog vor harmkvæli er hann á sig lagði, en hann var særður vegna vorra synda, kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin sem vér höfð- um til unnið, kom niður á honum og fyrir hans benjar urðum við heil- brigðir. Vér fómm allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.“ Jesús Kristur var krossfestur fyrir það eitt að hann var og er Guðs sonur. Þetta er ómengað Guðs orð, en þegar það verður mengað, þá er hægt að breyta því í bull eins og sr. Láms Þ. Guðmundsson lætur frá sér fara. Einn ljós punktur var í fréttinni frá kirkjuþingi, vom það ummæli síra Þorbergs Kristjánssonar, þar segir orðrétt úr grein Morgunblaðs- ins: „Menn hafa um aldir reynt að gera Jesúm Krist að pólitískum leið- toga, félagslegum umbótafrömuði eða eitthvað enn fráleitara. Jesús var hvorki byltingarmaður né fé- lagslegur umbótasinni. Þótt fá- tækrahjálp og umhyggja fyrir sjúkum sé vissulega í anda hans. Kirkjan á að kalla manninn til iífs í heimi eilífðarinnar. Ef köll- un hennar einskorðaðist við hinn efnislega heim glataði hún gildi sínu.“ Vonandi hefur sr. Láms og hans líkar á kirkjuþingi hlustað á þessi rök sr. Þorbergs. Þau em vel til þess fallin að eftir þeim sé tekið. Þegar ég hlustaði á viðtalið við síra Gunnar Krisljánsson á Reyni- völlum í Kjós í sjónvarpinu um hve víðsýn kirkjan á að vera og að hún mætti ekki láta sig neitt mannlegt óviðkomandi, sá ég fyrir mér hala- rófu af „víðsýnum" prestum og biskupum storma á námstefnu á Hótel Loftleiðum sem einmitt var auglýst í Morgunblaðinu sama dag og fréttir af kirkjuþingi bárust. Námstefnan var um þvagleka. Án þess að ég viti það þá held ég að þvagleki sé mun algengari en t.d. eyðni. Ekki þýðir að þræta fyrir að nógu er það mannlegt viðfangsefni fyrir kirkju sem ekkert mannlegt er óviðkomandi. Það er rétt hjá síra Gunnari Kristjánssyni að kirkjan á að vera víðsýn. Hún er það aðeins ef hún boðar fagnaðarerindið. í fagnaðar- erindinu er rúm fyrir alla. Öllum, segir Guðs orð, gaf hann rétt tií að vera Guðs böm. En það er bund- ið skilyrðum, þeim sem trúa á nafn hans. Kirkjan á ekki að trúa öllu eða hveiju sem er. Hún á að boða Guðs orð um synd, réttlæti og dóm. Hún á að boða Jesúm Krist. Ég vona og bið að á næsta kirkjuþingi verði spumingar um þjóðfélagsmál afgreiddar á hnjánum og á hnjánum verði beðið um visku og náð til að boða Jesúm Krist, upprisinn freis- ara sem lifir enn í dag. Við treystum ykkur ekki til að hafa afskipti af stjómmálum. En verr er ef við get- um ekki treyst ykkur til að koma boðskap kirkjunnar áleiðis. Guð vinnur að því að fá menn til að hætta að steypa sér ofan í synd. Hann hefur sent Heilagan anda til að sannfæra menn um synd, prédikara sína til að vara þá við. Orð hans er prentað á íslensku. Þjónar kirkjunnar, þið hafið enga afsökun. Gleymið ekki því sem mestu máli skiptir, á næsta kirkjuþingi, litla jólabaminu. Gleymið ekki að boðskapurinn um hann er það sem þið hafið heitið að koma til skila. Höfuadur er húsmóðir í Reykjavík. Guöro“DdUI ??SfstólP> IMSlíUM) (Cv IflSlM 1L SMtÐJUVEGI 18C KÓPAVOGI - SÍMI 71580 spaua ftii m auniu 11 ih wna *\\ »?;:vri 8SI)g^LteS(^íB NtírrTTTj^grrnf (5^«nirr? (íii^u t-'i ití i GUÐMUNDUR JÓNSSON (^.TiliTrfolíilTrgn i mJB n Mjffi JE IPm , ££d(míLmkjað miMfi mmmm Ifl^ÆiÍIWjthaKM BONDI £K BÚSTÓLPl SAGT FRÁ NOKKRUM GÓÐBÆNDUM '<w.. ..... Pall Þorsteinsson i luriguv Pétur Jónsson í Reynihlíð* Sérhver ný bók í þessum flokki er fagnaðarefni fyrir bændur og aðra áhugamenn um landbúnað, auk þess að vera ómetanleg heimild fyrir hvem þann sem lætur sig menningu og at- vinnusögu íslands skipta. 1.595." ^ BÓKHLAÐAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.