Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 61

Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 61 Sölusýning á vinnustofum Kópavogshælis eftirHuldu Harðardóttur Mér o g samstarfsfólki mínu finnst kærkomið tækifæri að kynna almenningi starfíð á Kópavogshæli, nú þegar vinnustofumar halda sölu- sýningu (basar). Við ákváðum snemma á þessu ári að halda sölusýningu á afmælis- degi hælisins, sem einnig er afmælisdagur þessa nýja húsnæðis sem við höfum nú fyrir vinnustof- ur, en húsið er einmitt 3ja ára 13. desember nk. Það hefur lengi loðið neikvæður tónn í ummælum um Kópavogshælis en minna farið fyrir jákvæðum umræðum. Þess vegna tel ég þetta kjörið fyrir fólk sem lítið sem ekkert þekkir til starfsemi stofnunarinnar að nota tækifærið og leggja leið sína hingað á laugar- daginn milli kl. 14 og 17 og skoða vinnustofumar og kannski kaupa eitthvað af þeim munum sem þar verða til sölu eða þiggja kaffísopa og piparkökur. Það ríkir mikill spenningur hjá vistfólkinu fyrir þessum degi ekki síður en hjá okkur starfsfólkinu. í nærri því heilt ár höfum við unnið að því að gera þennan dag skemmti- legan og gagnlegan. Gagnlegan í tvennum skilningi. í fyrsta lagi í því að við gætum selt framleiðslu okkar og nýtt peninga til nýrra hráefniskaupa auk ýmissa þjálfun- argagna sem eru nauðsynleg í þessu starfí. í öðm lagi til að kynna starf- semina, sem eins og áður sagði er ekki vanþörf á. Vinnustofumar em nú til húsa í nýrri byggingu, en starfsemin er jafngömul hælinu, því frá upphafi hefur verið einhvers konar vinna í gangi fyrir vistmenn. Sú starfsemi hefur vaxið og dafnað á þeim rúm- um 30 ámm sem liðin em frá opnun fyrsta hússins hér á Kópavogshæli. Nú koma yfír 90 vistmenn í vinnu og þjálfun daglega. Hér er unnin alls kyns pökkunarvinna fyrir hin ýmsu fyrirtæki en of langt mál væri að telja það allt upp hér. Mark- visst er unnið að þjálfun vistmanna svo þeir verði sem flestir færir um að vinna eitthvað sér til gagns og gamans. En kæri lesandi minn, sjón er sögu ríkari. Það mjmdi gleðja okkur mikið að sem flestir sæju sér fært að koma 13. desember milli kl. 14 og 17 og skoða starfsemina, við verðum hér og svömm spumingum og ég veit að margir verða undr- andi er þeir sjá hve fjölbreytt starfsemin er. Höfundur er þroskaþjálfi. Sj óf er ðaæ vmtýri Jóns Steingrímssonar HJÁ bókaútgáfunni Vöku-Helga- feili er komin út sjóferðasaga Jóns Steingrímssonar, skip- stjóra, Um höf til hafna, þar sem hann tekur upp þráðinn frá fyrri minningabók sinni Kolakláfar og kafbátar, sem kom út i fyrra. í fréttatilkynningu frá Vöku- Helgafelii segir m.a.: „í þessari bók rekur Jón ævintýralega sjóferða- sögu sína um öll heimsins höf og staldrar við minnisverða punkta, en margt bar til tíðinda á ferðum hans og ævintýrin eltu hann eins og málmur segul. í upphafí bókarinnar segir Jón frá stóm smyglmáli við íslandsstrendur og kemur þar margt óvænt fram sem kann að þykja reyfarakennt. Siglingar Jóns með íslenskum og erlendum skipum em síðan meginefni bókarinnar. Jón gefur með hreinskilinni og ítarlegri frásögn sinni af lífi sínu sem farmaður innsýn inn í heim sem fáir þekkja nema sjómennimir sjálf- ir. Langsiglingar og heimsóknir í framandi samfélög gefa farmannin- um aukna heimssýn og víkka sjóndeildarhring hans. Æðruleysi og hispursleysi margra sjómanna þarf því að skoða í þessu ljósi. Jón leggur óhikað fram dóma um sam- UM HÖF TIL FIAFNA ferðamenn sína og þar er ekki talað í gátum né verið að vanda kveðjur þegar við á. Hvort sem hann er að tala um „aukabúgreinina góðu“ eða „skippera" sína af ýmsu sauðahúsi. Þá er frásagnarstíllinn tæpitungu- laus og auðskilinn." Um höf til hafna er 204 bls. og er sett, prentuð og bundin í Prent- smiðjunni Odda hf. í Reykjavík. Mundir C-vítamíninu í moi . œjSBm? W&mmmSsm Vistmenn á Kópavogshæli vinna við ýmiss konar pökkun. =s» S&fz. **%****« Vvó^- et Vvvi1 ÆSKAN b**

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.