Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 66
T TrT*
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
Eiginmaður minn og faðir okkar,
SVEINN ERLENDSSON,
fyrrv. hreppstjóri,
Garðshornl,
Álftanesi,
lést í St. Jósefsspítala f Hafnarfirði aðfaranótt 7. desember.
Júlfana Björnsdóttlr,
Erlendur Sveinsson,
Marfa Sveinsdóttlr,
Auður Sveinsdóttir.
t
Faðir okkar,
HERMANN GEORGSSON,
bifreiöaeftiiiitsmaður,
Krfuhólum 4,
andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans 9. desember.
Fyrir hönd vandamanna,
Davfð Hermannsson,
Guðrún Hermannsdóttir.
+
Eiginkona mín og móðir okkar,
KRISTBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Boðahlein 3,
áður Ægissföu 96,
andaðist 6 Hrafnistu, Hafnarfirði, þriðjudaginn 9. desember,
Jón Vilhjólmsson og börn.
+
Eiginmaður minn og faðir okkar,
GÚSTAV SIGVALDASON,
fyrrverandi skrifstofustjórl,
Blönduhlfð 28,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. desember
kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarsjóö Tjaldness,
minningarkort fást f Blóm og húsgögnum, Laugavegi 100. (inng.
frá Snorrabraut).
Ása Pálsdóttir,
Jónfna Guðrún Gústavsdóttir,
Páll Gústavsson,
Sigvaldi Gústavsson.
+
Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur, ömmu og
langömmu,
ARNLEIFAR STEINUNNAR HÖSKULDSDÓTTUR,
frá Höskuldsstöðum, Djúpavogi,
til heimllis f Klapparbergi 23, Reykjavfk,
verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 12. desember kl. 10.30.
Blóm og kransar eru afbeðin, en þeim sem vildu minnast hinnar
látnu, er bent á Minningarsjóð Krabbameinsfélags íslands.
Egill Gestsson,
Örn Egiisson, Lonni Egilsson,
Höskuldur Egilsson, Sofffa Rögnvaldsdóttir,
Ragnheiður Egilsdóttir, Lárus Svansson,
Margrét Þórdís Egilsdóttir, Óskar Smári Haraldsson,
barna- og barnabarnabörn.
Minning:
Gísli Steingríms-
son frá Húsavík
í dag er til moldar borinn Gísli
frændi Steingrimsson, fæddur 9.
mars 1911 í Túnsbergi á Húsavík.
Foreldrar hans voru Steingrímur
Hallgrímsson frá Brettingsstöðum,
Flateyjardal og Kristín S.Þ. Jóns-
dóttir frá Stöng, Mývatnssveit. Gísli
var í meðallagi lágvaxinn og kvikur
í hreyfingum. Á yngri árum var
snerpu hans viðbrugðið. Hann stóð
beinn í baki, var skýrmæltur og vel
máli farinn. Jafnan var hann glað-
lyndur og ætið kurteis. Hann var
næstyngstur 9 systkina og að sögn,
móður sinnar mikið áhyggjuefni
sakir uppátektarsemi og hug-
dirfsku. Ungur að árum tók hann
alvarlegan sjúkdóm og mátti bera
þann kross alla sína ævi upp frá því.
Gísli var alltaf fljótur tii og var
m.a. annar maður á Húsavík til að
taka bílpróf. Hann var jafnvel snar-
ari í snúningum en krían. Hann og
nokkrir aðrir strákar voru ein-
+
Maöurinn minn og fósturfaðir okkar,
SIGURÐUR SIGURÐSSON,
fyrrum bóndl á Ytri-Skeljabrekku,
Andakflshreppi,
verður jarðsettur laugardaginn 13. desember ki. 14.00 frá Hvann-
eyri.
Þeir sem vildu minnast hans eru beðnir aö láta Dvalarheimilið
Höfða, Akranesi njóta þess.
Ferð verður frá Skaganesti, Akranesi kl. 12.30.
Guðrún Salomonsdóttlr,
Sverrir Lúthersson, Hreinn Gunnarsson.
+
Útför föður okkar, afa, langafa og tengdaföður,
SIGURÐAR JÓHANNS JÓNSSONAR,
Þórshöfn,
fer fram frá Sauöaneskirkju laugardaginn 13. desember kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hans, er bent á kirkjubyggingarsjóð Þórs-
hafnar.
Helga Jóhannsdóttir, Arnar Jóhannsson,
Marfa Jóhannsdóttir, Margrót Jóhannsdóttir,
Jóhann Jóhannsson, Erla Jóhannsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HALLBERA SIGURÐARDÓTTIR,
Gnoðarvogi 22,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 12. desember
kl. 15.00.
Sigurður Sigurjónsson, Elfsabet Guðmundsdóttir,
Alda Rut Sigurjónsdóttir, Ólafur Haraldsson,
Hallberg Sigurjónsson
og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SVANBJÖRG HRÓÐNÝ EINARSDÓTTIR,
Sólheimum 23,
sem andaðist 27. nóv. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu-
daginn 12. des. kl. 13.30.
HaraldurÁrnason, Erna Erlendsdóttir,
Björn Árnason, Krlstfn Tryggvadóttir,
Kristfn Árnadóttir, Einar Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
i
hvemtíma í kríuvarpi og létu
kríumar ófriðlega. Ein af þeim
djarfari steypti sér gjaman niður á
þá og goggaði í hausinn á þeim.
Eitt sinn er krían steypti sér jrfir
þá, varð hann fljótari til og þreif
til kríunnar og náði henni. Varla
hefur hún vandað honum kveðjum-
ar þó hann sleppti henni aftur.
Framan af árum var hann í lang-
ferðum milli Akureyrar og
Reykjavíkur. Einhveiju sinni var
hann spurður hvort hann væri góð-
ur bílstjóri. Svaraði hann að bragði:
„Já, allir sem hafa músík í sér eru
góðir bílstjórar." Hann var mjög
músíkalskur eins og hans ættfólk.
Hann var fyrstur til að eignast
grammófón á Húsavík. Á kvöldin
gekk hann í hús með fóninn, sjálfum
sér og öðrum til skemmtunar.
Þó Gísli giftist aldrei var honum
mjög vel til kvenna og heillaði þær
margar um ævina. Eitt af hans
síðustu verkum var að láta kaupa
eymalokka, — þá dýrustu í bænum
að sjálfsögðu — handa ónafn-
greindri vinkonu. Hann var hinn
sami séntilmaður í þessum efnum.
Síðasta kveðja hans á banalegu
sinni til náinnar frænku sinnar var
koss blásinn úr lófa þar sem að-
stæður ieyfðu ekki hofmannlegri
kveðju.
Einkennandi fyrir Gísla var
snyrtimennska og smekkvísi í
hvívetna. Hann var jafnan glerfínn
hvunndags sem aðra daga enda
taldi hann að það færi aldrei úr
tísku að vera vel klæddur. Festi
hann gjaman reglulega kaup á
hefðbundnum herrafatnaði, vel-
sniðnum og úr vönduðum efnum.
Eins og tískustraumar liggja í dag
verður að teljast að sjónarmið hans
í þessum efnum hafí orðið ofan á.
En aðal hans var þó ríkuleg
kímnigáfa og æðruleysi sem fleytti
honum oft yfir erfiða hjalla. Hann
lét þess getið þegar hann lá helsjúk-
ur á Borgarpítalanum að alltaf
þegar öndin væri að skreppa úr
honum kæmu þær blessaðar stúlk-
umar á hvítu sloppunum og settu
hann í gang aftur, svo öndin kæm-
ist hvergi. Honum lét vel að segja
frá og átti það til að ýkja við okkur
krakkana okkur tii stundargamans.
Vegna sjúkdóms síns var Gísli
vistmaður á Reylq'alundi síðustu 25
ár ævi sinnar. Var gjaman farið í
heimsókn til Gísla frænda á sunnu-
dögum og fengu allir, eldri sem
yngri, höfðinglegar móttökur. Hann
var bamakall og tók okkur sem
jafningjum og engin þóttu okkur
jólin nema hann dveldi hjá okkur.
Var enda auðvelt að fá hann í leiki
og spii því Gísli hafði gott keppnis-
skap. Þegar hann átti bæjarerindi
vomm við oft höfð með og þá átti
hann það til að bjóða okkur á kaffí-
hús og láta traktera okkur sem
fullorðið fólk. Þóttu okkur það
merkisviðburðir í lífínu.
Gísla fylgdi blær menningar-
heimilis þar sem virðing var borin
fyrir andans listum svo og nauðsyn
þess að afla lífsbjargar. Eftirlifandi
systkin hans eru Birgir, María,
Guðrún, Hallgrímur og Marteinn,
öll búsett á Húsavík.
Nú cr ævi Gísla á enda og skarð
hans verður ekki fyllt nema af
minningum um óvenjulegan mann
og góðan dreng. Slík verðmæti ber
að þakka.
Aðalbjörg, Gyða,
Hermann og Þórdís.