Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 69

Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 61 ur en ytri aðstæður hafa breyst á síðustu árum. Það er því forgangs- verkefni í íslenskum utanríkisvið- skiptum að endurmeta stöðu okkar gagnvart Evrópubandalaginu og treysta betur stöðu okkar í samskipt- um við þennan stóra nágranna okkar. Evrópubandalagið er stærsti við- skiptaaðili okkar og því ekki óeðlilegt að samskiptin við það séu stöðugt til umræðu. íslenskur sjávarútvegur er stór- veldi á heimsmælikvarða standi þeir sem honum ráða saman. Það er því skoðun mín að íslenskur sjávarútveg- ur eigi sameinaður að vinna að auknum alþjóðlegum viðskiptum með sjávarafurðir og halda áfram að byggja upp af eigin rammleik fyrir- tæki sem geti haft forustu í alþjóð- legri fiskverzlun. Ef við þurfum að leita að samstarfsaðiium á þessum vettvangi eigum við að leita eftir þeim meðal þeirra sem standa næst neytandanum á mörkuðum okkar, en ekki meðal keppinauta okkar um hráefni og vinnslu þess. Meginregla okkar þegar við leitum að samstarfsaðilum erlendis hlýtur að vera að leita eftir fyrirtækjum sem efla og. styðja núverandi starfsemi eða sem hjálpa okkur til að nýta áður ónýttar auðlindir. Hin nýja at- vinnugrein má ekki keppa um þegar fullnýttar auðlindir, á þröngum Qár- magnsmarkaði, né má hún kreíjast mikils vinnuafls nema augljóst sé, að hún geti um fyrirsjáanlega framtíð greitt hærri laun en aðrir í landinu. Við höfum sérstöðu gagnvart ná- grannalöndum okkar, t.d. írum og Skotum, sem leita eftir starfsemi sem krefst mikils mannafla. Þeir greiða m.a. styrki eftir þeim fjölda starfa stofnun fyrirtækis hefur í för með sér. Við leitum hins vegar eftir starf- semi sem hefur mikla framleiðni, er ekki mannaflafrek og getur greitt há laun. Þegar við reynum að meta hvað skiptir máli fyrir þau fyrirtæki, sem vildu fjárfesta hér á landi, verðum við að gera okkur grein fyrir að við erum í samkeppni við margar þjóðir sem geta boðið meiri styrki og fyrir- greiðslu og hafa einnig oftast miklu stærri heimamarkað. Við búum í tæknivæddu nútímaþjóðfélagi, en það sama má segja um nágranna okkar og keppinauta, t.d. Skota og íra. Þessar þjóðir eru hins vegar nær markaðnum í landfræðilegum skiln- ingi og eru innan Evrópubandalags- ins með hindrunarlausan aðgang að 300 milljóna manna markaði. Við þurfum því á öllu okkar að halda viljum við fá aðila til að flárfesta á íslandi. Þegar fyrirtæki meta fjárfesting- arkosti taka þau tillit til ýmissa þátta, m.a. hvort þau muni tryggja sér markaði, hráefni, ódýra orku eða lægri rekstrarkostnað. Þau meta þjóðfélagslegar aðstæður, hina ýmsu rekstrarþætti og væntanleg sam- skipti við hið innlenda athafnalíf og verkalýðshreyfingu. Þegar metnar eru þjóðfélagslegar aðstæður er litið til stöðugleika og stefnufestu stjómvalda, þ.e. hvort stöðugt sé verið að breyta þeim ramma sem fyrirtækjum er gert að starfa innan, hvemig afskiptum ríkisvalds af peninga- og vinnumark- aði er háttað, þá skiptir stöðugleiki efnahagslffsins og styrkleiki gjald- miðilsins miklu máli. Mjög mikilvægt er að viðskipti með gjaldmiðilinn séu sem frjálsust og helst þarf hann að vera skráður og fullgildur á erlendum peningamörkuðum. Gæði og mennt- un vinnuaflsins ásamt greiðum Qarskiptum og samgöngum eru einn- ig mikilvægir þættir þegar metnir em flárfestingarkostir. Landið verður að hafa skýr og afmörkuð lagaákvæði um réttindi erlendra fyrirtækja. Umfram allt vilja erlendir aðilar hafa skýr ákvæði um þá þætti sem tengjast rekstrinum og tiyggingu fyrir þvf að ekki sé alltaf verið að breyta lögum og regl- um. Atriði sem hafa bein áhrif á rekstrarafkomuna skipta miklu máli, svo sem: a) að skattar fyrirtækja séu þeir sömu eða minni en f samkeppnis- löndunum. b) að fullt frelsi sé á fjármagnsflutn- ingi inn og út úr landinu. c) að tollskrá og meðhöndlun hrá- efnis og framleiddrar vöru séu aðgengilegar. d) að erlendir flárfestingaraðilar hafi fullt frelsi til að stjóma fyrir- tækjunum og eiga meirihluta í _þeim. I ræðu sem ég hlýddi nýlega á sagði einn af bankastjórum Citibank að sá banki stofnaði ekki útibú nema hann ætti meirihluta. Þessi ákvörðun var tekin vegna samstarfsaðila sem höfðú brugðist og hafði bankinn orð- ið að leggja út mikinn kostnað til að vemda hagsmuni sína. e) að launakostnaður sé a.m.k. ekki hærri en í samkeppnislöndunum, sé launakostnaður stór liður í rekstrarkostnaðinum. Væntanleg samskipti við at- hafnalíf og verkalýðshreyfingu skipta miklu máli og þar taka menn tillit til hvort í landinu séu vel rekin fyrirtæki, sem gætu orðið æskilegir samstarfsaðilar, og hvort þar séu færir og vel menntaðir stjómendur og vinveitt eða a.m.k. raunsæ verka- lýðshreyfing. Hvað viljum við selja? Þegar við reynum að svara spum- ingunni „Hvemig kynnum við möguleika okkar erlendis" er rétt að gera sér grein fyrir hvað það er sem við höfum að selja og hvað við viljum selja. Náttúruauðæfi okkar, sjávar- afli og orka ásamt vel menntuðum mannafla eru þeir þættir sem gætu verið áhugaverðir fyrir erlenda fjár- festingaraðila. Sjávarafli okkar er fullnýttur þó menn deili um hvemig hægt sé að ná hámarksarðsemi innan greinarinnar. Við höfum á liðnum árum lagt megináherslu á leit að samstarfsaðil- um í orkufrekum iðnaði. Þar höfum við náð nokkmm árangri. Hins vegar er ekki ástæða til mikillar bjartsýni um öra þróun á því sviði verði ekki miklar hækkanir á olíu á næstunni. Stærsta fjárfesting okkar íslend- inga á liðunum áratugum hefur verið í menntun landsmanna. Við höfum þvi í dag á að skipa vel menntuðu og ijölhæfu vinnuafli sem er vel und- ir það búið til að takast á við flókin og erfíð verkefni. Einmitt þess vegna eru möguleikar okkar flölbreyttari en margra annarra þjóða. Sá vettvangur, sem ég tel okkur eiga að leggja mesta áherzlu á f framtíðinni, er þróun og sala á afurð- um ýmissa stuðningsgreina sjávarút- vegsins. Hér er svið sem er örugglega áhugavert fyrir erlenda flárfestinga- raðila. í umræðunni um hátækniiðn- að verðum við að horfast f augu við þá staðreynd að þar erum við langt á eftir nágrannalöndunum. Við get- um hins vegar þróað af meiri krafti þá framleiðslu starfsemi sem tengist stuðningsgreinum í sjávarútvegi. ís- lenzk fyrirtæki sem framleiða veiðar- færi, tölvuvogir og ýmsar vélar og hugbúnað eiga greiðari aðgang að erlendum mörkuðum vegna góðs orðs sem fer af íslendingum f tengslum við sjávarútveg um allan heim. Þetta er okkar hátækni, hér höfum við forskot og alla möguleika til þróunar með stöðugum tilraunum í fyrirtælq'- unum sjálfum. Á þessu sviði fremur en flestum öðrum tel ég auðveldara að þróa samstarf við erlenda aðila, því hér er m.a. tiltölulega stór heima- markaður fyrir afurðir sem tengjast sjávarútvegi. Það er auðveldara fyrir okkur að þróa hátækniiðnað, sem sprettur úr náttúrlegu umhverfi okk- ar, en ætla að tileinka sér með öllu ný vinnubrögð. Hvað snertir aðrar greinar sem ég tel eftirsóknarverðar, t.d. með tilliti til góðrar menntunar fslendinga, þá tel ég rétt að við leit- um hófanna hjá efna- og lyQaiðnaði og öðrum þeim greinum sem hafa mikla framleiðni en eru ekki mann- aflafrekar. Gagnstætt því sem margir halda var ísland ekki vel kynnt erlendis. Ég hef vegna vinnu minnar þurft að ferðast út um allan heim og þurft að skipta bæði við einkafyrirtæki og opinbera aðila og það er ljóst að landið var óþekkt og fáir vissu nokk- uð um það. Við getum sjálf spurt okkur hvað við vitum um lönd eins og Möltu, Costa Rica eða Uruguay. Við teljum okkur þó tiltölulega vel upplýsta þjóð. Það vakti athygli mína á þessum ferðum að það sem almenn- ingi var minnisstæðast frá íslandi var skákeinvígi Fishers og Spasskys. Ég held því að flestum okkar sé ekki fullljóst hversu mikil landkynn- ing fundur Reagans og Gorbachevs f Reykjavík hefur verið. Ég hef ferð- ast víða síðan ákvörðunin um fundarstað var tekin, bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu, og hef af eigin raun kynnst því hve ísland hefur verið umtalað. Slíkt umtal er fljótt að falla í gleymsku ef ekki er fylgt á eftir með frekari landkynningu. Það má segja að umtalið sem fylgdi fúndinum hafi plægt jörðina en nú á eftir að sá. í landkynningu og leit að erlendum samstarfsaðilum er hægt að beita tveimur aðferðum. Annars vegar al- mennri landkynningu, þar sem landið sjálft, þjóðin og landkostir eru kynnt- ir á sem flestum stöðum í þeirri von að áhugasamir flárfestingaraðilar gefi sig fram og hefli viðræðm-. Hin aðferðin miðast við að skilgreina nákvæmlega hvaða greinar og fyrir- tæki menn hafa áhuga á og leitast svo við að hafa beint samband við forystumenn þessara fyrirtækja. Við eigum í því sambandi ekki eingöngu að hugsa um stórar og miklar framkvæmdir heldur einnig að reyna að fá samstarfsaðila í smærri viðfangsefnum. Ég lít t.d. til hinna ýmsu innflutn- ingsfyrirtælq'a í þessum efnum. Þó að íslensk innflutningsfyrirtæki séu ekki stór er ljóst að forsvarsmenn þeirra eru oft í persónulegu sam- bandi við forstjóra hinna stóru flölþjóðafyrirtækja sem þeir skipta við. Við höfum þegar dæmi um slíkt. Þannig er ef til vill hægt með beinum samböndum að laða til okkar fram- leiðslu á ýmsum hlutum, sem þurfa ekki nauðsynlega að vera endanleg afurð heldur hluti af framleiðslu hinna stóru fyrirtækja. Þjónustu- starfsemi er sá þáttur atvinnustarf- seminnar sem er f hvað mestum vexti. Menn hafa þvf oft hugleitt hvort við gætum ekki með breyttri lagasetningu haslað okkur völl, t.d. á sviði alþjóðabankaviðskipta og tryggingamála. Hér á undan hef ég reynt að fara nokkrum orðum um viðfangsefnið „fsland sem fjárfestingarland“. Hvað skiptir máli — hvemig kynnum við möguleika okkar erlendis. Ég hef vafalaust talað í víðara samhengi en aðstandendur ráðstefnunnar gerðu ráð fyrir. Ég tel hins vegar ómögu- legt að fjalla um stöðu lslands sem fjárfestingarlands nema að líta til flestra þátta sem hafa áhrif á þróun fslensks efnahags og atvinnulffs. Samskipti annarra þjóða við er- lenda flárfestingaraðila geta orðið okkar vísbending um hvemig rétt sé að standa að þessum málum. Það er athyglisvert að lönd með litla heimamarkaði svo sem Singapore, Hong Kong og Holland hafa náð góðum árangri á þessu sviði. Þessi lönd eiga það sammerkt að hagkerfi þeirra er mjög opið og litlar takmark- anir á athafnafrelsi bæði innlendra og erlendra fyrirtækja. Sagan kennir okkur að ýmis smáríki hafa í gegnum aldimar getað orðið stórveldi á sviði viðskipta. Þau hafa fyrst og fremst byggt á auðugu viðskipta- og menn- ingarlífi, sem einkennst hefur af víðsýni. Þar hafa menn litið á stöðu sína í umheiminum og litið á heiminn allan sem sinn starfsvettvang. Ég tel að eina von okkar sé, að okkur tak- ist að snúa baki við einangrunar- hugarfari liðinna alda og að við verðum virkir þátttakendur í umróti viðskiptalífsins umhverfis okkur. En eins og kafari, sem hefur verið lengi í undirdjúpunum, verður að fara hægt upp á yfírborðið verðum við að nálgast frelsi með ákvörðunum sem teknar em í réttri röð. Við verðum að gera okkur grein fyrir að við emm fámenn þjóð í stóm landi og hvort okkur líkar betur eða verr er efnahags- og atvinnustarf- semi okkar samtvinnuð þróun efnahagsmála f nágrannalöndunum. Við verðum því að skoða erlenda flárfestingu í samhengi við stöðu okkar gagnvart umheiminum og mögulega þróun efnahags- og at- vinnumála innanlands. Aukin samskipti við erlenda aðila em óum- flýjanleg og við verðum þvf að marka okkur skýra stefnu og megum ekki bíða eftir þvf að pólitfskir eða efha- hagslegir örðugleikar þvingi okkur til að stíga skref, sem við þurfum ekki að stíga, ef við tökumst á við hlutina meðan tími gefst til. Við verð- um að hvetja tíl umræðu um þessi málefni, eins og gert er með þessari ráðstefnu og leitast við að ná sem víðtækastri samstöðu milli sljóm- valda, atvinnulffs og verkalýðshreyf- ingar. Höfundur er framkvæmdasljóri Sambands ialenskra fiakframleið- enda. MÆLDO VEOGINN -bsbs* Oslo Maghony kr. 39.980.- Bergen í kótó kr. 44.190.- Korfu í kótó kr. 49.740.- System II raðskápar í hvítu, svörtu, beiki, kótó og maghony. 'ÍSiJsí M«i _ *i ?M{1* * ’ ♦ A n 4 w i ,=* 1 . • 5 Bonn hvítt og beiki. Uppstilling kr. 29.490.- Tunö raðskápar og massíf fura. V/SA E eurocabo Hnn BESTU GREIÐSLUKJORIBÆNUM Oiúsgagiraftöllin BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.