Morgunblaðið - 11.12.1986, Page 70
70
MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
RAFMAGNS
HITABLÁSTURSOFNAR
ERU NÚ FYRIRLIGGJANDI.
HAFA STRAUMUÓS, HITASTILLIR,
FROSTVÖRN OG OFHITUNARVARA.
Skeljungsbúðin <
Siðumula 33
símar 681722 og 38125
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Haraldur B. Amgríms-
son kaupmaður við jóla-
tréð á tröppum verslunar
sinnar.
Selfoss:
Klara Sæland afgreiðir viðskiptavini
í Blómahominu.
Jólastemmning í Blómahorninu
Selfossi.
Jólaundirbúnings verður einna fyrst vart dagana fyrir fyrsta
sunnudag í aðventu þegar fólk hugar að fyrstu skreytingunni fyrir
jólin, aðventukransinum. Það er í blómaverslunum sem mest er að
gera i þessu efni i kringum aðventubyijun.
Það var mikið að gera í Blóma- fram til klukkan 21.00.
horninu á Selfossi hjá hjónunum
Haraldi B. Amgrímssyni og Klöru
Sæland. Hjá þeim eru boðstólum
vörur til skreytinga og gjafa og þau
leggja sig eftir því að þjóna fólki
sem best með því að hafa opið alla
daga desembermánaðar til jóla
Jólatréð við innganginn í verslun-
ina er jafnan fyrsta skreytingin sem
sést í bænum fyrir jólin og til að
auka á jólastemmninguna var fólki
boðið upp á heitt súkkulaði og pip-
arkökur á meðan það verslaði.
Sig. Jóns.
1 DAIHATSU ROCKY
3 DAIHATSU CHARAD^
0 DAIHATSU CUORE
8 VIDEOTOKUVELAR
JVC GR-CZ rf
75 UTVORP
JVC RC-W40
75
REIÐHJOL
BMXLUXUS
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
Merkur maður sagði eitt sinn um
verslun:
— Það geta allir hækkað verðið,
en það þarf vit og þekkingu til að
bæta gaeði vörunnar.
Þessi orð, sem eru frá síðustu öld,
eru eins og töluð til okkar í dag.
Svo hröð er nú þróun verslunarhátta
hér á Fróni.
Þegar mér finnst baráttan fyr-
ir skaðlitlum matvælum vera
orðin næsta vonlítið, elda ég
gjarnan eitthvað fljótlegt en
bragðgott, svona rétt til að lægja
innri ólgu „tímabundið“.
Einn af þessum málsverð-
um er
Pönnusteiktar lamba
lærisneiðar með stöpp
uðum kartöflum og
rósakáli
1 kg lærisneiðar (1. fl. 2 verð-
flokkur)
1 tsk. salt
1 tsk. mulið rósmarin
2 matsk. matarolía
1 matsk. smjörlíki
V2 bolli mjólk (eða soð)
Þessar lærisneiðar í 1. fl. 2 verð-
flokk eru skomar efst af kjötlæri
og ættu því fremur að vera seldar
sem læristeikur eða lendarsteikur til
aðgreiningar frá hinum venjulegu
lærisneiðum, en þær þurfa mun
lengri eldunartíma. Það er því oft
erfítt að skilja hversvegna litlum
sneiðum af seigasta hluta Iærisins
er oft lætt með þessum fljótsteiktu
steikum í lofttæmdu pakkningamar.
Veljið pakka með samstæðum
steikum og látið þiðna í kæliskápn-
um og liggja þar í 2—3 daga. Það
gerir kjötið meirara.
1. Þerrið kjötið vel, flarlægið
fítuklumpa og skerið í fitu og húð-
lagið svo steikin vindist ekki til í
steikingu.
2. Rósmarin er mulið á milli fíngra
og blandað saltinu.
3. Matarolían og smjörlíkið er hit-
að á pönnu og er steikunum raðað
á pönnuna ekki mjög þétt. Salti og
rósmarinblöndunni er stráð yfír
steikumar og er kjötið brúnað og
steikt í feiti 7—8 mín. á hvorri hlið.
í 1 kg eru u.þ.b. 10 lærisneiðar,
áætlað 2 stk. á mann fyrir matnetta.
4. Feitin á rétt að krauma þegar
kjötið er steikt og tilbúið á það að
vera örlítið rauðleitt að lit þegar það
er skorið í sundur.
Gætið þess að ofsteikja ekki þá
verður það þurrt og seigt.
5. Eftir steikingu er kjötið tekið
af pönnunni, mjólkinni er bætt á
pönnuna, suða látin koma upp og
vökvinn látinn sjóða á meðan hann
er að þykkna. Bætið salti við ef þarf.
Kartöflur ‘Akg eru soðnar og
afhýddar. Þær em síðan stappaðpar
og hrærðar úr með 1 matsk.
smjörlíki, 'Atsk. múskati, örlitlu salti
og mjólk eftir smekk.
Rósakál: Nýtt kál er hreinsað,
þunn sneið skorin af stofíii og
skemmd lauf Qarlægð. Rósakálið er
soðið í 10 mín. Smjörlíkið er brætt
á pönnu og ‘Asaxaður laukur látinn
krauma í feitinni í u.þ.b. 1 mínútu.
Því næst er rósakálinu bætt út í og
léttsteikt með lauknum í feitinni í 5
min. Pannan er hrist af og til.
Aður en málsverður þessi var
fram borinn var lambasteikunum
raðað á fat, stappaðar kartöflumar
voru settar öðru megin við þær og
rósakálið hinu megin og sósunni
síðan hellt yfír kjötið.
Viðbrögðin voru mjög hæversk,
einfaldlega — ft-ábært.
Verð á hráefni
1 kg lambakjötssneiðar 1
fl. 2 verðfl.... Kr. 262,00
1 pk. rósakál ... kr. 49,00
1 laukur ...... kr. 49,00
*/2kg kartöflur .. kr. 17,50
Kr. 333,50