Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 71

Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR'II. DESEMBEK 19^6 7T Brigslyrði leiðrétt eftirdr. Gunnlaug Þórðarson Í grein minni hér í blaði 3. þ.m. var á það bent að gera yrði meiri kröfur til alþingismanna en ann- arra, er þeir láta mál til sín taka og því má við bæta að þyngra verði það á metum, er um háskólapró- fessor er að ræða og sérfræðing í þjóðarrétti. Auðvitað spillir það ímynd slíks manns, að hinn sami taldi það goðgá og ganga landráði næst að halda því fram á alþjóða- vettvangi að íslenska þjóðin ætti meiri rétt en til 12 sjómflna fisk- Setberg gefur út: „AUt fyr- ir þig“ „Mér hefði þótt nær að alþingismaðurinn, sem er alla virka þingdaga samvistum við forsætis- ráðherra, hefði kynnt sér þetta sjálfur í stað þess að fara með ófyrir- gefanleg brigslyrði í garð fjölda opinberra starfsmanna.“ veiðilandhelgi, er menn af hans tagi töldu hagsmunum okkar best borg- ið með því að fá þá víðáttu samþykkta sem alþjóðalög. Þetta er riíjað upp vegna pistils dr. Gunnars G. Schram alþingis- manns hér í blaði 9. þ.m. er hann segir það misskilning hjá mér að orð hans á Alþingi 11. nóv. sl. hafi verið til þess fallin að spilla áliti íslenskrar löggæslu hjá almenningi, er hann kvaddi sér hljóðs í Samein- uðu þingi út af Sea Shepherd- málinu. í grein minni voru orð hans tek- in beint upp úr ræðuparti og er ekki ástæða til að endurtaka það allt, en t.d. aðeins bent á þessi ummæli: „Atburðir helgarinnar sýna okkur svart á hvítu að fram- kvæmd öryggismála hér innan- lands er greinilega mjög ábótavant." Það var í fáum orðum sagt talað tæpitungulaust um að „íslensk löggæsluyfirvöld yrðu að vera betur á verði en hingað til í því er varðar komu útlend- inga hingað til landsins.“ Ef þetta eru ekki árás á íslenska löggæslu, þá veit ég ekki hvað á að kalla þetta, þó að alþingismaðurinn skammist sín nú fyrir ummælin. í þessum pistli gætir sýnilega misskilnings um staðreyndir máls- ins er hann segir: „í' ummælum mínum var hvergi gagnrýnt hvernig Útlendingaeftirlitið brást við í máli Sea Shepherd, en það hafði fylgst með þeim allt frá 15. október." Hér fer al- þingismaðurinn vitandi vits með rangt mál nema skilningsleysi á mæltu máli sé um að ræða. Útlendingaeftirlitið hafði alls ekki fylgst með mönnum þessum sem Sea Shepherd-mönnum, heldur af árvekni sem hveijum öðrum er- lendum ferðamönnum. Það var ekki fyrr en eftir að þeir voru horfnir úr landi að upplýsingar bárust um hvers konar glæpamenn hér var að Gunnlaugur Þórðarson ræða. Þar voru það erlend lögreglu- yfirvöld sem höfðu brugðist tilkynn- ingarskyldu sinni og ekki við Útlendingaeftirlitið að sakast. Hefðu þær upplýsingar borist á eðlilegum tíma hefðu atburðimir í Reykjavíkurhöfn og Hvalfirði ekki átt sér stað. Alþingismaðurinn telur það vera vott um andvaraleysi hjá mér að hafa mótmælt órökstuddri gagnrýni hans á störf Útlendingaeftirlitsins og ísl. löggæslu og að mér heféi verið nær að afla mér upplýsinga hjá nýskipaðri nefnd sem á að kynna sér þessi öryggismál. Mér hefði þótt nær að alþingis- maðurinn, sem er alla virka þing- daga samvistum við forsætisráð- herra, hefði kynnt sér þetta sjálfur í stað þess að fara með ófyrirgefan- leg brigslyrði í garð fjölda opinberra starfsmanna. Það er þó virðingar- vert að alþingismaðurinn vill nú leiðrétta ummæli sín og er betra seint er aldrei. _________________________________é Höfundur er hæstaréttarlögmað- BÓKAÚTGÁFAN Setberg hefur gefið út bókina „Allt fyrir þig“ eftir Danielle Steel. Þetta er sjö- unda bók hennar sem út kemur á íslensku. Hinar eru „Gleym mér ei“, „Loforðið“, „Hringurinn“, „í hamingjuleit", „Þú sem ég elska“ og „Vegur ástarinnar". „Allt fyrir þig“ er saga Fay Price og fjölskyldu hennar. Þetta er saga af ólíkum einstaklingum sem saman verða að takast á við raunveruleik- ann í fallvöltum heimi draumaverk- smiðjunnar í Hollywood. Þegar Fay Price, ein efnilegasta leikkonan í Hollywood, kynnist Wrad Thyer, glæsilegum milljóna- erfíngja, tekur líf hennar algerum stakkaskiptum. Hún leggur leik- ferilinn á hilluna og ákveður að helga líf sitt manni og bömum. En hvað gerir hún þegar Wrad verður gjaldþrota, gefst upp og skilur hana eftir eina með fímm böm? Á hún enn möguleika á að taka upp þráð- inn þar sem frá var horfíð í kvikmyndaheiminum? (Úr fréttatilkynningu.) Bahus borðstofuhúsgögn og veggsamstæður Jólasendingin komin Smiðjuvegi 6, Kópavogi simar 45470 — 44544.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.