Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 72

Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 aulostar Sparibúid bílinn fyrir hátíöarnar! f tilefni af 75 ára afmæli: Eflum Háskóla íslands Væri ekki upplagt aö gleöja fjölskyldubíl- inn og notendur hans meö nýjum sæta- áklæöum, nú þegar jólin nálgast? Mjúk, falleg og hlý áklæöi í miklu úrvali fyrir flestar tegundir bifreiöa. Afar hagstætt verö. FÁST Á NÆSTU SHELL BENSÍNSTÖÐ eftir Ludwig Eckardt Á undanfömum misserum hafa heyrst þær raddir frá ýmsum for- ystumönnum atvinnulífsins að æðri menntun hér á landi þjóni ekki þörf- um atvinnulífsins nógu vel. Er hér aðallega átt við háskólamenntun en einnig að nokkru leyti þá hvað er átt við þegar slík kvörtun er borin fram? Sennilega að námsefnið sé úrelt eða að nýútskrifaðir fræðingar kunni ekki að hugsa með tilliti til markaðarins. Nú hlýtur að vakna sú spuming hver tilgangur framhaldsskóla og háskóla sé. Að mínu mati þurfa framhaldsskólar að sjá um alhliða grundvallarmenntun sem gerir nemendum kleift að halda áfram með nám og einnig að vera færa um að vinna margvísleg þjónustu- störf sem kreflast lítillar sérþjálfun- ar. Tilgangur háskólans er hinsveg- ar að mati flestra að veita menntun til að geta stundað rannsóknir í allskonar fræðigreinum sem eiga að sjálfsögðu að skila einhveijum arði. Flestir halda líka að háskóla- menntun sé til þess að taka við stjómstöðum víða í þjóðfélaginu. En ég hugsa að hlutverk háskólans nái ekki aðeins til þessara þátta heldur sé það mun viðameira: 1. Háskólinn þarf vissulega að undirbúa ákveðinn Qölda hæfs fólks til vinnu. 2. Til menntunar á æðsta stigi heyra grundvallarrannsóknir í öllum greinum, jafnt í húm- anískum sem og í raungrein- um. 3. Háskólinn er vettvangur til að skapa trausta þekkingu byggða á áreiðanlegum gögn- um sem síðan er beitt við framtíðarákvarðanir í þjóð- félögum. Til þess þaf hann að fá aðgang að öllum fáan- legum upplýsingum. Háskóla- starfsmenn eiga í starfi sínu að vera lausir við pólitíska Ludwig Eckardt íhlutun frá stjómvöldum hveiju sinni. 4. Háskólinn er vemdaður stað- ur vísindalegrar umræðu, þar sem einnig gefst tækifæri til að prófa í formi líkana t.d. óvenjulegar samfélagsgerðir og tækninýjungar. Vemdunin er nauðsynleg til að forðast hlutdrægar ályktanir um möguleika og virkni slíkra líkana. 5. Síðast en ekki síst hefur há- skólinn það hlutverk að varðveita og bera áfram til komandi kynslóða vitneskju og samhengi liðinna menning- arsamfélaga. Af þessari upptalningu ætti öll- um að vera ljóst að háskólinn er ekki bara einhver æðri gagnfræða- skóli, heldur miðpunktur vísinda- legrar umfjöllunar og getur haft lykilaðstöðu fyrir framtíðarlífsaf- komu samfélags. Þetta fæst ekki ókeypis. En hver á að borga? Víða erlendis eru einkafyrirtæki með rannsóknarstofnanir eða styrkja vísindamenn með fjárfram- lögum (sbr. bandaríska „Founda- tion“-kerfið eða „Stiftung“-kerfið í Með skáldsögunní Crámosinn glóir kemur Thor Vilhjálmsson eflaust mörgum á óvart. Hann sæklr nú efnlvið sinn til íslenskra sakamála á 19. öld og nýtir sér að nokkru tækni spennusagna en spinnur í sömu mund saman þrjár ástarsögur. Grámoslnn glóir er pó umfram allt samfelldur óður til íslands. Tnor Vilhjálmsson HEFUR HLOTIÐ EINROMA LOF V* -S*' * táÁ •V • '3i » • * < ^vurt d fnntu Vestur-Þýskalandi). Hvar eru þau einkafyrirtæki hér á landi sem kosta grundvallarrannsóknir í t.d. sögu, málvísindum eða plöntufræði? Eg sé enn engin ftjáls framlög manna til menntunar skv. hugmyndum fijálshyggjumanna sem vilja láta markaðsöflin ráða öllu. Allt of margir hugsa bara um skjótan gróða og ennþá fyrirfinnast eignar- menn sem borga ekki tekjuskatt eða útsvar og eru stoltir af því. Frá þeim kæmi ekki króna til menntun- ar. Tekjuöflun menntastofnana verður að miklu leyti að vera í hönd- um ríkisins sem verður jafnframt að treysta þeim sem starfa í þessum stofnunum að þeir fari vel með peninga. í því sambandi ber að fagna hugmyndum um minnkun miðstýringar í menntakerfínu. En því miður bera stjómendur þessa lands því fyrir sig að nú þurfí að spara. Háskóli íslands er ekki efldur frekar en aðrar menntastofn- anir, þvert á móti er dregið úr nauðsynlegum framkvæmdum, og hann fær ekki einu sinni allan ágóð- ann af happdrættinu. Hrópandi aðstöðuleysi og ^ársveltir Háiskóla Islands hljóta að hafa áhrif á gæði menntunar. Til að draga enn meira úr mætti háskólans eru launakjör háskóla- starfsmanna með þeim hætti að erlendir vísindamenn t.d. frá Mið- Evrópu eða Norðurlöndum hrista bara hausinn ef laun háskólamanna hér ber á góma þó að einnig sé þrengt að kjörum þeirra. Af þeim sökum hafa nokkrir vísindamenn afþakkað að starfa við háskólann þrátt fyrir mikinn áhuga. Er það þá furðulegt að háskólinn geti ekki sinnt mikilvægum verk- eftium og er ekki í takt við atvinnu- iífíð? Hann ætti að vera á undan því, frá honum ætti að liggja hug- myndastreymi inn í þjóðfélagið og útstreymi hæfs fólks til að takast á við nýstárlegar atvinnugreinar. Eflum Háskóla íslands með því að fjölga starfsmönnum, stórbæta aðstöðu, og gera vísindastarfið eft- irsóknarvert launalega séð. Við skulum snúa dæminu við: í stað þess að tala sýknt og heilagt um að háskólinn aðlagi sig atvinnulífinu skulum við tala um að atvinnulífið þurfi að aðlaga sig nýjum upp- götvunum og nauðsynlegum breyt- ingum. Hér er hin margumtalaða framtíð í veði og uppbygging Háskóla ís- lands hlýtur að teljast til forgangs- verkefna. En við þyrftum ekki að bíða eftir árangri öflugs háskóla þar til næsta kynslóð tekur við vegna þess að hann kemur okkur öllum að góðu gagni strax. Allt tal um að meninng og menntun sé mikilvæg er ábyrgðarlaust raus á meðan ekkert er að gert. Lífskjör íslendinga eru há vegna þeirrar gífurlegu vinnu sem kynslóðir þess- arar aldar hafa lagt á sig. En í framtíðinni dugir líkamlegur kraft- ur ekki einn. Um þetta eru jú allir sammála. Við erum meðal ríkustu þjóða heims, en ástand Háskóla Islands ber þess ekki merki. Ef stjómvöldin taka hlutverk sitt al- varlega, verða þau að snúa við blaðinu og efla Háskóla íslands. Þetta er eina leiðin til farsællar framtíðar. Höfundur erjarðfræðingur að mennt og kennir eðlisfræði, jarð- fræði og töivufræði við Fjöl- brautaakólann á Akranesi. Fróóleikur og skemmtun fyrirháasemlága!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.