Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 81
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
81
Hversvegna þessi aðf ör
að Helgarpóstinum núna?
Kæri Velvakandi.
Upp á síðkastið hef ég orðið vör
við að Helgarpóstinum er legið á
hálsi fyrir harkaleg skrif í garð
ráðamanna þjóðarinnar og ýmissa
stofnana hennar. Blaðið hefur verið
vænt um níðingsskap og róg um
þessa aðila. Kerfíshundamir hafa
risið upp á afturlappimar og öskrað,
blaðið lýgur, blaðið lýgur.
Það er reyndar með ólíkindum
hvað blaðamenn Helgarpóstsins
hafa mátt þola af allskonar svívirð-
ingum í þessum dúr að undanfömu.
Og það er nokkur vitnisburður um
þá, hvað þeir hafa haldið vel ró sinni
á meðan.
En hversvegna skyldi það nú
vera sem þessar ásakanir dynja
yfír blaðið. Hversvegna þessi aðför
að Helgarpóstinum núna? Rétt svar
við þessum spumingum vilja fáir
viðurkenna: Helgarpósturinn hefur
ijölmiðla skeleggast gengið fram í
því að sýna stjómvöldum aðhald á
síðustu mánuðum. Hann hefur bent
á fjölmörg atriði í okkar þjóðfélagi
sem betur hafa mátt fara, mörg
hver sem fáa óraði fyrir að eitthvað
væri athugavert við, en reyndist svo
sannarlega vera þegar betur var
að gáð. Ég held að fólk geri sér
ekki almennilega grein fyrir því
hvað blaðið hefur mikilvægu hlut-
verki að gegna í þessu lýðræðisþjóð-
félagi okkar.
Nú er ég bara venjulegur borg-
ari hér í Reykjavík og kann ekki
skil á faglegum sjónarmiðum í
blaða- og fréttamennsku, en mér
þykir jafn ljóst fyrir það, að Helgar-
pósturinn hefur einn fjölmiðla sýnt
þann styrk á undanfömum mánuð-
um sem nægir til að hér á landi
verði rekin fijáls og óháð fjölmiðl-
un, sem skili okkur réttlátara
þjóðfélagi.
Guðrún Björg Jóhannsdóttir,
Reykjavík.
Vantarheimil-
isfang Isfirð-
inganna
Kristbjörn Óskarsson á
Húsavík skrifar:
Sl. sumar var ég tjaldvörður á
tjaldstæðinu á Húsavík. Fjölskylda
frá ísafírði gisti á svæðinu nótt eina
í ágúst og kynntist ég þessu fólki
dálítið. Þau komust að því að ég
safna pennum af öllum gerðum, og
dag einn í haust fékk ég sendingu,
frá þessu ágæta fólki, sem innihélt
8 penna frá fyrirtækjum á ísafírði.
Nú bara vill svo illa til að ég hef
hvorki nafn né heimilisfang þessara
góðu ferðamanna, sem mig langar
að hafa samband við.
í þeirri von að ísfírðingar lesi
þessar línur þakka ég Velvakanda
fyrir birtinguna og heimilisfang
mitt og sími en
Kristbjöm Óskarsson,
Höfðavegi 8,
640 Húsavík.
S: 96-41602.
é>
Góð bók
ARNI KRISTJANSSON
HVAÐ ERTU
TÓNLIST?
Hvað ertu tónlist?eftir
Árna Kristjánsson
píanóleikara.
Snilldarlega rituð bók.
Fjallað um Bach, Haydn,
Scarlatti, Chopin, Wagner,
Schubert, Smetana, Ber-
lioz, Grieg, Sibelius, Sallin-
en og Nordheim. Einnig
ritgerð um tónlist almennt
og um íslenska tónlist
fyrrog nú.
■:
%
, Leystu rriig, MaggiRjoturj Mamma.
þin nó&i /VÍSA- KOrti<$!"
----§---------i---i--
ást er...
... að skilja veik-
leika hvors annars.
TM Reg u.S. Pat. Ott,—all rights reserved
®1984 Los Angeles Times Syndicate
Ég spurði ekki hvernig
börn fæðast heldur
vegna hvers!
Þú munt kynnast dökkri
konu og svo kynnist þú
dökkri konu og svo ...
kynnist þú dökkri konu!