Morgunblaðið - 11.12.1986, Qupperneq 84
AIENN
/MÖNNUM
>íi
Þórshöfn:
Uppsagnir í
frystihúsinu
OLLUM starfsmönnum Hrað-
^^frystihúss Þórshafnar hefur
^^TCrið sagt upp störfum frá 9.
janúar næstkomandi. Hjá frysti-
húsinu vinnur á sjötta tug manna.
Að sögn Jóhanns A. Jónssonar
er ástæða uppsagnanna sú að Stak-
fellið, sem aflað hefur frystihúsinu
hráefnis, fer í slipp eftir áramótin.
Ákvörðun hefur verið tekin um að
breyta skipinu í frystiskip. Lítil von
er um að vinna geti orðið í frystihús-
inu fyrr en næsta vor.
Sjá frétt á bls. 47.
Grindavík:
JHeilsugæsla
hækkar um 45%
á næsta ári
Grindavík.
MIKIL hækkun verður á rekstr-
arkostnaði Heilsugæslustöðvar
Suðurnesja á næsta ári. í fundar-
gerð heilsugæslunefndar Grinda-
víkur frá 8. desember, sem lögð
verður fyrir bæjarstjóm í dag,
^gjg- vakin sérstök athygli á þvi að
á næsta ári beri bænum að greiða
til heilsugæslunnar 3,2 mi^jónir
króna, eða um 1542 krónur á
hvem íbúa. Árið 1985 var kostn-
aður Grindavíkur 760 krónur á
hvera íbúa, og í ár er heildar-
kostnaður samkvæmt kostnað-
aráætlun um 1750 þúsund krónur
eða 863 krónur á hvera íbúa.
Heilsugæslunefnd Grindavíkur
hefur ásamt Kristmundi Ásmunds-
syni heilsugæslulækni kynnt sér
rekstur heislugæslustöðva í Hvera-
gerði, Þorlákshöfn, á Hvolsvelli og
Helli. Niðurstaða þeirra er að þar
greiði sveitarfélögin árið 1985 frá
500-650 krónur á hvem íbúa, eða
n'i9f5%-35% minna en Grindavíkur-
bær.
Kr. Ben
Lést í slysi
í Danmörku
ÍSLENDINGUR, 47 ára gamall,
lést í bílslysi í Danmörku sl.
mánudagsmorgun. Hann hét Ól-
afur Eiður Helgason og hafði
verið búsettur eriendis í yfir 20
ár. Hann lætur eftir sig danska
konu og 12 ára son.
Ólafur Eiður var frá Húsavík.
Hann var á leið heim til sín úr vinnu
er hann missti stjóm á bíl sínum,
fór út af og endaði í skurði við
vegarkantinn. Ólafur starfaði sem
háseti á ferju er sigldi á milli Sjá-
lands og Fjóns.
fM DAGAR
I O TIL JÓLA
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Normannsþinur ograuðgreni vinsælust
JÓL ATRÉSSALA er þegar komin í gang þótt enn séu tvær vikur til jóla. Normannsþinur og íslenska
rauðgrenið virðast vera vinsælustu jólatrén í ár. Ódýrustu trén til heimilisnota eru á 345 krónur
og þau dýrustu á kr. 1400. Hjá Landgræðslusjóði er aðeins þriðjungurinn af tijánum innfluttur, en
hjá Blómavali er hlutfaUið þveröfugt, aðeins 20 til 25% eru innlend tré.
Happdrætti
háskólans:
Fjórir fengu
2 milljónir,
enginn átti
trompmiðana
DREGIÐ var í Happdrætti Háskóla
íslands í gær. Að þessu sinni var
hæsti vinningurinn tvær milljónir
króna, en eigendur nífaldra
trompmiða gátu gert sér von um
að vinna átján milljónir króna. Að
sögn Jóhannesar L.L. Helgasonar,
forstjóra HHÍ kom vinningurinn á
miða 43488 og áttu fjórir Reyk-
víkingar miða með þessu númeri.
Hljóta þeir tvær milljónir hver en
happdrættið átti „trompið" og
fékk tiu milljónir í sinn hlut. Þrír
fengu annan vinning, eina milljón
króna hver, en HHÍ fékk 6 milljón-
ir af næsthæsta vinningi.
Jóhannes sagði að hæstu vinning-
amir tveir hefðu numið 27 milljónum
króna og féllu sextán þeirra á óselda
miða. Alls verða um 100 milljónir
króna borgaðar út í vinninga eftir
þennan drátt. „Yfir árið borgum við
sjötíu prósent af tekjum í vinninga.
Því hlutfalli skeikar aldrei nema um
eitt prósent til eða frá, þótt í þetta
sinn hafi meirihluti efstu vinninganna
komið í hlut happdrættisins," sagði
Jóhannes.
Búist við kaupum ríkisins á Borgarspítalanum:
Sjálfstæði í rekstri
spítalans verði tryggt
BÚIST er við að í dag eða næstu
daga verði gengið frá kaupum
ríkisins á Borgarspítalanum.
Heilbrigðisráðherra sagði í gær
að reynt yrði að tryggja sjálf-
stæði i rekstri sjúkrahússins ef
af kaupunum verður. Á þing-
flokksfundi Sjálfstæðisflokksins
í gær var þeim Ragnhildi Helga-
dóttur og Þorsteini Pálssyni falið
að ganga frá máli þessu.
Á aðalfundi í fulltrúaráði Sjálf-
stæðisfélganna í Reykjavík í
gærkvöldi var gerð ályktun þess
efnis, að spítalinn verði ekki undir
nokkrum kringumstæðum settur
undir stjóm ríkisspítalanna, heldur
tryggð sjálfstjóm hver sem eignar-
aðildin verður.
„Það hafa auðvitað verið skiptar
skoðanir um þetta mál innan þing-
flokksins. Við treystum ráðherrun-
um til að finna á því farsæla lausn,“
sagði Ólafur G. Einarsson, formað-
ur þingflokks Sjálfstæðisflokksins,
að loknum þingflokksfundi í gær,
þar sem ijallað var um málefni
Borgarspítalans. Ólafur sagði að sú
skoðun hefði komið ákveðið fram
innan þingflokksins, að yrði spítal-
inn seldur væri eindreginn vilji fyrir
því að hann héldi ákveðinni sjálf-
stjóm, en færi ekki beint undir
Sænskur maður í gæsiuvarðhaldi á hóteli:
Framsals krafist fyr-
ir stórfelld fjársvik
SÆNSKUR maður á fimmtugs-
aldri var úrskurðaður í gæslu-
varðhald í Sakadómi Reyjavíkur
í síðustu viku. Maðurinn er
ákærður fyrir stórfelld fjársvik
í Svíþjóð og fóru þarlend yfir-
völd fram á handtöku og framsal
hans. Manninum er haldið í stofu-
fangelsi á hóteli í Reykjavík á
meðan beðið er úrskurðar
Hæstaréttar um hvort skilyrðum
til framsals sé fullnægt.
Að sögn Þorsteins A. Jónssonar,
yfirlögfræðings dómsmálaráðu-
neytisins, eru ákærumar á hendur
manninum mjög alvarlegar. Hann
sagði að ekki hefði verið talið rétt
að halda manninum í Síðumúla-
fangelsinu af heilsufarsástæðum.
Maðurinn er tíður gestur á íslandi I er. Framsal mannsins er á valdi
og tengist landinu sterkum bönd- dómsmálaráðherra, sem tekur
um. Hann hefur ekki gerst brotleg- beiðnina fyrir ef Hæstiréttur úr-
Ui* við íslensk lög, að því er vitað I skurðar að framsal geti farið fram.
Mjólkin greidd út í dag?
KÚABÆNDUR fengu ekki
greiðslur fyrir mjólkurinnlegg
sitt í nóvembermánuði í gær eins
og þeim þó ber lögum sam-
kvæmt. Ástæðan er peningaleysi
mjólkursamlaganna eins og fram
hefur komið í blaðinu.
í gær funduðu forsvarsmenn af-
urðastöðvanna með fulltrúum
landbúnaðar- og fjármálaráðuneyt-
anna. Óskar H. Gunnarsson
formaður Félags afurðastöðva í
mjólkuriðnaði sagðist í gærkvöldi
vera vongóður um að lausn fengist
á málinu fyrir hádegið í dag og
bændur fengju greiðslumar þá inn
á reikninga sína í dag.
stjómamefnd ríkisspítalanna.
„Ég á von á því að gengið verði
frá málefnum Borgarspítalans í
dag,“ sagði Davíð Oddsson, borgar-
stjóri, í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi. „Það sem gerist er að
Borgarspítalinn fer á föst fjárlög
með samþykki borgarinnar og af
því tilefni verður gerður upp hluti
kostnaðar borgarsjóðs af spftalan-
um. Ríkið greiðir nú 85% í bygging-
um sjúkrahúsa og borgin eða
sveitarfélög 15%. Gert er ráð fyrir
í nýjum drögum að samningi ríkis
og borgar að borgin fái það sem
upp á vantar á þessi 85% sem ríkinu
ber að greiða." Davíð sagði að í dag
yrði framtíðarstjómskipan spítalans
rædd og hefði heilbrigðisráðherra
álitlegar tillögur hvað það varðaði.
Ragnhildur Helgadóttir, heil-
brigðisráðherra, sagðist í samtali
við Morgunblaðið, ekki búast við
að samningar tækjust í dag. „Ég
er ákveðin í því að ef af þessum
kaupum verður, þá sé svo frá þeim
gengið að Borgarspítalinn verði
sjálfstæð rekstrareining og jafnvel
sjálfstætt Qárlaganúmer, hann hafi
verulega sjálfstjóm og fulltrúar
hans komi inn og starfi með hinum
þingkjömu fulltrúum í stjóm
ríkisspítaianna þegar málefni Borg-
arspítalans eiga í hlut.“
Ragnhildur sagðist ætla að ræða
tillögur sínar við forystumenn Borg-
arspítalans í dag eða á morgun
áður en hún greindi öðmm frá þeim
í smáatriðum.
Sjá nánar um málefni Borg-
arspítalans á miðopnu á bls.
42 og 43.