Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 Morgunblaðið/Úlfar Flogiðmeðjólavarninginn tiafirBL STARFSMENN Landhelgisgæslunnar hafa að undanf örnu heim- sótt það fólk á landinu, sem býr hvað afskekktast og hafa Gæslumenn fært því jólapakka, mat, póst og annað til jólanna. Meðfylgjandi mynd var tekin á ísafjarðarflugvelli á mánudag þar sem þessir Gæslumenn voru að fara á tvo bæi á Vestfjörð- um. Frá vinstri Sigurður Steinar stýrimaður, Jósep Vernharðs- son slysavarnarmaður á Hnífsdal, og flugmennimir Bogi Agnarsson og Benóný Ægisson. Úlfar Jólahald í fámenni: Búist við mildu jóla- veðri á flestum stöðum VEÐUR hefur verið með mildara móti um mestallt land í desember. Færð hefur víðast verið góð tíl sjós og lands síðustu daga og hafa samgöngur gengið vandalítið fyrir sig. Morgun- blaðið hafði samband við fólk á nokkrum afskekktum stöðum og spurði hvernig jólaundirbúningur hefði gengið: Þurfum að huga að jólunum með góðum fyrirvara Ragnar Halldórsson vitavörður á Hombjargsvita sagði að um þessar mundir væri veður sæmilegt. Væri það tilbreyting þar sem leiðindaveð- ur hefði verið í allt haust. Nú væri suðaustan landátt og hlýtt. Einu samgöngur við Hombjargsvita væm á sjó. „Það kemur varðskip hingað einu sinni í mánuði, kom núna 20. desember, þannig að við emm búin að fá jólapóstinn okkar. Þetta þýðir að við verðum að byija að huga að jólunum miklu fyrr en flestir aðrir og athuga með góðum fyrirvara hvað við ætlum að kaupa. VEÐUR IDAG kl. 12.00: Heimild: Veðurslofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Á Grænlandshafi er 975 millibara lægð sem þokast norðaustur og lægðardrag liggur norðaustur um Græn- landssund. (kvöld og í nótt kólnar í veörí, fyrst vestan til á landinu. 8PÁ: í dag Iftur út fyrir suðvestanátt á landinu, víðast kalda. Snjó- eöa slydduél verða um landiö suðvestanvert en bjartviðri á norð- austur- og austurlandi. Hiti verður nálægt frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: JÓLADAGUR OG 2. DAGUR JÓLA: Vestan- og norðvestanátt, held- ur snörp um sunnanvert landið, en hægari í öðrum landshlutum. Sunnan- og vestanlands verða él eða slydduél, en úrkomulítið ann- ars staöar. TAKN: Heiðskírt •á Léttskýjað Hálfskýjað llíÉIÍb Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * / * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir V éi = Þoka = Þokumóða ’ , » Suld OO Mistur Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hhl veður Akurayrl 9 alskýjað Reykjavflc 7 rlgnlng Bergen —6 Mttakýjað Helsinkl -8 anjókoma JanMayen 1 súld Kaupmannah. -3 snjókoma Narwarssusq -13 léttskýjað Nuuk vantar OM ~6 •kýjað Stokkhólmur -3 hálfskýjað Þórshöfn 6 alskýjað Algarve 12 Mttakýjað Amaterdam 3 snjóól Aþena vantar Barcelona 8 Mttakýjað Berlín -3 snjókoma Chlcago -2 þokumóða QlaagMv 6 akýjað Feneyjar 6 Mttskýjað Frankfurt 0 snjóél Hamborg -3 anjókoma La« Palmas vantar , London 4 akýjað Los Angales 12 alakýjað Lúxemborg -1 anjóél Madrfd 6 hóHskýjað Malaga 12 helðsklrt Mallorca 8 Mttskýjað Mlaml 23 Mttskýjað Montreal 2 alakýjað NewYork 1 halðskírt Parí* 4 •kýW Róm 8 Mttakýjað Vín -2 skýjað Washington -3 Mttakýjað Wlnnlpeg -11 helðskfrt Jólahaldið hjá okkur er með hefð- bundnu sniði. Við horfum á sjón- varp þegar hægt er að horfa á það og lesum. Annars er lítil breyting frá því sem við emm vön, því það verður að taka veðrið á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn. Það er helst að maður taki sér frí frá alls konar dútli, eins og viðgerðum og viðhaldi," sagði Ragnar, sem heldur nú jólin á Hombjargsvita, ásamt eiginkonu sinni og þremur bömum, tveimur eins árs og einu þriggja ára. Jólaundírbúningur í fullum gangi Benedikt Sigurðsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Grímsstöðum á Fjöllum kvað gott veður hafa verið í haust, ekkert hefði snjóað nýlega. Samgöngur væm því með betra móti og á Þorláksmessu hefði verið farin síðasta ferð til Húsavíkur. Með þeirri ferð hefði skólafólk frá Grímsstöðum komið. Vœri það að koma frá Borgamesi, og hefði ferðin gengið vel norður um land. Bened- ikt kvað jólahald á Grfmsstöðum vera með svipuðu sniði og annare staðar og jólaundirbún- ingur hefði verið í fullum gangi fram á Þorláks- messu. Góða veðrið í Grímsey í Grímsey sagði fréttaritari Morgunblaðsins Alfreð Jónsson, að veður hefði verið ljómandi gott í allt haust og Grímseyingar hefðu hugsað sér að hafa það áfram. Aðeins væri snjór í lautum, alls staðar væri góð færð og samgöngur hefðu verið góðar síðustu daga. Jólaundirbúningur hefði gengið vel og Grímseyingar væm þegar tilbún- ir að taka á móti jólunum. Tvö jólatré hefðu verið reist í Grímsey, annað við Félagsheimilið fyrir böm- in, hitt við Kaupfélagið. Alfreð kvað þó engan asa hafa verið á fólki við jólaundirbúninginn, því Grímseyingar væm mjög af- slappaðir. Byggju sig undir venju- legt jólahald við góðan mat, lestur og sjónvarpsgláp. „Hér verður líka eitthvað um skemmtanir, en það er nú svo að fólk fer minna í heim- sóknir og mætir ekki eins vel á skemmtanir eftir að sjónvarpið kom,“ sagði Alfreð að lokum. Gengið mjög vel að ná í aðföng Erlendur Magnússon, vitavörður á Dalatanga, sagði að góð tíð hefði verið í allt haust þar eystra. I nokkra daga hefði allt verið þurrt og góð færð væri milli Brekku og Dalatanga, hinsvegar væri ófært yfir Mjóafjarðarheiði. Vel hefði gengið að ná í aðföng, en póst- báturinn fer tvær ferðir í viku milli Neskaupstaðar og Brekku. Erlend- ur kvað átta manns halda jólin hátíðleg á Dalatanga, þar af kæmu þrír til að vera um jólin. Jólaundir- búningur hefði gengið með ágætum og nú væri bara beðið eftir jólunum. Aðspurður hvað fjölskylda hans gerði sér til dundurs á jólunum, sagði Erlendur að mikið væri horft á sjónvarp og myndbönd og væri hann búinn að fá 15-20 spólur frá Neskaupstað. Kjarasamning- ar gerðir í Siglufirði og á Húsavík KJARASAMNINGAR fyrir næsta ár hafa verið undirritaðir í Siglufirði og á Húsavik. Eru þeir í meginatriðum samhljóða þeim samningum, sem Alþýðu- samband íslands og Vinnuveiten- dasamband íslands gerðu með sér í upphafi þessa mánaðar, en hafa verið lagaðir að aðstæðum í byggðalögunum. Hafþór Rósmundsson hjá verka- lýðsfélaginu Vöku á Siglufirði sagði að 3% starfsaldurhækkun hefði fengist fram fyrir þá sem eru { 18 launafiokki og hafa starfað í 15 ar. Auk þess hefði fengist fram breyt- ing á reiknitölu premfu, en premíu- launakerfið virtist hafa orðið út undan í samningum ASÍ og VSÍ. Veðdeild við Spari- sjóð Reykjavíkur NÝLEGA var formlega stofnuð Veðdeild Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, og er hann jafnframt fyrsti sparisjóðurinn sem hefur starfsemi sérstakrar veðdeildar. Með stofnun veðdeildarinnar hefur SPRON aukið starfsemi sina og reynir þannig að koma til móts við þarfir viðskiptamanna sinna. Fyrsta verkefni veðdeildarinnar er að gefa út verðtryggð skulda- bréf, samtals að nafnverði 30 milljónir króna, og eru þau seld í 100 þús. kr. einingum. Skuldabréfin eru svokölluð kúlubréf og eru þau stystu með gjalddaga í janúar 1988, eða til eins árs, og þau lengstu tií fjögurra ára, eða gjalddaga í janúar 1991. Skuldabréfin eru verðtryggð og bera auk þess 5% ársvexti og eru þau seld á verði sem tryggir kaup- endum þeirra um 10% raunávöxtun. Nú þegar er stór hluti bréfanna seldur en þau fást hjá Kaupþingi og Sparisjóði Reylqavíkur og ná- grennis, Skólavörðustíg 11. (Fréttatilkynning) * 0 Arekstur í Arbæ: Lýst eftir vitnum ÁREKSTUR varð í Árbæ að lentu þar saman tveir fólks- morgni Þorláksmessu, rétt bílar. Slysarannsóknardeild fyrir klukkan 8.00. lögreglunnar biður þá sem Areksturinn varð á mótum kunna að hafa orðið vitni að Bæjarháls og Tunguháls og árekstrinum að hafa samband.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.