Morgunblaðið - 24.12.1986, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986
Framleiðnisj óður
landbúnaðarins:
Peningar til
kjúklinga,
kinda, hesta
og fiska
STJÓRN Framleiðnisjóðs land-
búnaðarins hefur ákveðið að
veija 25 milljónum kr. til að
milda þá verðskerðingu sem
sauðfjárbændur fá á framleiðslu
sina í haust. Að sögn Jóhannesar
Torfasonar formanns stjórnar
Framleiðnisjóðs er þetta tilsvar-
andi greiðsla og ákveðin var til
kúabænda vegna mjólkurkvótans
sem settur var snemma á þessu
ári. Sjóðsstjómin hefur einnig
ákveðið að veita lán og framlög
til útflutnings kjúklinga, til reið-
hallar og fiskeldisstöðvar.
Framlag sjóðsins er aðeins greitt
á hluta þeirrar kindakjötsfram-
leiðslu sem er umfram fullvirðisrétt
en innan jarðabúmarks. Jafnframt
hefur orðið að samkomulagi við
framkvæmdanefnd búvörusamn-
inga að þessu fjárframlagi verði
fyrst og fremst ráðstafað til að
minnka verðskerðingu á ærkjöti.
Um 260 tonna framleiðsla er um-
fram fullvirðisrétt en innan bú-
marks og samsvarar framlag
Framleiðnisjóðs því að felld verði
niður verðskerðing á um 170 tonn-
um af því.
Stjóm Framleiðnisjóðs hefur
ákveðið að veita kjúklingabændum
5 milljóna króna framlag á næsta
ári og 10 milljóna króna lán til allt
að 30 mánaða til að flytja úr landi
að minnsta kosti 200 tonn af kjúkl-
ingum. Framlagið samsvarar hlut
Framleiðnisjóðs í fóðurgjaldi vegna
kjúklingaframleiðslunnar í rúm tvö
ár, að sögn Jóhannesar.
Þá hefur sjóðsstjómin samþykkt
að veita Reiðhöllinni hf. allt að 6
milljóna króna lán til byggingar
reiðhallar í Reykjavík og Félagi
hrossabænda 2 milljóna króna
framlag til hlutaíjárkaupa í Reið-
höllinni hf. Einnig hefur verið
ákveðið að veita Miklalaxi hf. 6
milljóna króna lán til 3ja ára vegna
byggingar fískeldisstöðvar félags-
ins í Fljótum í Skagafírði.
Aldnir hafa orðið
erfiða reynslu að baki. En það ein-
kennir þá alla að þeir eru lítt fúsir
á að flíka einkamálum sínum og
bera tilfínningar sínar á torg. Það
er raunar einkenni á þessari kyn-
slóð að telja slíkt fremur óviðeig-
andi, þó að nú sé komin önnur öld
með einkamálatísku. Henni mæli
ég ekki bót, enda tilheyri ég víst
öldungakynslóðinni.
En þá kem ég að því. Mér þykir
skilgreining þeirra Akureyringa á
því hver er „aldinn" og „öldungur"
í rýmra lagi. Þó að ég hafí að sjálf-
sögðu ekkert við það að athuga að
hálfsextugt eða sextugt fólk segi
frá ævi sinni, er ég ekki sáttur við
að kalla það aldrað. Neðri mörkin
vil ég ekki setja neðar en hinn lög-
boðna elli- og eftirlaunaaldur.
A.m.k. fellst ég ekki með nokkru
móti á að sveitungi minn Indriði
G. sé orðinn „öldungur". Ellimóður
er hann ekki, því fer fjarri, maður
í fullu fjöri. Og ætli megi ekki sama
segja um ljósmóðurina í Hreppun-
um, sem er nýútskrifuð úr söng-
skóla.
Eins og ég gat um áðan eru
þættir þessir frá 33 bls. til 72ja
bls. Lestur þessara þátta færir mér
heim sanninn um, að ef vel er á
málum haldið, eins og raunar hér
er gert, geti flestir sagt ævisögu
sína í ekki lengra máli. Og í raun-
inni finnst mér það mun betra form
heldur en þessar óttalegu langlok-
ur, sem mikið ber á og fáir rísa
undir. Það þarf vissulega sterk bein
til að þola tvö ævisögubindi!
Lions off Kiwams á sió
Þorlákshöfn. U
LIONS- og Kiwanismenn hafa
róið til fiskjar í fjáröflunar-
skyni. Lionsklúbbur Þorláks-
hafnar fór í línuróður á MB
Jóhönnu. Aflinn var um 900 kg
á 20 bjóð, mest ýsa sem seld verð-
ur fisksölum. Kiwanisklúbburinn
Ölver réri aftur á móti á MB
Sæunni Sæmundsdóttur og var
afli þeirra 1100-1200 kg. á 30
bjóð. Var það aðallega ýsa sem
unnin verður í Suðurvör.
Annars standa Kiwanismenn í
ströngu þessa dagana því þeir eru
að selja jólatré og greni og ætla
að selja flugelda milli jóla og ný-
árs. Nýlega sendur þeir fullan gám
af ísaðri síld til Englands sem seld
var á markaði þar á góðu verði.
Allur ágóði af þessari starfsemi
klúbbanna rennur til góðgerðar-
mála.
Jón H. Sigurmundsson
Békmenntir
Sigurjón Björnsson
Aldnir hafa orðið. Frásagnir og
fróðleikur. Erlingur Davíðsson
skráði. 15. bindi. Bókaútgáfan
Skjaldborg. Akureyri. 1986. 350
bls.
Frásegjendur þessa fimmtánda
bindis eru sjö talsins: Indriði G.
Þorsteinsson, rithöfundur í
Reykjavík, Helga Gunnarsdóttir,
verkakona á Akureyri, Sigurður
Elíasson, trésmíðameistari og iðn-
rekandi í Kópavogi, Finnlaugur
Pétur Snorrason, trésmiður, kart-
öflubóndi o.fl. frá Syðri-Bægisá,
Þórarinn Vigfússon, skipstjóri á
Húsavík, Jóhann Árnason í
Rammagerðinni á Akureyri, Elín
Stefánsdóttir, ljósmóðir, Miðfelli 5
í Hreppum.
Allnokkurt miseldri er með „öld-
ungum“ þessum, því að sá yngsti
er fæddur árið 1930 og sá elsti alda-
mótaárið. Þá eru þættirnir nokkuð
mislangir. Sá stysti er 33 bls., en
sá lengsti 72 bls. Flestir þáttanna
munu vera viðtöl skrásetjara við
frásegjendur, þó að ekki sé loku
fyrir það skotið að sumir hafí ritað
þættina sjálfír. Þetta er ekki auðséð
af ritsmíðunum og sjaldnast tekið
fram í inngangsorðunum.
Yfirleitt eru æviþættir þessir vel
samdir, stundum prýðilega. Og
aldrei verða þeir leiðinleg lesning,
svo mikið er víst. Allir hafa þessir
einstaklingar mátt lifa bæði sætt
og súrt og sumir eiga mikla og
ScmðÁcp áúáoft CcutcUmattttcctK öUcok
yle&rfeyna, jÁla,.
EIMSKIP
¥