Morgunblaðið - 24.12.1986, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986
19
Perla um perlu Reykjavíkur
_________Bækur
Steinar J. Lúðvíksson
Hversu oft hefur það ekki verið
sagt að Reylg'avík hafi sérstöðu með-
al höfuðborga heimsins. Þá hefur
ýmislegt verið tínt til og meðal ann-
ars nefnt að um miðja borgina rennur
gjöful laxveiðiá. Og víst er að hvergi
annars staðar getur höfuðborgarbúi
brugðið sér snertispöl og komist í lax-
veiðiá og jafnvel skroppið heim í kaffi
meðan á veiðunum stendur. Reyk-
víkingar hafa löngum kunnað vel að
meta þá náttúruperlu sem Elliðaámar
eru. Aðsókn veiðimanna að Elliðaán-
um hefur jafnan verið mikil og ekki
síst í seinni tíð og áhugasamir veiði-
menn fá minni tíma í ánni en þeir
gjaman vildu. Þá hefur það ekki síður
verið aðal veiðanna í Elliðaám að verði
veiðileyfanna hefur verið mjög stillt
í hóf gagnstætt því sem gerist víðast
annars staðar og einmitt þetta hefur
orðið til þess að mun fleiri sækjast
eftir veiði þar en ella.
Þvi ber þó ekki að neita að nú er
svo komið að Elliðaámar bjóða
kannski ekki upp á allt það sem lax-
veiðimenn kjósa sér. Erill borgarinnar
hefur færst að bökkum ánna og þess
er lítill kostur fyrir veiðimenn að njóta
kyrrðar og friðar við iðju sína. Eins
víst að bankað sé í bakið á þeim þeg-
ar veiðieinbeitingin og veiðigleðiri er
að heltaka þá, eins og raunar Davíð
Oddsson borgarstjóri segir hnyttilega
frá í veiðibókinni Stórlaxar er út kom
fyrir skömmu.
Nú fyrir skömrnu kom út bók um
Elliðaámar eftir Ásgeir Ingólfsson.
Raunar ekki fyrsta bókin sem skrifuð
er um ámar þar sem Guðmundur
Daníelssop rithöfundur gaf út sam-
nefnda bók fyrir hartnær tveimur
áratugum. Bók Guðmundar var raun-
ar töluvert ólík bók Ásgeirs en hafði
margt til síns ágætis. Þessar tvær
bækur sýna svo ekki verður um villst
að af nógu er að taka þegar fjallað
er um sögu Elliðaánna hvort heldur
fjarlægasta fortíð er riíjuð upp eða
veiðimenn segja sögur dagsins í dag.
Það er aum laxveiðiá sem ekki á sér
mikla sögu, hefur verið vettvangur
margra ævintýra og verður það í
framtíðinni. Alla vega standa Elliða-
ámar vel undir því að um þær séu
skrifaðar bækur.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann að loknum lestri bókar Ásgeirs
Ingólfssonar er sú alúð sem hann
hefur augljóslega lagt í verkið. Greini-
legt er að ekki er hlaupið til og skrifuð
bók á skömmum tímá og hún síðan
gefin út í miklum flýti heldur hefur
verið legið yfir hverri línu, víða farið
í söfnun heimilda og þeim síðan raðað
saman í heillega mynd og mjög mikið
lagt upp úr lýsingu á veiðistöðum
árinnar með það að markmiði að þær
gætu komið veiðimönnum að sem
allra bestu gagni. Við þá lýsingu hef-
ur Ásgeir notið aðstoðar hins lands-
fræga veiðigarps Þórarins Sigþórs-
sonar sem hefur sótt mikinn feng í
Elliðaámar og þykir einn snjallasti
maðkveiðimaður á íslandi um þessar
mundir.
í fyrri hluta bókar sinnar rekur
Ásgeir Ingólfsson ítarlega sögu
Elliðaánna. Kemur þar fram að oft
hafa staðið stormar og stríð um hana.
Fyrr á tímum var gengið ótrúlega
nærri ánum og þætti sjálfsagt nútíma
sportveiðimönnum ekki mikið til um
slíkar aðfarir. Vitnar höfundur til
heimilda er geta þess að náðst hafi
5000—6000 laxar á einum degi úr
ánum þegar „gert var í“ eins og það
var kallað þegar þær voru hreinlega
stíflaðar og laxinn síðan tekinn á
þurru. Þessar tölur svo og ýmsar aðr-
ar heimildir fyrri tíma sem Ásgeir
tínir til benda ótvírætt til að laxa-
gengd hafi verið með ótíkindum mikil
í ámar og er talið líklegt að allt að
15 þúsund laxar hafi gengið í Elliðaár
á einu sumri.
Ásgeir rekur einnig hin svokölluðu
kistumál sem voru mjög umtöluð á
sínum tíma en þá ríkti hálfgerð skálm-
öld um ámar. Upp úr þessu eða í
kringum aldamót verða hins vegar
þáttaskil þegar stangveiðimenn fara
að taka ámar á leigu. Segja tölur um
aflann fyrsta árið mikla sögu um
hvemig komið var fyrir laxgengd í
ánum en þá veiddust aðeins 12 laxar
í ánum. Fram kemur einnig að ámar
hafa verið fljótar að ná sér á strik
og veiði þar hefur jafnan verið góð
þótt sveiflur hafi verið nokkrar eins
og í öllum íslenskum laxveiðiám.
Ásgeir segir sögu ánna allt fram
til nútímans og fléttar skemmtilega
inn í hana viðtöl sín við nokkra menn
sem þekktu vel til ánna hér á árum
áður. Má þar sér í lagi nefna viðtal
við Kjartan Pétursson sem er fróðlegt
og gefur glögga mynd af stangveiði
fyrri tíma. Þá höfðu veiðimenn ekki
yfír eins fullkomnum búnaði að ráða
og nú og sjálfsagt hefur flugusafn
þeirra einnig verið fátæklegra. En
menn bættu sér þetta upp með ýmsu
öðru og veiðigleði þeirra hefur ekki
verið minni en afkomendanna. í bók
Ásgeirs má einnig nefna frásögn hins
mikla veiðimanns Kristins Sveinsson-
ar sem sgir frá ævintýralegri veiði
sinni og Ásgeirs G. Gunnlaugssonar
kaupmanns er þeir veiddu 63 laxa á
eina stöng á einum degi. Þótt íslands-
met í laxveiði sé ekki staðfest er harla
ólíklegt að aðrir hafi gert betur eða
muni nokkru sinni gera.
Það kemur glögglega fram í bók
Ásgeirs að ýmsir áhugasamir menn
hafa ráðið miklu um að veiði hefur
haldist svo góð í Elliðaánum sem raun
ber vitni. Að öðrum ólöstuðum á
Steingrímur Jónsson rafmagnssljóri
þar stærstan hlut að máli og fær
hann makleg eftirmæli í bókinni en
Steingrímur hafði frumkvæði að eldi
laxaseiða við Elliðaámar og framtaks-
semi hans og framsýni hafði veiga-
mikil áhrif á viðgang ekki aðeins
Elliðaánna heldur og alls laxeldis og
stangaveiði á íslandi. Þá má einnig
nefna borgarstjórana í Reykjavík sem
flestir hafa sýnt skilning á málefnum
stangaveiðimanna og lagt áherslu á
vemdun Elliðaánna og svæðisins
umhverfis þær. Það er margra manna
Ásgeir Ingólfsson
verk að Elliðaámar og dalurinn við
þær er enn vin í þeirri steinsteypu-
og malbiksmörk sem borgin er, eðli
málsins samkvæmt. Því _má ekki
gleyma að bókarhöfundur, Ásgeir In-
gólfsson, er einn þeirra manna sem
lagt hafa hönd á plóg að vemda þessa
vin — hann er einn þeirra sem hafa
barist fyrir vemdun Elliðaánna þótt
ekki geri hann mikið úr því í bókinni.
Viðamesti kafli bókarinnar íjallar
um veiðistaði í Elliðaánum og er þar
hverjum einasta veiðistað lýst ná-
kvæmlega og ætti sú lýsing að vera
góð leiðsögn þeim sem leggja leið sína
til laxveiða í ánni, hvort heldur sem
þeir kjósa fluguveiði eða maðkaveiði.
Litmyndir em af velflestum veiðistöð-
um í ánni þannig að enn auðveldara
er að átta sig á þeim en ekki. Kynni
veiðimenn sér þennan texta rækilega
mun þeim varla gefast betri leiðsögn
um ámar og er ekki að efa að jafn-
vel þeir sem stundað hafa veiðar í
Elliðaánum um árabil hafa mikið gagn
af, hvað þá byijendur. Í lýsingu veiði
og veiðistaða em meira að segja leið-
beiningar um hvemig best er að
standa að hveijum veiðistað um sig,
hvar best er að láta fluguna eða
maðkinn lenda í vatninu og renna.
Þegar þessar lýsingar em lesnar
og fallegar myndir skoðaðar virðast
Elliðaámar vera afskaplega aðlaðandi
veiðiá. Áður er þó að því vikið að
sambýlið við borgina hefur dregið
nokkuð úr þokka þeirra og einnig það
að svo stutt á er nokkuð þétt setin
með sex stöngum og því líklegt að
bestu veiðistaðimir' séu barðir frá
morgni til kvölds allt veiðitímabilið.
Slíkt er raunar ekki einsdæmi með
Elliðaámar heldur fremur regla um
íslenskar veiðiár. Fer ekki hjá því við
lestur bókar Ásgeirs Ingólfssonar að
laxveiðimenn renni með nokkurri öf-
und huganum til þeirra manna sem
stunduðu veiðar á ámm áður og fengu
gott olnbogarými og vom ekki háðir
nákvæmum tímaskiptingum.
Mjög mikið hefur verið lagt upp
úr því að gera bókina Elliðaámar vel
úr garði. Bókin er öll litprentuð og
margar myndanna í henni em stór-
góðar enda koma margir af bestu
ljósmyndumm landsins þar við sögu.
Myndasyrpa Rafns Hafnfjörð af
stökkvandi laxi er til að mynda ein-
stök. Það hæfir vel vönduðum texta
bókarinnar að leggja svo mikið í ytra
útlit hennar. Það er þó galli við bók-
ina að hún er sett á steinskriftarletri
en slíkt letur þykir ekki gott bókarlet-
ur og þreytir lesendur. Glans pappirs-
ins er líka svo mikill að við lestur
þarf jafnvel að halla bókinni sitt á
hvað til þess að bijóta ljósið sem
speglast á síðunum. Sennilega hefur
pappírinn í bókina verið valinn með
tilliti til þess að litmyndimar kæmu
sem allra best út.
Meginniðurstaðan að lestri bókar
Ásgeirs Ingólfssonar loknum er þessi:
Mjög vönduð bók þar sem alúð og
vandvirkni em í fyrirrúmi og höfund-
ur nær tvímælalaust því höfuðmark-
miði sínu að gera sögu ánna nær
tæmandi skil. Veiðistaðalýsing bókar-
innar er einnig vandvirknislega unnin
og kemur veiðimönnum að miklum
notum. Ytri búnaður bókarinnar er
og glæsilegur að því undanskildu að
prentletrið er heldur leiðinlegt eins
og fyrr er sagt.
- Jólamyndir sem öll fjölskyldan fer að sjá Z
BÍÓHÚSIÐ
Sím: 13800
Ævintýramyndin
„Strákurinn
sem gat
flogið“
(The Boy Who Could Fly)
Heitasta ósk Erics var að geta
flogið eins og Superman og það
gat hann svo sannarlega. The
boy who could fly, frábær mynd
fyrir alla fjölskylduna.
Erlend skrif um myndina:
„Fyrir alla muni sjáið hana ekki
fljúga frá ykkur. Þessi mynd
mun láta þig líða vel. Þú munt
svífa þegar þú yfirgefur bíóið“,
Good Morning America.
Aðalhlutverk: Lucy Deakins, Jay
Underwood, Louise Fletcher,
Fred Savage.
Leikstjóri: Nick Castte.
Myndin er í Dolby stereo og
sýnd i 4ra rása Starscope.
Sýndkl. 3,5,7,9 og 11.
A new eometly adventure
from the direetor of “WaKiames"
SHOrT CJPCUÍT
Life is not a malfunction.
Grúi og ævintýramyndin
„Ráðgóði róbotinn"
Róbotinn númer 5 er alveg stórkostlegur. Hann fer óvart á flakk og
heldur af stað í hina ótrúlegustu ævintýraferð, og það er ferð sem mun
seint gleymast hjá bíógestum.
Aðalhlutverk: nr. 5, Steve Guttenberg, Ally Sheedy, Fisher Stevens,
Austin Pendleton.
Framleiðendur: David Foster, LawrenceTurman.
Leikstjóri: John Badham.
Myndin er í Dolby stereo og sýnd í 4ra rása Starscope.
Sýndkl. 3,5,7,9og11.
i btarscope. .1 nrx
GleðW
1