Morgunblaðið - 24.12.1986, Page 22

Morgunblaðið - 24.12.1986, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 Um myndbanda- markað á Islandi eftir Knút Bruun Á síðustu árum eða kannski ára- tug hefur átt sér stað bylting á sviði fjölmiðla og miðlunar á afþrey- ingarefni til almennings. Hér á landi hefur þessi bylting gengið yfir með enn þá meiri hraða en í nágranna- löndum okkar, dagblöð gefín út í stórum upplögum tímaritaútgáfa bólgnað út, útvarpsstöðvum hefur fjölgað og m.a. tekið til starfa einkastöðvar bæði á sviði útvarps og sjónvarps. Var slíkt gert mögu- legt með setningu nýrra útvarps- laga sem tóku gildi 1. janúar 1986. Til viðbótar öllu þessu fjölmiðlaefni hafa íslendingar átt þess kost síðastliðin 5 ár að afla sér afþrey- ingar og fræðsluefnis á mynd- bandamarkaði, en svo sem kunnugt er er sá markaður í formi útleigu þ.e. notandi leigir myndbanda- snældur gegn ákveðnu gjaldi og hefur afnot hennar fyrir sig og fjöl- skyldu sína í einn sólarhring. Þessari grein er ætlað að fjalla um nokkra þætti myndbandamark- aðarins hér á landi ef verða mætti til þess að varpa ljósi á þau atriði sem miður hafa farið og sem nauð- synlegt er að lagfæra. Reynt mun verða að halda sig sem mest við staðreyndir og fjallað um þessi efni með hliðsjón af þeim reglum í lögum og samningum sem í gildi eru, m.a. höfundalög sem að stofni til eru lög nr. 73/1972 með áorðnum breyting- um en lög þessi eru að mestu samhljóða lögum hinna Norður- landa um sama efni. Þá er þess að geta að ákvæði Bemarsáttmálans, sem fjallar um höfundarréttarleg efni, hafa verið lögfest á íslandi. Því má segja, að um þessi efni séu gildandi skýrar og afdráttarlausar reglur en á hinn bóginn hefur vant- að mikið á, að þeim reglum hafi verið framfylgt. Þvert á móti hafa hér viðgengist stórfengleg brot á höfundalöggjöf og í kjölfar þeirra brota hafa ýmis önnur lagaákvæði svo sem greinar alm. hgl. sem fjalla um bann við sýningu ofbeldis- og klámmynda, ákvæði laga sem fjalla um skil á söluskatti og fleiri laga- greinar sem ijalla um þessa starf- semi verið sniðgengnar. Skýrsla myndbanda- nefndar frá 1981 Skulu nú tíunduð nokkur atriði úr skýrslu þessarar nefndar en hún var sett á laggimar af menntamála- ráðherra á haustmánuðum 1981 og var hlutverk nefndarinnar sam- kvæmt skipunarbréfi: „Verkefni nefndarinnar er fyrst og fremst að athuga hvemig háttað er notkun myndsegulbanda og myndsegul- bandstækja á íslandi um þessar mundir og hvemig heppilegast muni að haga þeirri notkun til framtíðar, þannig að virtir verði hagsmunir rétthafa og notenda, svo og annarra aðila, er hlut eiga að máli.“ Þegar á þessum tíma var ljóst, að allt skipulag myndbandamarkað- ar hérlendis hafði farið mjög úrskeiðis og ekki sízt hvað snertir höfundarrétt og lögmætar greiðslur fyrir hann eða eins og þessi velskip- aða mjmdbandanefnd ályktaði m.a. „Niðurstaða nefndarinnar er sú að hér á landi eiga sér nú stað stór- felld brot á höfundarrétti, bæði með upptöku á myndbönd, leigu mynd- banda og síðast en ekki sízt dreif- ingar efnis af myndböndum um myndbandakerfi." Á þessu stigi þykir rétt að geta þess að samkvæmt höfundalögum og alþjóðasáttmálum sem íslend- ingar eru aðilar að orkar ekki tvímælis að höfundur einn eða sá sem leiðir rétt sinn frá honum hefur rétt til eintakagerðar og birtingar á verki sínu. Til þess að leigja al- menningi myndband eða til fjölföld- unar á því í útleiguskyni eða til opinberrar birtingar þarf því leyfi framleiðanda myndarinnar. Ætíð er það því höfundur (framleiðandi myndbands) sem hefur rétt til fjöl- földunar og opinberrar birtingar og dreifingar en alls ekki eigandi ein- taks af verkinu, enda þótt hann hafi eignast það með löglegum hætti. Jafnframt ber að hafa í huga þá mikilvægu undantekningu frá þess- um ákvæðum höfundalaga að hveijum manni er heimiluð eintaka- gerð til einkanota án heimildar frá höfundi og án þess að til komi end- urgjald. Einkanot eru í þessum tilvikum skírð mjög þröngt þ.e. ein- skorðuð við aðila sjálfan, nána fjölskyldu hans og þröngan vina- hóp. Svo sem að framan greinir var í upphafi þessa áratugar mikill mis- brestur á því að reglur þessar væru hafðar í heiðri, um var kennt örri tækniþróun, ókunnugleika aðila markaðarins á lögum og reglum, tímafrekum og þungum málatilbún- aði á einkamálasviði og síðast en ekki sízt eftirlitsleysi og fáskipti ráðamanna og viðeigandi yfirvalda. Nú er þessi áratugur vel hálfnað- ur og því fróðlegt að skoða hvemig ástandið er á myndbandamarkaði í dag. 1 fáum orðum, lítið hefur breyzt, verulegur innflutningur og fjölföldun á sér stað á ólögmætu efni og bendir margt til þess að þessi ólögmæti markaður sé jafn- stór hinum löglega markaði en þó skal á þessu stigi ekkert fullyrt um það. En víkjum nú aftur að hinum lögmæta markaði. Athugun félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands Þjóðmálakönnun fór fram dag- ana 31. okt. til 7. nóv. á þessu ári á vegum Félagsvísindastofnunar. Úrtakið var 1500 manns á aldrinum 18 til 75 ára og fjöldi þeirra sem svaraði var 1130 manns eða 75,3%. Meðal spuminga sem lagðar voru fyrir þátttakendur vom ýmsar sem vörðuðu myndbandanotkun lands- manna og skiluðu svör við þeim mjög athyglisverðum niðurstöðum sem nú skal vikið að. Spurning: Er myndbandstæki á heimilinu? FjBldi Hlutfall Þeir sem Já 534 47,3 svara 47,4 Nei 593 52,5 52,6 Neitar aðsvara 3 0,3 Samt 1.130 100 100 Niðurstaða sýnir að tæpur helm- ingur landsmanna (eða rúm 47%) hafa myndbandstæki á heimilum um mánaðamótin okt.—nóv. 1986. Samkvæmt hlustendakönnun RUV í marz 1985 höfðu 38% landsmanna myndbandstæki á heimilum svo hér er um að ræða umtalsverða aukn- ingu. í fróðleiksskyni má geta þess að í Svíþjóð er talið að myndbanda- tæki séu á 30% heimila. Ef skoðuð er myndbandatækjaeign eftir lands- hlutum verður niðurstaðan þessi: Reykja—Reykja- Lands- vík nes byggrðin Já 57,2% 54,5% 42,8% Nei 62,8% 46,6% 67,2% Samt. 100% 100% 100% Fjöldi 398 290 439 Af þesu má ráða að myndbanda- tækjaeign landsmanna hefur vaxið hröðum skrefum og virðist enn vera í örum vexti. En hversu mikið myndbandsefni nota þessir tækjaeigendur? Til þess að finna út úr því var eftirfarandi spuming lögð fyrir þátttakendur í könnuninni: Hversu margar mjmdir (spólur) voru leigðar á mjmdbandaleigu í síðustu viku á heimili þitt? Og nú skulum við athuga svörin. Sé þeim stillt upp í töflu lítur hún svona út: á heimili Fjöldi Fjöldi HlutfallÞeir sem mynda 0 255 22,6 svara 48,6 1 104 9,2 19,8 2 87 7,7 16,6 3 34 3,0 6,5 4 25 2,2 4,8 5 6 0,5 1,1 6 7 0,6 1,3 7 5 0,4 1,0 8 1 0,1 0,2 30 1 0,1 0,2 Sp. á 590 52,2 ekki við Neitar 4 0,4 Veit 11 1,0 ekki Samt. 1.130 100 100 Áður en lengra er haldið með útskýringar á þessum niðurstöðum er rétt að benda á að sjónvarpsstöð tvö var nýtekin til starfa á þessum tíma og má ljóst vera að starfsemi hennar hefur haft all nokkur áhrif á útleigu mjmdbandaefnis. Rejmsla annarra þjóða við svipaðar kring- umstæður hefur verið sú að mjmdbandamarkaður hefur dregist nokkuð saman með tilkomu nýrra sjónvarpsstöðva en fljótlega færst í svipað horf aftur. En víkjum nú aftur að niðurstöð- um töflunnar hér að ofan. Að meðaltali leigðu myndbandatækja- eigendur 1,1 spólu þessa vikuna en þeir sem á annað borð leigðu spólu tóku að meðaltali 2,3 spólur á leigu. Starfsmenn Félagsvísindastofnunar komast samkvæmt þessu að þeirri niðurstöðu að úrtakið allt hafi tekið 625 spólur á leigu þá vikuna sem um var spurt. Sé þessi tala fram- reiknuð fyrir þjóðina alla (miðað við íjölda heimila) samsvarar hún því að íslendingar hafí leigt um 87.700 spóiur þessa viku. Ef gert er ráð fyrir að notkunin sé sú sama aðrar vikur ársins þýðir þetta að íslendingar taki alls um 4,5 milljón- ir spóla á leigu á ári, eða 19 spólur á íbúa á ári að meðaltali eða um 45 spólur á heimili á ári. Þessi niðurstaða kemur heim og saman við áætlanir um mjmdbanda- notkun landsmanna sem unnin var af framkvæmdastjóra Samtaka rétthafa myndbanda á íslandi, þar sem gert er ráð fyrir að á árinu 1986 yrði markaðurinn frá mynd- bandaleigum til neytenda 56.875 spólur x 75 útleigur eða 4.266.000 útleigur og miðað við þær tölur er markaður með mjmdbönd á íslandi á þessu ári a.m.k. 704.000.000.- sjöhundruð og fjórar milljónir krón- ur og er þá að öllum líkindum varlega áætlað. Síðastgreindar tölur ljalla um hina löglega hluta markaðarins og eru þær byggðar á skýrslum um framleiðslu lögmætra rétthafa á myndbandaefni. Ólögmætur mynd- bandamarkaður og eðli brota Svo sem áður er getið í skrifum þessum er ljóst að um langt árabil hafa viðgengist hér á landi um- fangsmikil og stórfelld brot á sviði höfiindarréttar með dreifingu og Qölföldun á ólögmætu mjmdbanda- efni. í upphafi þessa áratugar var sama upp á teningnum í þessum efnum á hinum Norðurlöndunum, þar sem var stunduð ólögmæt dreif- ing og fjölföldun á myndbandaefni í stórum stfl þannig að allt að helm- ingur markaðarins var ólögmætur, en með markvissum aðgerðum sam- taka rétthafa og í náinni samvinnu við viðeigandi jrfirvöld hefur tekist Knútur Bruun að ráða bót á þessu, stöðva þessa brotastarfsemi þannig að til undan- tekninga heyrir ef brot af þessu tagi eru framin. I Danmörku t.d. er gert ráð fyrir að ólögmæt dreif- ing myndbandaefnis sé innan við 2%_ af öllum markaðinum. í kjölfar höfundarréttarbrota af þessu tagi fylgir oft undanskot sölu- skatts, brot á tollalöggjöf og ákvæðum almennra hegningarlaga við bann við birtingu og dreifingu ofbeldis og kláms. Að áliti sumra sem fást við starf- semi af þessu tagi er hinn ólögmæti mjmdbandamarkaður á íslandi jafn stór hinum lögmæta, en ekkert skal um það fultyrt í skrifum þessum. Eitt er þó ljóst að hin ólögmæta starfsemi á þessu sviði er mjög stór- felld. Með tilliti til þeirra talna sem að framan greinir um stærð hins lög- mæta mjmdbandamarkaðar hér- lendis má áætla umfang hins ólögmæta hluta markaðarins sem hér segir: Hundraðshlutfall ólögmœts myndb. mark. 20% 80% 40% 60% íkrónum 140 m. 212 m. 282 m. 362 m. þaraf BÖlusk. 28 m. 42,6 m. 67 m. 70,6 m. Sé hins vegar ólögmætur mynd- bandamarkaður jafnstór hinum lögmæta eða 704 millj. kr. má ætla að allt að 141 millj. kr. renni fram hjá ríkisfjárhirslunni vegna van- goldins söluskatts. Sleppum nú þessum útreiknings- aðferðum og snúum okkur að því að skilgreina í stuttu máli í hvetju umrædd höfundalagabrot eru fólg- in. Þau eru einkum tvenns konar. í fyrsta lagi það sem á erlendu máli nefnist „paralelle" innflutning- ur, þ.e. keyptar eru mjmdbanda- spólur erlendis, í okkar tilfelli einkum frá London, sem óheimilt er að dreifa eða leigja á íslandi vegna þess að innlendur aðili á einn réttinn til þess að dreifa efninu hérlendis eða enginn hefur rétt til þess og beinast þó brotin gegn er- lendum höfundarréttarhafa. Brot þessi eru framin af nokkrum út- leiguaðilum, í þessum tilfellum í stórum stíl og þá oftast nær undir því yfirskini gagnvart tollayfirvöld- um að myndeftii þetta sé ætiað til einkanota. Ber brýna nauðsyn til að samdar verði sérstakar reglur og starfsað- ferðum tollajrfirvalda verði breytt til þess að koma í veg fyrir þessa tegund höfundarréttabrota. Leggja ber ríka áherzlu á, að útleiga á því efni sem hér greinir er með öllu óheimil og skýlaust brot á íslenzkum höfundalögum. Annar þáttur brota er fólginn í ólögmætri fjölföldun og dreifingu (útleigu) myndbandaefnis. Fjöl- mörg dæmi eru um slík brot, þannig að vissu útleiguaðilar verða sér úti um mjmdbandaefni sem löglega hefur verið dreift til almennings, ^ölfalda síðan efiiið á spólur og leigja þær þannig út með ólögmæt- um hætti. í fyrmefiida tilfellinu er oft um það að ræða að ólögmætt mjmd- bandaefni kemur hér á markað áður en rétthafa hefur gefíst ráðrúm til þess að gefa út og dreifa efninu á lögmætan hátt og liggja oftast til þess eðlilegar ástæður sem eiga rætur að rekja til ákvæða í samn- ingum við erlenda rétthafa. í þeim tilfellum verður tjón rétthafans til- finnanlegt og stundum þannig að útgáfa mjmdar ónýtist í höndum hans. Þriðja tegund brota er svo fólgin í því að mjmdefni er sýnt óumsam- ið og ólöglega í myndbandakerfum (kapalkerfum) og um borð í skipum og langferðabifreiðum en þeim bro- taflokki mun ég ekki gera skil í þessum skrifum mínum, heldur koma að þeim málúm sérstaklega síðar. Aðferðir til þess að stemma stiga við þess- um afbrotum og þjófn- aði á höfundarrétti Með brejrtingu á höfundalögum sem gerð var með lögum nr. 78/1984, en lög þessi tóku gildi 30. maí 1984, var leidd í lög opinber ákæra í málum út af brotum á höfundalögum en fram að þeim tíma urðu þeir sem töldu sig verða fyrir brotum að höfða einkamál sem voru þung í meðferð og tímafrek. í greinargerð með þessu lagafrum- varpi segir svo: „Ljóst er að ekki fær staðist að menn geti leitað til hins opinbera út af minniháttar auðgunarbrotum á sviði fjármuna- réttar en verði sjálfir að sækja mál sín út af stórfelldum auðgunarbrot- um á sviði hugverkaréttar. Telur nefndin því einsýnt að brejda þurfi réttarfarsákvæðum 59. gr. höftind- arrétt arlaga í þá átt að brot sæti opinberri ákæru að kröfu þess sem misgert er við, auk þess sem hann geti jafnan rekið mál sín sjálfur." í nágrannalöndum okkar lúta höfundarréttarmál, þ.e. brotamál af því tagi, opinberri málsmeðferð og í Svíþjóð t.d. tóku gildi 1. júlí 1982, lög sem hertu mjög á viður- lögum og auðvelduðu enn frekar rannsókn og meðferð mála út af slíkum brotum. Þar, sem á öðrum Norðurlöndum, er mjög náin sam- vinna milli samtaka rétthafa mjmdbandaefnis og lögreglu og ákæruvalds, sem hefur orðið til þess að tekist hefur að langmestu lejdi að uppræta brot af þessu tagi. Þess má m.a. geta að í málum af þessu tagi er litið svo á að sá aðili eigi höfundarrétt sem merktur er sem rétthafi inn á spólu eða þeir sem leiða rétt sinn frá honum. Sé öðru haldið fram fellur sönnunar- byrðin á þann sem ber brigður á höfundarréttarhafa. í Svfþjóð eru einnig í gildi lagaákvæði sem heim- ila lögmanni rétthafa að koma að og fljrtja bótakröfu fyrir opinbera réttinum þar sem sjálft refsimálið er til meðferðar. Nauðsjmlegt er að gera þessi ákvæði um opinbera meðferð þess- ara mála virk hér á landi, þannig að hreinsað verði til á þessum ólög- mæta markaði og síðan komið í veg fyrir síendurtekin brot með festu af hálfu þeirra jrfírvalda, sem hlut eiga að máli. Jafnframt þessu er brýnt að hagsmunasamtök rétthafa og myndbandaleiga taki hödnum sam- an til þess að útiloka þá frá markaðinum sem stunda ólögmæta starfsemi á þessu sviði og á þann hátt sjá til þess að í landinu blómg- ist löglegur mjmdbandamarkaður með góðu skemmti- og fræðsluefni til hagsbóta jafnt fyrir þá sem efn- inu dreifa og hina sem þess njóta. í samtölum við starfsmenn sam- taka rétthafa í nágrannalöndum okkar hefur komið fram undrun á því að ekki skuli hafa verið tekið fastar á þessum málum hérlendis. Rík áherzla hefur verið lögð á að með samvinnu jrfirvalda og aðila markaðarins hafi tekist að uppræta þessi brot á stuttum tíma og illt þykir manni að nafn íslands skuli vera nefnt sem eitt af þremur mestu „sjóræningjaríkjum" í heimi á sviði höfundarrétt ar í myndbandamál- um. Það er von mín, að með sam- stilltu átaki aðila myndbandamark- aðarins og viðeigandi yfírvalda verði unnt að stöðva þessa ólög- mætu starfsemi, slíkt jrrði tvímæla- laust til hagsbóta fyrir alla þá sem þessa leigustarfsemi stunda og ekki síður fyrir almenning í landinu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.