Morgunblaðið - 24.12.1986, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986
gr* *' ■'
i■■
*1
Jólasveinar
um allarjarðir
JÓLASVEINAR undirbúa sig á ýmsan hátt undir jólin. Á meðan einn
flýgur á skiðum um fjöll og firnindi situr annar á ströndinni í makindum
°g flýgur flugdreka: „Hafið engar áhyggjur, ég missi ekki af jólunum.“
AP/Símamynd
Viðbrögðin í Moskvu við komu Sakharovs:
„Hann er kominn aftur
.. .hann er mikilmenni“
Sakharov var tekinn og þreytulegur þegar hann steig út úr lestinni
í Moskvu en hann sagði, að sér liði vel, hann hefði meiri áhyggjur
af heilsu konu sinnar.
Bólivía:
Iðnaðarráð-
herra barði
lögregluþjón
La Paz, Reuter.
ROBERTO Gisbert iðnaðarráð-
herra Bólivíu sagði af sér á
mánudagskvöld, að sögn stjórn-
arinnar. Ástæðan var sú að
yfirvöld sökuðu ráðherrann um
að hafa ráðist á lögregluþjón,
sem hélt fram að Gisbert hefði
brotið umferðarlög.
Herman Antelo upplýsingaráð-
herra sagði við blaðamenn að Victor
Pez Estenssoro forseti myndi skipa
eftirmann Gisberts innan skamms.
Antelo lagði á það áherslu að ekki
væri skollin á stjórnarkreppa í
landinu: „Iðnaðarráðherrann sagði
bara af sér!“
Suður-Ameríka:
Herforingjar
og lögreglu-
menn náðaðir
Buenos Aires, Montevideo, AP.
ÞING Argentínu samþykkti í gær
lagafrumvarp Alfonsíns forseta
þess efnis að yfirmenn í her og
lögreglu verði ekki sóttir til saka
fyrir óhæfuverk, sem þeir unnu
er herlög voru í gildi í landinu.
Stjórn Uruguay samþykkti einn-
ig í gær að náða herforingja og
lögreglumenn sem sakaðir höfðu
verið um mannréttindabrot.
Þing Argentínu samþykkti frum-
varp Alfonsíns eftir átta klukku-
stunda umræður. Samkvæmt því
munu allir þeir herforingjar og lög-
reglumenn, sem ekki hafa verið
ákærðir innan 60 daga, komast hjá
frekari málarekstri. Alfonsín hefur
sagt að nauðsynlegt sé að auka
traust almennings á hemum í því
skyni að efla lýðræði í landinu.
Stjóm Alfonsíns hefur látið draga
nokkra herforingja fyrir dómstóla
vegna mannréttindabrota en sam-
kvæmt opinberum tölum hurfu að
minnsta kosti 9000 manns á síðasta
áratug er herinn lét til skarar skríða
gegn vinstri sinnuðum stjómarand-
staeðingum.
í Uruguay samþykkti meirihluti
þingheims náðun til handa her- og
lögreglumönnum sem sakaðir höfðu
verið um mannréttindabrot. Ekki
voru allir þingmenn fyllilega sáttir
við lagafrumvarp stjómar Julios
Sanguinetti forseta og kom til
handlögmála í þinghúsinu. Fólk
flykktist út á götur Montevideo til
að mótmæla ákvörðun stjómarinn-
ar og voru 17 handteknir eftir átök
við lögreglu.
Moskvu, AP, Reuter.
ALMENNINGUR í Moskvu tók
tíðindunum um komu Sakharovs
til borgarinnar ýmist með
ánægju, undrun eða afskipta-
leysi. „Sakharov? Hver er hann?“
spurði miðaldra kona en ung
stúlka, líklega námsmaður,
sagði: „Hann er kominn aftur,
það eru góðar fréttir. Hann er
mikilmenni."
Sovésku fjölmiðlamir skýrðu
stuttlega frá því, að Sakharov hefði
verið leyft að snúa aftur til Moskvu
en ekkert var um það sagt hvenær
hann kæmi. Myndir af Sakharov
hafa heldur aldrei birst í blöðum
eða annars staðar og þegar hann
vann að kjamorkuvopnaáætluninni
voru persónulegar upplýsingar um
hann sama ríkisleyndarmálið og
áætlunin sjálf.
Aldraður maður, greinilega gam-
all hermaður úr stríðinu, fylltist
miklum áhuga þegar honum var
sagt hver Sakharov væri. „Kominn
heim úr útlegð. Ég verð að sjá
hann,“ sagði hann og ruddi sér leið
gegnum þröngina. Samtök upp-
gjafahermanna hafa löngum út-
hrópað Sakharov sem „svikara við
föðurlandið" og þegar hann mót-
mælti við réttarhöld yfír andófs-
mönnum var það venja margra að
hreyta í hann ónotum. Nú vakti það
hins vegar sérstaka athygli, að
venjulegt fólk virtist ekki telja sig
tilneytt til að sýna honum óvild.
Þegar Sakharov steig inn í bílinn,
sem beið hans, klöppuðu margir,
erlendu fréttamennimir og einnig
Moskvubúamir, sem safnast höfðu
saman til að sjá hvað um væri að
vera. Tveir ungir jámbrautarstarfs-
menn brugðu á glens við félaga
sinn, sem hafði borið farangur Sak-
harovs úr lestinni. „Gerirðu þér
grein fyrir því að þú varst að bera
töskumar hans Sakharovs," sagði
annar. „Þú ert orðinn frægur mað-
ur.“ Moskvubúa nokkrum var sagt
frá því, að Gorbachev hefði sjálfur
hringt til Sakharovs og sagt honum,
að hann mætti koma aftur til
Moskvu, og setti hann þá upp mik-
inn efasemdasvip. „Það getur ekki
verið," sagði hann. „Ertu nú alveg
viss.“
Beirut-ritstjórinn Hassan Sabra:
Hann afhjúpaði vopnasölu
Bandaríkjanna til Irans
HASSAN Sabra heitir líbanski ritstjórinn, sem skrifaði hina sögu-
legu frétt um vopnasölu Bandaríkjamanna til írans. Hann birti
fréttina í blaði sínu, Ash Shiraa, þrátt fyrir mótmæli konu sinnar
og starfsfélaga og hótanir íranskra strangtrúarhópa um, að þeir
hefðu í hyggju að ræna honum.
„Ég gerði mér grein fyrir, að
þetta væri stórfrétt," segir Sabra,
sem er 38 ára gamall shiiti, „en
mig grunaði aldrei, að afleiðing-
amar yrðu eins víðtækar og raun
ber vitni. Það voru allir á móti
þessu, konan mín og samstarfs-
menn mínir á Ash Shiraa, en
fréttin varð að koma í blaðinu.“
Sabra viðurkennir, að honum
þyki til um að hafa vakið athygli
Ronalds Reagans Bandaríkjafor-
seta, þótt með neikvæðum hætti
væri. I viðtali við Time Magazine
í nóvember kallaði Reagan blað
Sabras „snepilinn í Beimt".
Mikilvægur
sannleikur
„Er það ekki eftirtektarvert,
að vikublað í þessu stríðshijáða
landi, sem eingöngu er þekkt fyr-
ir ofbeldi og eyðileggingu, skuli
geta flutt jafnmikilvægan sann-
leika um það land, sem talið er
stærsta lýðræðisríki í heiminum?"
spyr Hassan Sabra.
Bandaríkjastjóm hefur lýst
áhyggjum sínum yfír, að upp-
ljóstran blaðsins um vopnasöluna
geti orðið til að spilla því, að
bandarísku gíslamir verði Iátnir
lausir. Sabra segir, að það hafi
alls ekki vakað fyrir honum; það
sem honum hafí verið efst í huga
hafí verið valdabaráttan í íran.
„Það, sem ég taldi mikilvæg-
ast; var, að róttæk öfl í íran - sem
ekki kærðu sig um nánari tengsl
við Bandaríkin - þurftu á stuðn-
ingi að halda. Það var síðasta
úrræði þessara afla að snúa sér
til líbansks_ fréttamiðils," sagði
Sabra. Og í íran bar fréttin tilætl-
aðan árangur.
Ógnun
Hinn 27. október sl. komu tveir
íranir að máli við Hassan Sabra
á ritstjómarskrifstofu Ash Shiraa
skammt fyrir vestan „grænu
línuna" f Beirat. Þeir sögðu hon-
um frá komu Robert Mc Farlanes
til írans og kváðust hafa snúið
sér til Sabras, af því að hann
væri persónulegur vinur ayatollah
Montazeris (sem talið er líklegt,
að verði eftirmaður ayatollah
Khomeinys).
Viku fyrir birtingu fréttarinnar
um vopnasöluna fékk Sabra hót-
unarbréf frá Hizbollah-skæraliða-
hreyfingunni í Beirat, sem nýtur
stuðnings írana. í bréfínu var
sagt frá þeirri ætlun hreyfíngar-
innar að ræna Sabre vegna
greinar, sem hann hafði skrifað,
þar sem framferði írana í Persaf-
lóastríðinu var gagnrýnt.
Skelfingu lostin
„Konan mín var skelfíngu lostin
og bað mig að gleyma frásögn
Hassan Sabra, ritstjóri libanska
vikublaðsins Ash Shiraa.
írönsku heimildarmannanna.
Samstarfsmenn mínir lágu í mér
fram á síðustu stundu, og þess
vegna var fréttin ekki birt á forsí-
ðu. Fréttapunkturinn kom aðeins
fram spumarformi í undirfyrir-
sögn inni í blaðinu.
Blaðið fór í prentun laugardag-
inn 1. nóvember, en vakti enga
athygli fyrr en á mánudeginum,
daginn eftir að bandaríski gíslinn
David P. Jacobsen var látinn laus.
Byggtá Washington Post.