Morgunblaðið - 24.12.1986, Síða 31
Bandaríkin
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986
31
Fréttaskýrendur
ræða heilsuleysi
og elli forsetans
Reagan vex f iskur um hrygg í
könnun Hvíta hússins
MENN sem eru kunnugir inn-
viðum stjórnarinnar í Washing-
ton leita nú skýringa á fuminu á
Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seta í vopnasölumálinu. Þeir eru
farnir að velta því fyrir sér opin-
berlega hvort elli og heilsuleysi
forsetans hafi í för með sér að
hann geti ekki stjórnað sem
skyldi.
Efasemdir um hæfni Reagans
skutu upp kollinum þegar greint
var frá því að elsti forseti í sögu
Bandaríkjanna ætti að fara í upp-
skurð í janúar.
Edwin Meese dómsmálaráðherra
hellti olíu á eldinn þegar hann bar
vitni fyrir þingnefnd og gaf í skyn
að forsetinn gæti hafa tekið mikil-
vægar ákvarðanir undir áhrifum
lyfja nokkrum vikum eftir að hann
gekkst undir uppskurð í fyrra.
William Cohen, öldungadeildar-
þingmaður repúblikana, sagði
aðspurður um það hvort Reagan
væri ekki lengur starfí sínu vaxinn:
„Það er ekki útilokað."
James Reston, dálkahöfundur
The New York Times var óvenju
skorinorður í grein undir fyrirsögn-
inni: „Aldur Reagans og minni".
Reston er sjálfur 77 ára og tveimur
árum eldri en forsetinn. Hann hefur
fylgst með forsetum Bandaríkjanna
í hálfa öld. í greininni hefur hann
eftir lækni að fumið á forsetanum
„gæti stafað af öldrun hans".
að eiga við vopnasölumálið ef það
dregst á langinn.
Larry Speakes, talsmaður Reag-
ans, sagði í gær að vinsældir
Reagans væru nú famar að aukast
á nýjan leik. Hann greindi blaða-
mönnum frá því að könnun, sem
gerð hefði verið fyrir stjómina í
síðustu viku, sýndi að tíu til fímmt-
án prósent fleiri væru nú þeirrar
hyggju að forsetinn stæði sig vel í
starfí en áður hefði komið fram.
Sagði hann að um helmingur að-
spurðra hefði lýst yfír velþóknun
sinni á störfum forsetans.
Starfsmenn Hvíta hússins og
aðstoðarmenn forsetans vilja þó
ekki gera úr því skóna að vopna-
sölumálið sé í rénun, enda sýna
skoðanakannanir fréttastofa og
fjölmiðla að enn dragi úr fylgi for-
setans.
AP/Símamynd
*
I verkfall gegn kröfuhörðum krökkum
Michele Dunlap, sjö bama móðir í borginni Indiana-
polis í Bandaríkjunum, fór í verkfall sl. sunnudag
gegn vinnuveitanda sínum, krakkagrislingunum,
sem aldrei láta af kröfugerðinni en geta ekki ekið
sér úr stað þegar taka þarf til hendinni. Sagði frú
Dunlap, að það væri illt að leggja ást við þann,
sem enga kann á móti, og því hefði hún ákveðið
að hætta að stjana við kröfugerðarhópinn, elda
ofan í hann, þvo af honum leppana og tína upp
eftir hann ruslið. Frú Dunlap hafði á sunnudag
ekkert verslað eða sinnt öðmm jólaundirbúningi
og ætlaði ekki að gera fyrr en krakkamir hefðu
undirritað samning þess efnis, að þeir hefðu skyld-
um að gegna á heimilinu.
Heimsmet Voyagers:
Hundrað þúsund manns
fögnuðu flugköppunum
Edwards Air Force Base, Kaliforníu, AP.
Lou Cannon sem hefur skrifað
um Bandaríkjaforseta i rúm 20 ár
ræðir einnig um aldur forsetans í
Washington Post. Cannon hefur oft
lýst yfir aðdáun sinni á pólitískri
þrautseigju Reagans, en hann segir
að forsetinn hafí glatað jarðsam-
bandi í vopnasölumálinu. Og
Cannon bætir því við að aðstoðar-
menn Reagans velti því fyrir sér
hvort Reagan sé þess umkominn
TILRAUNAFLUGVÉLIN Voya-
ger lenti í gær á Edwards-her-
flugvellinum í Kalforníu eftir að
hafa flogið umhverfis hnöttinn
án þess að taka eldsneyti. Þessi
frækna ferð tók níu daga og lauk
henni degi á undan áætlun.
Um hundrað þúsund manns
fögnuðu flugmönnunum tveimur,
Dick Rutan og Jeana Yeager, þegar
þau lentu í Mojave-eyðimörkinni um
145 km norður af Los Angeles.
Rutan gaf sigurmerki þegar hann
steig út úr stjómklefa vélarinnar
og gáfu velunnarar honum kúreka-
hatt, sem hann setti á höfiið sér.
Fréttaskýrendur líkja afreki flug-
manna Voyager við flugferð
Charles Lindbergh yfír Atlantshafíð
árið 1927.
Aftari vél flugvélarinnar Voya-
ger stöðvaðist stutta stund er að
lokum flugferðarinnar umhverfís
hnöttinn dró. Vélin hrapaði niður
um 3.400 fet áður en áhöfninni
tókst að ræsa aðra vél.
„Það er alvarlegt mál ef þú ert
á flugi yfír hafí og vélin dettur út.
Vélin stöðvaðist í 90 sekúndur
vegna þess að loka, sem stjómar
eldsneytisrennsli, brást," sagði Pet-
er Riva talsmaður.
Flugmönnunum Dick Rutan og
Jeana Yeager tókst að tæma elds-
neytisleiðslu og ræsa vél frammi í
flugvélinni. Slökkt hafði verið á
þeirri vél til að spara eldsneyti.
Flugleiðin síðasta spölinn var
ekki látin uppi til að koma í veg
fyrir að áhugaflugmenn trufluðu
úrvinda flugmennina um borð í
Voyager.
Voyager lenti síðdegis í gær en
hnattferðin hófst 14. desember.
Moskva:
Seldu helgimyndir
ólöglega úr landi
Moskvu, AP.
FIMM Sovétmenn, sem á sex ára
tímabili hafa selt úr landi meira
en 700 rússneskar helgimyndir
að verðmæti um 2,5 miiy. dollara
(um 100 millj. ísl. kr.), hafa verið
dæmdir i langa fangelsisdóma.
Skýrði sovézka fréttastofan
TASS frá þessu í gær.
TASS sagði aðeins, að hópurinn
hefði verið undir stjóm manns að
nafni Viktor Goncharenko. Hefði
hópurinn selt sendimönnum margra
sendiráða helgimyndir og ennfrem-
ur smyglað helgimyndum til þriggja
sovézkra útlaga, sem nú búa í Vest-
ur-Berlín.
TASS sagði, að réttarhöldin yfir
Goncharenko og vitorðsmönnum
hans, tveimur karlmönnum og
tveimur konum, hefðu farið fram
síðustu daga. Hins vegar var ekki
greint frá því, hve þunga dóma þau
hefðu hlotið.
■ ■■ '
\?/
, ERLENT,
Becker fær áheyrn hjá páfa
JÓHANNES Páll páfi II ræðir hér við vestur-þýsku tennisstjörn-
una Boris Becker, sem oft er kaUaður „tennisundrið frá Leimen".
Becker hlaut áheyrn páfa í Páfagarði í síðustu viku.
Indland:
Skæruliðar skutu
tíu menn
Nýju Delhí, AP.
SKÆRULIÐAR skutu tíu menn
til bana og særðu fjóra í fylkinu
Tripura á Norðaustur-Indlandi,
að því er indverska fréttastofan
greindi frá í gær.
Haft var eftir lögreglu að skæru-
liðamir, sem krefjast aðskilnaðar
og sjálfstæðis til handa þjóðflokki
sínum, hefðu kveikt i húsum í árás-
Líbanon:
til bana
inni á mánudagskvöld. Þeir hafa
myrt rúmlega 60 manns undan-
fama þrjá mánuði.
Uppreisnarmennimir eru úr ýms-
um þjóðflokkum, sem lengi hafa
búið í Tripura. Undanfarin ár hafa
innflytjendur streymt til fylkisins
frá Bengal og Bangladesh og er
nú svo komið að þeir, sem fyrir
bjuggu í Tripura, eru i minnihluta.
Franskur gísl látinn
laus á næstu dögum
Beirút, AP,
SAMTÖK öfgafullra múhameðs-
trúarmanna, sem halda tveimur
Frökkum í gislingu i Libanon,
tilkynntu í gær að þau hygðust
sleppa öðrum þeirra á næstu
dögum.
Samtökin, Byltingarsamtök rétt-
lætisins, komu tilkynningu þessa
efnis á framfæri við dablaðið An-
Nahar, sem gefíð er út í Beirút.
Samtökin kváðust ætla að sleppa
einum mannanna vegna tilmæla
Sýrlendinga, írana og Alsírbúa.
Ennfremur var franska ríkisstjómin
hvött til að halda áfram tilraunum
til að bæta samskiptin við stjóm-
völd í íran. Með tilkynningunni
fylgdu ljósmyndir af mönnunum
tveimur og vora þeir fúlskeggjaðir
og fremur þreytulegir að sjá.
Ekki var minnst á tvo Banda-
ríkjamenn, þá Joseph Cicippio og
Edward Austin Tracy, sem samtök-
in segjast halda gíslum í Líbanon.