Morgunblaðið - 24.12.1986, Síða 33

Morgunblaðið - 24.12.1986, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 33 Bessi Bjarnason í hlutverki aura- sálarinnar Harpagon og Pálmi Gestsson í hlutverki Cléantes, sonar hans. ekki skrýtið, því Molliere býður upp á leikgleði og fjör. Samt eru verk hans ekki ærslin ein, heldur geyma þau geysilega skemmtilegar mann- lýsingar. Til dæmis er Aurasálin tekin til greiningar í bókmennta- kennslu sem dæmi um gamanleikja- persónur eins og þær gerast bestar. Það er óneitanlega gaman að sjá Bessa Bjarnason, á hátindi getu sinnar sem leikari, glíma við svona hlutverk. Æfingatímabilið hefur verið mjög ftjótt. Leikararnir hafa staðið sjg vel og þetta hefur verið ákaf- lega þroskandi fyrir alla aðra starfsemi í húsinu. Helga Björns- dóttir hannaði búningana og hún er þekkt fyrir annað en að fara auðveldustu leiðir. Af því leiðir að hárkollur fylgja hugmyndum henn- ar og hafa bæði saumastofan og hárkolludeildin fengið mjög skap- andi og lærdómsríkt verkefni. Sama máli gegnir um leikmyndadeild, en við fengum til liðs við okkur besta leikmyndateiknara á Norðurlönd- um, Paul Suominen frá Finnlandi. Tónlistin er ekki heldur af verri endanum. Jón Þórarinsson hefur samið hana fyrir okkur og tekur bæði tillit til okkar tíma og tíma Mollieres. Svo eiga ljósamaðurinn, Asmundur Karlsson og aðstoðar- maður minn, Þórunn Magnea Magnúsdóttir ákaflega mikið í þess- ari sýningu. Þetta hefur verið mjög gefandi æfingatími og ef ég á að segja eins og er þá hefur verið alveg logandi skemmtilegt. Við höfum leikið okk- ur mikið á æfingum til að ná réttu andrúmslofti. Við vonum bara að það skili sér á sýningum, því það er fyrst og fremst fyrir áhorfandann sem við erum að þessu bjástri.“ Randver Þorláksson í hlutverki La Fleche og Sigríður Þorvalds- dóttir í hlutverki hjónaband- smiðlarans Frosine. Paul Suominen Paul Suominen: Leiksýning á sér tvær uppsprettur ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur ráðið til sín finnskan leikmyndateikn- ara, Paul Suominen, til að gera leikmynd fyrir jólaleikritið, Aurasálina eftir Molliere. Paul Suominen fæddist í Helsinki árið 1930. Að eigin sögn hlaut hann enga æðri menntun, en alla sína þjálfun í Sænska leikhúsinu í Helsinki. Paul starfaði síðan sem leikmyndateiknari hjá Óperunni í Helsinki í 20 ár. Arið 1975 byrjaði hann að kenna við leikmyndadeild fram- haldsskóla í Helsinki og veitir þeirri deild forstöðu í dag. Auk þess vinnur hann 1-2 leikhúsverkefni á ári, fyrir utan að vera listmálari og halda sýningar. Aðspurður hvaða máli leikmynd skipti, svaraði hann: „Það er að miklu leyti leik- myndin sem skapar andrúmsloft leiksins. Hún afmarkar sviðið, ákveður hreyfingar leikaranna, hvar þeir koma inn og fara út, þ.e. tæknilegu hliðina á því. Ef leikmynd er rétt unnin, hjálpar hún leikaranum að finna réttu svipbrigðin fyrir þær tilfinningar sem hann reynir að tjá í túlkun sinni á persónu.“ Hvert er andrúmsloftið í Aura- sálinni? „Það er raunverulegt og kátt. Það raunverulegt að því leyti að leikararnir í verkum Mollieres eru alltaf að tjá mannlegar tilfínning- ar, sterkar og djúpar. Á sama tíma eru þær gleðilegar og lifandi og eru, listrænt séð, mjög „ stílfærð- ar.“ Það er einmitt sterkasta einkenni Mollieres. Það er vegna þessara skýrkt mörkuðu persóna sem Molliere er nýr enn þann dag í dag. Þess vegna er mjög auð- velt að vinna með verk hans, ef maður skilur orðið raunsæi." Vinnur þú út frá andrúmslofti Mollieres eða samtíma hans? „Bæði, en þó með aðaláherslu á sálfræði Mollieres. Andrúmsloft samtímans má búa til og leika.“ Megnið af leikmununum er málað á tjöldin, er það raunsæis- legt? „Já, sviðsmyndin er að mestu leyti máluð. Bæði af gamni og vegna þess að það skapar visst andrúmsloft. Þetta er einhvers- konar ýkjustíll sem fær svörun í leikritinu sjálfu. Þá höfum við„stílfært“ samræmi í allri sýn- ingunni. En maður verður að passa sig mjög mikið með stílfærslur, þvi ef maður fer að stílfæra einn hluta af leiksýningu á kostnað annars er hætta á að maður kljúfí innra samræmi per- sónanna í leikritinu. Vinna leikmyndateiknarans lýt- ur sínum lögmálum. í leikhúsinu er hann tengiliður milli lista- manna, leikara og leikstjóra, og tæknimanna. Hver leiksýning á sér tvær uppsprettur í samfélag- inu. Onnur uppsprettan eru skapgerð og tilfínningar og er það sem við köllum „listræna hliðin." Hin uppsprettan er sköpunin, hugsunin, sem fínnur sér farveg í tæknivinnu. Þetta er forsendan fyrir leikhúsi.“ nga- og ahaugur“ því hvort búið sé að segja hlutina áður. Það er búið að skrifa um ákaflega margt, það er satt en er- lend leikrit geta aldrei komið í staðinn fyrir íslensk verk. En okkur lífsnauðsynlegt að hér blási erlendir straumar, þá fáum við líka betri viðmiðun á það sem við erum að gera sjálf. Hvert finnst þér eiga að vera markmið leikhússins? „Ég hef stundum verið að velta fyrir mér afhveiju maður er í leik- list. Ef ég á að reyna að útskýra það, má segja að mér fínnist ég þurfa að ná til einhverrar ókunnrar manneskju úti í sal sem hefur eng- in samskipti við mig að öðru leiti. Mig langar að fínna leið til hennar. Það er kveikjan. Ég get ekki útskýrt hvaða áhrif það eru sem ég er að reyna að ná, það er mismunandi eftir verkefnum. Það má kannski segja að það sé eitthvað svipað því sem Osbome sagði: „í leikhúsinu á fólk að finna til, svo getur það hugsað þegar það kemur heim." Það em ekkert mjög margir staðir til í dag, þar sem manneskjan getur setið með sjálfri sér og fundið til, nema þá einhvers- staðar ein í sinni „prívat" þjáningu. Ég legg ekki eins mikið upp úr vitsmunalegum áhrifum í leikhúsi. Maðurinn verður fyrir svo miklu vitsmunalegu áreiti alla daga en mér finnst tilfinningalegt áreiti miklu meira spennandi og leikhús vera staður til að skoða tilfinningar fólks. Ég geri mér þó grein fyrir því að það þarf vitsmuni til að úr verði ekki bara tilfínningasemi. Til- búnar tilfínningar era miklu verri en engar tilfínningar. Mér fínnst að í leikhúsi eigi ekki að leika til- fínningar, eða herma eftir þeim, heldur glíma við að gera þennan tilfínningaheim raunvemlegan og áhrifaríkan.“ í verki þínu kemur þú að ein- hveiju leiti inn á spumingun a um „vísindi og siðferði.“ Finnst þér það þarft umhugsunarefni í nútíma þjóðfélagi? „Fyrir mér er það eiginlega auka atriði í verkinu. Fyrir mér er megin viðfangsefni verksins að skoða til- fínningalega þróun þessara per- sóna. Hvort tilfinningamar breytist við ákveðnar aðstæður. Auðvitað fínnst mér spurningin um „vísindi og siðfræði skipta máli, sem hluti af sjálfsákvörðunarrétti einstakl- ingsins, en mér fínnst það ekki vera megin viðfangsefni mitt í verkinu." Umræða um dauðann kemur upp í þessu leikriti. Hugsarðu mikið um dauðann? „Ég veit ekki hvort ég hugsa meira um dauðann en gengur og gerist. Hinsvegar hugsa ég meir um hluti sem ég skil ekki, eftir því sem ég verð eldri. Staðreyndin um dauðann kveikir hjá manni margar spurningar. Allir hlutir fá óneitan- lega allt annað vægi þegar maður hugsar um þennan óhjákvæmilega endapunkt. Mér fínnst fólk mega hugsa meir um það. Mér fínnst gaman að velta fyrir mér hlutum sem ég skil ekki og með ámnum vaknar meiri þörf fyrir að leita. Æ fleiri hlutir sem maður taldi stað- reyndir áður falla fyrir nýjum rökum. Ég lifí sjálf mikið í núinu og það tengist því mjög mikið að hugsa um dauðann. Eg tek lífíð ekki sem gefna stærð. Svo má kannski segja eins og lengi hefur verið vitað, að í allri listsköpun sé dauðinn mikil kveikja." Finnst þér dauðinn geta falið í sér huggun, von eða einhvers konar frelsi? „Nei, það fínnst mér í rauninni ekki. Mér fínnst hann óumflýjanleg- ur og í besta falli eðlilegur. Hann er ekki huggun, von eða frelsi, nema út úr einhveiju sem er verra en dauðinn og það á lífið ekki að vera. Hann er samt óumflýjanlegur og það sem mér fínnst óskaplega mikil- vægt er að fólk fái að mæta á þetta síðasta stefnumót með reisn og sjálfsvirðingu." Finnst þér einhver tilgangur með lífinu? „Þegar stórt er spurt, verður oft lítið um svör. Ég er alltaf að velta því fyrir mér hvaða tilgang lífið hefur. Ennþá hef ég ekkert svar. Hinsvegar veit ég að það er gaman að lifa. Það er kannski tiigangur í sjálfu sér. Tengist listin tilgangi lífsins að einhveiju leiti? „Já, því það er sama hvemig við lítum á sköpunarverkið, listin er sá þáttur sem tengist því mest. Mér fínnst heimur án sköpunar vera heimur án tilgangs, eða án æðri máttar. Listamaðurinn er ekki bara að tjá sig, heldur er hann að koma til móts við sköpunarþörf hverrar manneskju sem hann kemst í snert- ingu við með verki sínu.“ Lítur þú á listsköpun sem fram- hald af sköpunarsögunni? „Já, það er einhver sköpunarsaga í hveijum manni. Hvað þarf, til að þér fínnist þú hafa náð árangri með leikriti þínu? Ég held maður skoði tilganginn með verkum sínum á mjög mismun- andi hátt, eftir því hvar maður er staddur á lífsleiðinni. Ég vona að mér takist að forðast að byggja upp vamarmúra, eða einhveijar einfald- ar útskýringar á þeim viðbrögðum sem verkið kann að fá. Ef þetta mistekst vona ég að ég fari á ærlegan „bömmer" og læri síðan eitthvað af því. Að sama skapi mun það gleðja mig mjög mikið ef það nær til fólks. Ég vona að ég geti líka lært mikið af því, án þess að ofmetnast og halda að þarmeð sé ég orðin skáld."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.