Morgunblaðið - 24.12.1986, Page 38

Morgunblaðið - 24.12.1986, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 Keflavík: 60 voru brautskráðir á haustönn Fjölbrauta- skóla Suðurnesja Keflavík. Á LAUGARDAGINN fengn 60 nemendur brautskráningarskír- teini frá Fjölbrautaskóla Suður- nesja við hátíðlega athöfn í Keflavíkurkirkju. Nú hafa tæp- lega 1.000 nemendur verið brautskráðir frá skólanum í hin- um ýmsu námsbrautum á þeim 10 árum sem hann hefur verið starfræktur. Að þessu sinni luku 26 nemendur stúdentsprófi, skipstjómarprófi luku 13, flugliðar voru 12, 5 luku 2 ára bókhaldsnámi og 4 frá iðn- braut. Þrír nemendur fengu viður- kenningu fyrir góðan námsárangur. Kolbrún Garðarsdóttir í frönsku, Guðrún Guðmundsdóttir í þýsku og Guðný Gunnarsdóttir í viðskipta- greinum. Einnig var Hafliða ** * Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Nýútskrifaðir stúdentar frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja við útskriftina í Keflavikurkirkju. RÁS 1 ^ Aðfangadaaur kl. 19.10: Jólatóníeikar í útvarpssal Sinfóníuhljómsveit íslahds leikur undir stjórn Páls P. Pálssonar. Leikin verða þessi verk.: a. Homkonserf í D-dúr eftir Georg Philipp Telemann. b. Píanókonsert nr. 23 ÍA-dúr K-488 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. ^c. Klarinettukonsert nr. 1 íf-molL \ eftirCarl Maria von Weber. Jóladagur ki. 22.20: „Messías" óratoría eftir 1 Georg Friedrich Handel Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands og Pólýfónkórsins í Hallgrímskirkju 13. desember s.l. Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson. Einsöngvarar: Maureen Braithwaite, SigríðurElla Magnúsdóftir, lan Partridge og Peter Coleman-Wright. Sunnudagur 28. desember kl. 13.10: Jólaleikrit útvarpsins: „Rómeó og Júlía" eftir William Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Kristján Franklín Magnús og Guðný Ragnarsdóttir fara með hlutverk elskendanna í þessum frœgasta ástarharmleik allra tíma. Hjálmar H. Ragnarsson samdi tónlistina sem fiutf er í verkinu af Sinfóníuhljómsveit íslands. Aðfangadagur ki. 20.00: ( Jólavaka útvarpsins 0 o. „Syngi Guði sæta dýrð", | jólasöngvar frá ýmsum löndum. ' b. Friðarjól (hefst kl. 20.55). Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirs- son, flytur ávarp og jólaljós kveikt. c. „Ég sé þar friðarkonungs stjörnu skína" (hefst kl. 21.10). Þorsteinn frá Hamri tekur saman dagskrá þar sem leitast er við að lýsa margvíslegum viðhorfum sem birtast tU jólanna í Ijóðum og sögum. ■4 Jóladagur kl. 16.20: Við jólatréð, barnatími í útvarpssal Gunnvör Braga sér um síðasta jólabarna- tímann sem útvarpað verður úr útvarpssal á Skúlagötu 4. Margt jýör verður til skemmtunar sem Edda ru_ Heiðrún Backman kynnir. Leikarar úr Brúðubílnum koma rN^j í heimsókn.jólasveinnlnn I BfH Glugagœgir lítur inn I og sungin verða barna- og LHHB göngulög við jólatréð. Enn fremur sér Guðríður Haraldsdóttir um Jólaþátt barnanna" á rás tvö á jóladag kl. 15.00. RÁS 2 Jóladagur kl. 20.30: Gestagangur hjá Ragnheiði Davíðsdóttur sem rœðir við fólk af erlendum uppruna er heldur jól á íslandi. Gestir hennar verða KuregeJ Alexandra Argunova leikari og hjónin Harpa Jósefsdóttir og VigfúsAmin. Einnigverður rœtt vlð Björn Jónsson frá Haukagili i Borgarfirði og Bergljótu Bjórnsdóttur frá Haukadai í Dýrafirði um bernskujói þeirra fyrr á þessari öld. Þetta er aðeins það helsta f jólapakkanum, en jóladagskrá útvarpsins verður kynnt f klukkustundarlöngum þætti á RÁS 1 kl. 13.00 á aðfangadag. Jóladagur kl. 21.10: í húsi skáldsins Dagskrá frá opnun Sigurhœða, húss Mafthiasar Jochumssonar á Akureyri. árið 1961. Rœður flytja Marteinn Sigurðsson. formaður Matthíasarfélags- ins, Davíð Stefánsson skáld, séra Sigurður Stefánsson, Gylfi Þ. Gíslason, þáverandl menntamálaráðherra, og Gunnar Matthíasson, sonurséra Matthíasar, sem rekur minningar um föður sinn. Gunnar Stefánsson tók saman og flytur inngangsorð. ýjleMeg jól RIKISUTVARPIÐ. Sævarssyni, fyrrverandi formanni nemendafélagsins, veitt viðurkenn- ing fyrir mjög vel unnin störf í félagsmálum skólans. „Um þetta leyti árs er dagur skemmstur. Þá trónir myrkrið í sínu æðsta veldi yfir deginum og ljósinu. En við vitum að nú tekur daginn að lengja. Með degi hveijum fetar ljósið sig áfram á kostnað myrkurs- ins. í lífi þeirra sem nú hljóta brautskráningarskírteini eru' sam- bærileg hvörf. Skírteinum má líkja við kyndil sem þið hafið nú veitt móttöku. Það er nú ykkar hlutverk að varðveita þann neista sem leyn- ist í kyndlinum og lýsa upp myrkrið — þær óræðu slóðir sem bíða ykk- ar. Verið samt vel minnug að kyndillinn getur aðeins veitt birtu í myrkrinu — hann er ekki ljósið sjálft," sagði Hjálmar Árnason skólameistari m.a. í ræðu við þetta tækifæri. Hjálmar sagði ennfremur að námsbrautir lokuðust og opnuðust eftir þörfum hverju sinni og nefndi nýjar brautir, sjúkraliða-, fískeldi-, skipstjómar- og endurreista vél- stjórabraut. Nú hefði verið gerður samningur ráðherra og sveitar- stjóma um viðbyggingu við bókn- ámshús, en sú bygging leysti aðeins sárasta vanda skólans. Nemendur sem luku námi að þessu sinni voru víðs vegar að komnir og var þessi hópur, sem taldi liðlega 20 manns, aðallega í flugliðabraut og skipstjórnarbraut. Fjölbrautaskóli Suðumesja er eini skólinn á landinu sem útskrifar nemendur á flugliðabraut. Þeir 13 sem luku námi í skipstjóm fengu réttindi að 80 tonnum opg ætla þeir allir að halda áfram námi og fá 200 tonna réttindi í vor. Auk þess er hægt að stunda við skólann kvöldnámskeið. - BB Selfoss: Aðalfundur Ferða- málasamtaka Suðurlands verð- ur í janúar Selfossi. AÐALFUNDUR Ferðamálasam- taka Suðurlands sem venja er að halda á haustdögum verður að þessu sinni haldinn í janúar. Á aðalfundi samtakanna 16. nóv- ember 1985 var samþykkt að reikningar samtakanna næðu yfir heilt ár og af þeirri ástæðu hefur fundinum verið frestað. Stjóm samtakanna réði á þessu ári ferðamálafulltrúa til starfa og hyggur nú á endurútgáfu ferðabæklings samtakanna. Þeir sem vilja láta skrá sig í bæklinginn eða vilja gera breytingar á fyrri skráningu þurfa að hafa samband við stjórn samtakanna. Formaður er Eiríkur Eyvindsson Laugarvatni. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.