Morgunblaðið - 24.12.1986, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986
45
Morgunblaðið/V aldimar
Barnaskóli Gaulveija eftir útlitsbreytingar. Nokkrir hressir nemendur við eigin framkvæmdir.
Endurbætur á barnaskóla Gaulveija
Gaulverjabæ.
Egilsstaðir:
Jólatré af Völlum
seld á Héraði
UNDANFARIÐ hefur verið unn-
ið að margvíslegum endurbótum
og viðhaldi á barnaskóla Gaul-
veija í Gaulverjabæjarhreppi.
Allir veggir voru klæddir að utan
með grófum steinplötum og ein-
angrað með fjögurra tommu glerull.
Einnig var skipt um jám á stómm
hluta af þaki hússins. Innanhúss
hefur verið innréttuð björt og vist-
leg kennslustofa þar sem áður var
smíðastofa. Em tvær kennslustofur
á neðri hæð. Skipt var um öll hrein-
lætistæki á snyrtingum og þeim
breytt.
Nú síðast var skipt um einangmn
í lofti á efri hæð og klætt með eld-
þolnum plötum. Smiðir við verkið
'em frá Forsæti í Villingaholts-
hreppi.
Húsið er vel byggt og rúmgott
til kennslu. Það var hins vegar orð-
ið nokkuð dýrt í kyndingu og
einangmn takmörkuð eins og títt
var á seinni stríðsámm er húsið var
byggt.
Kostnaður er orðinn um 1,2 millj-
ónir og er það um helmingur þess
fjár er menn áætla í þetta. Ýmsu
er ólokið enn, m.a. lagfæringum og
endumýjun á kennaraíbúð, einnig
málningarvinnu.
Að sögn oddvita, Geirs Ágústs-
sonar í Gerðum, hefur ekkert fé
fengist til þess, hvorki frá ríki né
ráðuneyti. Ekkert fékkst heldur
vegna orkusparandi aðgerða sem
þó var útlit fyrir í upphafí.
Nú er útlit fyrir að kostnaður
sveitarfélaga aukist vemlega vegna
skólaaksturs á næsta ári. Geir hvað
þrengjast um fé til framkvæmda
sem þessara hjá hreppnum ef færi
sem horfði. Taldi hann að þeir pen-
ingar sem áætlaðir væm til beinna
framkvæmda hyrfu að langmestu
leiti í skólaakstur á næsta ári.
Skólastjóri bamaskólans er
Kristinn Bárðarson frá Selfossi.
Kennari auk hans er Ásthildur
Skjaldardóttir, Seljatungu.
Auk þeirra em nokkrir stunda-
kennarar. M.a. er kenndur söngur
nú í fyrsta skipti í mörg ár. Leik-
fímikennsla fer fram í félagsheimil-
inu Félagslundi rétt hjá. Það hús
var stækkað fyrir nokkrum ámm.
Nemendur vom í jólaskapi er
fréttariti Morgunblaðsins leit við
og höfðu m.a. hengt skraut og
myndir í glugga.
Valdim. G.
Egfilsstöðum.
NÚ FYRIR jólin gengst Skóg-
ræktarfélag Austurlands fyrir
jólatréssölu á Héraði. Að sögn
Orra Hrafnkelssonar, formanns
félagsins, er hér aðallega um
rauðgreni og blágreni að ræða.
Trén eru ýmist rótarlaus eða með
hnaus þannig að kaupendur geta
að afloknu jólahaldi stungið þeim
niður í garða sína og notið þeirra
þar um ókomin ár.
Tré þessi koma úr aðalgróður-
setningarsvæði Skógræktarfélags
Fljótsdalshéraðs í Eyjólfsstaðaskógi
á Völlum og em flest um 1-2 metr-
ar á hæð. Þó er þama um allt að 6
m há tré að ræða og verður eitt
slíkt við útibú Búnaðarbankans á
Egilsstöðum. Ágóðinn af sölu þess-
ari mun gera félaginu kleift að
SLYSASKRÁNING Umferðar-
ráðs fyrir nóvembermánuð leiðir
í Ijós að slysum fer fækkandi.
Þetta á bæði við um samanburð
á milli ára og einstakra mánuða.
Alls urðu 41 slys þar sem meiðsl
urðu á fólki í nóvember, en vom 63
í október og 49 í nóvember 1985.
Þrátt fyrir þessa fækkun þá urðu
2 dauðaslys í nóvember og í þeim
létust 3 fullorðnir menn.
Óhöpp þar sem einungis varð
eignartjón á ökutækjum vom 641
stórauka gróðursetningu á næstu
ámm.
Hjá Skógrækt ríkisins á Hallorm-
stað verða felld um 2000 tré fyrir
þessi jól auk verulegrar framleiðslu
á arinviði. Tré úr Hallormstaða-
skógi fara á markað vítt um
Austurland og á Reykjavíkursvæð-
ið. Úr Hallormstaðaskógi kemur
hæsta tré sem fellt er á landinu og
annað hæsta jólatré sem reist er
hér á landi, næst á eftir Oslóartrénu
á Austurvelli. Þetta er blágrenistré
10,5 m á hæð, beinvaxið og fagurt
sem reist var framan við verslun
Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöð-
um. Með þessari miklu framleiðslu
á jólatijám má segja að skógrækt
á Héraði sé farin að spara vemlega
gjaldeyri fyrir þjóðarbúið.
- Björn
í nóvember og er það umtalsverð
fækkun frá síðasta mánuði, en þá
vom þau 748.
Þessa fækkun má e.t.v. rekja til
sérstaks umferðarátaks sem Um-
ferðarráð og lögreglan stóðu fyrir
í lok október og byijun nóvember.
Umferðarráð hvetur ökumenn
sérstaklega til þess að aka bflum
sínum með ljósum og gangandi veg-
farendur til þess að nota endur-
skinsmerki í jólaumferðinni.
Slysum fækkaði
Ih'm cr um li/ið, ústina og okkur sjálf
Sýnd kl. 9.
EIN VINSÆLASTA ÍSLENSKA KVIKMYND-
IN FRÁ UPPHAFI
STELLA í ORLOFI
Missið ekki af þessari sprenghlægilegu kvikmynd.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
KÆRLEIKS-
BIRNIRNIR
Fjölskyldumynd-
in vinsæla.
Sýnd kl. 3.
PURPURA-
LITURINN
FRUMSÝNING Á BARNA-
OG FJÖLSKYLDUMYNDINNI
STÓRI FUGLINN í SESAME-
STRÆTI
Allir krakkar þekkja Stóra-fugl úr Sesame-
street. Sýnd kl. 3, 5 og 7.