Morgunblaðið - 24.12.1986, Síða 56

Morgunblaðið - 24.12.1986, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 2. í jólum Ball á Borginni. Ball á Borginni. 27. desember frá kl. 10-03. ið frá kl. 10-03. 28. desember Hinn frábæri tangósöngvari Ernesto Rondo ásamt hljómsveit sinni Ban- doneon flytur argentínska tangótónlist. Hin bráðhressa hljómsveít Jóns Sigurðssonar ásamt söngkonunni Örnu Þor- steínsdóttur leika fyrír dansi. 29. desember Argentínski tangósöngvarinn Ernesto Rondo ásamt hljóm- sveit sinni Bandoneon flytja argentínska tangótónlist. Opið frá kl. 9-01. 30. desember Argentínski tangósöngvarinn Ernesto Rondo ásamt hljóm- sveit sinni flytja argentínska tangótóniist. Hattar, knöll, snarl. Ath. Forsala aðgöngumiða á gamiárskvöld er hafin í gesta- Foreldrar og böra föndra fyrir jólin. Morgunbiaðið/Hanna Aðventustemmning í Kirkjubæjarskóla Kirkjubæjarklaustri. NEMENDUR og starfsfólk Kirkjubæjarskóla stóðu fyrir fjölskyldukvöldi mánudags- kvöldið 15. desember. Þar gafst fólki kostur á að skera út laufabrauð, föndra og kíkja í nýútkomnar bækur á bókasafninu. Að ógleymdu því að geta keypt sér kaffí og heitar vöfflur hjá skóla- félaginu. Var þama margt um manninn og virtist mönnum líka vel þessi tilbreyting í skammdeginu. — Hauna Ný verslun með te ogkaffí VERSLUNIN Te og kaffi hefur opnað útibú í bakhúsi á Laugavegi 24. Þar verður boðið upp á yfir 70 tegundir af te, drykkjarurtum og kaffi, sem malað er á staðnum. Auk þess er allt tilheyrandi neyslu þess- ara diykkja á boðstólum í verslun- inni svo sem könnur, sykur, krydd og fleira. Gleðileg jól og farsælt komandi ár Opið 2. í jólum kl. 22.30—03.00. Opið 3. í jólum kl. 22.30—03.00. Sala aðgöngumiða á áramótafagnaðinn er hafin. Á myndinni eru starfsstúlkur verslunarinnar, Guðríður Ólafsdótt- ir og Guðrún Bima Eiríksdóttir ásamt eiganda hennar, Sigmundi Dýrfjörð. Húsavík; Rysjótt tíð Húsavik MEST alla jólaföstuna hefur verið rysjótt tíð á Húsavík og í nágrenni. Þrátt fyrir það hófust útiskreytingar vegna jólanna í upphafi föstu og þykir mörgum það full- snemmt, því þegar skreyting- araar eru búnar að vera uppi í tæpan mánuð fara þær að verða hversdagslegar í stað þess að vera hátíðlegar. Þó að verslanimar hefji sínar skreytingai snemma, ætti al- menningur ekki að setja upp útiskreytingar að því er mér finnst, fyrr en síðustu helgina fyrir jólin, þó sjálfsagt sé að láta aðventuljósin loga í gluggum. Síðan á föstudag hefur verið hér besta veður, mikil umferð í bænum og verslun með meira móti fyrir jólin. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.