Morgunblaðið - 24.12.1986, Síða 62

Morgunblaðið - 24.12.1986, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 Skíði: Gunde Svan ' ennefstur Skíði: Walliser aftur í efsta sætið GUNDE Svan, Svíþjóft, er í efsta sœti í heimsbikarnum í skífta- göngu eftir keppni helgarinnar. Landi hans, Thomas Eriksson, sigraði í 30 km göngu í Davos í Sviss á laugardaginn. Á sunnu- daginn var keppt í 4 x 10 km boðgöngu og unnu Svíar eftir harða keppni við Finna. Thomas Eriksson var afteins einni sekúndu á undan Sovét- manninum, Valadimir Smirnov, í 30 km göngunni. Christer Maj- bæck, Svíþjóft, varð þriðji og heimsbikarhafinn frá því í fyrra, Gunde Svan, í fjórða sæti. Thomas Wassberg, Svíþjóð, varð fimmti, 18 sekúndum á eftir fyrsta manni. [ boðgöngunni á sama stað á sunnudaginn sigruðu Svíar á 1:58.54,6 klukkustundir. Finnar voru í öðru sæti á 1:59.02,0 og Svisslendingar í þriðja á 1:59.18,5. Staðan í heimsbikarnum í skíðagönu er þessi: Gunds Svan, Svfþjóð 62 VladimirSmirnov, Sovétrfkjunum 43 Thomas Eriksson, Svfþjóð 34 Vegard Ulvang, Noregi 24 Pierre Harvey, Kanada 24 Torgny Morgren, Svfþjóð 22 Thomas Wassberg, Svfþjóð 21 Kari Ristanen, Finnlandi 20 Andi Gruenenfelder, Sviss 19 Vladimir Sakhnov, Sovótrfkjunum 17 Getraunir: Margir með tólf rétta í 18. leikviku íslenskra getrauna um síðustu helgi komu fram 12 raðir meft 12 réttum leikjum og er vinningur fyrir hverja röft kr. 84.715. 191 röft kom upp með 11 leikj- um réttum og er vinningur fyrir hverja röð kr. 2.281. Alls var vinn- ingspotturinn kr. 1.452.288. Um næstu helgi er 19. leikvika íslenskra getrauna. Er það ný- lunda því hingaft til hefur jólavi- kunni verift sleppt • Gunde Svan hefur haft tölu- verfta yfirburði f skfftagöngunni á undanförnum árum en nú virðist keppnin vera meiri. Hann varð lúta í lægra haldi fyrir landa sínum, Thomas Eriksson, um helgina. MARIA Walliser, Sviss, náði aftur efsta sæti í heimsbikarnum sam- anlagt er hún sigraði í stórsvigi f Val Zoldana á italíu á laugardag- inn. Með sigrinum skaust hún aftur upp fyrir löndu sína, Vreni Schneider, sem er nú fjórum stig- um á eftir. Svissneskar stútkur eru nú í fjórum efstu sætunum í keppninni. Svissnesku stúlkurnar voru í fimm af sjö efstu sætunum í stór- sviginu á laugardaginn. Walliser varð í fyrsta sæti. Blanca Fern- andez-Ochoa, Spáni, í öðru og síðan komu þrjár svissneskar, Fig- ini, Schneider og Brigitte Oertli. Katrin Stotz, V-Þýskalandi varð í sjötta og Erika Hess í sjöunda. Á sunnudaginn var keppt í svigi og þar sigraði Erika Hess nokkuð örugglega. Hún var rúmlega einni sekúndu á undan næsta keppanda sem var Brigitte Oertli. Claudia Strobl, Austurríki, varð þriðja og Paola Magoni Sforza, Ítalíu, í fjórða sæti. Staðan í heimsbikarkeppninni er nú þessi: Maria Walliser, Sviss 110 Vrani Schneider, Sviss 106 Erika Hess, Sviss 95 Brigitte Oertli, Sviss 85 Tamara McKinney, Bandaríkjunum 81 Michela Figini, Sviss 64 Corinne Schmidhauser, Sviss 61 Catherine Quittet, Frakklandi 58 MichaelaGerg,V-Þýskalandi 50 Blanca Fernandez-Ochoa, Spáni 46 Roswitha Steiner, Austurrfk 46 Konurnar fá nú frí fram yfir áramót. Blak: Þróttur vann KA ÞRÓTTUR, Neskaupsstað, vann KA 3:2 í 1. deild karla í blaki um helgina. Þróttur vann fyrstu tvær hrin- urnar 15:10 og 15:6, en þá snerist dæmið við og KA vann næstu tvær 15:9 og 15:7. f úrslitahrinunni komst KA í 10:2, en Þróttur vann 15:13. Ólafur Viggósson og Marteinn Guðgeirsson voru bestir heima- manna en Sigurður Arnar Ólafsson var bestur hjá KA. Knattspyrna: Graham Roberts til Glasgow Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgun- blaösins á Englandi. GLASGOW Rangers keypti varn- armanninn Graham Roberts frá Tottenham um helgina fyrir 450 þúsund pund. Roberts erfimmti Englendingur- inn, sem Graeme Souness, framkvæmdastjóri Rangers, kaup- ir, en liðið er nú í 3. sæti skosku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir Celtic. í staðinn keypti David Pleat, framkvæmdastjóri Tottenham, enska miðvallarleikmanninn Steve Hodge hjá Aston Villa fyrir 650 þúsund pund og þar með hefur hann keypt fjóra leikmenn, síðan hann tók við stjórninni. íþróttir helgarinnar: Lyftingar Laugardaginn 27. desemer verður opna Reykjavikurmeist- aramótið í kraftlyftingum haldið f Garðaskóla, Garðabæ, og hefst klukkan 14. fslandsmótið i olypfskum lyftingum hefst á sama stað kl. 13. Flestir bestu kraftlyftingamenn og konur landsins verða á meðal keppenda og er gert ráð fyrir 20 til 30 keppendum. í þyngsta flokki verður helsti keppandinn Hjalti Árnason og mun hann reyna að bæta eitt Islandsmet Jóns Páls Sigmarssonar í flokknum, . 75 ára afmœlismót VALS HAIMDKNATTLEIK SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986. DIGRANESSKÓLI Kl. 20.00 Valur — Haukar. Kl. 21.15 Stjörnulið Ómars Ragnarssonar — bæjarstjórn Kópavogs. Kl. 21.45 Breiðablik - Arhus KFUM. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1986. ÍÞRÓTTAHÚSIÐ AKRANESI Kl. 19.00 Valur (Oldboys) — Akranes. Kl. 20.15 Breiðablik — Haukar. kl. 21.30 Valur - Arhus KFUM. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986. SEUASKÓLI Kl. 20.00 Valur — Breiðablik. Kl. 21.15 Jón Páll tekur 10 víti á Einar Þorvarðar- son og það liggja 1000 kr. undir í hverju skoti. Kl. 21.30 Víkingur - Arhus KFUM. M&ííæ SMIÐJUVEGI34, KÓPAVOGI SKEIFUNN111, REYKJAVÍK - BREKKUSTlG 37, NJARDVlK IBik H Skélevttfðuellg 14, R. Slmt 24520

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.