Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 1- STOFNAÐ 1913 6. tbl. 75. árg. FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 Prentsmiðja Morgrinblaðsins Atök á landamærum Kína og Víetnam: 700 hermenn lig-gja í valnum Peking, Reuter. STJÓRNVÖLD í Kína og Víet- nam sögðu í gær að enn væri barist af mikilli hörku á landa- mærum ríkjanna. Hinar opinberu fréttastofur landanna segja að sjö hundruð hermenn hafi verið felldir. Spenna í gjaldeyris- viðskiptum , París, Reuter. SPENNA greip um sig í gjaldeyris- viðskiptum í Vestur-Evrópu i gær. Því olli orðrómur um, að ekki yrði komizt hjá gengislækkun franska frankans og ítöisku lírunnar og hækkun vestur-þýzka marksins gagnvart öðrum gjaldmiðium inn- an evrópska peningakerfisins. Gengi vestur-þýzka marksins, svissneska frankans og hollenska gyllinsins komst hærra en nokkru sinni gagnvart lírunni. Seðlabankar Vestur-Þýzkalands og Frakklands gripu einnig til umfangsmikilla að- gerða til þess að styrkja gengi frankans, en það kom fyrir lítið. Sjá frétt á síðu 20. Fréttastofan Nýja Kína tilkynnti í gær að kínverskir landamæraverð- ir hefðu fellt 200 Víetnama í Laoshan í Yunnan-héraði og að enn væri barist af hörku. A þriðjudag sagði hin opinbera fréttastofa Víet- nam að kínverskar sveitir hefðu freistað þess að ná fjórum hernað- arlega mikilvægum hæðum í Ha Tuyen-héraði í Víetnam á sitt vald og að 500 hermenn úr árársarliðinu hefðu verið felldir. Kínverska ut- anríkisráðuneytið staðfesti í fyrra- dag að átökin hefðu átt sér stað en gat þess jafnframt að Víetnamar hefðu falsað tölu látinna. Frá árinu 1979 hafa hermenn ríkjanna oft- lega átt í átökum á landamærunum en tala fallinna hefur aldrei verið sögð hærri. Fréttastofa Víetnam sagði í gær að stjórnvöld þar væru ævinlega reiðubúin til að bæta samskiptin við Kína. Hins vegar voru Kínveijar varaðir við frekari árásum því Víet- namar myndu ætíð grípa til vopna til að veija föðurlandið. Atök Kínveija og Víetnama eiga sér langa sögu. Á síðasta ári vísuðu Kínveijar á bug öllum tilraunum Víetnama til að bæta samskipti ríkjanna. Ráðamenn í Kína hafa lýst því yfir að óvinátta verði með þjóðunum þar til Víetnamar kalla innrásarlið sitt frá Kambódíu. Ritskoðun hert í Suður-Afríku Jóhannesarborg, Reuter. LÖGREGLAN í Suður-Afríku bannaði í gær birtingu auglýs- inga til stuðnings samtökum, sem bönnuð eru í landinu, og visaði til neyðarlaga. Fyrirskipun lögreglunnar var birt í sérstöku dreifibréfi í gærkvöldi eftir að fjöldi dagblaða hafði birt heilsíðuauglýsingu frá hreyfingum, sem beijast gegn aðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda. Þar voru stjórnvöld hvött til að leyfa starfsemi Afríska þjóðarráðsins. Sjá síðu 20. Þota sprengd í árás á flugvöllinn í Beirút Beirút, AP. SPRENGJUM var skotið úr sprengjuvörpum á alþjóðaflug- vöilinn í Beirút í gær með þeim afleiðingum að tóm farþegaflug- vél af gerðinni Boeing 707 gereyðilagðist og loka varð vell- inum. I kjölfar árásinnar á flugvöllinn hófust mikil átök milli stórskotaliða múhameðstrú- armanna og kristinna manna. Að sögn lögreglu létust átta manns og 21 særðist í fjögurra klukkustunda átökum við grænu línuna, sem skiptir Beirút milli kris- tinna manna og múhameðstrúar- manna. Ekki er vitað hveijir stóðu að baki sprengjuárásinni á flugvöllinn, en heimildarmenn á flugvellinum sögðu að böndin beindust að pal- estínskum skæruliðum og sögðu útilokað að sprengjunum hafi verið skotið á flugvöllinn í ógáti.Vopnað- ar sveitir amal síta, sem eru undir forystu Nabis Berri dómsmálaráð- herra Líbanon, stjórna flugvellin- um. Utvarpsstöð kristinna manna hélt því fram að drúsar hefðu gert árásina. Farþegaþotan var í eigu Flugfé- lags Miðausturlanda (MEA), sem aðsetur hefur í Líbanon. Sprengjun- um var varpað um hálfri klukk- stundu eftir að farþegar höfðu farið frá borði. Afrískir stúdentar mótmæla í Peking. AP/Símamynd Afrískir stúdentar mótmæla í Peking RÚMLEGA tvö hundruð arab- ískir og afrískir stúdentar fóru i mótmælagöngu.i Peking i gær til að andmæla bréfi, sem sagt er að kínverskir stúdentar hafi skrifað. Stúdentarnir sögðu að i bréfinu hefði þeim verið ógnað og ríki Afríku móðguð. Deng Xiaoping, leiðtogi Kína, hvatti í gær til þess að prófessor við Háskólann í Peking yrði vikið úr starfi fyrir „borgaralegt frjálslyndi“, að þvi er japanska fréttastofan Kyodo greindi frá í gær. Kallað var í hátalara og sagt að gangan væri ólögleg. Göngumenn sinntu þeim tilmælum ekki, brutust gegnum röð lögreglumanna og gengu sem leið lá að sendiráði Afríkuríkja. Námsmennimir kváðust hafa fengið bréfið frá Samtökum kín- verskra stúdenta. Þar hefði þeim verið hótað refsingu fyrir að kunna ekki mannasiði og sýna kínverskum stúlkum óvirðingu. Mótmælendumir kröfðust þess fyrir framan séndiráðið að fá trygg- ingu frá kínverskum yfirvöldum fyrir því að ekkert yrði gert á hlut þeirra. I frétt Kyodo sagði einnig að Deng hefði varað við og sagt að það hefði slæm áhrif á stjórnmál Abidjan, Reuter. STJÓRN Chad greindi frá því í gær að Líbýumenn hefðu gert loftárásir i norðurhluta landsins og efnahagsmál í Kína ef mótmæli stúdenta breiddust út. Hann hefði þó sagt að ofbeldi yrði ekki undir nokkmm kringumstæðum beitt til að bæla niður mótmæli. Dagblað í Hong Kong, sem er hlynnt stjórninni í Peking, sagði í gær að Deng hefði talað á fundi 30. desember og sagt að víkja þyrfti embættismönnum úr starfi vegna ólgunnar í röðum stúdenta. og hélt því fram að ríki heims virtu baráttu stjómarinnar til að ná norðurhlutanum á sitt vald á ný vettugi. Andre Giraud, varnarmálaráð- herra Frakklands, sagði í gær að loftárás Líbýumanna á höfuðstöðv- ar stjómarhersins í suðurhluta Chad hefði líklega verið á misskiln- ingi byggð og virtist hann útiloka að Frakkar myndu gera árás í hefndarskyni. Ghiraud sagði að sprengjurnar, sem varpað var úr herþotum Líbýumanna hefðu aðeins gert dældir í eyðimerkursandinn. Útvarpið í N’djamena sagði að Líbýumenn hefðu gert harða hríð að bænum Zouar í norðvesturhluta landsins. Ekki var sagt hversu mik- ið tjón hefði verið unnið á þessari borg í eyðimörkinni. Zouar er einn þriggja bæja í Tibesti-fjöllunum, sem barist hefur verið um upp á síðkastið. Átökin standa milli líb- ýskra hermanna og skæruliða, sem fylgja Goukouni Oueddei, fyrrum uppreisnarleiðtoga að málum. Ou- eddei var áður á bandi Moammars Gadhafy Líbýuleiðtoga, en sneri við honum baki. AP/Símamynd Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í Boeing 707 farþegaþotu líbanska flugfélagsins MEA á flugvellinum í Beirút. Þotan gereyðilagðist i sprengjuregni í gær. Líbýuher sækir ákaft í N-Chad

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.