Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987
Minning:
Steinn Einarsson
Yndislegur vinur er látinn. Þótt
höndin væri hnýtt af áratuga þræl-
dómi var handtakið alltaf jafn
hlýlegt og viðmótið uppörvandi. Við
sóttum hestaþing áratugum saman
og glöddumst yfir fögrum gæðing-
um og góðum reiðmönnum. Steinn
var mikill unnandi íslenska hestins
og sonur hans Skúli fangavörður
og fjallkóngur með bestu hesta-
mönnum landsins. Mikið var stoltið
hjá þeim Steini og Gróu á Murneyr-
um þegar Skúli vann til verðlauna
eða á Hellu og Þingvöllum. Stund-
um átti hann líka alla efstu hestana
í alhliða flokknum og það leika
ekki margir eftir á íslandi.
Ég kynntist þeim Steini og Gróu
fyrst, þegar þau áttu heima í Vatna-
garði á Eyrarbakka og þá í pólitísku
sprangi mínu fyrir Alþýðuflokkinn.
Einlægari og tryggari jafnaðar-
menn finnast ekki. Síðustu árin
bjuggu þau í Hveragerði og eru
bara nokkrir dagar síðan ég hitti
þau síðast og þá enn í erindagjörð-
um pólitíkurinnar.
Erlingur Ævar sonur þeirra, út-
gerðarmaður og skipstjóri í Þor-
lákshöfn og hetja jafnaðarmanna í
héraði, sagði mér, að gamli maður-
inn hefði verið sérstaklega hress
daginn áður en hann lést, en enginn
má sköpum renna. Fyrir ári hafði
hann gengið undir mikla aðgerð á
hálsi og var þá vart hugað líf. Hann
kom'st þó aftur heim til sinnar ein-
stöku konu og aðstoðaði hana við
heimilið, en Gróa hefur verið mikill
sjúklingur undanfarið. Bregður nú
mörgum í brún, því fá heimili hafa
verið lítilmagnanum á íslandi meira
skjól en heimili þeirra Steins og
Gróu. Steinn starfaði um árabil sem
fangavörður á Litla-Hrauni og þar
kennir fyrst mannkostanna að
standa sem stólpi og máttarstoð
fyrir þá, sem lífið hefur hafnað.
Gróa mín, hvort sem við lifum
eða deyjum, þá erum við Drottins.
Ég sendi þér og öllum bömunum,
ástvinum, vinnufélögunum og
frændfólki mínar dýpstu samúðar-
kveðjur og bið um huggun.
Algóður Guð geymi kæran vin.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
Þegar æviröðull rennur
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi hel er fortjald
hinum megin birtan er.
Höndin sem þig hingað leiddi
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar — Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson)
Genginn er góður maður. A að-
fangadagskvöld jóla andaðist
tengdafaðir minn á heimili sínu,
Reykjamörk 15 í Hveragerði.
I hugann koma ótal minningar
frá 30 ára tengdum.
Fyrstu kynni mín af honum vom
við plægingar á kartöflugörðum
Eyrbekkinga. Var hann þá með
nokkra hesta og hvíldi þá vel en
alltaf var sami maðurinn sem stýrði
plógnum og yfirleitt dugaði önnur
höndin. Þessi þjónusta var veitt á
kvöldin og um helgar.
Steinn Einarsson fæddist á Ás-
mundarstöðum, sonur Einars
Gíslasonar á Húsum í Holtum og
Kristínar Vilhjálmsdóttur úr
Þykkvabæ.
Hann flyst með móður sinni til
Eyrarbakka 5 ára gamall og elst
upp hjá henni og síðan manni henn-
ar Þorbimi Guðmundssyni á
Blómsturvöllum.
Hann giftist eftirlifandi eigin-
konu sinni Gróu Jakobsdóttur,
ættaðri frá Borgarfirði eystra, árið
1938 og dugmikilli konu. Saman
eignast þau 3 böm og gekk hann
í föðurstað 4 bömum hennar frá
fyrra hjónabandi. Síðar ganga þau
4 bömum til viðbótar í móður- og
föðurstað og ala upp allan stóra
bamahópinn sinn af miklum mynd-
arskap. Fyrir átti hann dóttur,
Guðnýju, sem fædd er og uppalin
í Vestmannaeyjum.
Eins og algengt var með unga
menn í þá daga stundaði hann sjó-
róðra á vertíðum, lengst af með
aflaklónni Binna í Gröf, sem hann
minntist ætíð með hlýhug. Hóf hann
störf hjá Vinnuhælinu á Litla-
Hrauni sem bílstjóri í nokkur ár,
þar til eigin rekstur vörubíls tók
við. Flutningamir vom af ýmsu
tagi, mest pússningasandur sem var
handmokað úr fjömnni. Fjárflutn-
ingar og fiskur eða að boddíið var
sett á og fólk keyrt á samkomur.
1956 gerist hann starfsmaður á
Litla-Hrauni sem fangavörður og
síðar varðstjóri, þar til hann hætti
störfum 1981.
Alla tíð ráku þau hjónin búskap
með 3-5 kýr, 20-30 kindur og hesta
sem vom hans yndi fram á síðasta
dag, en þá átti hann 12 hesta.
Er ég lít yfír líf og ævistarf þessa
duglega manns koma mér í hug
þessi orð úr bókinni um Veginn, er
þar segir:
„Góður hermaður vinnur sigur, en
nemur þó staðar og kúgar ekki.
Hann berst, en stærir sig ekki af því og
hrósar ekki happi. Hann berst því aðeins,
að brýna nauðsyn beri til.
Hann berst en valdagimi er honum fjarri."
Þess vegna starfar hinn vitri, en
krefst einskis handa sjálfum sér.
Hann framkvæmir sín góðu verk,
en telur sér það ekki til gildis.
Hann óskar ekki að sýnast öðmm
fremri.
Ég kveð tengdaföður minn og
þakka góða samfylgd og fagna að
margir af hans góðu eiginleikum
koma fram í bömum mínum. Ég
bið Guð að styrkja tengdamóður
mína í hennar mikla missi.
Guð blessi minningu hans. Fari
hann í friði.
Óli Karló Olsen
Það er ekki auðvelt að skýra frá
sterkum augnablikum sem maður
upplifir, þau verða að minningum
— og þær geymast. Margar slíkar
minningar eigum við um hann afa
á Eyró og þær munum við geyma
vel.
Flestar eru frá þeim tíma sem
afi og amma bjuggu í Vatnagarði
á Eyrarbakka, og við bamabörnin
vorum mörg á þeim aldri sem böm
eru hvað fyrirferðarmest, full af
forvitni og athafnaþrá. Og þá fór
vel að eiga tíma hjá ömmu og afa
á Eyró.
Húsið var einhvem veginn svo
stórt, háaloftið spennandi, garður-
inn stórkostlegur, útihúsin vinaleg
og stutt í fjöruna og kirkjugarðinn.
Það var mikið um að vera í þessu
umhverfi, fjölskyldan var stór,
heimagangamir margir og skepn-
umar vom stór þáttur í daglega
lífinu. Afi var alla tíð með hesta
og þar var hann vel heima.
Afi var mjög vinnusamur og var
í mörgu fyrir hann að snúast, en
þrátt fyrir það áttum við krakkam-
ir greiðan aðgang að honum. Við
fengum að taka þátt í amstrinu
þótt lítil yrðu afrek okkar. Það var
alltaf stutt í glensið og gamansem-
ina hjá afa, og hjartahlýr var hann
með eindæmum. Þegar afí var að
alast upp fór lífið ekki jafnmjúkum
höndum um hann og okkur bama-
bömin, en mýktinni er sennilega
hnoðað betur um bömin eftir því
sem kynslóðimar verða fleiri. Og
þá er gott að eiga veganesti frá
þeim sem greiddu götuna og gengu
hana til góðs. Það gerði hann afi
svo sannarlega og nú er lífsgöngu
hans lokið.
Við kveðjum hann með hlýhug
og þökk fyrir allt.
Afabörn úr Hlaðbænum
Minningarhátíðin um fæðingu
fi-elsarans var hafin, með gjöfum,
góðum mat og jólaljósin lýstu upp
skammdegið jafnt úti sem inni. Þá
barst harmafregnin. Elskulegur
faðir okkar hafði orðið bráðkvadd-
ur. Þá varð fátt um orð en minning-
amar hrönnuðust upp.
Steinn Einarsson fæddist á Ás-
mundarstöðum í Holtum 11. apríl
1914. Foreldrar hans vom Kristín
Vilhjálmsdóttir og Einar Gíslason
frá Húsum í Holtum. Pabbi ólst upp
hjá móður sinni, fyrstu sjö árin á
Ásmundarstöðum og síðan fluttust
þau að. Einkofa á Eyrarbakka en
þangað hafði móðir hans ráðið sig
sem ráðskonu hjá Þorbimi Guð-
mundssyni. Síðar giftist hún
Þorbimi og fluttu þau að Blómstur-
völlum á Eyrarbakka. Þau hjónin
eignuðust fjögur böm, fyrst dreng
sem dó ungur og þtjár dætur. Einn-
ig átti hann fjögur hálfsystkini frá
föður sínum.
Pabbi bytjaði ungur að vinna þau
störf sem buðust á þeim tímum.
Var t.d. í sveit á sumrin, stundaði
hestagæslu fyrir bændur sem komu
úr sveitum Suðurlands þeirra erinda
að versla í dönsku einokunarversl-
uninni á Eyrarbakka og einnig var
hann kúskur í vegavinnu þegar
hestvagninn var aðalflutningatæk-
ið. Þessir þættir í uppvextinum, að
umgangast hestinn, hafa eflaust
haft þau áhrif að alla tíð var hann
hestamaður af lífi og sál.
Snemma lá leiðin til sjós, sjó-
mennskan stunduð bæði á bátum
og togurum. Hann var á togaranum
Ólafi, en var svo lánsamur að segja
upp plássinu í síðustu veiðiferðinni
áður en togarinn fórst. Á vertíð í
Vestmannaeyjum var hann með
hinum kunna aflamanni Binna i
Gröf á mb. Gulltoppi VE 321. í
Vestmannaeyjum á hann dóttur frá
dvöl sinni þar, bamaböm og bama-
bamaböm.
Steinn giftist eftirlifandi eigin-
konu sinni, Gróu J. Jakobsdóttur,
26. mars 1938. Fyrst bjuggu þau
á nokkmm stöðum á Eyrarbakka,
en festu fljótlega kaup á Vatna-
garði sem í tvígang var endur-
byggður og stækkaður. Steinn tók
að sér fjögur börn Gróu frá fyrra
hjónabandi.
Okkur, þessum fósturbömum
sínum, sýndi hann alla tíð einstaka
nærgætni, ást og alúð svo aldrei
bar þar á hinn minnsta skugga.
Brátt stækkaði systkinahópurinn í
Vatnagarði, þijú bættust við, og
vomm við þá orðin sjö. Þrátt fyrir
stóran bamahóp tóku foreldrar okk-
ar að sér fjögur böm sem ekki
nutu foreldra sinna. Þar með vom
bömin ellefu talsins sem þau ólu
upp með einstökum dugnaði og
ósérhlífni.
Lengst af starfaði pabbi sem
vömbílstjóri, fyrst sem bflstjóri við
vinnuhælið á Litla-Hrauni en síðan
á eigin vömbíl. Með akstrinum
stundaði hann nokkum búskap.
Búskapurinn kom sér vel því heimil-
ið var stórt og það var hans
metnaðarmál að heimilið liði ekki
skort. Og það tókst honum alla tíð,
alltaf var til nægur oggóður matur.
Á þessum ámm átti pabbi alltaf
góða og fjölhæfa reiðhesta. Oft var
farið á fjall til smalamennsku og
var það hans yndi, þurfti ekki að
kvíða því að hans hlutur eftir lægi.
Ekki einskorðaðist hestaeignin við
reiðhesta eingöngu, heldur vom
einnig til duglegir dráttarhestar
sem beitt var fyrir sláttuvélar, plóga
o.fl., og komu þeir í góðar þarfir á
þeim tímum. Þá kom það ósjaldan
fyrir, þó búið væri að ljúka ströng-
um vinnudegi, að kunningjunum
væri rétt hjálparhönd þyrftu þeir
þess með, því ekki áttu allir þjálf-
aða dráttarhesta. Ekki var talið
eftir sér að slá fyrir þá væna skák
á engjum, túnum eða plægja kart-
öflugarða. Þar sannaðist oft hjálp-
semi hans við náungann.
Faðir okkar var alla tíð jafnaðar-
maður og var trúr hugsjón sinni,
sem skjöldur þeirra sem minna
máttu sín. Hann var fómfús, ósér-
hlífínn aflsmaður og skemmtilegur,
hafði góðan frásagnarhæfileika, var
hrókur alls fagnaðar í góðra vina
hópi. Hann lét aldrei bugast þó á
móti blési, heldur efldist við hveija
raun.
Pabbi hafði lengi atvinnu hjá
Almenna byggingarfélaginu og þar
naut hann góðrar frammistöðu
sinnar, því fljótur var hann í ferð-
um, óragur og skjótráður. Beitti
hann farartækinu óspart ef svo bar
undir.
Um það leyti sem við fómm að
heiman og stofnuðum okkar eigin
heimili þurfti pabbi að hætta akstri
að mestu leyti vegna liðagigtar.
Þessi sjúkdómur var búinn að þjaka
hann um árabil og það var undra-
vert hversu lengi hann harkaði af
sér. Þrátt fyrir þessa erfiðleika var ~
hann ævinlega glaðvær og
skemmtilegur. Þegar svona var
komið réð hann sig sem fangavörð
að Litla-Hrauni og var þar varð-
stjóri, þar til hann varð að hætta
störfum vegna veikinda. Hafði hann
þá lengstan starfsaldur allra starfs-
manna á Litla-Hrauni, að þeim
ámm meðtöldum er hann byijaði
þar fyrst sem vikapiltur og bflstjóri.
Pabbi og mamma fluttust frá
Eyrarbakka seint á árinu 1979 og
seldu þá V atnagarð. Festu þau kaup
á þægilegu húsi í Reykjamörk 15
í Hveragerði, sem varð þeirra heim-
ili upp frá því.
Það kom á óvart fráfall hans á .
aðfangadagskvöld, því hann var svo
frísklegur við undirbúninginn að
jólahátíðinni. Jólaljósin vom komin
á sinn stað úti sem inni og allt til
reiðu. Hátíðin gengin í garð, búið
að snæða jólamatinn og skiptast á
gjöfum. Var hann þá hress, þakk-
látur og glaður að vanda. Þannig
kvaddi hann er hann lagði í sína
hinstu för.
Blessuð sé minning hans. Hafi
hann þökk fyrir allt og guð blessi
hann.
Börnin
Góðan daginn!
Dömur og herrar:
Nu drífið þið
ykkur í leikfimi!
Tímarviðallrahæfi
5 vikna námskeið
byrjar 12. janúar
Leikfimi fyrir konur á öllum
aldri.
Hressandi. mýkjandi. styrkj-
andi ásamt megrandi
æfingum.
Nýtt!
Bjóðum einnig eldhressa
eróbikktima
Karlmenn
Hinir vinsælu herratímar eru
í hádeginu.
Þarftu að missa
15 kíló?
Sértímar fyrir konur sem vilja
léttast um 15 kg eða meira.
Sértímar fyrir eldri dömur og
þær sem eru slæmar í baki eða
þjást af vöðvabólgum.
Frábær aðstaða
Ljósalampar, nýinnréttuð
gufuböð og sturtur. KafTi og
sjónvarp í heimilislegri setu-
stofu.
Söáral
k1957-1987(
Brautryðjendur
Júdódeild Ánnanns, sem
verður 30 ára á þessu ári, er
brautryðjandi í frúarleikfimi.
Mörg hundruð, ef ekki þús-
undir kvenna, hafa tekið þátt
í starfi okkar-viltu ekki slást
í hópinn? Fyrsti prufutíminn
ókeypis.
Innrítun
og frekari upplýsingar
alla virka daga frá kl.
13-22 í síma
83295.
JúdódeildÁrmanns
Ármúla 32.