Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 Nokkur örfá- ein orð um lygi eftir Hrafn Gunnlaugsson Sumir menn eru ekki vandari að virðingu sinni en svo að nota ýmist orðatiltækin: mér skilst, eða ég hef heyrt, eða mér hefur borist til eyma, þegar þeir vilja rejma að fóðra lygi þannig að hún líti út sem sannleikur. Er þá ekki haft fyrir því að lyfta upp einu símtóli og spyija um sannleikann eða afla sér réttra upplýsinga. Undir svona skrifum hef ég setið allt þetta ár frá manni sem nefnist Ólafur M. Jóhannesson og skrifar fastan dálk í Morgunblaðið, þar sem hann telur sig vera að fjalla um fjölmiðla. Það magn lygi, rógs og brigslyrða sem Ólafur þessi hefur endursýnt les- endum Morgunblaðsins í þessum skrifum sínum síðustu misserin, er svo mikið, að því verður ekki svar- að. En ég tel mér þó skylt að svara þegar vegið er að fjölskyldu minni og mínum nánustu, og þeir ataðir þeim aur sem ég hef fengið í stórum skömmtum sjálfur. Til að skýra málið skal hér vitnað orðrétt í texta Ólafs, frá í gær, þar sem hann fjallar um endursýningu kvikmyndarinnar Jón Oddur og Jón Bjami. Texti Ólafs hljóðar orðrétt: „Það var svo sem allt í lagi að horfa aftur á þessa ágætu mynd er skartaði þekktum andlitum þeirra Egils Ólafssonar, Steinunnar Jóhannesdóttur, Herdísar Þorvalds- dóttur og Gísla Halldórssonar svo einhveijir séu taldir, en alvöru sjón- varpsstöð sýnir ekki í tvígang á annan í jólum sömu myndina. Nú og svo má ekki gleyma því að slíkar Hrafn Gunnlaugsson „En viltu vinsamlegast sýna þá lágmarks kurt- eisi að láta aðra lista- menn í friði, næst þegar þú reynir að koma höggi á mig', hafi þeir ekkert unnið sér annað til saka en að vera venslaðir mér eða tengdir.“ endursýningar eru ekki alveg fríar, þannig c',:ilst mér að aðalleikaramir gætu fengið 25 þúsund kall fyrir snúðinn. Hér er því um töluverða peninga að ræða og ættu sjón- varpsáhorfendur að gefa gaum að því hvemig endursýningum ríkis- sjónvarpsins er háttað." Loks klikkir Ólafur út með — og kemur þá í ljós hvaða hugur stýrir pennanum: „Já, hann Hrafn er iðinn við að fletta fjölskyldualbúminu." Sannleikurinn er sá að sjónvarpið á ótakmarkaðan sýningarrétt að Jóni Oddi og Jóni Bjama án nokk- urra aukagreiðslna og fær hvorki mágur minn, Egill Olafsson, né móðir mín, Herdís Þorvaldsdóttir, krónu frá sjónvarpinu vegna þess- arar endursýningar, en Ólafur reynir að lauma því inn hjá lesend- um að þau fái svona 25 þúsund krónur fyrir og að ég sé að hygla þeim. Af hvaða hvötum svona skrif em sprottin læt ég heiðariegu fólki eft- ir að dæma. Ólafur, haltu bara áfram að ljúga upp á mig og rægja, og mér er sama þótt þú skvettir úr koppum geðvonsku þinnar yfír mig dag eftir dag í Morgunblaðinu eða reynir að hælbíta mig. Ég er vanur slíku og hef nógu þykkan skráp til að kippa mér ekki upp við það. En viltu vinsamlegast sýna þá lágmarks kurteisi að láta aðra lista- menn í friði, næst þegar þú reynir að koma höggi á mig, hafí þeir ekkert unnið sér annað til saka en að vera venslaðir mér eða tengdir. Varðandi tal um aðrar endursýn- ingar þá er að venja að miða þær mest við áramót þegar rifjuð em upp helstu atvik ársins. Það skýtur því dálítið skökku við að vera ásak- aður um endursýningar af Ólafí, sem lætur sér ekki nægja áramót, heldur lífnærir sig á því árið um kring að endurprenta og endursýna í sífellu sömu gömlu nöldurtugguna í Morgunblaðinu dag eftir dag. Höfundur er kvikmyndaleikstjóri og dagskrárstfóri innlendrar dag- skrárgerðar íslenska sjón varps- ins. Eigendur og kennarar Vélritunarskólans sf. þær Hafdís Aðalsteinsdóttir og Anna Hjartardóttir. Vélritunar skólinn flytur VÉLRITUNARSKÓLINN sf. sem starfað hefur á Suðurlandsbraut 20 undanfarin 15 ár hefur nýlega flutt starfsemi sína að Ánanaust- um 15. Vélritunarskólinn býður upp á námskeið í vélritun fyrir byrjendur og fyrir þá, sem lengra em komn- ir, svo sem uppsetningar verslunar- bréfa og annarra skjala. Ennfremur notkun diktafóna. Eigendur Vélritunarskólans, sem jafnframt annast kennslu við skól- ann em Hafdís Aðalsteinsdóttir og Anna Hjartardóttir. JRta^gpiitiHbifeifr Góðan daginnl HEnsusruDió Vetrarnámskeiðin í AEROBIC hefjast mánudaginn 12. jan. Kennarar frá okkur eru núna á námskeiöi hjá Laura Ann Geisler Body Shop, Los Angeles, til þess að fullnema sig í Aerobic kennslu. Þar sem viö leggjum meira uppúr gæðum kennara okkar en fjölda þeirra, eiga nemendur okkar von á góðu í vetur, sem endranær. IVETUR Létt leikfimi — Fríða Byrjenda Aerobic — Elsa, Fríða, Gústi, Birgitta Þrek — Gústi Þrek og teygjur — Fríða Þrek og sviti — Maggi Púl — Maggi ath ! Hádegis og síðdegistímar KENNARAR Fríða Halldórsdóttir Magnús Scheving Elísabet Sigfúsdóttir Ágúst Hallvarðsson Birgitta Sveinbjörnsdóttir Innrítun er hafin ísíma: 39123 og 35000 Verið velkomin Verð í AEROBIC kr. 1950.,- pr. mán. kr. 4680,- 3xmán. Tækjasalur innifalinn. Skeifunni 3, Rvik. Simar: 39123 & 35000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.